Morgunblaðið - 07.09.2001, Page 26
LISTIR/KVIKMYNDIR
26 FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FRUMSÝNINGAR
Swordfish Bíóhöllin, Kringlubíó, Bíóborgin.
Town and Country Háskólabíó.
Heartbreakers Stjörnubíó, Laugarásbíó.
Shrek
Bandarísk. 2001. Leikstjórar Andrew And-
erson, Vicky Jenson: Handrit: Ted Elliott, ofl.
Teiknimynd. Fjörug og væmnislaus ævintýra-
mynd um hressari teknimyndafígúrur en
menn eiga almennt að venjast. Pottþétt
skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Bíóhöllin, Laugarásbíó, Kringlubíó.
Tilsammans
Sænsk. 2001. Leikstjóri og handrit: Lukas
Moodyson. Aðalleikendur: Lisa Lindgren,
Michael Nyqvist, Gustaf Hammarslen. Tragi-
kómedía frá lauslátum tímum kommúna,
blómabarna og frjálsra ásta í pipraðri
Gautaborg. Leikur, handrit, leikstjórn í
óvenju góðum höndum. Háskólabíó.
Planet of the Apes
Bandarísk. 2001. Leikstjórn: Tim Burton.
Handrit: William Broyles o.fl. Aðalleikendur:
Mark Wahlberg, Tim Roth, Helena Bonham
Carter. „Endursköpun“ Burtons tekst ágæt-
lega að fráslepptum endinum en hefur ekki
sömu vikt og fyrri myndin. Wahlberg ágætur í
Heston-rullunni en bestur er þó Tim Roth
sem sérstaklega úrillur api. Háskólabíó, Bíóhöllin, Kringlubíó, Laug-
arásbíó, Regnboginn, Nýja bíó Keflavík,
Borgarbíó Akureyri.
Blow Dry
Bresk/bandarísk. 2000. Leikstjórn: Paddy
Breathnach. Handrit: Simon Beaufog. Aðal-
leikendur: Alan Rickman, Natasha Richard-
son og Rachel Griffiths. Gamandrama sem
ristir aldrei djúpt en heldur góðum dampi
með sínum skrautlegu persónum úr heimi
hárgreiðslunnar. Stjörnubíó.
Bliktende lygter
Dönsk. 2000. Leikstjórn og handrit: Anders
Thomas Jensen. Aðalleikendur: Sören Pil-
mark, Mads Mikkelsen, Nikolaj Lin Kaas. Vel
gerð, á köflum vel leikin og skrifuð en graut-
arleg, oft óþægileg, dönsk ofbeldisgrínmynd
um fjóra smákrimma á flótta undan fær-
eyskum óbótamanni og sjálfum sér. Laugarásbíó.
Bridget Jones Diary
Bresk. 2001. Leikstjóri: Sharom Maguire.
Handrit: Helen Fielding. Aðalhlutverk: Renée
Zellweger, Hugh Grant, Colin Firth, Jim
Broadbent. Sagan um ástamál Bridget verð-
ur að hæfilega fyndinni, rómantískri gam-
anmynd. Zellweger gerir margt gott í titilhlut-
verkinu. Bíóhöllin, Háskólabíó.
The Fast and the Furious
Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Bob Cohen.
Handrit: Del Monte. Aðalleikendur: Vin Dies-
el, Paul Walker, Jordana Brewster. Kappakst-
ursmynd sem heldur manni við efnið og
verður á endanum sæmilegasta sumaraf-
þreying. Háskólabíó, Bíóborgin, Bíóhöllin, Kringlu-
bíó, Nýja bíó, Akureyri, Nýja bíó, Keflavík.
Jurassic Park III
Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Joe Johnston.
Handrit: Peter Buchman, ofl. Aðalleikarar:
Sam Neill, Villiam H. Macy, Téa Leoni. Fanta-
góð della sem slær hátt upp í fyrstu myndina
að gæðum. Fátt nýtt en allt er fagmannlega
gert, spennan góð og leikararnir fínir. Háskólabíó, Borgarbíó Akureyri.
Rush Hour 2
Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Brett Ratner.
Handrit: Jeff Nathanson. Aðalleikendur:
Jackie Chan, Chris Tucker, John Lone. Þeir
ná vel saman, bardagajaxlinn og vélbyssu-
kjafturinn, annað skiptir ekki máli í grín- og
spennumynd þar sem þeir endasendast frá
Hong Kong til Vegas. Laugarásbíó, Regnboginn.
