Morgunblaðið - 07.09.2001, Page 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
14 FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MIKILL meirihluti íbúa í
Mosfellsbæ er ánægður með
sorphirðu í bænum ef marka
má viðhorfskönnun sem send
var út á vegum Staðardag-
skrár 21 í júní síðastliðnum.
Skiptar skoðanir eru um
ástand gatna og bílastæða en
dýraeftirlit í bænum er ófull-
nægjandi að mati flestra svar-
enda.
Sendur var út spurninga-
listi til allra heimila og fyrir-
tækja í bænum og bárust svör
frá 165 aðilum sem er um það
bil 10% af heimilum í bænum.
Spurt var um álit á hreins-
un og hirðingu á gróðri og
opnum svæðum, um akvegi,
bílastæði, gangstíga, reiðleið-
ir og snjómokstur. Þá var
spurt um umhverfi skólanna
og annarra opinberra mann-
virkja, einnig um sorphirðu og
dýrahald og að lokum um
hvað annað væri hægt að gera
til að fegra og bæta bæinn.
Ánægja með hreinsun
og hirðingu grasflata
Í heildina séð er fólk nokk-
uð ánægt með hreinsun og
hirðingu grasflata og beða og
hið sama má segja um trjá-
plöntun í hverfum bæjarins.
Meirihluti svarenda telur
ástand gatna og bílastæða
gott þó að skoðanir séu skipt-
ar í því máli. Hið sama má
segja um snjómokstur en í at-
hugasemdum kemur fram að
betur megi moka gangstéttir,
ekki eigi að moka fyrir inn-
keyrslur og að litlar götur séu
stundum látnar bíða of lengi
eftir mokstri.
Margir hafa sitthvað að at-
huga við gangstéttir og kant-
steina en í greinargerð frá að-
standendum könnunarinnar
segir að oft hafi athugasemdir
lotið að stígum sem búið er að
malbika frá því að könnunin
var gerð.
Flestir töldu sig komast
leiðar sinnar á reiðhjóli en
rúmur helmingur svarenda
hafði ekki skoðun á reiðstíg-
um. Þeir sem tóku afstöðu
skiptust um það bil til helm-
inga eftir því hvort þeir teldu
reiðstíga fullnægjandi eða
ekki. Nokkrir nefndu að reið-
stígar hlytu að vera ófull-
nægjandi vegna þess að
hestamenn notuðu göngustíg-
ana of mikið sem reiðgötur.
Sorpgjald fari eftir þyngd
og flokkun auðvelduð
Hvað varðar sorphirðu í
bænum þá var meirihluti
ánægður með hana. Einstaka
íbúi vildi þó hafa betri mögu-
leika á að losna við flokkað
sorp og að sorpgjaldið ætti að
fara eftir þyngd svo að þeir
sem stæðu sig vel í sorpflokk-
un þyrftu ekki að borga fyrir
hina.
Mikill meirihluti taldi að
dýraeftirlit væri ófullnægj-
andi og höfðu orð á að lausa-
ganga katta og hunda væri
ófullnægjandi. Bent var á að
mikið væri af lausum köttum
og hundum og athugasemd
kom um að hrossaskítur væri
víða á göngustígum.
Loks var spurt hvort við-
komandi vissi hvað Staðar-
dagskrá 21 væri og töldu 77
prósent sig vita það en 75 pró-
sent aðspurðra voru á því að
Mosfellsbær tæki þátt í henni.
Jóhanna B. Magnúsdóttir,
verkefnisstjóri Staðardag-
skrár 21 í Mosfellsbæ segir að
þar sem svörunin hafi ekki
verið meiri en raun ber vitni
sé ljóst að ekki sé um afger-
andi niðurstöður að ræða.
„Engu að síður er þetta góð
vísbending auk þess sem við
fáum mjög margar góðar at-
hugasemdir um hvað megi
betur fara. Þarna er mikið af
athugasemdum um að það
megi laga enda á gangstétt og
ýmislegt þess háttar sem er
gott að fá en eru kannski ekki
stórmál.“
Hún segir að nú sé rætt um
það hvernig verði brugðist við
þeim athugsemdum sem fram
komu í könnuninni. „Meðal
annars komu fram sterkar
skoðanir varðandi dýrahaldið
og þá munum við fara í það að
ræða um reglurnar, hvernig
þær eru og efla eftirlitið.“
Aðspurð segir hún að
hrossaskítur á göngustígum
sé líklega sérmosfellskt
vandamál enda mikið um
hestamenn í bæjarfélaginu.
„Það er nú verið að vinna mik-
ið í göngustígunum og stígum
almennt og þá mun þetta
verða merkt betur og hesta-
mönnum bent á hvaða leiðir
þeir geta farið í staðinn. Sums
staðar vitum við um veika
hlekki sem þarf að laga varð-
andi reiðleiðirnar.“
Hverfissamtök verði far–
vegur fyrir athugasemdir
Þetta er í fyrsta sinn sem
slík könnun er send út til íbúa
bæjarins en að sögn Jóhönnu
getur verið að annar háttur
verði hafður á í framtíðinni.
