Morgunblaðið - 07.09.2001, Qupperneq 2
Alfreð Gíslason, þjálfari þýsku
meistaranna, spáir í spilin / C2
Fjölnismenn verða með á Íslands-
mótinu í handknattleik / C1
8 SÍÐUR Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is
4 SÍÐUR
Sérblöð í dag
FRÉTTIR
2 FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Á FÖSTUDÖGUM
RÚMUR mánuður er nú þar til nýja versl-
unarmiðstöðin í Smáralind verður opnuð, 10.
október, kl. 10.10. Alls nær húsnæði Smáralind-
ar yfir 63 þúsund fermetra. Heildarflötur þaks
byggingarinnar er um 25.000 fermetrar. Heild-
arstærð lóðarinnar er um 115 þúsund fermetrar,
verða 70 þúsund fermetrar lagðir malbiki og 10
þúsund fermetrar hellulagðir.
Framkvæmdir eru á áætlun skv. upplýsingum
forsvarsmanna framkvæmda og hundruð iðn-
aðarmanna keppast við frágang innréttinga í
verslunum og á byggingarsvæðinu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stórbyggingar sem risið hafa á undanförnum árum í Smáranum eru smáar að sjá í samanburði við hina nýju verslunarmiðstöð í Smáralindinni.
Smáralind opnuð eftir rúman mánuð
SÝSLUMAÐURINN í Reykjavík
auglýsir laus störf tveggja aðal-
stefnuvotta og tveggja varastefnu-
votta í umdæminu í Lögbirtinga-
blaðinu 5. september síðastliðinn.
Í auglýsingunni eru tilgreind
skilyrði fyrir starfsgengi umsækj-
enda eins og þau eru upptalin í 81.
gr. laga um meðferð einkamála í
héraði en þar segir að ekki megi
skipa mann stefnuvott „nema hann
sé orðinn 25 ára að aldri, hafi
óflekkað mannorð og sé svo heill og
hraustur að hann geti gegnt starf-
anum“.
Mikið ábyrgðarstarf
og álag
Spurður um skýringar á þessu
skilyrði um heilbrigði og hreysti
stefnuvotta sagðist Rúnar Guð-
jónsson sýslumaður ekki þekkja
sögu þessa orðalags í einkamála-
lögunum, en þau væru að stofni til
frá árinu 1936. Margt væri sér-
kennilega orðað í lögum, ,,en hitt er
annað mál að þetta er mikið
ábyrgðarstarf og menn þurfa að
vera alveg klárir í kollinum og
hraustir andlega, og reyndar lík-
amlega hraustir líka, vegna þess að
það er heilmikið álag að hendast á
milli húsa og birta stefnur. Ég held
því að það sé bæði gömul saga og
ný að þetta þurfi að vera með þess-
um hætti, en orðalag [auglýsingar-
innar] er tekið beint upp úr lög-
unum“, sagði hann.
Samkvæmt upplýsingum Rún-
ars er þetta í fyrsta skipti sem starf
stefnuvotta og varastefnuvotta er
auglýst opinberlega laust til um-
sóknar. Umsóknum um starfið skal
skila til skrifstofustjóra Sýslu-
mannsembættisins fyrir 15. sept-
ember.
Skulu vera heil-
ir og hraustir
Sýslumaðurinn í Reykjavík
auglýsir eftir stefnuvottum
SAMKVÆMT upplýsingum
frá Veðurstofu Íslands var
ágústmánuður fremur hlýr og
sólríkur sunnan- og vestan-
lands en á norðan- og aust-
anverðu landinu var svalara,
minna sólfar en ekki úrkomu-
samara.
Hitafar það sem af er sumri
hefur verið jafnt, hvorki kalt
né hlýtt, og sólfar meira en
venja er. Í byrjun júní var
fremur kalt en sá mánuður
var þurrastur og sólríkastur
en júlí var vætusamastur,
einkum sunnanlands. Meðal-
hiti sumarsins frá júní til
ágúst var 10,3 gráður í
Reykjavík, sem er 0,3 gráður
yfir meðallagi, en 9,6 gráður á
Akureyri, sem er 0,3 gráður
undir meðallagi.
