Morgunblaðið - 07.09.2001, Page 19
inni sitja Bjarni Ármannsson, Sig-
urður Atli Jónsson, Tryggvi
Pálsson, Þorkell Sigurlaugsson, Ró-
bert Agnarsson, Þorgeir Eyjólfsson
og Jón Arnalds.
Stefnt er að skráningu hlutabréfa
í Símanum eftir að sölu til almenn-
ings og tilboðssölu lýkur en salan
fer fram dagana 19.-21. september.
Kjölfestufjárfesti skylt að
gera yfirtökutilboð?
Landssíminn hefur tilkynnt um,
eins og kunnugt er orðið, að sá kjöl-
festufjárfestir sem kemur til með að
eignast 25% eignarhlut í félaginu
fyrir árslok og möguleika á 10%
hlut að ári liðnu fái meirihluta
stjórnarmanna félagsins, eða fjóra
af sjö.
Í reglugerð nr. 432/1999 um yf-
irtökutilboð í opinberlega skráðum
hlutafélögum segir að hafi aðili öðl-
ast rétt til að tilnefna meirihluta
stjórnar félags, eða hafi á grundvelli
samnings við aðra hluthafa rétt til
að ráða yfir sem nemur 50% at-
kvæða í félaginu þá beri honum
skylda til þess að gera minnihluta
yfirtökutilboð í hlutabréf sín.
Hreinn Loftsson, formaður fram-
kvæmdanefndar um einkavæðingu,
vildi í gær ekki tjá sig um málið en
vísaði á skráningar- og útboðslýs-
ingu Landssímans sem birt verður í
næstu viku.
Síminn sæk-
ir um undan-
þágu til VÞÍ
LANDSSÍMI Íslands hefur sótt um
undanþágu til skráningar hluta-
bréfa á Verðbréfaþingi Íslands þar
sem einungis 24% hlutafjár verða
seld á næstunni. Beiðnin verður
tekin til umfjöllunar á stjórnarfundi
Verðbréfaþings á mánudag.
Í reglum um skráningu verðbréfa
á Verðbréfaþingi Íslands, 9. grein,
eru tíunduð skilyrði fyrir skráningu
hlutabréfa á Aðallista. Meðal skil-
yrða er að dreifing eignarhalds
skuli vera þannig að a.m.k 25%
hlutabréfanna og atkvæðisréttar
séu í eigu almennra fjárfesta. „Með
almennum fjárfestum er átt við
aðra aðila en stjórn, lykilstjórnend-
ur og einstaka hluthafa sem eiga
10% eða meira, sem og aðila fjár-
hagslega tengda þeim, svo sem
maka, sambýlinga og ólögráða börn,
svo og móður- eða dótturfélög.
Eignarhald almennra fjárfesta skal
dreifast á að minnsta kosti 300 hlut-
hafa.“ Þá segir í greininni að stjórn
Verðbréfaþings geti veitt tíma-
bundna undanþágu frá skilyrðum
um dreifingu,mæli rök með því.
Enginn vanhæfur
Samkvæmt upplýsingum frá VÞÍ
er enginn stjórnarmaður þingsins
talinn vanhæfur og ekki er talin
ástæða til að þeir stjórnarmenn sem
tengjast Íslandssíma víki sæti þeg-
ar fjallað verður um málið. Í stjórn-
Reuters
Jack Welch er talinn einn mikilhæfasti stjórnandi sinnar kynslóðar.
JACK Welch, forstjóri General
Electric, lætur af störfum í dag eft-
ir að hafa stjórnað félaginu í tvo
áratugi. Jeffrey R. Immelt tekur
við af Welch sem forstjóri GE en
segja má að yngri kynslóð stjórn-
enda sé nú smám saman að taka við
stjórn fyrirtækisins, segir í grein
Business Week. Welch hefur náð
gríðarlegum árangri sem stjórn-
andi General Electrics og nú velta
menn fyrir sér hvort hinir yngri
stjórnendur General muni halda á
lofti stjórnunarstíl Welchs eða
breyta til.
