Morgunblaðið - 07.09.2001, Qupperneq 6
FRÉTTIR
6 FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÞRÍR hjúkrunarfræðingar, sem
starfa á neyðarmóttöku vegna
nauðgunar á Landspítalanum í Foss-
vogi og voru á útihátíðinni Eldborg á
Kaldármelum um síðustu verslunar-
mannahelgi, hafa sent landlækni
greinargerð um ástandið sem skap-
aðist á útihátíðinni og tillögur til úr-
bóta. 22 stúlkur hafa nú leitað til
neyðarmóttöku vegna nauðgunar
um verslunarmannahelgi og voru
fjórtán þeirra á Eldborgarhátíðinni.
Landlæknisembættið hefur skip-
að nefnd sem á að skila tillögum um
úrbætur og kröfur um aðbúnað heil-
brigðisstarfsfólks á útihátíðum og
verður farið yfir skýrsluna þar.
Nefndin mun koma með tillögur til
starfshóps sem dómsmálaráðherra
hefur skipað sem hefur það hlutverk
að fara yfir gildandi lög og reglur er
snerta skemmtanahald á útihátíðum.
Meðal þess sem mjög er gagnrýnt
í skýrslunni er að engir samráðs-
fundir hafi verið haldnir á Eldborg-
arhátíðinni, t.d. hafi ekki verið boðað
til fundar þótt lögregla á svæðinu
hafi þegar á föstudagskvöldinu vitað
af smjörsýru á svæðinu. Lögregla
hafi hvorki látið lækna né hjúkrunar-
fólk á svæðinu vita að það þyrfti
hugsanlega að taka á móti og með-
höndla unglinga vegna þess. Fréttir
um smjörsýru hafi ekki komið fram
fyrr en á mánudag þegar lögregla
hafði handtekið sölumann efnisins.
Aðstaða fyrir neðan
allar hellur á Eldborg
Í skýrslunni kemur fram að að-
staða sem ætluð var starfsmönnum á
Eldborgarhátíðinni hafi verið fyrir
neðan allar hellur og að neyðarmót-
tökunni hafi ekki verið útveguð sú
aðstaða sem gerð var krafa um.
Rafmagn og upphitun í skúr sem
ætlaður var til neyðarmóttöku vegna
nauðgunar hafi t.d. dottið út fyrsta
kvöldið og þar hafi ekki verið neitt
rennandi vatn að fá. Aðstaðan hafi
einnig verið of lítil til að taka á móti
og hlúa að skjólstæðingum, hún hafi
verið um fjórir fermetrar að stærð
og aðeins búin þremur stólum og sól-
bekk, sem ekki var hægt að leggja
niður vegna þrengsla. Í skýrslunni
kemur fram að ein þriggja stúlkna
sem leituðu til neyðarmóttökunnar
aðfaranótt 5. ágúst hafi nánast verið
með ofkælingu og að langan tíma
hafi tekið að hita hana upp við þær
aðstæður sem þarna voru í boði.
Í skýrslunni segir að gerð hafi ver-
ið krafa um betri aðstöðu og að tjald-
vagn hafi verið fenginn eftir fyrsta
sólarhringinn. Hann hafi verið not-
aður báðar seinni næturnar. Að-
stæður þar hafi heldur ekki verið
nógu góðar, t.d. hafi verið of mikið
myrkur þar inni til að taka blóðpruf-
ur.
Einnig gera hjúkrunarfræðing-
arnir athugasemdir um hvernig var
búið að áfengisdauðum einstakling-
um á hátíðinni. Þeir hafi legið á teppi
í stálgámi sem var óupphitaður og
opinn upp á gátt, með annað teppi of-
an á sér. Hjúkrunarfræðingur at-
hugaði líkamshita þeirra sem voru í
gámnum og segir í skýrslunni að ein-
staklingarnir hafi verið ískaldir.
Gámurinn var hitaður eftir það, en
ekki var brugðist við þeirri kröfu að
ungmennin fengju dýnu.
