Vísir - 10.07.1979, Side 24
SpásvæOi Veðurstofu Islands
eru þessi:
1. Faxaflói, 2. Breiðafjörð-
ur. 3. Vestfirðir. 4. Norður-
land, 5. Norðausturland. 6.
Austfirðir. 7. Suðausturland.
8. Suðvesturland.
veðurspá
400 km V af Reykjanesi er
990 mb lægð og frá henni
lægðardrag NA um Vest-
firði.Litið eitt hlýnar i veöri
norðanlands.
SV-land til Breiöafjarðar og
miöin: S og SV gola eða kaldi
og skúrir á dag en: S og SV
gola eða kaldi og skúrir á dag
en úrkomulitið í nótt. SA gola
eða kaldi og rigning i fyrra-
málið.
V-firðir og miðin: NA gola
og sfðan breytileg átt. Vlða
rigning eða súld.
N-land og miöin: Breytileg
átt, rigning I fyrstu en annars
Seða SV gola eða kaldi. Skúr-
ir vestan til en bjart með köfl-
um austan til.
NA-land A-firðir og miðin: S
og SV gola bjart með köflum
til landsins en þokubakkar á
miðum.
SA-land og miðin: SV kaldi
og skúrir í dag. S gola, þurrt
aðmestu til landsins, en þoku-
bakkar á miðunum þegar liður
á nóttina.
veðrið hér
op har
Veörið kl. 6 i morgun:
Akureyri skýjað 7, Bergen
hálfskýjað 12, Kaupmanna-
höfnskýjað 14, Oslóskýjað 18,
Reykjavik skúrir 7, Stokk-
hólmur skýjað 15, Þórshöfn
rigning 10.
Veðrið kl. 18 i gær:
Aþena rigning 24, Berlínskúr-
ir 18, Chicago léttskýjað 26,
Feneyjar léttskýjað 23,
Frankfurt skúrir 16, Núklétt-
skýjað 7, London skýja 19,
Luxemburg skýjað 16, Las
Palmas heiðrikt 24, Maliorka
heiðrikt 28, Montreai
léttskýjað 27, Washington
léttskýjað 22, Paris skýjað 19,
Róm léttskýjað 25, Malaga
heiðrikt 27, Vin skýjað 18,
Winnipeg skýjað 30.
LOKISEGIR
t viötaii við Timann segir
Svavar Gestsson að kannski
þurfi bráðum aö byggja hest-
hús við Arnarhvoi þar sem
orkukreppan gæti knúiö okkur
tO aö fara riðandi I vinnuna.
Er ekki ráð fyrir umhverfis-
verndarmenn aö mótmæla
strax fyrirhuguöum hesthús-
byggingum?
Matreiöslumenn boöa vakta- og yfirvinnubann:
„EINS GOTI AÐ
LOKA FYRIRTÆKINU”
- seglr Konráð Guðmundsson hðtelstlöri á Sögu - verkbann á matreiðslumenn
Stjórn og trúnaðarmannaráð Félags matreiðslu-
manna héldu fund i gær, og var þar ákveðið að
verða við áskorun félagsmanna um að samþykkt
yrði að setja vakta- og yfirvinnubann. Kemur bann-
ið til framkvæmda frá og með 18. júli næstkomandi.
Engin atkvæði voru greidd á
móti samþykktinni en tveir sátu
hins vegar hjá við atkvæða-
greiðsluna. A fundinum var kosin
þriggja manna verkfallsnefnd,
sem ætlað er að sjá um fram-
kvæmd aðgerðanna. Forsvars-
maður nefndarinnar er Sigurður
Sumarliðason, matreiðslumaður,
sem vinnur hjá Flugleiðum i
Keflavik.
Visir náði tali af Konráð Guð-
mundssyni, hótelstjóra á Hótel
Sögu i morgun, til að leita álits
hans á væntanlegum aðgerðum
matreiðslumanna. Sagðist hann
ekki skilja, hvaða rétt mat-
reiðslumenn telji sig hafa til að
Matreiöslumenn að störfum á Hótel Esju I morgun. Veitingamenn
ræða iokun fyrirtækjanna komi boðað vaktavinnubann kokka til fram-
kvæmda. (Vlsism. GVA)
setja vaktavinnubann, þvi að
samkvæmt gildandi kjarasamn-
ingum skuli vaktir ákveðnar fyrir
minnst mánuð i senn, og verði þvi
að tilkynna allar breytingar á
þeim með mánaðarfyrirvara.
„Yfirvinnubannið brýtur á hinn
bóginn ekki i bág við samninga”,
sagði Konráð.
,,Verkbann eina
leiðin”
„Ef af þessu verður er eins gott
að loka fyrirtækinu”, hélt hann á-
fram. „70-75% af viðskiptum veit-
ingahúsa eru bundin við kvöldin.
Hætti matreiðslumenn að vinna á
vöktum, virðist mér við i
Sambandi veitinga- og gistihúsa-
eigenda ekki eiga aðra leið færa
en að setja verkbann, og loka eld-
húsum alveg”.
