Morgunblaðið - 07.09.2001, Side 22

Morgunblaðið - 07.09.2001, Side 22
ERLENT 22 FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ LEIÐTOGAR Frakklands og Þýskalands lýstu á miðvikudag yf- ir skilningi á sjónarmiðum þeirra hópa, sem andmæla hnattvæðingu og hétu því að bregðast við þeim vanda, sem þessari umbreytingu í heimsviðskiptum fylgdi. Er m.a. rætt um að lagður verði skattur á skammtíma fjármagnshreyfingar. Á fundi, sem þeir áttu Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, Lionel Jospin, forsætisráðherra Frakklands og Jaques Chirac Frakklandsforseti, var ákveðið að koma á fót vinnuhópi „mjög hátt- settra embættismanna“. Er honum ætlað að fjalla um þau vandamál, sem hnattvæðingunni eru samfara. Á fundinum var m.a. rætt hvern- ig bæta mætti eftirlit með fjár- magnsflutningum landa í millum og þótti koma til álita að leggja sérstakan skatt á fjármagnsflutn- inga til skamms tíma. Aukinheldur var ákveðið að leita leiða til að bæta hag þeirra þjóðfélagshópa, sem höllum fæti standa á þessum breytingatímum. „Tímabært er að áhyggjur og ótti fólks í löndum okkar séu tekn- ar alvarlega en þá undanskiljum við vitanlega þá, sem tilbúnir eru að beita ofbeldi,“ sagði Schröder kanslari á blaðamannafundi í Berl- ín. Lionel Jospin tók í sama streng: „Við verðum að hefja samræður við þá, sem af fullri alvöru og sanngirni, halda á lofti þeim ójöfn- uði, sem hnattvæðingarferlið hefur í för með sér,“ sagði franski for- sætisráðherrann. Jospin hefur lýst sig fylgjandi því að hugað verði að skattlagningu á fjármagnsflutn- inga en gjörningur í þá veru er iðulega nefndur „Tobin-skattur- inn“ eftir James Tobin nóbelsverð- launahafa í hagfræði. Raunar hef- ur Tobin sjálfur andmælt því að nafn hans sé bendlað við hreyf- inguna gegn hnattvæðingu með þessum hætti. Segir Tobin t.a.m. í viðtali við þýska tímaritið Der Spiegel í þessari viku að nafn hans sé misnotað í þessu sambandi. Schröder sagði á þriðjudag að ýmsir erfiðleikar myndu fylgja slíkri skattlagningu. Hann hvatti hins vegar til þess að hinum frjálsa markaði yrðu settar skorð- ur og kvað tímabært að stjórn- málamenn berðust gegn „mismun- un á sviði viðskiptatengsla eða spákaupmennsku, sem megnað [gæti] að leggja heilu hagkerfin nánast í rúst.“ Vilja sameiginleg við- brögð við hnattvæðingunni Leiðtogar Frakka og Þjóðverja ræða skattlagningu fjármagnsflutninga Berlín. AP. ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sagði á miðvikudagskvöld að Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, væri helsta hindrun friðar- umleitana í Miðausturlöndum og sakaði hann um að standa fyrir hermdarverkum. Sharon sagði við fréttamenn í Moskvu þegar þriggja daga heim- sókn hans til Rússlands lauk að ógjörningur væri að efna til friðar- viðræðna meðan ekkert lát væri á sjálfsmorðsárásum palestínskra hermdarverkamanna. „Arafat er helsta hindrunin fyrir friði,“ sagði Sharon. „Stjórn mín mun ekki stýra neinum samningaviðræðum fyrr en þeir binda enda á hermdarverkin og ofbeldið. Arafat hefur valið þá aðferð að beita hermdarverkum. Hann valdi þessa leið strax eftir samninga- viðræðurnar í Camp David.“ Arafat og Ehud Barak, fyrrver- andi forsætisráðherra Ísraels, voru nálægt því að ná friðarsamkomulagi í Camp David fyrir milligöngu Bills Clintons í fyrra eftir að Barak féllst á tilslakanir í deilunni um stöðu Jerú- salem. Þeir slitu hins vegar viðræð- unum á síðustu stundu og Sharon sagði engan vafa leika á því að Arafat væri um að kenna. „Arafat hefur ver- ið með margar friðaryfirlýsingar og undirritað marga friðarsamninga en aldrei staðið við nokkurn þeirra.“ Sharon sakaði einnig Arafat um að hafa staðið fyrir sjálfsmorðsárásum hermdarverkamanna í Ísrael á síð- ustu mánuðum. „Ekki alls fyrir löngu náðum við hermdarverka- manni frá Írak. Arafat hefur einnig samstarf við [hermdarverkamann- inn] Osama bin Laden. Arafat hefur heimilað þetta allt og hann stjórnar þessu enn.