Allar útihátíðir verði auglýstar
sem fjölskylduhátíðir
Í tillögum hjúkrunarfræðinganna
er lagt til að allar útihátíðir skuli
vera skipulagðar með minnst hálfs
árs fyrirvara, þær verði auglýstar
sem fjölskylduhátíðir og að gerð
verði krafa um skemmtidagskrá fyr-
ir alla aldurshópa á þeim. Ungmenn-
um undir 18 ára aldri skuli vera
óheimill aðgangur nema í fylgd með
forráðamönnum, eða ábyrgðar-
mönnum, 20 ára eða eldri. Í auglýs-
ingaherferð skuli koma skýrt fram
að áfengisbann sé á mótssvæðinu og
að leitað verði að áfengi. Áfengissala
verði jafnframt bönnuð á mótssvæði.
Þá leggja hjúkrunarfræðingarnir
til að við skipulagningu útihátíða
skuli haft samráð við heilbrigðisfull-
trúa á viðkomandi svæði um aðstöðu
á mótssvæðinu, með tilliti til slysa-
hættu og þeirrar aðstöðu sem ætluð
er til heilbrigðisþjónustu, í samráði
við þá sem taka að sér öryggisþjón-
ustu á svæðinu. Sömuleiðis að fari
tala mótsgesta langt yfir áætlaðan
fjölda verði tryggt að hægt sé að fá
viðbótaraðstoð, en á Eldborgarhá-
tíðinni hafi hver af hjúkrunarfræð-
ingunum þremur einungis nýtt
svefnaðstöðu, sem þeim var útveguð,
í þrjá tíma hver vegna anna. Þá er
lagt til að mótshaldari tryggi í sam-
ráði við viðkomandi héraðslækni að
viðbúnaður lækna á mótssvæðinu
verði nægilegur vegna tilfallandi
slysa og óhappa og að miðað verði við
að hægt verði að beita þar lífsbjarg-
andi aðgerðum.
Einnig er lagt til að mótshaldari,
fulltrúar heilbrigðisstarfsfólks,
björgunarsveita og lögreglu, sem og
aðrir skipuleggjendur hittist á und-
irbúningstímanum og samþætti
vinnubrögð sín. Tryggt verði að sam-
ráðsfundir séu haldnir daglega með-
an á hátíðinni stendur og að aðgengi
að mótshaldara eða staðgengli hans
sé ætíð tryggt. Jafnframt að starfs-
menn þekki boðleiðir, hafi aðgang að
símum, neyðarnúmerum og síma-
númerum þjónustuaðila innan og ut-
an mótssvæðisins.
Margt fleira er gagnrýnt í skýrsl-
unni, t.d. að mótsgestum hafi ekki
verið gert kleift að komast af svæð-
inu yfir mótstímann þar sem engar
sætaferðir hafi verið skipulagðar,
engin afþreying hafi verið í boði að
degi til og að salernisaðstaða og
hreinsun rusls hafi verið ófullnægj-
andi.
Landlækni skilað
tillögum til úrbóta
22 stúlkur hafa leitað til neyðarmóttöku vegna nauðgunar um verslunarmannahelgina
ÍSLENSKIR flugáhugamenn
halda í dag í hópferð á stóra flug-
sýningu í London, sem haldin er
af Duxford-flugminjasafninu. Í
hópnum verða tveir heiðursgestir,
þeir Þorsteinn E. Jónsson, fyrr-
verandi flugstjóri, og Úlfar Þórð-
arson, fyrrverandi augnlæknir, í
boði flugfélagsins Atlanta hf.
Yfirmenn Duxford-flug-
minjasafnsins hafa lýst miklum
áhuga á komu Þorsteins á sýn-
inguna og aðdáun á ferli hans
sem orrustuflugmanns í breska
flughernum í síðari heimsstyrjöld-
inni. Hafa þeir óskað sérstaklega
eftir að fá skipuleggja viðtöl við
Þorstein í sjónvarpi, útvarpi og
dagblöðum í Bretlandi. Í bréfi
sem einn af stjórnendum flug-
minjasafnsins sendi Gunnari Þor-
steinssyni, fararstjóra hópsins,
segir að Þorsteinn eigi að baki
glæsilegan feril og er lýst sér-
stökum áhuga á ljósmyndatöku af
Þorsteini við Mk 5 Spitfire-
orrustuflugvél, samskonar vél og
Þorsteinn flaug í stríðinu. Stafar
ætíð mikill ljómi af orrustu-
flugmönnum úr seinna stríðinu.
Á myndinni sitja þeir Þorsteinn
og Úlfar í gamalli vél frá stríðs-
árunum og við vélina stendur
Gunnar Þorsteinsson, fararstjóri.
