Morgunblaðið - 07.09.2001, Síða 24

Morgunblaðið - 07.09.2001, Síða 24
ÞYRLUR björguðu áhöfn flutn- ingaskipsins Ikan Tanda sem strandaði skammt frá Höfðaborg í Suður-Afríku á miðvikudaginn. Um fimmtíu sjómönnum var bjargað um borð í þyrlur þegar tvö skip strönduðu í einhverju versta vetr- arveðri sem komið hefur á þessum slóðum í ár. Reuters Mannbjörg við Höfðaborg LISTIR 24 FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ verður ekki sagt um verk Guðna Harðarsonar að þau beri sterk íslensk einkenni. Frekar myndi maður giska á að listamaðurinn væri frá S- Ameríku, Ástralíu eða af götum New York borgar en frá Íslandi. Ástæðan fyrir því að ég nefni þetta er litanotk- unin sem er suðrænnar ættar, fígúr- urnar gætu allt eins átt heima í veggja- skrauti á götum stórborga og sandblönduð málningin og málverkið sjálft minna að einhverju leyti á mál- verk frumbyggja Ástralíu. Það eru helst titlar myndanna sem gefa til kynna að verið sé að fjalla um íslensk- an veruleika en umfjöllunarefnum Guðna má skipta í tvennt: hversdags- leg þemu eins og Afli, Æfing og Kvöld- matur, og dramatísk þemu, eins og Sólmyrkvi, Vandræði, Draumur, Fall og Basl. Á sýningunni eru 24 verk, öll af svip- aðri stærð. Eins og áður sagði notar Guðni sterka og bjarta liti og í einstaka verkum verður litanotkunin allt að því glannaleg á kostnað myndbyggingar- innar, sem gerir þau helst til skraut- leg. Myndirnar eru allar keimlíkar og bera sterk sameiginleg einkenni. Þær eru svipaðar að stærð, fígúrurnar sem koma fyrir í þeim eru alltaf þær sömu og málunartæknin nær alltaf eins. Myndirnar eru allar hlutbundnar, þ.e. í þeim öllum kemur fyrir eins konar teiknimyndafígúra sem er máluð end- urtekið í ólíkum stellingum. Það er þó ekki langt í afstraktið hjá listamann- inum, einungis þyrfti að kippa út höfði fígúrunnar og þá væri myndin orðin nær óhlutbundin. Guðni hefur ágætt næmi fyrir myndbyggingu en eins og áður sagði má hann passa sig á litunum. Besta myndin á sýningunni er Akur sem sker sig frá öðrum myndum á sýningunni. Verkin eru laus við tilgerð og greini- legt er að Guðni er heill í því sem hann er að gera. Sterkir litir MYNDLIST G a l l e r í F o l d Opið mán. – fös. frá 10–18, laugardaga frá 10–17 og sunnu- daga 14–17. Til 9. september. MÁLVERK GUÐNI HARÐARSON Morgunblaðið/Þóroddur Sólmyrkvi, eitt verka Guðna Harðarsonar í Galleríi Fold. Þóroddur Bjarnason FÓLK í íslensku landslagi hefur verið nokkuð algengt þema í verkum ákveðins hóps íslenskra málara und- anfarin ár. Fólkið er þá oft án per- sónuleika og staðsetning þess úti í landslaginu hálffáránleg þannig að myndin fær létt og oft fyndið yfir- bragð. Soffía er ein þessara málara. Leiðarstef í gegnum myndir hennar á sýningunni „Kveðjustundir“ í Rauðu stofunni eru einmitt andlitslausar fíg- úrur í einhvers konar búningi sem gæti verið sambland af færeyskum þjóðbúningi, lúðrasveitarbúningi og sýslumannabúningi. Verurnar eru í mismunandi litum búningum eftir því í hvaða mynd þær birtast og titlar verkanna vísa til ólíkra hlutverka þeirra. Eitt heitir Tónleikadagur, annað Ferðalangur og enn annað Skipherra leitar lands. Þrátt fyrir að landslagið sé greinilega ættað