Morgunblaðið - 07.09.2001, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 07.09.2001, Qupperneq 18
LANDIÐ 18 FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ HUGVITSMAÐURINN Guðmund- ur Ragnar Guðmundsson hefur fundið upp nýtt samskiptatæki til nota milli fjarlægra staða. Tækið, sem hann nefnir Remotavision, byggist á búnaði sem settur er upp á endastöðvum fjarskiptanna. Búnaðurinn samanstendur af tveimur kössum, annar eins og bakki en hinn er eins og djúpur rammi. Blöð eru lögð í „inn bakkann“ á öðr- um staðnum en birtast síðan í ramm- anum á hinum staðnum ríflega degi síðar. Remotavision-fjarskiptabúnaður hefur verið settur upp í Skaftfelli – menningarmiðstöð á Seyðisfirði og í kaffihúsinu Gráa kettinum í Reykja- vík til þess að skapa tengingu þar á milli. Guðmundur er þekkktur maður innan tölvugeirans og hefur unnið þar margt afrekið. Hann segir hug- myndina að Remotavision hafa vakn- að er hann ætlaði sér að koma mynd- um og skjölum fljótt á milli Seyðisfjarðar og Reykjavíkur. Fljót- virkustu leiðina taldi hann í fyrstu vera um Vefinn. Kostnaður og tæknilegir gallar komu þó í veg fyrir að þessi leið væri fær. Kynning og formleg opnun búnað- arins var í Skaftfelli – menningar- miðstöð á Seyðisfirði laugardaginn 1. september. Öllum er velkomið að nýta fjarskiptabúnaðinn til sam- skipta milli þessara staða. Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson Nýtt tæki til að tengja Seyðisfjörð og Reykjavík Seyðisfjörður SKÍÐADEILD Leifturs í Ólafs- firði hélt nýlega skíðamannahóf í skíðaskálanum í Tindaöxl. Tilefnið var m.a. að veita Birni Þór Ólafssyni smáþakklætisvott fyrir áratuga störf að skíða- málum í Ólafsfirði. Veitti deildin honum steinplatta, sem myndaði útlínur Íslands. Þá veitti Skíðasamband Íslands Birni Þór æðsta heiðursmerki skíðasambandsins, Heiðurskross- inn. Það var Daníel Jakobsson, ritari sambandsins, sem veitti orðuna og kom fram í máli hans að aðeins örfáir einstaklingar hafa hlotið þetta æðsta merki SKÍ. Morgunblaðið/Haraldur Björn Þór Ólafsson í Ólafsfirði hefur verið sæmdur æðstu heið- ursorðu Skíðasambands Íslands fyrir störf sín. Skíða- frömuður heiðraður Ólafsfjörður NÝTT snyrtihús fyrir ferðafólk við Drekagil austan undir Dyngjufjöll- um í Ódáðahrauni var vígt nú fyrir skömmu. Ferðafélag Akureyrar hefur rek- ið þjónustu fyrir ferðafólk við Drekagil allt frá árinu 1968 þegar félagið reisti þar skálann Dreka. Við Drekagil hafa til þessa einungis verið þurrsalerni og engin baðað- staða. Vorið 2001 byggði Ferðafélag Akureyrar vandað snyrtihús á Ak- ureyri, 44 fm að stærð. Í húsinu eru sex vatnssalerni: fjögur fyrir al- menning, eitt með sérstöku aðgengi fyrir fatlaða og eitt fyrir starfsfólk. Þá eru tvær gaskyntar sturtur í snyrtihúsinu, auk geymslurýmis. Yfirsmiður við byggingu hússins var Hilmar Antonsson. Föstudaginn 10. ágúst 2001 var snyrtihúsið flutt á stórum flutninga- bíl frá Akureyri að Drekagili. Dag- inn eftir var húsið fest niður á und- irstöður og vatns- og skólplagnir tengdar. Snyrtihúsið var síðan vígt sunnudaginn 12. ágúst. Tómas Ingi Olrich, alþingismaður og formaður Ferðamálaráðs Íslands, flutti þar ávarp og opnaði húsið formlega. Snyrtihúsið verður opið yfir sum- armánuðina, frá seinni hluta júní og fram í byrjun september, meðan skálavarsla er við Drekagil. Tómas Ingi Olrich, alþingismað- ur og formaður Ferðamálaráðs Íslands, opnar snyrtihús Ferða- félags Akureyrar við Drekagil. Nýtt snyrtihús við Drekagil vígt Hálendið Morgunblaðið/Ingvar Teitsson Vinnuhópurinn frá Ferðafélagi Akureyrar sem gekk frá snyrtihúsinu við Drekagil. Með hópnum á myndinni er Tómas Ingi Olrich, alþingismaður og formaður Ferðamálaráðs Íslands. SIGRÍÐUR Gísladóttir, myndlistarmaður og fyrrver- andi hótelstýra á Búðum, tók fyrstu skóflustunguna að nýju hóteli á Búðum síðastliðinn sunnudag í blíð- skaparveðri. Fjöldi gesta var viðstaddur athöfnina, bæði úr Reykjavík og Snæfellsbæ. Var það mál manna að mikil fengur væri að nýju hóteli á Búðum og vænta menn þess að þar verði hægt að byggja upp svipaðan sjarma og einkenndi gamla hótelið. Eigendur og forsvarsmenn Hótel Búða höfðu sett upp veislutjald þar sem gat að líta teikningar af fyrirhugaðri hótelbyggingu og arkitekt hússins kynnti þær fyrir gestum meðan þeir gæddu sér á grillmat og öðrum veitingum sem boðið var upp á. Fyrsta skóflustungan Hellnar/Snæfellsbær

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.