Morgunblaðið - 07.09.2001, Qupperneq 25
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2001 25
Funahöfða 1
www.notadirbilar.is
Elstir á höfðanum
- en ferskir
Lada Sport 1.7 nýskr. 06/01. Ek. 1 þ. d. grænn 5g.
31“dekk og fl. V. 1.390.000. Áhv. 700.000. R.no. 111422.
Ford Explorer LTD 4.0 árg 1996. Ek. 83 þ. svartur
ssk. leður og fl. verð 2.390.000. TILBOÐ 1.990.000.
R.no. 150882
Pontiac Fiero 2.8 árg. 1988. Ek. aðeins 62 þ. ssk.
rauður og fl. einstakur gullmoli. V. 900.000. R.no. 131079
Subaru Impresa 2.0 nýskr. 09/97. Ek. 97 þ. 5g.
silfur og fl. V. 1.090.000. Áhv. 600þ. R.no. 110979.
AMC Cherokee ltd. nýskr. 01/99. Ek. 44 þ.
d. grænn m/öllu og sóllúgu. V. 3.990.000.
Áhv. 1.900.000. R. no. 111431.
AMC Wrangler Shahara 4.2l árg. 97. Ek. 46 þ.
d. blár ssk. plasthús, álfe. og fl. V.1.790.000.
R.no. 1114436.
VW Bjalla 2.0 basiclane nýskr. 07/97. Ek. 44 þ.
rauður 5g. o fl. V. 1.500.000. Áhv. 800.000.
R.no. 111437.
Subaru Forrester nýskr. 10/97. Ek. 44 þ. d. grænn
ssk. og fl. V. 1.550.000. R.no. 111408.
BMW 318ia nýskr. 01/99. Ek. 35 þ. d. blár ssk, o.
fl. V. 2.250.000. Áhv. 1,600þ. R.no. 111381.
Subaru Legacy stw nýskr. 06/01. Ek. 1þ. silfur ssk.
og fl. V. 2.390.000. Áhv. 930þ. R. no. 131036
MÁLARINN Árni Rúnar Sverr-
isson á langan og samfelldan feril
að baki í sýningarhaldi, það langan
að hægt er að krefjast þess af hon-
um að hann hafi skapað sér afger-
andi persónulegan stíl. Sýning
hans í Gallerí Reykjavík ber þess
ekki nógu skýr merki því Árni er
greinilega undir áhrifum frá ýms-
um listamönnum, bæði samtíma-
mönnum sínum og látnum meist-
urum málaralistarinnar. Auk þess
er listamaðurinn greinilega að
prófa sig áfram með tækni og ólíka
beitingu pensilsins og titlar mynd-
anna vísa ekki í eina átt heldur.
Allt þetta sundurleysi skapar óró-
leika inni á sýningunni, sem og inn-
an einstakra verka, og kemur niður
á heildarsvip sýningarinnar.
Sem dæmi um myndir þar sem
augljós áhrif má sjá frá verkum
annarra listamanna má nefna
mynd númer 6, Vatn, sem minnir á
ákveðin verk impressionistans
Claude Monets, verk númer 9,
Landbrot, sem minnir á verk koll-
ega hans Tolla, mynd númer 11 er
undir áhrifum frá Kristjáni Davíðs-
syni, sjá má áhrif frá verkum Svav-
ars Guðnasonar og áhrif frá Daða
Guðbjörnssyni, bæði hvað varðar
skreyti og litanotkun, eru áberandi
í fleiri en einu verki, en ég bendi til
dæmis á verk númer 7, Kraftur.
Þannig fer listamaðurinn í ýmsar
áttir í leit sinni að persónulegum
stíl. Þrátt fyrir allt þetta verður
ekki annað sagt um verkin en að
þau séu glaðleg, litrík og lifandi.
Árni málar af ástríðu og notar gul-
an lit t.d. mikið sem gerir verkin
allt annað en drungaleg.
Það er hverjum listamanni nauð-
synlegt að hafa persónulegan stíl.