héðan frá Íslandi gefur klæðnaður fólksins þeim dálítið útlenskt yfirbragð. Soffíu tekst misvel upp að túlka birtuna í íslensku landslagi en best tekst henni upp í mynd númer 1., Ókleifur hamarinn … sem er án efa fallegasta mynd sýningarinnar. Í mynd númer 8, Skipherra leitar lands, finnst mér að Soffía hefði þurft að huga að jafnvæginu því skipherr- ann, sem staðsettur er niðri í vinstra horni myndarinnar, hallar á þann veg að jafnvægið innan flatarins raskast verulega. Ef mér skjátlast ekki gægjast vængir upp úr bökum fólksins á myndunum sem breytir enn túlkun myndanna og gerir veruleikann sem birtist í myndunum fantasíukenndari. Í myndinni Köld ferðin ... á enda, þar sem fígúrurnar eru að því er virð- ist úti á köldum klaka, er litanotkunin athyglisverð og minnir á litaspjald Birgis Snæbjörns Birgissonar. Sýningin í heild sinni fer vel inni í rauðmáluðum sýningarsalnum og helsti ljóðurinn á framkvæmdinni eru tvö verk eftir aðra listamenn sem eru af einhverjum ástæðum inni í sýning- arsalnum. Einkasýning á að vera einkasýning og þá má ekki setja inn verk eftir aðra listamenn sem trufla upplifun sýningarinnar. Lúðrasveitarmenn MYNDLIST G a l l e r í F o l d – R a u ð a s t o f a n Opið mán.–fös. frá 10–18, laugardaga frá 10–17 og sunnu- daga 14–17. Til 9. september. MÁLVERK SOFFÍA SÆMUNDS- DÓTTIR Morgunblaðið/Þóroddur Skipherra leitar lands, eftir Soffíu Sæmundsdóttur. Þóroddur Bjarnason ERLENT ENN var óljóst síð- degis í gær hvort ein- ing næðist um loka- ályktun ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um kynþáttafordóma og nýlendustefnu sem haldin er í Durban í Suður-Afríku og lýkur í dag. Vestræn ríki voru sem fyrr andvíg því að Ísraelar væru sakaðir um kynþátta- fordóma en á mánudag gengu sendinefndir Bandaríkjanna og Ísr- aels af fundi vegna deilna um orðalag. Arabaríki vildu meðal annars að Ísr- aelar yrðu sakaðir um þjóðarmorð á Palestínumönnum. „Ég bjóst við að menn vildu fjalla meira um framtíðina og hvernig ætti að koma í veg fyrir að slæmir hlutir endurtækju sig,“ segir Páll Péturs- son félagsmálaráðherra sem ávarp- aði ráðstefnuna fyrir hönd íslenskra stjórnvalda. „En það var að mínu mati mjög óheppilegt að Colin Po- well, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, skyldi ekki vera þarna. Afr- íkuríkin settu mikinn svip á ráðstefnuna og það hefði verið upp- sláttur fyrir Bandaríkin ef þeldökk- ur utanríkisráðherra frá öflugasta ríki heims hefði verið í forystu fyrir sendinefnd þess.“ Páll hélt heimleiðis á miðvikudag vegna anna heima fyrir. Hann lýsti í samtali við Morgunblaðið vonbrigð- um sínum með að fulltrúar margra ríkja hefðu lagt svo þunga áherslu á að ræða vandamál fortíðar í stað þess að reyna að finna leiðir til að draga úr kynþáttahatri í nútíma- num. En vonandi tækist að finna málamiðlun þannig að ráðstefnan yrði ekki gagnslaus. „Þarna var Castro Kúbuleiðtogi með mikið númer og kunni að láta taka eftir sér,“ sagði Páll. „Ræðu- tíminn var takmarkaður við sjö mín- útur en hann fór í tutt- ugu, þá var orðið tekið af honum. Þá var oft búið að vara hann við. Þarna var einnig Ara- fat og vakti mikla at- hygli. Ef nefndir eru vest- rænir leiðtogar held ég að mesta eftirtekt hafi vakið Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands. Ræða hans kom nokkuð á óvart, hann bað heiminn ákaft fyrirgefningar á fortíð- inni og illvirkjum Þjóð- verja á Hitlers-tíman- um, Helförinni gegn gyðingum.