Morgunblaðið - 07.09.2001, Page 4
FRÉTTIR
4 FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BORGARSTJÓRN Reykjavíkur
samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi
að vísa tillögu Ólafs F. Magnússonar
varðandi fyrirhugaða Kárahnjúka-
virkjun til borgarráðs eftir um
þriggja tíma umræðu um tillöguna.
Ólafur F. Magnússon (D) lagði til,
með vísan til samþykktar borgar-
stjórnar Reykjavíkur frá 21. júní sl.
og úrskurðar Skipulagsstofnunar frá
1. ágúst sl., þar sem lagst er gegn
fyrirhugaðri Kárahnjúkavirkjun
vegna verulegra og óafturkræfra
umhverfisáhrifa hennar, að borgar-
stjórn Reykjavíkur lýsti andstöðu
sinni við þátttöku Reykjavíkurborg-
ar í framkvæmdinni. Hann sagði
tímabært að Reykjavíkurborg stigi
skrefið til fulls og hafnaði umræddri
virkjun og greindi frá því að samtök
eins og Umhverfisverndarsamtök
Íslands og Náttúruverndarsamtök
Íslands hefðu lýst yfir ánægju sinni
með tillöguna.
Mikil umræða
Mikil og löng umræða varð um til-
löguna og féllu stór orð á stundum.
Alfreð Þorsteinsson (R) minnti á að
borgarstjórn Reykjavíkur væri ekki
örlagavaldur í málinu því ákvörðun
um virkjanamál væri tekin í stjórn
Landsvirkjunar og á Alþingi. Borg-
arstjórn hefði kosið fulltrúa í stjórn
Landsvirkjunar og ætlast væri til
þess að þeir fjölluðu um þessi mál
þar fyrir hönd borgarinnar og kæm-
ust að niðurstöðu án íhlutunar borg-
arstjórnar. Hann lýsti yfir mikilli
andstöðu við tillöguna og sagðist vita
að hún nyti ekki stuðnings meiri-
hluta borgarfulltrúa. Um stórt mál
væri að ræða og lagði hann til að til-
lögunni yrði vísað til borgarráðs.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson (D)
sagði ljóst að skiptar skoðanir væru
um málið en hann sagðist vita að níu
og jafnvel 10 borgarfulltrúar væru
ósamþykkir tillögunni og myndu
greiða atkvæði gegn henni. Hann
taldi heppilegast að borgarstjórn
tæki afstöðu í málinu, ef ekki á þess-
um fundi þá á þeim næsta, því yrði
málinu vísað til borgarráðs væri lík-
legt að það gleymdist ofan í skúffu.
Helgi Hjörvar (R) var á öndverð-
um meiði og sagði að það gætu ekki
verið trúarbrögð að það yrði að
virkja á tilteknum stað á landinu.
Hann sagði að borgarstjórn ætti
aðra aðkomu að málinu og vitnaði
m.a. í reglugerð um Landsvirkjun
varðandi skuldbindingar og sagði að
borgarstjórn þyrfti að gefa sam-
þykki fyrir þeim skuldbreytingum
sem um væri að ræða. Hann sagði
ennfremur að sveitarsjóði væri
óheimilt að gangast í ábyrgðir fyrir
öðrum skuldbindingum en sveitar-
sjóðsins sjálfs og stofnana hans.
Hann sagði að raða þyrfti virkjunum
í forgangsröð og virkja samkvæmt
henni. Anna Geirsdóttir (R) sagðist
vera efnislega samþykk tillögunni en
Júlíus Vífill Ingvarsson (D) sagðist
styðja fyrirhugaða Kárahnjúkavirkj-
un eindregið og vera á móti tillög-
unni. Hann sagði að Helgi Hjörvar
ætti að segja sig úr stjórn Lands-
virkjunar. Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir borgarstjóritók upp hanskann
fyrir Helga og sagði að málflutning-
ur Júlíusar Vífils væri honum og
sjálfstæðismönnum til skammar.
Helgi Pétursson (R) sagðist vera
mótfallinn tillögunni en lýsti yfir
fullu trausti á alla fulltrúa borgar-
stjórnar í stjórn Landsvirkjunar.
Sigrún Magnúsdóttir (R) sagði ekki
rétt að tillaga eins og væri til um-
ræðu væri flutt í borgarstjórn á
þessu stigi, en í atkvæðagreiðslu
voru níu borgarfulltrúar samþykkir
því að vísa henni til borgarráðs en
sex sjálfstæðismenn voru á móti.
Skynsamlegasta leiðin
Ólafur F. Magnússon sagði að eins
og hlutirnir hefðu þróast á fundinum
hefði niðurstaðan ekki komið á óvart
og því væri hann eftir atvikum sáttur
við afgreiðslu málsins. „Auðvitað
hefði ég viljað að borgarstjórn
Reykjavíkur endurspeglaði með
skýrum hætti vilja meirihluta borg-
arbúa, en það virðist nokkuð málum
blandið hvort svo sé þannig að ég
taldi í stöðunni farsælast og skyn-
samlegast að menn sameinuðust um
að vísa þessu máli til borgarráðs til
nánari skoðunar.“
Morgunblaðið/Golli
Júlíus Vífill Ingvarsson til vinstri og Helgi Hjörvar til hægri háðu mikla rimmu á fundi borgarstjórnar í gær-
kvöldi en á milli þeirra er Gunnar Eydal, skrifstofustjóri borgarstjórnar.
