Morgunblaðið - 26.08.2001, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 26.08.2001, Qupperneq 4
4 C SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sölumenn óskast Codex — innheimtulausnir óska eftir metnaðar- fullum og þjónustuliprum sölumönnum til starfa nú þegar. Boðið er upp á góða starfsað- stöðu og spennandi viðfangsefni hjá nýju og framsæknu fyrirtæki á sviði milliinnheimtu. Lykilstarfsmönnum verður boðinn kaupréttur í fyrirtækinu. Með allar umsóknir verður farið með sem trúnaðarmál. Áhugasamir sendi upplýsingar til auglýsinga- deildar Mbl. í síðasta lagi 30. ágúst merktar: „Codex — innheimtulausnir“. Codex — innheimtulausnir veita heildarlausn við innheimtu á við- skiptakröfum. Lögð er áhersla á trausta og markvissa innheimtu þar sem ávallt er komið fram við greiðandann af lipurð og kurteisi.            Óskar eftir dugmiklu starfsfólki í eftirtalin störf. ● Fótaaðgerðarfræðing. ● Naglafræðing. ● Nema í snyrtifræði. ● Snyrtifræðing. Upplýsingar gefur Rósa í síma 581 1593 eftir kl. 19. Hjúkrunarfræðingar Laus er til umsóknar staða hjúkrunardeildar- stjóra lyflækningadeildar II (100% staða í dagvinnu). Deildin er dag- og fimm daga deild. Áætluð er samvinna og samhæfing í hjúkrun á milli lyflækningadeildar II og lyflækn- ingadeildar I. Laus er til umsóknar staða hjúkrunardeildar- stjóra í Seli (100% staða í dagvinnu). Sel er hjúkrunardeild fyrir aldraða með hvíldar- og dagvistunarplássum. Umsækjendur þurfa að hafa starfsleyfi hjúkrun- arfræðings, sérnám í stjórnun og stjórnunar- reynslu. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubr- ögð og góða hæfileika í samskiptum og sam- vinnu. Hjúkrunardeildarstjóri ber fag-, stjórnunar- og rekstrarlega ábyrgð á hjúkrun á viðkomandi deild. Næsti yfirmaður hjúkrunardeildarstjóra er framkvæmdastjóri hjúkrunar. Lausar eru til umsóknar stöður svæfinga- hjúkrunarfræðinga á svæfingadeild (100% fastar stöður í dagvinnu með bakvaktaskyldu). Umsækjendur þurfa að hafa starfsleyfi hjúkrun- arfræðings og sérnám í svæfingahjúkrun. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og góða hæfileika í samskiptum og samvinnu. Boðin er einstaklingshæfð aðlögun með reynd- um hjúkrunarfræðingi. Næsti yfirmaður er hjúkrunardeildarstjóri. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fjármálaráð- herra. Umsóknarfrestur um stöðurnar er til 8. september nk. Umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum ásamt fylgiskjölum með upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendar til Ólínu Torfa- dóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar, Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, Eyrarlands- vegi, 600 Akureyri, sem veittir allar nánari upp- lýsingar í síma 463 0271, tölvupóstfang olina@fsa.is . Öllum umsóknum verður svarað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.