Vísir - 10.07.1979, Side 9
VISIR Þriðjudagur 10. júli 1979.
9
Fundur ullarframleiðenda á Esju:
Saumaslofurnar vantar 600
á árl
Fjölmennt var á f undi forráðamanna f ramleiðenda
og útflytjenda ullarvara á Hótel Esju í gær. Kom hin
almenna þátttaka umsjónarmönnum fundarins frá
Útf lutningsmiðstöð iðnaðarins sýnilega á óvart, því að
bæta þurfti við þá f immtíu stóla sem fyrir voru í saln-
um og hölluðu menn sér þó enn upp að veggjum vegna
plássieysis.
Gunnar Mack og Sigurður Ingólfsson komu til fundar framleiðenda og útflytjenda ullarvara og héldu
erindi um þróun verðlags og kostnaðar i ullariðnaði á undanförnum mánuðum, Gunnar fvrir hönd Hag-
vangs h.f. en Sigurður fyrir hönd Ilannars s.f. Mvnd þessi var tekin er Gunnar flutti erindi sitt. Visis-
mynd: ÞG
Starfsmenn Hagvangs hf. og
Hannars s.f., þeir Gunnar Mack
og Sigurður Ingólfsson héldu
sitthvort erindið þar sem
fundarmönnum var gerð grein
fyrir niðurstöðum athugana
þessara fyrirtækja á þróun
verðlags og kostnaðar i ullar-
iðnaði á undanförnum
mánuðum og áhrifum hennar á
afkomu saumastofa. t erindi
sinu gaf Gunnar Mack yfirlit
yfir verðlags- og kostnaðar-
breytingar, frá þvi verðút-
reikningur var gerður i október
á siðasta ári fram til dagsins i
dag. Gunnar bar saman hlut-
fallslegar breytingar á Banda-
rikjadollar og breytilegum
kostnaði við framleiðslu á ullar-
fatnaði. Miðaði hann við meðal-
skráningu Bandarikjadollars i
hverjum mánuði, meðalverð
prjónavoðar, sem er langstærsti
hluti efniskostnaðar, og launa-
kostnað samkvæmt 2. taxta Iðju
eftir niu mánuði i starfi.
Kom i ljós að á þessu timabili
hefur launakostnaður hækkað
um rúm 30% efniskostnaður um
tæp 25%, en gengi dollarans um
11%. Bilið á milli breytilega
kostnaðarins annars vegar og
dollarans hins vegar fer þvi si-
fellt breikkandi.
Einnig taprekstur á garn-
framleiöslu
Sigurður Ingólfsson frá
Hannari sagði að eins og sjá
mætti á yfirliti Gunnars hefðu
saumastofurnar i islenskum
ullariðnaði orðið að taka á sig
kostnaðarhækkanir umfram
verðhækkanir á sinum vörum. I
undantekningartilfellum hefðu
stofurnar samið við söluaðila
um að binda verð við kostnaðar-
hækkanir og lenti þá vandamál-
ið á söluaðilanum.
„Hækkanir á garnverði
virðast fljótt á litið hafa fylgt
kostnaðarhækkunum, en sé
betur að gáð var búið að frysta
garnverðá árinu 1978 frá 1. júli”
sagði Sigurður. ,,Má þvi álykta
að fyrir liggi i dag álika
hækkunarþörf hjá garnfram-
leiðendum og var i október og er
þvi trúlega einnig taprekstur á
þeim lið”.