„Þetta verður kynnt á svoköll-
uðum hverfisfundum sem
bæjarstjóri hefur haldið und-
anfarin ár og verða nú í haust.
Þar munum við hvetja til þess
að það verði stofnuð hverfa-
samtök og þá viljum við helst
að þessar upplýsingar og
þessar athugasemdir fari í
þann farveg,“ segir hún.
Könnun á viðhorfi bæjarbúa til umhverfis þeirra og bæjarfélagsins
Telja dýraeftirlit
ófullnægjandi
Mosfellsbær
GAMLA pósthúsið og lög-
reglustöðin, sem standa við
Pósthússtræti 5 og 3, hafa ver-
ið auglýst til leigu en það er
Íslandspóstur sem er eigandi
húsanna.
Til stendur að leigja húsin í
einu eða tvennu lagi að undan-
skilinni aðalgötuhæð póst-
hússins ásamt kjallara og
porti á bak við.
Húsið við Pósthússtræti 3
var byggt árið 1880 sem lög-
reglustöð og var notað sem
slíkt um áratuga skeið. Í
greinargerð frá Eignamiðlun-
inni, sem sér um að leigja út
húsið, segir að unnið hafi verið
að endurnýjun á húsinu innan-
húss og kappkostað að koma
því í upprunanlegt horf þó
ekki sé búið að endurnýja það
allt.
Innangengt er úr húsinu yf-
ir í Pósthússtræti 5 þar sem
gamla miðbæjarpósthúsið var
en það var byggt árið 1915.
Þar eru 2. og 3. hæð hússins til
leigu auk riss og hafa hæðirn-
ar báðar verið endurnýjaðar.
Að sögn Sverris Kristins-
sonar hjá Eignamiðluninni
hefur Íslandspóstur hug á að
hafa þarna vistvæna starfsemi
sem fellur vel að miðborginni.
Aðspurður segist hann því
ekki gera ráð fyrir að þarna
kæmi veitingastaður eða
áþekk starfsemi.
Húsin eru laus til leigu nú
þegar.
Gamla pósthúsið og lögreglustöðin til leigu
Óskað eftir vistvænni
starfsemi í húsið
Miðborg
Morgunblaðið/Ásdís
Gamla lögreglustöðin og pósthúsið sem nú er til leigu.
LEIKSKÓLINN Tjarnarás var opnaður með
pomp og prakt á mánudag og þessa dagana
eru námfús börn að stíga sín fyrstu skref í
leikskólanum.
Um er að ræða fjögurra deilda, einkarek-
inn leikskóla og er áætlað að þar geti verið 90
börn samtímis.
Það eru Íslensku menntasamtökin sem
reka Tjarnarás en leikskólastjóri er Hjördís
Fenger.
Morgunblaðið/Ásdís
Úti að leika á nýjum stað
Hafnarfjörður
SKIPULAGS- og byggingar-
nefnd Reykjavíkur hefur
samþykkt að auglýsa breyt-
ingu á aðalskipulagi og deili-
skipulagi vegna færslu Hring-
brautar milli Bjarkargötu og
Rauðarárstígs. Í afgreiðslu
nefndarinnar var málinu vísað
til borgarráðs.
Breyting á
skipulagi
verði auglýst
Hringbraut
RÚMAR tvær vikur eru nú í
að umferð verði hleypt á mis-
lægu gatnamótin á mótum
Reykjanesbrautar og Breið-
holtsbrautar sem nú eru í
smíðum.
Að sögn Magnúsar Einars-
sonar, umsjónarmanns hjá
Vegagerðinni, er stefnt að því
að koma umferð á gatnamótin
þann 22. september. „Það er
allt á fullum dampi núna. Ég
held að það sé yfir 100 manns
á svæðinu og ætli það séu ekki
um 50 tæki þarna að snúast,“
segir hann.
Inni í þeim framkvæmdum
sem stefnt er að því að klára í
haust, er brúin sjálf auk
gönguleiða sem m.a. tengja
Árskóga við Mjódd. „Næsta
vor göngum við svo frá gróðri
og landmótun þarna í kring,“
segir Magnús.
Hann segir umferð á svæð-
inu hafa gengið vel fyrir sig
þrátt fyrir umfang fram-
kvæmdanna og býst við að svo
verði áfram.
Fjárhagsáætlanir virðast
einnig ætla að standast að
sögn Magnúsar en um er að
ræða framkvæmdir fyrir
rúman milljarð króna.
Hundrað
manns og 50
vinnuvélar
Mjódd
Morgunblaðið/RAX
♦ ♦ ♦
UNDIRRITAÐUR hefur
verið samningur milli Hafnar-
fjarðarbæjar og FM-húsa ehf.
um byggingu og rekstur hús-
næðis fyrir leikskóla á Hörðu-
völlum. Um er að ræða einka-
framkvæmd en Magnús
Gunnarsson, bæjarstjóri
Hafnarfjarðar, undirritaði
samninginn sl. mánudag með
fyrirvara um samþykki bæj-
arstjórnar.
Leikskóli í
einkafram-
kvæmd
Hörðuvellir