Morgunblaðið - 07.09.2001, Page 16

Morgunblaðið - 07.09.2001, Page 16
AKUREYRI 16 FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FRYSTITOGARINN Mánaberg ÓF 42 kom til heimahafnar í Ólafs- firði á sunnudag með mesta afla- verðmæti sem togarinn hefur fengið í 14 ára sögu sinni. Aflaverðmætið er um það bil 136 milljónir króna. Mánaberg fór út í þessa veiðiferð þann 31. júlí og kom á sunnudag og tók veiðiferðin því 32 daga. Morgunblaðið/Helgi Jónsson Mánaberg við bryggju í Ólafsfirði eftir mettúr. Metveiði hjá Mánabergi ÓF FRAMKVÆMDIR við dýpkun Fiskihafnarinnar á Akureyri eru hafnar en það er Björgun ehf. sem vinnur verkið. Fyrirtækið átti eina tilboðið í verkið og hljóð- aði það upp á 22,5 milljónir króna, eða 83% af kostnaðar- áætlun. Alls verður dælt upp 58.000 rúmmetrum af efni úr höfninni og er það flutt á fyllingar norðan við flotkvína hjá Slippstöðinni og í Krossnes. Dýpkunarskipið Perla er notað til verksins en verklok eru áætluð 1. desember nk. Morgunblaðið/Kristján Efni úr Fiskihöfninni dælt úr dýpkunarskipinu Perlu. Fiskihöfnin dýpkuð ELLEFU umsóknir bárust um stöðu forstöðumanns Framkvæmda- miðstöðvar Akureyrarbæjar. Hér er um nýja stöðu að ræða en Fram- kvæmdamiðstöð fer með daglega stjórnun framkvæmda á vegum bæj- arins og heyrir undir framkvæmda- deild. Umsækjendur um stöðuna eru; Aðalgeir Hólmsteinsson, Benedikt Guðmundsson, Bjarni Jón Matthías- son, Friðleifur Ingi Brynjarsson, Guðni P. Kristjánsson, Jón Birgir Gunnlaugsson, Lárus Páll Pálsson, Reynir Hugason, Tryggvi Marinós- son, Stefán Kristján Pálsson og Sveinn Björnsson. Unnið er að því að endurskipu- leggja starfsemi umhverfis- og tæknisviðs bæjarins. Forstöðumað- ur framkvæmdamiðstöðvar hefur umsjón með daglegum rekstri mið- stöðvarinnr ásamt verklegum fram- kvæmdum. Helstu verkefni fram- kvæmdamiðstöðvar eru rekstur og viðhald opinna svæða, garða, gatna, holræsa, véla og tækja ásamt sorp- hreinsun. Forstöðumaður Framkvæmda- miðstöðvar Akureyrarbæjar Ellefu umsóknir um stöðuna BÆJARRÁÐ Akureyrar hafnaði enn og aftur tilboðum í endurbætur á Hafnarstræti/göngugötu á fundi sínum í gær. Ásgeir Magnússon, formaður bæjarráðs, sagði að þessi niðurstaða þýddi að sínu mati að ekki yrði ráðist í þessar fram- kvæmdir nú í haust eins og til stóð. „Tilboðin eru vel yfir kostnaðar- áætlun og það var búið að ræða við þessa aðila um stöðu málsins og ákveðið að bjóða verkið út aftur. Þegar verkið er svo boðið út aftur koma menn með nákvæmlega sömu tölurnar en þó búnir að hræra í þeim með einhverjum hætti. Ég sé því ekki hvers vegna okkur ætti að vera fært að taka tilboðunum núna, sem okkur var ekki fært að taka á sínum tíma. Bæjarráð tók aðeins ákvörðun um að hafna tilboðunum en það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um framhaldið,“ sagði Ásgeir. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær hafði framkvæmda- ráð hafnað báðum tilboðunum sem bárust í verkið í byrjun ágúst. Hálfum mánuði síðar samþykkti framkvæmdaráð að leggja til við bæjarráð að gengið yrði til samn- inga við lægstbjóðanda á grundvelli tilboðs fyrirtækisins og þá með til- liti til breytinga sem nauðsynlegt var að gera á hönnun verksins. Þessu hafnaði bæjarráð í síðustu viku og samþykkti að bjóða verkið út að nýju í lokuðu útboði milli þeirra tveggja aðila sem buðu í verkið. Tilboðin voru á nánast sömu nótum og í fyrra skiptið og hafnaði bæjarráð þeim báðum á fundi sínum í gær. G. Hjálmarsson hf. bauð tæpar 49 milljónir króna í bæði skiptin, eða 133% af kostnaðaráætlun, en GV-gröfur ehf. buðu rúmar 62 milljónir króna í seinna útboðinu, eða um 168% af kostnaðaráætlun, og hafði fyrirtækið lækkað sig um tvær milljónir króna frá fyrra til- boðinu. Einnig sendi fyrirtækið þrjú frávikstilboð í seinna skiptið. Kostnaðaráætlun bæjarins hljóðaði upp á tæpar 37 milljónir króna. Enn hafnar bæjarráð tilboðum í Hafnarstræti/göngugötu Framkvæmdir hefjast ekki í haust HALLDÓRA Helgadóttir myndlist- arkona opnar sýningu á olíumálverk- um í glugga Samlagsins í Kaup- vangsstræti, Listagili á laugardag, 8. september. Sýningin mun standa til og með 23. september og er öllum sýnileg sem leið eiga um Gilið hvenær sem er sólarhrings. Þetta er þriðja einka- sýning Halldóru sem lauk námi frá Myndlistarskólanum á Akureyri vorið 2000 og hefur starfað að mynd- list síðan. Halldóra sýnir í Glugganum ♦ ♦ ♦ MIKILVÆGT er að tölvutengingar um allt Norðurland eystra verði stórbættar svo jafna megi aðstöðu til náms að mati aðalfundar Eyþings, samtaka sveitarfélaga í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum. Nettengingar eru í algerum ólestri víða á svæðinu, tengingar eru seinvirkar og gera þarf ítrekaðar til- raunir til að ná sambandi. Þegar það loks næst er hraðinn mun minni en þar sem tengingar virka á eðlilegan hátt. Sambandið rofnar hvað eftir annað og af því hlýst mikill kostn- aðarauki. „Þessum málum þarf að kippa í liðinn hið fyrsta. Ekki er nægjanlegt að þetta sé á 2–5 ára áætlun hjá Símanum, vegna þeirrar öru þróunar og tæknimöguleika sem nú eru í boði,“ segir í greinargerð með ályktun um jöfnun aðstöðu til náms sem samþykkt var á aðalfund- inum. Aðalfundur Eyþings Netteng- ingar víða í ólestri ♦ ♦ ♦ TILKYNNING TIL VIÐSKIPTAMANNA JÓNASAR ÞORSTEINSSONAR EHF. AKUREYRI Félagið Jónas Þorsteinsson ehf. var stofnað á árinu 1993 til að annast ýmsa þjónustu við sjávarútveginn, svo sem viðgerðir og stillingu áttavita og sölu á sjókortum og ýmsum vörum til sjávarútvegsfyrirtækja. Aðaleigendur félagsins voru Jónas Þorsteinsson og Halldór Hallgrímsson. Nú hefur tekist samkomulag um kaup Magnúsar Hafsteins Skaftasonar á félaginu og tekur hann við rekstri þess frá og með 1. september 2001. Við fyrri eigendur viljum hér með þakka viðskiptavinum okkar fyrir traust og góð viðskipti á liðnum árum og væntum við og hinn nýi eigandi þess að fyrirtækið njóti áfram þessara viðskipta. Akureyri 31. ágúst 2001. Jónas Þorsteinsson, Halldór Hallgrímsson, Magnús Hafsteinn Skaftason. VOGIR Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum eitt mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband Síðumúla 13, sími 588 2122 www.eltak.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.