Hitinn fór hæst í 17,4
stig í Reykjavík
Hæsti hiti sumarsins í
Reykjavík var 17,4 gráður,
sem er 1,5 gráður undir með-
altali. Hæsti hiti sumars hefur
aðeins 18 sinnum verið jafn-
lágur eða lægri síðustu 78 ár.
Hæsti hiti var einnig óvenju-
lega lágur á Akureyri en þar
var hann 20,2 gráður og hefur
aðeins verið lægri 11 af síð-
ustu 73 sumrum, segir í yf-
irliti frá Veðurstofu Íslands.
Sólfar
yfir með-
allagi
í sumar
REYKVÍSKIR karlar og konur á
miðjum aldri voru bæði hærri og
þyngri árið 1994 en Reykvíkingar á
sama aldri voru árið 1975.
Hlutfall of feitra meira en tvöfald-
aðist hjá konum á tímabilinu. Hlut-
fall ofþyngdar meðal karla óx um 6–7
prósentustig á tímabilinu, 53–54%
karla í báðum aldurshópum voru of
þung í lokin en 46% í upphafi.
Þetta eru niðurstöður rannsóknar
Hólmfríðar Þorgeirsdóttur, Lauf-
eyjar Steingrímsdóttur, Arnar
Ólafssonar og Vilmundar Guðnason-
ar á þróun ofþyngdar og offitu meðal
45–64 ára Reykvíkinga á árunum
1975–1994, sem greint er frá í nýj-
asta tölublaði Læknablaðsins.
Til rannsóknarinnar voru notaðar
tölur frá Hjartavernd og MONICA-
rannsókninni, sem er fjölþjóðleg
rannsókn sem Íslendingar taka þátt
í. Einungis voru notaðar tölur úr
fyrstu heimsókn hvers og eins og
voru tveir aldurshópar rannsakaðir,
45–54 ára og 55–64 ára. Samanburð-
urinn er gerður meðal jafngamalla
einstaklinga á tímabilinu og er því
um að ræða breytingu milli árganga,
ekki er um að ræða að þyngd aukist
eftir því sem aldurinn færist yfir.
Í greininni segir að aukin þyngd
og offita verði vart skýrð með
breyttu mataræði, nærtækasta skýr-
ingin sé minni hreyfing fólks við dag-
legar athafnir og störf.
Tvöföldun hjá yngri körlum
Nærri lætur að í lok tímabilsins
séu um 70% karla í báðum aldurs-
hópum og í eldri hópi kvenna ann-
aðhvort of þung eða feit, miðað við
viðmiðunarmörk Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunarinnar. Í yngri hópi kvenna
var þetta hlutfall 54%.
Hlutfall offitu nær tvöfaldaðist í
yngri hópi karla, það fer úr 10,4% í
upphafi tímabilsins í 19,2% í lok þess.
Breytingin var ekki tölfræðilega
marktæk í eldri hópi karla. Hjá kon-
um fer hlutfallið hjá yngri konum úr
8,6% í 14,6% en í eldri hópnum úr
11,2% í 24,5%.
Karlar jafnt sem konur, í báðum
aldurshópum, eru um 2–3 cm hærri í
lok tímabilsins en einstaklingar í
upphafi þess. Þyngdin eykst meira á
tímabilinu en hægt er að skýra með
aukinni hæð. Karlar voru um 6 kg
þyngri í báðum aldurshópum í lok
tímabilsins en í upphafi þess. Þyngd-
araukning í yngri aldurshópi kvenna
var 6,7 kg og 7,6 kg í þeim eldri. Kon-
urnar hafa þyngst meira en karlarn-
ir, þótt rannsóknartímabil þeirra sé
um þremur árum styttra.
Í grein fjórmenninganna í Lækna-
blaðinu segir að þessi aukning offitu
og ofþyngdar meðal miðaldra Reyk-
víkinga sé sambærileg þeirri þróun
sem hefur átt sér stað á Vesturlönd-
um undanfarið. Mikilvægt sé að snúa
þessari þróun við, leggja áherslu á
forvarnir og stuðla að heilbrigðari
lifnaðarháttum.
Ofþyngd og offita miðaldra Reykvíkinga 1975–1994
Hlutfall of feitra
kvenna tvöfaldaðist