Stöðugt sígur á ógæfu-
hliðina
Athugun var gerð á áhrifum
verðlags og Jcostnaðarþróunar á
afkomu sex saumastofa og kom
i ljós að stöðugt hefur sigið á
ógæfuhiiðina siðan i október i
fyrra. Þá var söluverðmæti
þessara stofa miðað við árs-
framleiðslu um 696 milljónir
króna. Að lokinni greiðslu á
efnis- og launakostnaði voru eft-
ir um 138 milljónir króna. A
timabilinu janúar-mars i ár
voru þessar tölur 737 og 115
milljónir króna. Um mánaða-
mótin júni-júli var söluverð-
mæti 773 milljónir króna en 66
milljónir afgangs upp i fastan
kostnað sem er um 8.6% af sölu-
verðmæti. Til samanburðar
gerði Sigurður grein fyrir þvi
hvert söluverðmæti stofanna
hefði orðið ef hlutföll verðs og
kostnaðar hefðu haldist i hendur
og framlegðin haldið sinum
hluta. Söluverðmætið hefði þá
verið 881 milljón króna miðað
við ársframleiðslu eða um 14%
hærra en raun ber vitni.
„Munurinn er 108 milljónir
króna og ef við gerum ráð fyrir
að þessar stofur framleiði um
20% af heildarframleiðslu út-
flutnings saumastofa landsins
vantar i heild 5-6 hundruð
milljónir á ári til að allar
stofurnar haldi sinum hlut”
sagði Sigurður. „Rétt er að
vekja athygli á að framlegð sú,
sem næðist, ef hlutföll verðs og
kostnaðar hefðu haldist i hend-
ur, samsvarar 1238 krónum á
klukkustund og er það talsvert
lægra en reiknað er með að
meðalstofa þurfi til að standa
undir sér og hafa eðlilega af-
komu til áframhaldandi upp-
byggingar. Sú viðmiðunartaia
er nú i kring um 2000 krónur á
klukkustund”.
„ Iðnaðarráðuneytinu
skylt að beita sér fyrir
lausn vandans".
Hjörleifur Guttormsson,
iðnaðarráðherra, sótti fundinn,
en auk hans komu þangað full-
trúar frá Viðskiptaráðuneyti,
Fjármálaráðuneyti, Land-
búnaðarráðuneyti og Félags-
málaráðuneyti. Hjörleifur hélt
stutta tölu að loknum erindun-
um, enda þótt hann segðist að
visu hafa komið til fundarins
aðallega til að hlusta. Bætti
hann þvi við að hann teldi að
augu manna væru nú óðum að
opnast fyrir nauðsyn þess að
taka tillit til hagsmuna iðnaðar-
ins, og láta þá ekki hverfa i
skuggann fyrir hagsmunum
sjávarútvegs.
„Mikið og öflugt starf hefur
verið unnið i þessari iðngrein,
ullariðnaðinum, sem orðin er að
heita má burðarás islensks
iðnaðar og teljum við i ráðu-
neytinu okkur skylt að beita
okkur fyrir lausn vandans sem
að steðjar” sagði Hjörleifur.
Einnig minnti hann á tilvist
samstarfsnefndar ráðuneyt-
anna og kvaðst vona að niður-
stöður af starfi hennar lægju
fyrir áður en langt um liði.
Ingi Tryggvason verkefnis-
stjóri hjá útflutningsmiðstöð
iðnaðarins, tók undir orð Hjör-
leifs og sagði það vera ráð á
þessum siðustu og verstu timum
orkukreppu að styöja grein eins
og ullariðnaðinn sem væri spar-
söm á orkuna. „Og heldur þar
að auki á okkur hita” svaraði
Hjörleifur.
Útf lutningsverðmæti
gæti numið 10 milljörðum
á árinu
I lok fundarins var samþykkt
ályktun þar sem segir meðal
annars, að útflutningsverðmæti
islenskra ullarvara geti numið
allt að 10 milljörðum króna á
þessu ári ef hægt verður að
standa við gerða samninga.
Hins vegar hljóti einhver fyrir-
tæki að hætta starfsemi, verði
ekkert að gert og mundi það
leiða til atvinnuleysis og van-
efnda á gerðum sölusamning-
um.