Fyrirhuguð Kárahnjúkavirkjun rædd í borgarstjórn
Tillögu um andstöðu
vísað til borgarráðs
Á ÞRIÐJA tug ökumanna var stöðv-
aður fyrir of hraðan akstur í Kópa-
vogi í gær. Nú stendur yfir sam-
vinnuverkefni milli lögreglunnar í
Kópavogi og umferðardeildar ríkis-
lögreglustjóra þar sem fylgst er með
ökuhraðanum í bænum. Sérstaklega
er fylgst með umferðinni í skóla-
hverfum.
Að sögn lögreglu er ökuhraðinn
víða allt of mikill og eru dæmi um að
ökumenn séu teknir á allt að 90 km
hraða á götum þar sem leyfður há-
markshraði er 50 km á klst. Þá er
það áhyggjuefni lögreglu að margir
ökumenn eru að tala í símann og því
ekki með hugann við aksturinn.
Á þriðja tug
tekinn fyrir
hraðakstur
BORGARSTJÓRN Reykjavíkur
samþykkti samhljóða á fundi sínum í
gær að fresta afgreiðslu tillögu frá
borgarfulltrúum Reykjavíkurlistans
varðandi það að borgarstjórn óski eft-
ir viðræðum við ríkisstjórn um að
stjórn staðbundinnar löggæslu í
Reykjavík flytjist hið fyrsta frá ríki til
borgar.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg-
arstjóri fylgdi tillögunni úr hlaði. Hún
sagði tímabært að borgin tæki við
umræddri löggæslu því ríkisvaldið
veitti ekki næga þjónustu á þessu
sviði. Umræða í þessa veru hefði verið
látlaus frá a.m.k. 1988, þar sem fram
hefði komið óánægja borgara og
borgaryfirvalda með þjónustuna í lög-
gæslumálum í borginni. Hún benti á
að í nóvember 1994 hefðu sjálfstæð-
ismenn lagt fram tillögu í borgar-
stjórn um að sveitarfélögum yrði veitt
heimild til að hafa með höndum stjórn
staðbundinnar löggæslu. Þá hefði
Gunnar Jóhann Birgisson m.a. sagt í
framsögu með tillögunni að „við get-
um ekki verið endalaust í þeirri stöðu
að þurfa sífellt að vera að skora á
dómsmálayfirvöld eða ríkisvaldið að
gera betur. Við hljótum einhvern tím-
ann að þurfa að standa upp og segja
bara einfaldlega: Ríkisvaldið hefur
brugðist skyldum sínum. Við viljum
taka þetta verkefni að okkur.“ Borg-
arstjóri bætti við að þessi orð ættu
líka við nú, sjö árum síðar.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sagði
að sjálfstæðismenn hefðu alltaf verið
opnir fyrir þessari breytingu. Hann
áréttaði samt að lögreglan hefði unnið
þarft verk og staðið sig vel og mik-
ilvægt væri að Reykjavíkurborg og
lögreglan ættu gott samstarf. Hann
sagði að sjálfstæðismenn vildu skoða
tillöguna rækilega, rétt væri að borg-
arfulltrúar fengju meiri tíma til að
kynna sér málið og óskaði eftir að af-
greiðslu þess yrði frestað milli funda.
Stjórn staðbundinnar löggæslu frá ríki til borgar
Afgreiðslu frestað
í borgarstjórn
MIKILL fjöldi fólks var saman
kominn í Laugardalshöll við opn-
un sýningarinnar Heimilið og Is-
landica 2001 í gærdag. Búist er
við allt að þrjátíu þúsund gestum
um helgina en sýningin er opin
fram á mánudagskvöld.
Á sýningunni kynnir fjöldi aðila
vörur sínar og þjónustu er tengj-
ast heimilinu og hestum. Þjónusta
við fjármál, tryggingar og tóm-
stundir fjölskyldunnar er meðal
annars kynnt en auk þess eru til
sýnis búsáhöld, húsgögn, innrétt-
ingar og íslensk hönnun og hand-
verk.
Hluti sýningarinnar er helgaður
íslenska hestinum og ýmsar vörur,
svo sem fatnaður og reiðtygi og
þjónusta á borð við reiðnámskeið
og hestaleigur kynntar.
Margskonar afþreying er í boði
og er sérstakt leiksvæði fyrir
börnin við Laugardalshöllina, svo
og tívolí. Þá verður teymt undir
börnum í Skautahöllinni og á
kvöldin bregða leikarar og hross
þar á leik í verkinu Hestagaldrar.
Húsdýra- og fjölskyldugarðurinn
er opinn fyrir sýningargesti alla
helgina.
Heimilið og Islandica er opin til
22 í kvöld, 10-19 á laugardag og
sunnudag og frá 16-22 á mánudag.
Morgunblaðið/Golli
Gestir virða fyrir sér íslenska fatahönnun.
Búist við allt að 30
þúsund gestum
Heimilið og Islandica 2001
opnuð í Laugardalnum í gær
FJÓRIR menn um tvítugt voru
handteknir í fyrrinótt fyrir inn-
brot í Árbæjarskóla. Mennirnir
stálu fimm fartölvum og voru
handteknir á bifreið við Vatns-
endablett að lokinni eftirför
lögreglu.
Árvökull íbúi í nágrenni Ár-
bæjarskóla varð var við grun-
samlegar mannaferðir við skól-
ann og tilkynnti málið þegar í
stað til lögreglu. Fór lögregu-
bíll strax á staðinn.
Þrír mannanna hafa óveru-
lega komið við sögu lögregl-
unnar en einn þeirra á nokkru
lengri afbrotaferil.
Handtekn-
ir eftir
innbrot