“ Sharon gaf til kynna að Ísraelar gætu hafið friðarviðræður við Pal- estínumenn að nýju ef Arafat léti af völdum en sagði ekkert um hver eft- irmaður hans kynni að verða. Í viðræðunum í Moskvu hvatti Sharon Rússa til að veita Ísraelum meiri stuðning innan Sameinuðu þjóðanna og leggja að Palestínu- mönnum að binda enda á uppreisn- ina sem staðið hefur í ellefu mánuði. Vladímír Pútín Rússlandsforseti sagði að Rússar hefðu lengi haft sterk tengsl við arabaríki og Palest- ínumenn og þeir væru því í góðri að- stöðu til að hafa milligöngu um frið- arviðræður. Sharon og Peres sagðir deila um eftirlitsmenn Palestínumenn tilkynntu í fyrra- dag að Arafat kynni að hefja viðræð- ur við Shimon Peres, utanríkisráð- herra Ísraels, í næstu viku. Sharon hefur veitt Peres umboð til að ræða skilmála vopnahléssamkomulags og ráðstafanir til að draga úr efnahags- legu refsiaðgerðunum gegn Palest- ínumönnum. Ísraelska dagblaðið Haaretz sagði í gær að Sharon og Peres greindi á um hvort stjórnin ætti að verða við þeirra kröfu Palestínumanna að sendir yrðu alþjóðlegir eftirlitsmenn á hernumdu svæðin til að hafa eftirlit með hugsanlegum vopnahléssamn- ingi. Sharon hefur hafnað þessari kröfu en Haaretz segir að Peres vilji að stjórnin fallist á alþjóðlegt eftirlit. Sharon sakar Arafat um að standa fyrir hermdarverkum „Arafat er helsta hindrunin fyrir friði“ AP Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, í Moskvuheimsókninni. Moskvu. AFP, AP. UNGUM manni tókst á miðviku- dag að komast framhjá lífvörðum Karls Gústafs Svíakonungs og kasta jarðarberjatertu í andlit honum, en hér sést konungur (í miðju) þungur á brún rétt eftir árásina. Sakaði konung ekki. Konungur varð fyrir árásinni í bænum Varberg í suðvesturhluta Svíþjóðar þar sem hann var ásamt Silvíu drottningu í tveggja daga opinberri heimsókn. Árás- armaðurinn reyndist 16 ára gam- all og fylgdi fréttum að ekki væri vitað hvað vakti fyrir honum er hann ákvað að ráðast að konungi sínum. Lífverðir konungs sneru árásarmanninn niður og lögregla færði hann í gæzluvarðhald. AP Ráðist á Svía- konung VICENTE Fox, forseti Mexíkó, er í opinberri heimsókn í Bandaríkj- unum og átti í gærkvöldi að flytja ávarp á sameiginlegum fundi full- trúadeildar og öldungadeildar Bandaríkjaþings. Fox er fyrsti þjóðhöfðinginn sem fer í opinbera heimsókn til Washington á kjörtímabili George W. Bush Bandaríkjaforseta. Mexíkó var einnig fyrsta landið sem Bush heimsótti eftir að hann tók við embætti. Bush sagði í veislu til heiðurs gestinum í Hvíta húsinu í fyrra- kvöld að Bandaríkin hefðu „ekk- ert mikilvægara samband í heim- inum en sambandið við Mexíkó“ og notaði orð sem hingað til hafa oftast verið notuð til að lýsa sam- bandi Bandaríkjanna og Bret- lands. Fox hvatti Bush til að beita sér fyrir því að samkomulag næðist fyrir árslok um réttindi þriggja milljóna Mexíkóa sem hafa flust með ólöglegum hætti til Banda- ríkjanna. Bush hefur sagt að bæta þurfi kjör innflytjendanna en segir þó ekki koma til greina að veita þeim öllum sakaruppgjöf og full rík- isborgararéttindi. Embættismenn í Hvíta húsinu hafa rætt ýmsar leiðir til að leysa vandann, m.a. hugmyndir um að veita ákveðnum fjölda Mexíkóa tímabundið dvalar- og atvinnuleyfi í Bandaríkjunum. Fox og Bush lyfta hér glösum í veislunni í Hvíta húsinu, en með þeim á myndinni eru eiginkona bandaríska forsetans, Laura Bush, og kvikmyndaleikarinn Clint Eastwood. AP Fox í Hvíta húsinu SKIPSTJÓRI norska flutninga- skipsins Tampa, sem tók nokkur hundruð manna hóp skipreika flóttamanna um borð úr sökkv- andi indónesískri ferju og var því næst neitað um að láta þá frá borði á áströlsku landi, sagði í gær að hann hefði verið „hissa og vonsvikinn“ yfir því hvernig áströlsk yfirvöld tóku á málinu. Á blaðamannafundi í Singa- pore, þar sem Tampa lagðist að bryggju eftir að flóttamennirnir voru fluttir frá borði, lýsti Arne Rinnan skipstjóri og stýrimað- urinn Christian Maltau ástand- inu á Tampa þá ellefu daga sem skipið var fast í hafi vegna óviss- unnar um hvar það gæti skilað skipbrotsfólkinu af sér. Flóttamennirnir, sem flestir eru frá Afganistan, höfðu krafizt þess að siglt yrði með þá til Ástralíu þar sem þeir vildu biðj- ast hælis, en John Howard, for- sætisráðherra Ástralíu, fyrir- skipaði að Tampa héldi sig fjarri Jólaeyju sem er í ástralskri lög- sögu í hafinu mitt á milli Indóne- síu og Ástralíu. Rinnan sagðist á blaða- mannafundinum ekki hafa átt neins annars úrkosti en að hafa fyrirmælin að engu og reyna að leita hafnar á eynni. Ástralskir hermenn komu þá um borð til að sjá til þess að farið væri að fyr- irmælunum. Deilan um flótta- menninna olli spennu í sam- skiptum Ástralíu við Noreg, Indónesíu og Sameinuðu þjóð- irnar og alþjóðleg mannrétt- indasamtök og sjóferðasamtök lýstu hneykslan sinni. Sagðist Rinnan hafa orðið hissa og vonsvikinn er fyrirmæl- in bárust frá Howard en ætlaði sér þó fyrst í stað að hlíta þeim. Hann skipti um skoðun er nokkrir flóttamannanna, sem voru mun fjölmennari en áhöfn- in, hótuðu að stökkva í sjóinn. Hissa á Áströlum Singapore. AP. Skipstjóri Tampa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.