Morgunblaðið/RAX
Sækjast eftir viðtölum
við Þorstein flugkappa
ALLS höfðu borist 118 kærur til
umhverfisráðuneytisins í gær
vegna úrskurðar Skipulagsstofn-
unar um umhverfisárif Kára-
hnjúkavirkjunar, samkvæmt upp-
lýsingum Magnúsar
Jóhannessonar, ráðuneytisstjóra í
umhverfisráðuneytinu. Kærufrest-
ur rann út á miðnætti í fyrrakvöld
en að sögn Magnúsar er óvíst
hvort fleiri kærur eigi eftir að ber-
ast sem póstlagðar voru áður en
fresturinn rann út.
Lögmenn Austurlands ehf.
sendu um 100 kærur til umhverf-
isráðherra fyrir hönd Austfirðinga
vegna úrskurðar Skipulagsstofn-
unar. Í sýnishorni af algengustu
stjórnsýslukærunum sem lög-
mannsstofan birtir á heimasíðu
sinni er því m.a. haldið fram að
Skipulagsstofnun hafi gerst sek
um valdníðslu í úrskurði sínum.
Stofnunin hafi byggt niðurstöðu
sína á ólögmætum sjónarmiðum í
þeim skilningi, að óeðlilegt mis-
ræmi hafi verið á vægi einstakra
hagsmuna umhverfishugtaksins.
Þá séu þær sönnunarkröfur sem
stofnunin geri misjafnar, eftir því
hvort um staðhæfingu fram-
kvæmdaaðila eða annarra aðila er
að ræða. Gildi þar einu hvort þær
staðhæfingar lúti að einstökum
dýrategundum, náttúrunni að öðru
leyti eða landnýtingarmöguleika.
Undantekningarlaust leggi Skipu-
lagsstofnun til grundvallar þá
skoðun sem sé andstæð skoðunum
framkvæmdaaðila.
Boðið að senda lögmönnunum
verkbeiðni um kæru
Austfirska lögmannsstofan bauð
almenningi upp á þá þjónustu að
kæra Kárahnjúkaúrskurðinn og
gátu þeir sem vildu sent lögmönn-
unum verkbeiðni á Netinu og valið
úr nokkrum fyrirfram gefnum
málsástæðum eða komið með sína
eigin.
Fram kemur á heimasíðu Lög-
manna Austurlands að kærurnar
voru ekki allar samhljóða en boðið
var upp á nokkra möguleika, svo
sem að kært væri á þeim forsend-
um að Skipulagsstofnun hefði ekki
tekið nægilegt tillit til hagsmuna
austfirsks samfélags, eða að stofn-
unin hefði ekki lagt rétt mat á
efnahagslegan ávinning þjóðarbús-
ins af framkvæmdinni.
Úrskurður um umhverfisáhrif
Kárahnjúkavirkjunar
118 kærur
hafa borist
FÉLAGSFUNDUR Geðlækna-
félags Íslands sendi í gær Jóni
Kristjánssyni heilbrigðisráðherra
ályktun, þar sem mótmælt er harð-
lega boðaðri 20% fækkun rúma
rúma á bráðadeildum Landspítala-
háskólasjúkrahúss.
„Félagsmenn hafa miklar
áhyggjur af því hvernig niður-
skurðarstefna framkvæmdastjórn-
ar Landspítala bitnar í vaxandi
mæli á geðsjúkum og öðrum sem
þurfa á geðheilbrigðisþjónustu að
halda á hinum ýmsum stofnunum
og deildum Landspítala-háskóla-
sjúkrahúss. Hvetja félagsmenn
framkvæmdastjórn Landspítala til
að fylgja þeirri stefnu heilbrigðis-
ráðherra að fækka ekki enn frekar
bráðarúmum fyrir geðsjúka heldur
leita allra leiða til að laða fagfólk til
starfa á geðsviði. Félagsmenn
vekja athygli á því að þessar breyt-
ingar ganga þvert á tillögur ítar-
legrar skýrslu um stefnumótun í
geðheilbrigðismálum sem heil-
brigðisráðherra lét vinna árið
1998,“ segir í ályktun fundarins.
Stjórn félagsins óskað eftir fundi
með ráðherra um málið hið fyrsta.
Mótmæla 20%
fækkun rúma