“ Ósamkomulag innan Evrópusambandsins Ráðherra sagði að Íslendingar hefðu ekki neina sérstöðu meðal vestrænna þjóða í afstöðu sinni til þeirra deilna sem markað hafa ráð- stefnuna eða umræðna um kyn- þáttavandamál og nýlendustefnu. Hann sagði að ráðamenn og fulltrú- ar frá vestrænum ríkjum í Durban ráðfærðu sig með sama hætti og venjan væri á fundum SÞ og hefðu íslensku fulltrúarnir tekið þátt í þeim. „Ég hef lagt áherslu á að við bíð- um átekta og líka að við höfum sam- ráð við þjóðir sem eru utan Evrópu- sambandsins en á sama báti og við, til dæmis Norðmenn og Svisslend- inga. Menn voru ekki sammála um það hvað bæri að gera, ríki Evrópu- sambandsins voru heldur ekki sam- mála innbyrðis. Þeir voru ekki með eina línu, Frakkar voru með aðra en til dæmis Norðurlandaþjóðirnar í sambandinu, Danir, Finnar og Sví- ar. Þær síðarnefndu vildu láta meira á það reyna hvort hægt yrði að finna viðunandi niðurstöðu. Frakkar voru býsna harðir og vildu verja Ísraela sem var auðvitað eðlilegt að gera að ákveðnu marki. Ef Hitler hefði ekki tapað stríðinu … Arabísku fulltrúarnir snerust mjög heiftúðlega gegn Ísraelum og málflutningur sumra keyrði alveg úr hófi. Einn þeirra, ég man ekki hver það var og vil því ekki nafngreina hann, sagði úr ræðustól að ef Hitler hefði ekki tapað stríðinu væru ekki þessi vandamál fyrir botni Miðjarð- arhafs! En það er líka hellt olíu á eldinn í hverjum fréttatíma þegar maður heyrir af einhverjum óhæfu- verkum Ísraela í Palestínu. En ég tel að það sé mikilvægt fyr- ir okkur að fylgjast með þessum um- ræðum og vita hvað aðrar þjóðir eru að gera. Við viljum auðvitað ekki að hér blossi upp rasismi í samskiptum okkar við aðkomufólk í landinu.“ Önnur mál en deilurnar í Miðaust- urlöndum hafa varla komist að. Hann var spurður hvað honum fynd- ist um tillögur þess efnis að þjóðir sem á sínum tíma stunduðu þræla- sölu greiddu afkomendum fórnar- lambanna skaðabætur. „Ég held að menn ættu að hugsa meira um framtíðina en fortíðina vegna þess að það er erfitt að gera þennan reikning upp. Það var að heyra á mörgum afrískum fulltrúum að þetta væri mikilvægt baráttumál. En ég tel að þjóðum sem mergsugu nýlendurnar beri að aðstoða þessi lönd með öflugri þróunarhjálp frek- ar en að verið sé nefna þetta beinlín- is skaðabætur,“ segir Páll Péturs- son félagsmálaráðherra. Tveir fulltrúar sitja ráðstefnuna fyrir hönd íslenskra stjórnvalda, þau Berglind Ásgeirsdóttir, ráðu- neytisstjóri í félagsmálaráðu- neytinu, og Haukur Ólafsson frá ut- anríkisráðuneytinu. Einnig eru fulltrúar frá samtökum sveitar- stjórna og Rauða krossinum og nokkrir Íslendingar úr frjálsum félagasamtökum sækja sérstaka ráðstefnu slíkra aðila um sömu efni í borginni. Menn eru allt of fastir í fortíðinni Páll Pétursson Félagsmálaráðherra um málflutning á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um kynþáttafordóma

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.