Morgunblaðið - 07.09.2001, Síða 17

Morgunblaðið - 07.09.2001, Síða 17
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2001 17 ÁRMÚLA 21, 533 2020 HANDKLÆÐAOFNAR Mikið úrval handklæðaofna á baðherbergið. Stærðir frá 60-181 cm. ÁFERÐ: HVÍT EÐA KRÓMLITUÐ. FJÖLBRAUTASKÓLI Suðurnesja hefur fengið landspildu við Rósa- selsvötn til að rækta skóg. Í gær gróðursettu 30 útskriftarnemar á haustönn samtals um 300 trjá- plöntur á landinu. Gróðursetningin fer fram í sam- vinnu við Skógræktarfélag Suð- urnesja sem útvegar land, trjá- plöntur og annað sem til þarf. Í gær voru gróðursett alaskavíðir og greni. Halldór Magnússon, formað- ur félagsins, kveðst ánægður með starfskraftinn og vonast til að fleiri skólar leggi skógræktarstarfinu lið. Nemendur eins grunnskóla Reykjanesbæjar, Heiðarskóla, hafa einnig gróðursett tré á svæðinu. Ólafur Jón Arnbjörnsson, skóla- meistari, segir að því stefnt að út- skriftarnemar fari vor og haust að vötnunum og gróðursetji um 1000 plöntur á hverju ári. Hann segir að gaman sé fyrir nemendurna að taka þátt í að rækta skóg og skilja eftir sig varanlega eign til gagns og ánægju fyrir sjálfa sig og aðra íbúa svæðisins. Útskrift- arnemar rækta skóg Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Hildur Rós Hjartardóttir, Ingibjörg Erla Þórsdóttir og Margrét Arna Eggertsdóttir, sem allar útskrifast frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja fyrir jólin, voru í gærmorgun að gróðursetja tré í fyrsta skipti á ævinni. Þeim fannst gaman og sögðu alltaf áhugavert að prófa eitthvað nýtt. Reykjanesbær SÝNING á höggmyndum Erlings Jónssonar stendur nú yfir í Bíla- kringlunni, Grófinni 8 í Keflavík. Sýningin var opnuð á Ljósanótt. Hún verður opin um helgina en lýkur 14. september. Erlingur, sem nú stendur á sjö- tugu, var fyrstur manna útnefndur listamaður Keflavíkurbæjar. Gerði hann af því tilefni listaverkið „Hvorki fugl né fiskur“ sem reist var í skrúðgarðinum. Þeir sem útnefndir hafa verið listamenn Keflavíkur og Reykjanesbæjar fá afsteypu af lista- verkinu og nöfn þeirra eru skráð á fótstall styttunnar. Erlingur starfaði um langt skeið sem handavinnukennari í Keflavík og var þá frumkvöðull að stofnun Baðstofunnar sem er mikilvægur þáttur í menningarlífi Reykjanes- bæjar. Síðustu sautján árin hefur hann starfað að list sinni í Noregi og jafnframt starfað sem lektor og síðar prófessor við listaháskóla í Osló. Hann er félagi í landssamtökum norskra myndhöggvara og hefur haldið listsýningar víðsvegar um Noreg. Sýningin í Bílakringlunni er opin alla virka daga frá kl. 8 til 18 og stendur til 14. sept. Einnig verður opið nú um helgina frá klukkan 14 til 18. Morgunblaðið/Jim Smart Erlingur Jónsson segir frá. Verk Erlings Jónssonar sýnd í Bílakringlunni Reykjanesbær GOLFVÖLLURINN í Grindavík hefur verið stækkaður um fjórar brautir. Stækkunin var formlega tek- in í notkun um helgina á vígslumóti þar sem jafnframt var minnst tuttugu ára afmælis Golfklúbbs Grindavíkur. Völlurinn er nú þrettán holur að stærð og hefur uppbygging verið jöfn og góð án þess að klúbburinn væri að skuldsetja sig. Sigurvegarinn í þessu fyrsta móti á nýjum velli var Gísli Jónsson og í öðru sæti var Guðmundur Sveinbjörnsson. Bæjarstjórinn í Grindavík, Einar Njálsson, kom færandi hendi í tilefni dagsins og