Persónulegur stíll mótast m.a. eftir
umhverfinu, upplifunum lista-
mannsins og rannsóknum á verk-
um þeirra listamanna sem hann dá-
ist að. En að lokum kemur að því
að hrista þetta allt saman og fá út
einhverja blöndu sem hægt er að
kalla eigin stíl. „Auðveldasta“ leið-
in er samt að vera maður sjálfur –
alltaf!
Morgunblaðið/Þóroddur
Verk eftir Árna Rúnar.
Vertu þú
sjálfur
MYNDLIST
G a l l e r í R e y k j a v í k
Opið virka daga kl. 10–18, laug-
ardaga kl. 11–16. Til 8. sept.
MÁLVERK
ÁRNI RÚNAR
SVERRISSON
Þóroddur Bjarnason
Í ÁR er öld liðin frá andláti Gunnars
Wennerbergs. Hann var tvívegis
kirkjumálaráðherra í Svíþjóð og mik-
ils metinn. Hann var líka tónskáld –
náttúrutalent – og samdi tónverk fyr-
ir kirkjuna. Í dag væri hann senni-
lega flestum gleymdur ef ekki væri
fyrir þann eina ópus sem hann sór af
sér og skammaðist sín fyrir. Það voru
Glúntarnir, lagaflokkur um líf mátu-
lega kærulausra en afar lífsglaðra
stúdenta í Uppsölum um miðja 19.
öld. Wennerberg samdi bæði lögin og
ljóðin. Glúntarnir nutu gríðarlegra
vinsælda hér á landi í áratugi og
sönghneigðir herramenn heyrðust
gjarnan taka einn eða tvo Glúnta í
gleðskap. En hvaða erindi eiga
Glúntarnir við okkur í dag?
Ólafur Kjartan Sigurðarson og
Bergþór Pálsson eru Glúnti og Mag-
ister og hafa ráðist í að syngja söngva
sína inn á geisladisk en ætla líka að
syngja þá á tvennum tónleikum í
Salnum, í kvöld og á sunnudagskvöld
kl. 20 bæði kvöldin. „Það er kominn
tími til að yngra fólk kynnist þessum
kátu skemmtilegu söngvum,“ segir
Bergþór, „það má segja að við finn-
um heilmikið sameiginlegt með þeim
og okkar stúdentsárum – það virðist
ekki mikið hafa breyst frá því á 19.
öld.“ Egill Bjarnason þýddi á sínum
tíma texta Wennerbergs á sönghæft
mál og þeir eru því sungnir á ís-
lensku. „Þetta eru vel þýddir textar,“
segir Ólafur Kjartan, „og þjálir í
munni. Egill nær stemmningunni
vel.“
Horfa á stúlkurnar úr fjarlægð
Í Glúntunum er sungið bæði um
skólanámið, sem vill reynast skóla-
piltunum erfitt, því þeir þurfa auðvit-
að líka að sinna gleðskap. Inn á milli
eru afar fallegar náttúrustemmning-
ar þar sem þeir félagar njóta fegurð-
ar náttúrunnar. En hvað með stelp-
urnar? „Þeir horfa á þær úr
fjarlægð,“ segir Bergþór, og Ólafur
Kjartan bætir við: „Þetta voru menn
sem ekki gátu séð fyrir sér að ganga
að eiga konu alveg í bráð – ekki fyrr
en þeir voru komnir í vinnu og betri
efni. Þannig sjá þeir þetta allt í svolít-
illi fjarlægð. Maður getur ímyndað
sér að úr því að þeir gátu ekki leyft
sér að snerta hönd stúlknanna hafi
þeir kannski haft meiri tíma til að
njóta fegurðarinnar í náttúrunni og
verið næmari á hana fyrir vikið.“
Ætlum að sprella svolítið
Ólafur Kjartan og Bergþór eru
ekki síður glaðsinna félagar en
Glúntinn og Magisterinn. „Við Berg-
þór sungum saman í La Bohéme og
ég hafði að minnsta kosti skemmtun
af því að vinna með honum og það
hefur haldist áfram yfir í Glúntana.“
„Það er gaman að kynnast þessari
ærslafullu stemmningu og það er
engin tilviljun að við Ólafur Kjartan
höfum báðir valist í hlutverk fugla-
fangarans Papagenós í Töfraflaut-
unni í Íslensku óperunni.“ „Við erum
svoddan fiðurfénaður við Bergþór að
það hefðu engir aðrir látið plata sig í
að syngja Glúntana, og við reytum af
okkur hverja fjöður við þetta!“ segir
Ólafur Kjartan. „Við ætlum að gera
smásprell á tónleikunum og ekki vera
rígbundnir við formlegheitin.“ En
hvað ætla Glúntinn og Magisterinn
að gera þegar þeir eru orðnir stórir?