Welch kom auga á og innleiddi
nær alla helstu þætti sem einkenna
nú rekstur stórfyrirtækja: al-
þjóðavæðingu, gæði vöru, áhersl-
una á þjónustu í stað framleiðslu og
möguleikana á viðskiptum á Net-
inu. Þar fyrir utan hafa menn dáðst
að því hvernig honum hefur tekist
að laða fram krafta og hug-
myndaauðgi ótrúlegs fjölda starfs-
manna víðs vegar um heiminn.
Sjálfur hefur Welch sagt að mik-
ilvægasta skrefið á stjórnunarferli
sínum hafi verið að hætta að líta til
landmæra heldur heimsins alls.
Tími nýs stjórnunarstíls
runninn upp?
Welch hefur samt fúslega við-
urkennt að hafa gert mörg mistök á
ferli sínum en hinn mikli árangur
hans blasir hins vegar við í tölum:
Frá 1982 og þangað til í fyrra hefur
arðgreiðsla til hluthafa verið 25%.
Sá sem keypti hlut í General fyrir
10.000 dali árið 1982 væri 677 þús-
und dölum ríkari nú en til sam-
anburðar má nefna að meðaltalið
fyrir S&P fyrir sama tímabil er 194
þúsund dalir. Sumir segja að tími
stjórnenda á borð við Welch sé að
mörgu leyti að hverfa og sjálfur
hefur Welch sagt: „Stjórn fyr-
irtækja mun í framtíðinni miklu síð-
ur byggjast á stjórn og forystuhæfi-
leikum eins manns. Það verður
miklu meira um samráð og sam-
vinnu meðal stjórnenda og starfs-
manna.“
Welch
hættir hjá
General
Electrics
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2001 19
ÚTVEGSBÆNDAFÉLAG Vest-
mannaeyja krefst þess að fram fari
opinber rannsókn á verðmyndun á
gasolíu til fiskiskipa á Íslandi. Aðal-
fundur félagsins hefur samþykkt
ályktun þess efnis. Formaður þess,
Magnús Kristinsson, segir að það sé
eina leiðin að biðja um opinbera rann-
sókn. Það dugi ekki lengur að stjórn-
endur olíufélaganna komizt upp með
það að svara því ekki af hverju Fær-
eyingar geti boðið miklu ódýrari olíu.
„Það er athyglivert að þegar við
komum með olíuskip hingað til lands í
desembermánuði í fyrra voru olíu-
félögin allt í einu tilbúin að lækka
verðið um 3 til 4 krónur en síðan hef-
ur ekkert gerzt. Maður er alveg bú-
inn að fá nóg og spyr sig að því hvort
ekki sé rétt að fara að afskipa afurð-
um okkar í Færeyjum til að taka olíu.
Það skiptir milljónum króna fyrir
stórt og eyðslufrekt skip. Það má
taka dæmi af Huginn VE. Hann land-
aði tæpum 2.000 tonnum af kolmunna
í Færeyjum um daginn og tók þar
350.000 lítra af olíu. Það kostaði fjór-
um milljónum krónum minna en að
taka sama magn á Íslandi,“ segir
Magnús Kristinsson.
Olíuverð til fiskiskipa 43% hærra á
Íslandi en í Færeyjum
Ályktun félagsins er svohljóðandi:
„Útvegsbændafélag mótmælir harð-
lega þeirri verðlagningu sem er á olíu
hér á landi. Á einu ári hefur olíuverð
til skipa hækkað um 30% á sama tíma
og viðmiðunarverð á gasolíu erlendis
hefur einungis hækkað um 2,5% að
teknu tilliti til gengisbreytinga á
krónunni. Í dollurum reiknað hefur
viðmiðunarverð á gasolíu á erlendum
markaði lækkað um 17% á sama
tíma. Verð á algengustu brennsluolíu
til skipa er núna í byrjun september
um 30 krónur lítrinn en sambærileg
olía í Færeyjum er á 21 krónu hver
lítri. Þannig er verðið hér á landi um
43% hærra en íslenzk fiskiskip geta
keypt olíuna á í Færeyjum.