Virgin Suicide
Bandarísk. 2000. Leikstjórn og handrit:
Sofia Coppola. Aðalleikendur: Kirsten
Dunst, Josh Hartnett, James Woods, Kath-
leen Turner. Ljóðrænar og tregafullar æsku-
minningar um drauma sem breyttust í mar-
tröð. Vel leikin og gerð en skortir herslu-
muninn á flestum sviðum. Háskólabíó.
Kiss of the Dragon
Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Chris Nahon.
Handrit: Luc Besson. Aðalleikendur: Jet Li,
Bridget Fonda. Klisjukennd og einfeldnings-
leg saga um spillta varðstjórann, þöglu hetj-
una og hjartagóðu hóruna. Bardagatriðin eru
fín, Jet Li flottur en myndin mætti hafa eitt-
hvað fleira til að bera en það. Bíóborgin, Bíóhöllin, Kringlubíó.
Cats & Dogs
Bandarísk. 2001. Leikstjórn: Lawrence Gut-
erman. Handrit: John Rena. Aðalraddir: Alec
Baldwin, Sean Hayes, Susan Sarandon. Ein-
föld saga og spennandi fyrir krakka. Annars
ósköp klisjukennd og illa leikstýrð. Bíóhöllin, Kringlubíó, Nýja Bíó Akureyri.
Animal
Bandarísk. 2001. Leikstjóri og handrit: Luke
Greenfield. Aðalhlutverk: Rob Schneider,
Colleen Haskell, John C. McGinley Regnboginn.
Antitrust
Bandarísk. 2001. Leikstjórn og handrit: Pet-
er Howell. Aðalleikendur: Ryan Phillippe, Tim
Robbins, Claire Forlani. Það eru áhugaverðir
punktar í handriti, en hún er því miður bæði
leiðinleg og illa leikin. Bíóborgin.
Brother
Japönsk. 2001. Handrit og leikstjórn: Tak-
eshi Kitano. Aðalhlutverk: Takeshi Kitano,
Omar Epps. Yfirgengileg gangstermynd sem
sækir sitthvað úr Scarface, en er hálfgert
furðuverk. Bíóborgin.
Evolution
Bandarísk. 2001. Leikstjórn: Ivan Reitman.
Handrit: Abraham Vincente Nicholas. Aðal-
leikendur: David Duchovny, Juliane Moore,
Orlando Jones. Loftsteinn hrapar á Jörðina
og getur af sér furðuskepnur í mislukkaðri
gamanmynd Stjörnubíó.
Dr Dolittle 2
Bandarísk. 2001. Leikstjóri og handrit Steve
Carr. Aðalleikendur Eddie Murphy, Jeffrey
Jones, Kevin Pollak, Kristen Wilson. Agalega
slök mynd um dýralækninn vinsæla. Sagan
er of einföld og óáhugaverð og húmorinn lé-
legur og ósmekklegur. Eddie Murphy má
fara að hugsa sinn gang.
Regnboginn.
Scary Movie 2
Bandarísk. 2001. Leikstjórn og handrit:
Keenan Ivory Wayans. Aðalhlutverk Keenan
Ivory, Damon og Marlon Wayans. Útþynntum
bröndurum fyrri myndaarinnar gengur illa að
toga upp munnvikin og enginn er söguþráð-
urinn til að fylgjast með. Nú er illt í efni. ½
Regnboginn.
Bíóin í borginni
Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason/Hildur Loftsdóttir
MAX (Sigourney Weaver) og Page
(Jennifer Love Hewitt) eru sérlega
snjallir svikahrappar, móðir og dótt-
ir sem svíkja og pretta
grunlausa, ríka menn.
Þær eru einmitt með
svikaplan í gangi sem
þær beita sígarettumill-
ann William B. Tensy
(Gene Hackman), þeg-
ar dóttirin gerir það
sem hún hefði betur lát-
ið ógert, verður ást-
fangin.
Brátt taka hlutirnir
að gerast flóknari en
þær hugðu, hefndar-
þyrstur fyrrum eigin-
maður er á hælum
þeirra, þær finna lík í
skotti bifreiðar sinnar
og nýjasta svikamyllan
er að hrynja til grunna.
Þannig er söguþráð-
urinn í bandarísku
gamanmyndinni Heartbreakers,
sem frumsýnd er í dag í Stjörnubíói
og Laugarásbíói. Með aðalhlutverk-
in fara Sigourney Weaver, Jennifer
Love Hewitt, Gene Hackman, Jason
Lee, Ray Liotta og Anne Bancroft.
Leikstjóri er David Mirkin.