afhenti klúbbnum í afmæl- isgjöf 500 þúsund króna ávísun frá Grindavíkurbæ. Stoltir af golfskálanum „Næsta stórmót er Kóngsklappar- mótið sem er elsta opna mótið í klúbbnum. Við höfum haldið okkur svolítið við gömlu örnefnin á staðnum og er það nafn komið þannig til,“ segir Aðalgeir Jóhannsson, formaður Golf- klúbbs Grindavíkur. Hann segir að eftir sé að snyrta nýju brautirnar. „Eftir þessa reynslu af stækkun held ég að innan skamms verði þessi völlur 18 holur enda nóg landrými. Við spil- um á þessum velli allt árið enda völl- urinn alveg niðri í fjöru en það má segja að nágrannarnir okkar í fiskeld- inu bjargi okkur með mest alla vökv- un. Félagarnir eru orðnir 150 og jöfn og góð fjölgun í klúbbnum. Golfskál- inn okkar er gamalt hreppstjóraset- ur, byggt 1930, þar á eftir höfðu skát- ar í Keflavík afnot af húsinu, þá var það notað sem fjárhús og hlaða. Við komum að því eftir að það brann en þá voru aðeins eftir steyptir veggir og plata. Við erum afskaplega stoltir af því að hafa bjargað þessu merkilega húsi“, sagði Aðalgeir Jóhannsson. Golfklúbbur Grindavíkur heldur upp á tvítugsafmæli Fjórum nýjum brautum bætt við Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Einar Njálsson bæjarstjóri afhendir Aðalgeiri Jóhannssyni, formanni Golfklúbbs Grindavíkur, fjárstyrk bæjarins. Grindavík SAMFYLKINGIN í Reykjanesbæ er þessa dagana að kanna vilja félagsmanna til þess hvernig velja eigi frambjóðendur á lista flokksins við sveitarstjórnarkosningar á vori komanda. Boðið er upp á nokkra kosti, allt frá uppstillingu uppstill- ingarnefndar til galopins prófkjörs. Stjórn Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ hefur sent félags- mönnum bréf þar sem þeir eru beðn- ir að segja álit sitt á fyrirkomulagi uppstillingar. Fólk er beðið að raða upp fimm eða sex valkostum. Meðal annars er boðið upp á opið prófkjör, prófkjör meðal félagsmanna, mis- munandi gerðir skoðanakönnunar og kjör uppstillingarnefndar til að setja saman framboðslista. Jafnframt er félagsmönnum boðið að stinga upp á nýjum einstaklingum í framboð. Niðurstöður könnunarinnar verða lagðar fyrir félagsfund sem áformað- ur er í lok mánaðarins en þar á að taka ákvörðun um fyrirkomulag framboðs Samfylkingarinnar. Könnun hjá Samfylkingunni Reykjanesbær GERÐAHREPPUR hefur gefið út upplýsingamöppu fyrir nýja íbúa undir heitinu Velkomin í Garðinn. Fyrirhugað er að þýða útdrátt á ensku og pólsku vegna þess hversu margir nýir íbúar koma frá öðrum löndum. Að sögn Sigurðar Jónssonar sveit- arstjóra kom hugmyndin að útgáf- unni upp á námskeiði sem starfsfólk Gerðahrepps sótti. Kom þar fram að fólk sem kæmi nýtt í plássið vissi lít- ið um hvað þar væri í boði. Var því ákveðið að ráðast í að safna saman upplýsingum um starfsemi stofnana og félaga í sveitarfélaginu og setja saman í upplýsingamöppu. Að sögn Sigurðar er þetta tilraun og verður bætt við upplýsingum og þær upp- færðar eftir því sem ástæða þykir til. Nýir íbúar fá upplýsingarnar þeg- ar þeir skrá sig á hreppsskrifstof- unni. Í Garðinum er tiltölulega hátt hlutfall íbúa af erlendu bergi brotið og telur Sigurður nauðsynlegt að þýða útdrátt á ensku og pólsku til þess að upplýsingamappan komi að fullum notum. Upplýsing- ar fyrir nýja íbúa Garður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.