Útvegsbændafélag Vestmanna-
eyja skorar á samkeppnisyfirvöld að
hlutast til um að verðlagning íslenzku
olíufélaganna á brennsluolíu til fiski-
skipa verði könnuð.“
Tilfærslu aflamarks til þorsk-
aflahámarksbáta mótmælt
Útvegsbændafélagið mótmælir
einnig harðlega þeirri ákvörðun sjáv-
arútvegsráðherra að svipta útgerðir
aflamarksskipa aflahlutdeild í ýsu,
steinbít og ufsa og færa útgerðum
þorskaflahámarksbáta.
„Þessi tilflutningur frá aflamarks-
skipum í Vestmannaeyjum í ofan-
greindum tegundum nemur á 600 og
700 tonnum, þar af tæpum 600 tonn-
um af ýsu og er ekki bætandi á allar
þær veiðiheimildir í þorski sem farið
hafa frá aflamarksskipunum undan-
farin ár.
Útgerðir í Vestmannaeyjum hafa
séð á bak verulegum aflaheimildum
vegna gegndarlausra veiða króka-
báta. Þannig hafa sjómenn og fisk-
vinnslufólk í Vestmannaeyjum séð á
bak störfum sínum og bæjarfélagið
orðið af miklum tekjum. Hvorki fyr-
irtæki né almenningur í Vestmanna-
eyjum mega við frekar geðþótta-
skerðingu stjórnvalda í þessu efni,“
segir í ályktun fundarins.
Flýja mikla veiði
Loks skoraði fundurinn á sjávarút-
vegsráðherra að endurskoða úthlut-
un á ufsa og ýsu með aukningu í
huga: „Það hefur sýnt sig að undan-
farin tvö haust hefur verið mikil ufsa
og ýsugengd við suðurströndina.
Núna síðustu daga hefur það borið
við að skip hafi þurft að flýja undan
mikilli veiði.“
Krefjast opinberrar
rannsóknar á
verðmyndun á olíu
FÉLAG viðskipta- og hagfræðinga
stendur fyrir opnum hádegisverðar-
fundi þriðjudaginn 11. september
nk. kl: 12-13:30 á Radisson SAS,
Hótel Sögu, Ársal, 2. hæð. Á fund-
inum verður fjallað um hvort fyrir-
tæki gangi of langt í markaðssetn-
ingu og rýri þar með traust
hluthafanna.
Fyrirlesarar á fundinum eru:
Finnur Sveinbjörnsson fram-
kvæmdastjóri Verðbréfaþings Ís-
lands og Sigurður Atli Jónsson for-
stjóri Landsbréfa.
Traust hluthafa horfið?
Fjármögnunarfyrirtækið Lýs-
ing hf. skilaði 43,1 milljónar
króna hagnaði eftir skatta á
fyrstu sex mánuðum ársins, en
hagnaðurinn á sama tíma í
fyrra nam 78,6 milljónum
króna. Hagnaðurinn dregst því
saman um rúm 45% á milli
tímabila.
Útlán Lýsingar hf. námu alls
16.810 milljónum króna sem er
aukning um rúma tvo milljarða
frá áramótum þegar útlán
námu 14.526 milljónum króna.
Heildareignir Lýsingar eru upp
á tæpa 17,7 milljarða króna en
voru 15,6 milljarðar um áramót.
Eigið fé er 1.365 milljónir
króna en var 1.255 milljónir um
áramót. Eiginfjárhlutfall er
9,91% en var 10,48% á sama
tíma í fyrra og arðsemi eigin
fjár lækkar úr 12,6% um mitt ár
í fyrra í 6,9% nú.
Hagnaður
Lýsingar
dregst saman