„Ná í Papagenu.“
„Ganga í Háskólakórinn,“ segja
þeir sprellikarlar, og viðtalið er að
leysast upp í tóma vitleysu. Bergþór
getur ekki stillt sig um að segja okk-
ur frá konu sem hann hitti í bænum í
gær. „Hún fór að minnast á Óla
Kjartan og hvernig hann hefði ein-
hvern tíma sungið lagið um Elínu
Helenu – af mikilli nautn: „Og ef þið
tveir ætlið að fara að syngja nautna-
söngva, þá mæti ég!““
Áður en Glúntarnir verða sungnir
verður nýr flygill Salarins vígður.
Þetta er Steinway-konsertflygill af
bestu gerð, sérstaklega valinn af
píanóleikurunum Jónasi Ingimund-
arsyni og Peter Máté. Flygillinn
kostaði um 8 milljónir króna, og var
hann greiddur af Byggingarsjóði
Tónlistarhúss Kópavogs og Bæjar-
sjóði
Kópavogs. Það verður Jónas Ingi-
mundarson sem vígir flygilinn, en
hann leikur með í Glúntum. En áður
en að því kemur leikur Jónas Tungl-
skinssónötu Beethovens.
Ærslafull stemmn-
ing hjá Glúntum
Morgunblaðið/Ásdís
Glúnti og Magister - Ólafur Kjartan Sigurðarson bassi og Bergþór Páls-
son baríton bregða á leik í Salnum í kvöld og sunnudagskvöld.
MARGIR muna glæsilega tón-
leika Guitar Islancio og klarinettu-
leikarans Jørgens Svare á síðustu
Jazzhátíð. Á miðvikudagskvöldið
endurtóku þeir leikinn – næstum;
gesturinn var franski fiðlusnilling-
urinn Didier Lockwood og efnis-
skráin að miklu leyti helguð minn-
ingu Stéphane Grappellis.
Verkurinn var bara sá að eftir að
hafa heyrt Didier flytja þessi lög
með Bireli Lagrene og Niels-Henn-
ing vantaði þá spennu í hrynleik
Guitar Islancio sem snillingar á borð
við þá tvímenninga geta byggt upp,
þó samspil Didiers og Björns væri
oft í heimsklassa. Á tónleikunum
með Jørgen var leikur Guitar Is-
lancio aftur á móti með þeim brag er
hentar Jørgen best. Jørgen er nefni-
lega svíngari af lífi og sál, en Didier
módernisti.
Didier var mikill vinur Stéphane
Grappellis, en þeir eru ólíkir fiðl-
arar. Didier er mótaður af Coltrane
eins og landi hans Jean Luc Ponty
og kraftmiklar strokur hans af ætt
Stuff Smiths. Það er tónninn líka,
oft grófur og rifinn. Þar er hann
skyldari Finn Ziegler en Svend As-
mussen, sem báðir eru af skóla Stuff
– en dálítið penni sem danskra er
háttur.
Guitar Islancio hóf leikinn á
Krummi svaf í klettagjá með fræg-
um inngangi Björns og svo sté Did-
ier á svið og plokkaði Les valseuses
eftir Stéphane. Björn tók sóló á eftir
Didier og var strax kominn á flug.
Hann hélt sínu í víxlspuna við Did-
ier í I got rhythm eftir Gershwin.
Þar var hraðinn geigvænlegur, en
eins og oftast kom það niður á
sveiflunni. Að sjálfsögðu var gírað
niður í Nuages eftir Django sem
Didier kynnti á íslensku: Ský. Þar
lék Gunnar Þórðarsson fallegan sóló
af þeirri syngjandi rómantík sem
honum er eiginleg. En ég kann bet-
ur við túlkun Svend Asmussens á
Django, hvort sem það er Nuages
eða Minor swing, sem var á seinni
hluta efnisskrárinnar. Didier lék tvö
önnur lög sem gjarnan eru á efnis-
skrá Asmussens, Pent up house eft-
ir Sonny Rollins og meistaraballöðu
Ellingtons: In a sentimental mood.