„Það er eitthvað heillandi við Max
og Page vegna þess að þær eru að
reyna að hafa í sig og á, rétt eins og
aðrir“ segir Weaver um aðalpersón-
ur myndarinnar. „Það bara vill svo
til að aðferðin sem þær nota er full-
komlega óheiðarleg.“
Hún segir að í kjarna sögunnar sé
að finna mjög tilfinningaþrungið
samband milli móður og dóttur. „Það
neistar oft á milli þeirra vegna þess
að Max vill ekki missa dóttur sína frá
sér en stúlkan vill standa á eigin fót-
um. Þetta er vandamál sem ég held
að allir foreldrar
standi frammi fyrir.
Það skiptir á endanum
ekki máli hvernig þær
fara að því að afla sér
tekna, það er samband
þeirra sem mestu máli
skiptir.“
Og Weaver heldur
áfram: „Bæði Max og
Page eru sjálfstæðar,
sterkar konur. Þær
skipuleggja og gera
áætlanir. Max er mjög
öguð og ég kann vel við
það í fari hennar.
Henni finnst það mikil
mistök þegar dóttirin
eignast kærasta vegna
þess að hún heldur að
Page sé að gera sömu
mistökin og hún sjálf
gerði mörgum árum áður. Ég held að
foreldrar séu alltaf hræddir við það.“
Jennifer Love Hewitt er kunn m.a.
úr unglingahrollvekjunni I Know
What You Did Last Summer og hún
segir persónu sína í myndinni „eig-
inlega til fyrirmyndar vegna þess að
hún er ung kona sem veit hvað hún
vill“.
Leikarar: Sigourney Weaver, Jennifer
Love Hewitt, Gene Hackman, Jason Lee,
Ray Liotta og Anne Bancroft. Leikstjóri:
David Mirkin (Romy and Michele’s High
School Reunion).
Svikaparið
Stjörnubíó og Laugarásbíó frumsýna
gamanmyndina Heartbreakers með
Sigourney Weaver og Gene Hackman.
Sigourney Weaver í
hlutverki sínu í kvik-
myndinni Heart-
breakers.
GABRIEL Shear (John Travolta) er
stórtækur þjófur sem vill finna leið
inn í tölvukerfi hins opinbera og stela
úr sjóðum þess. Hann fær mikinn
tölvufræðing, Stanley Jobson (Hugh
Jackman), í lið með sér en hann er al-
ræmdur tölvuþrjótur og hefur m.a.
verið að stríða þeim hjá Alríkislög-
reglunni þannig að honum er nú
meinað að koma nálægt tölvum. Hann
býr einsamall í húsvagni og tregar
dóttur sína sem hann fær ekki að um-
gangast eftir slæman skilnað.
Aðstoðarmaður Gabriels er Ginger
(Halle Berry) og hún lokkar Stanley
til samstarfs með loforði um að hún
muni hjálpa honum að komast í sam-
band við dótturina og byrja nýtt líf.
En Stanley kemst brátt að því að ekk-
ert er eins og sýnist.
Þannig er söguþráðurinn í spennu-
myndinni Swordfish sem frumsýnd er
í dag í fimm kvikmyndahúsum. Með
aðalhlutverkin fara John Travolta,
Hugh Jackman, Halle Berry, Don
Cheadle, Vinnie Jones, Sam Shepard
og Camryn Grimes. Leikstjóri er
Dominic Sena. Framleiðandi er Joel
Silver en handritið gerir Skip Woods.
„Aðalspurningin í Swordfish snýst
um það hvað vakir raunverulega fyrir
persónunum,“ segir framleiðandinn
Silver, sem kunnur er fyrir hasar-
myndir sínar og nú síðast The Matrix.
„Áhorfendur eru sífellt að velta því
fyrir sér því enginn er það sem hann
sýnist vera. Hver er vondur? Hver er
góður? Gabriel er ekki hetjan í mynd-
inni en er hann í raun vond persóna?