Konráð kvaðst ekki telja að
með þessu tækist matreiðslu-
mönnum að knýja fram gerðar-
dóm samkvæmt þeim skilyrðum,
sem þeirhefðu sett fram. „Skort-
ur hefur verið á matreiðslumönn-
um undanfarið, og hafa margir
þeirra yfirgefið veitinga- og gisti-
húsin og ráðið sig til mötuneyta
og spitala, bæði hjá einkaaðilum
og þvi opinbera, vegna þess, að
slik störf eru rólegri og vinnutim-
inn reglulegri. Við höfum þvi
reynt að halda mönnum á veit-
inga- og gistihúsum með þvi að
veita þeim ýmis hlunnindi og
yfirborganir. Fari kjarasamning-
arnir i gerðardóm viljum við að
tekið sé tillit til hlunninda og yfir-
borgana. Matreiðslumenn virðast
hins vegar vilja, að yfirborgan-
irnar verði settar inn i samning-
ana fyrir félagið, og ekkert tillit
tekið til hlunninda”.
—AHO
SKÝRSLAN FRÁ SRI
LANKA ENN ÖKOMIN
1 morgun höfðu enn ekki borist nein formleg skilaboð frá Sri Lanka
um að störfum rannsóknardómarans sem skipaður var af þarlendum
yfirvöldum til að kanna flugslysiö væri lokið og að niðurstöður hans
hefðu verið kynntar opinberlega. Þetta kom fram f samtali við Leif
Magnússon framkvæmdastjóra flugrekstrardeildar Flugieiða i morg-
un.
Þrátt fyrir endurtekin loforð
yfirvalda á Sri Lanka þess efnis
að niðurstööur rannsóknardóm-
arans yrðu sendar til umsagnar
islensku rannsóknarnefndarinn-
ar, bólar ekkert á skýrslunni.
Eina vitneskjan sem fyrir
liggur um téða skýrslu eru fréttir
sem AP-fréttastofan sendi frá sér
á sunnudag.
Flugleiðir sendu I gær skeyti til
stjórnvalda á Sri Lanka þar sem
óskað var staðfestingar á þeim
fréttum sem hingað hafa borist
siðustu daga varðandi þetta mál.
I skeyti Flugleiða segir meðal
annars: „Ef niðurstöð-
ur skýrslu yðar eru eins og til-
greint er I umræddri AP-ffétt,
viljum við hér með formlega
staðfesta að við erumálandstæðri
skoðun um leið og við staðfest-
um fyrri yfirlýsingar þess efnis
að frumorsök slyssins sé áátand
tækjabúnaðar i þjónustu Kati-
manake flugvallar, eins og það
var á tima flugslyssins. Að þvi er
við best vitum hefur enginn
vitnisburður borist sem hrekur
þessa megin-niðurstöðu.” — GEK
Eldur i Grundarfiröi
Eldur kom upp i einbýlishúsi við
Borgarbraut i Grundarfirði laust
eftir. klukkan niu i gærkvöldi.Þeg-
ar lögregla og slökkviliö komu á
vettvang lagði mikinn reyk fir efri
hæð hússins en eldur reyndist þó
ekki eins mikill og á horfðist i
fyrstu 1 ljós kom að kviknað
hafði i geymsluherbergi á hæð-
inni og gekk greiðlega að ráða
niðurlögum eldsins. Skemmdir
urðu nokkrar á hæðinni aðallega
af völdum reyks og vatns en lög-
reglan telur að kviknað hafi i út-
frá rafmagni.
Sv.G.
Steingrlmur dómsmálaráöherra um sklpan Jóns Skaftasonar i embættl yflrborgarfðgeta:
„BETRA AB FA MANN UTAN FRA
TIL AD GERA BREYTINGAR”
„Ég heid aö það þurfi að gera ansi viðtækar breytingar á borgarfó-
getaembættinu bæði í samræmi við nýsamþykkt lög og breytta tima,”
sagöi Steingrlmur Hermannsson dómsmálaráðherra I samtaii við VIsi I
morgun. „Þarna þarf að taka upp ýmiss konar nútimatækni og ég taldi
þvi að mörgu leyti betra að fá I þetta embætti mann utan frá.”
Steingrimur hefur sem kunnugt
er af fréttum veitt Jóni Skafta-
syni fyrrum alþingismanni og
flokksbróður sinum embætti yfir-
borgarfógeta. Unnsteinn Beck
borgarfógeti hefur vegna þessar-
ar veitingar sagt upp starfi sinu
og látið hafa eftir sér að dóms-
málaráðherra sé með veitingunni
að leysa innbyrðis flokksmál.
Visir innti Steingrim eftir þvi i
morgun hvort sú væri raunin og
kvaðst hann hafa verið með aðra
hluti i huga þegar hann veitti em-
bættið.
„Ég vil taka það fram,” sagði
Steingrimur, „að allir sem sóttu
um þetta starf eru að minu mati
prýðilega færir og ég skoðaði
þetta mjög vandlega. Yfirborgar-
fógetaembættið er i raun og veru
fyrstog fremst stjórnunarlegs eöl-
is og þetta embætti kallar fyrst
og fremst á góðan stjórnanda,
sem ég er ekki þar með að segja
að aðrir umsækjendur hafi ekki
verið.
Ég lit hins vegar svo á aö mað-
ur með hæstaréttarpróf og marg-
ra ára þingreynslu hafi margt til
brunns að bera og ýmsa þá
reynslu sem gagnleg er i þessu
efni.”
Steingrimur kvað það skoðun
sina að Islendingar gerðu alltof
litið af þvi að færa menn á milli
embætta. „Menn sitja alltof lengi
i sama embættinu,” sagði hann
og benti á að ýmsar þjóðir m.a.
Bandarikjamenn, heföu þann sið
að færa menn með föstu millibili
á milli embætta.
— Gsal.
k.