Það sagði Didier hafa verið síðasta
lagið er hann lék með Grappelli og
Michel Petrucciani. Túlkun Asmus-
sens á þeirri ballöðu jaðrar stundum
við væmni, en í þá gryfju féll Didier
ekki. Tónninn var rifinn og tættur í
upphafi en skírðist er á leið uns
hann ljómaði tær og skær. Björn lék
sóló sinn af þeirri innlifun sem að-
eins er á færi þeirra er hafa fullt
vald yfir hljóðfæri sínu jafnt sem
tónamáli hins klassíska djass.
Didier er mikill húmoristi þó ekki
hafi ég kunnað að meta sígaunagleð-
ina í Minor swing. Aftur á móti fór
hann á kostum í einleikslagi sínu,
sem hann kallaði einfaldlega Sóló,
og brá fyrir sig árstíðum Vivaldis
jafnt og indverskum frösum með
viðkomu á Balkanskaga og í Tyrk-
landi og leit glaður til sólar í sum-
artónunum eða lék dúetta með sjálf-
um sér. Húmorinn í Barbizon blues
var líka stórskemmtilegur og ópus-
inn vel leikinn, jafnt af honum og
tríóinu. Hann vitnaði í gríð og erg í
barnagælur og notaði vava effektinn
eins og brassið í Ellingtonbandinu.
Björn, Gunnar og Jón áttu allir góða
sólóa.
Lokalagið var Spain eftir Chick
Corea og þá var farið að hitna í kol-
unum og samleikur þeirra fjór-
menningar elegant. En það var ekk-
ert aukalag því næstu tónleikar áttu
að vera byrjaðir og það held ég að
sé dálítill ljóður á ráði hinna snjöllu
stjórnenda Jazzhátíðar Reykjavíkur
að halda tvenna tónleika í sama húsi
sama kvöld. Í það minnsta hefði ég
þegið dálítið meira af Didier og
Guitar Islancio þó farið væri að
verkja í eyrun vegna hljóðkerfisins.
Tættur, tær og skær
DJASS
K a f f i R e y k j a v í k
Didier Lockwood fiðla, Björn Thor-
oddsen og Gunnar Þórðarson gít-
arar og Jón Rafnsson bassi. Mið-
vikudagskvöldið 5.9. 2001.
DIDIER LOCKWOOD OG
GUITAR ISLANCIO
Vernharður Linnet
SÝNING á útskurðarverkum eftir
Siggu á Grund, Sigríði Jónu Krist-
jánsdóttur, verður opnuð í Sjóminja-
safni Íslands, Vesturgötu 8, Hafnar-
firði, í dag, föstudag, kl. 17. Verkin
eru unnin í tré, horn og hvaltönn.
Sigga á Grund býr á Grund í Vill-
ingaholtshreppi í Árnessýslu en ólst
upp á næsta bæ, Villingaholti. Sigga
er að mestu sjálfmenntuð í útskurð-
inum en var þó við nám um hálfs árs
skeið í City and Guilds Art School of
London fyrir fáum árum. Að því
loknu vann hún í nokkra mánuði á
tréskurðarverkstæði í Englandi. Ár-
ið 1997 sótti hún námskeið hér á
landi hjá Ian Norbury. Meðal við-
fangsefna hennar eru styttur af
ýmsu tagi, spænir, tóbakspontur,
veggfjalir, skrauthillur, gestabækur,
drykkjarhorn, bókahillur og askar.
Sigga hefur tekið þátt í mörgum
samsýningum og haldið einkasýn-
ingar á Selfossi og í Kanada.
Sýningin er opin alla daga frá kl.
13-17 fram til 1. október.
Tréskurður
í Sjóminja-
safni Íslands
Morgunblaðið/Golli
Sigga á Grund kemur fyrir
verkum í Sjóminjasafninu.