Stanley er góði gæinn en hversu góð-
ur er hann?“
„Gabriel er greinilega einhvers
konar njósnari eða fyrrverandi njósn-
ari,“ segir Travolta um manninn sem
hann leikur í Swordfish. „Maður fær
það á tilfinninguna að hann sé einhver
annar en hann vill vera láta. Í útliti er
hann eins og evrópskur kvennabósi
en það þarf ekki endilega að þýða að
hann sé það. Í hans huga er hann alls
ekki vondi gæinn.“
Og áfram heldur Travolta: „Gabriel
er einskonar föðurlandsvinur. Hann
hefur sínar hugmyndir um hvernig
best er að fást við alþjóðlega hryðju-
verkamenn en það kostar mikla pen-
inga að fást við slíka þrjóta og þar
kemur Stanley til sögunnar.“
Ástralinn Hugh Jackman lýsir
sinni persónu í myndinni sem hvers-
dagslegum manni sem hafi lag á tölv-
um og sé einn besti tölvuþrjótur í
heimi. „Það eina sem hann lifir fyrir
er dóttirin en hann fær ekki að um-
gangast hana svo hann er mjög ör-
væntingarfullur þegar við hittum
hann fyrst.“
Leikarar: John Travolta, Hugh Jackman,
Halle Berry, Don Cheadle, Vinnie Jones,
Sam Shepard og Camryn Grimes.
Leikstjóri: Dominic Sena (Gone in 60
Seconds).
Af Travolta, tölvuþjófi
og torræðum persónum
Bíóhöllin, Kringlubíó, Bíóborgin, Nýja
bíó Keflavík og Nýja bíó Akureyri frum-
sýna nýjustu myndina með John
Travolta, Swordfish.
Atriði úr spennumyndinni Swordfish með John Travolta.
Á YFIRBORÐINU gæti lífið ekki
verið betra fyrir Porter, eiginkonu
hans, Ellie, og bestu vini þeirra,
Griffin og Monu. Þau eru öllsömul vel
stæð, fljúga til Parísar á Concorde,
stunda golf, eru meðlimir í fínum
sveitaklúbbi, eiga stórkostlegar íbúð-
ir í New York og halda glæsileg sam-
kvæmi.
Hins vegar er ekki allt eins og sýn-
ist. Griffin, besti vinur Porters, við-
urkennir einn daginn að hann haldi
framhjá konu sinni, Monu. Við þessar
fréttir snýst líf Porters algerlega á
hvolf. Ekki er nóg með að hann frétti
af því að Griffin lifi mjög gefandi,
jafnvel villtu kynlífi, heldur er það
sama að segja um börnin hans upp-
komin og þjónustustúlkuna þeirra og
reyndar um það bil alla nema hann
sjálfan.
Porter ákveður að láta til skarar
skríða og leita þess sem hann telur að
vanti svo sárlega í líf sitt og reynir
hvað hann getur að halda framhjá
eiginkonu sinni.
Hann tekur að búa hjá vini sínum í
skíðabæ í Sólardal í Idaho og kemst
brátt að því að hugmyndir Griffins
um gifturík sambönd eru að breytast.
Þannig er söguþráðurinn í banda-
rísku gamanmyndinni Town and
Country, sem frumsýnd er í Háskóla-
bíói í dag. Hún er með hóp þekktra
leikara í aðalhlutverkum eins og
Warren Beatty, Diane Keaton, Andie
MacDowell, Garry Shandling, Jenna
Elfman, Nastassja Kinski og Goldie
Hawn en leikstjóri er Peter Chelsom.
Handritið gera þeir Michael Laugh-
lin og Buck Henry.
Warren Beatty á að baki allglæst-
an feril í Hollywood. Hann er fæddur
árið 1937 og fór snemma út í leik-
listina. Fyrsta bíómyndin hans var
Splendor in the Grass árið 1961.
Hann vakti strax athygli sem efnileg-
ur leikari og ekki spillti fyrir að pilt-
urinn var fríður sýnum.
Nokkrar myndir fylgdu í kjölfarið
en það var með gangstermyndinni
Bonnie og Clyde, sem Beatty varð
stórstjarna í Hollywood. Hann lék
bankaræningjann Clyde og fram-
leiddi myndina einnig en hún naut
gríðarlegra vinsælda á hippatíman-
um.
Beatty hefur löngum verið fram-
leiðandi og leikstjóri auk þess að
leika og er Reds sú mynd sem hvað
lengst mun halda nafni hans á lofti en
hann gerði hana árið 1981 og fjallaði
hún um bandarískan blaðamann sem
upplifði byltinguna í Rússlandi árið
1917.
Leikarar: Warren Beatty, Diane Keaton,
Andie MacDowell, Garry Shandling,
Jenna Elfman, Nastassja Kinski og Gold-
ie Hawn. Leikstjóri: Peter Chelsom (The
Mighty).
Fína fólkið og
framhjáhaldið
Háskólabíó frumsýnir bandarísku bíó-
myndina Town and Country með Warren
Beatty, Diane Keaton og Goldie Hawn.
Diane Keaton og Goldie Hawn í hlutverkum sínum í Town and Country.