Fundurinn skorar þvi á rikis-
stjórnina að taka vandamál
ullariðnaðarins til tafarlausrar
úrlausnar. Telur hann frumskil-
yrði að gengisskráning islensku
krónunnar sé látin fylgja
kostnaðarþróun innanlands. Þá
verði uppsafnaður söluskattur
af útf lutningsfram leiðslu
greiddur jafnskjótt og varan fer
úr landi, til þess að rétta við
samkeppnisaðstöðuna gagnvart
erlendum keppinautum sem
engan söluskatt greiða. Loks er
lögð áhersla á að útflutnings-
iðnaðurinn sitji við sama borð
og sjávarútvegur um greiðslu
opinberra gjalda eða fái að
öðrum kosti bættan þann að-
stöðumun sem greiðsla þeirra
veldur. —AHO
„Hef orðlð var við mikfnn
kvíða hjá starfsfðlkinu”
- segir zophonías zophoníasson, framkvæmdastjóri
Pólarprjóns á Blönduósi
Zophonias er formaður Sam-
taka prjóna- og saumastofa á
Norðurlandi en að þeim sam-
tökum standa tiu fyrirtæki.
„Starfsfólk fyrirtækjanna úti á landi er farið að
gera sér grein fyrir hinum gifurlega vanda, sem
að ullariðnaðinum steðjar og i minu fyrirtæki tal-
ar fólk og spyr mikið um ástandið. Við förum i
sumarfri um næstu helgi og ég hef orðið var við
hræðslu um að fyrirtækið opni ef til vill ekkert að
þvi loknu. Á hinn bóginn virðist mér allir aðilar
vera sammála um að þreyja þorrann eins lengi
og unnt er, reyna allar hugsanlegar leiðir til úr-
lausnar, áður en gripið verði til þess örþrifaráðs
að loka fyrirtækjunum”.
Við náðum tali af Zophoniasi
Zophoniassyni, framkvæmda-
stjóra prjóna- og saumastofunn-
ar Pólarprjóns á Blönduósi á
fundinum á Hótel Esju. Auk
þess að framleiða prjónavoð
fyrir eigin saumastofu sér
Pólarprjón tiu öðrum sauma-
stofum á landinu fyrir voð.
„Mig grunar að menn geri sér
almennt ekki grein fyrir þvi
hversu margt fólk byggir af-
komu slna á þessum iðnaöi”
sagði Zophonlas. „I Pólarprjóni
vinna nú um sjötiu manns, en
ibúar Blönduóss eru alls 900. Ég
trúi ekki öðru en að stjórnvöld
taki I taumana og vona, að það
verði fljótlega, þvl að timinn er
naumur. Mikil eftirsjá væri að
ullarframleiðslunni til út-
flutnings ef hún legðist niður,
vegna þess hversu mikils virði
hún er þjóðhagslega. Sést þaö
best á þvi að ullarfram-
leiðendurnir hafa varla við að
fullnægja eftirspurn á heims-
markaði”.
„Ailir aðiiar viröast vera sammála um að þreyja þorrann eins lengi
og unnt er og reyna allar hugsanlegar leiðir til úrlausnar áður en
gripið veröi til þess örþrifaráðs að loka fyrirtækjunum” sagði
Zophonfas. Vísismynd: ÞG.
Aðilarnir hafa sam-
stöðu um ýmis hags-
munamál
„Aðilar að samtökunum hafa
samstöðu um ýmis hagsmuna-
mál”, sagði Zophonias. „Fyrir-
tækin gera innkaup til fram-
leiðslunnar i sameiningu til þess
að komast að betri kjörum og
taka að sér verkefni fyrir út-
flutningsfyrirtækin sem ein
heild en skipta þeim siðan
bróðurlega á milli sin. Við höf-
um hugleitt að efla fyrirtækin
með þvi að sjá að nokkru leyti
um útflutninginn á eigin spýt-
ur”.
„Ekki er ætlunin að við flytj-
um allt út sjálfir, en við teljum
að við stæðum betur að vigi ef
við hefðum þar hönd i bagga i
auknum mæli. Samtök sem
þessi eru ennfremur að þvi leyti
góð að þau auðvelda samskipti
við hið opinbera. Meira mark er
tekið á okkur eftir aö við sam-
einuðumst og hófum að koma
fram út á við sem einn aðili”.
—AHO