Morgunblaðið - 07.09.2001, Síða 27
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2001 27
Í TILEFNI af viku
símenntunar sáum við
ástæðu til að segja frá
okkar reynslu af og
gildi símenntunar fyr-
ir fyrirtæki einsog
Slippstöðina. Símennt-
un má segja að sé
grunnur mannauðsins
og mannauðurinn
grundvöllur vel starf-
rækts fyrirtækis. Allt
helst þetta í hendur og
er mikilvægt í nútíma-
samfélagi örrar þróun-
ar á flestum sviðum.
Á undanförnum ár-
um hefur staða ís-
lensks skipasmíðaiðn-
aðar og málmiðnaðar heldur verið
að versna. Menn hafa leitað skýr-
inga á þessari þróun og bent á
rekstrarumhverfi sem hefur skekkt
samkeppnishæfni fyrirtækja í
greininni. Ímynd þessara þjónustu-
greina hefur farið halloka og menn
innan greinarinnar sem utan orðnir
samdauna því að stór viðgerðar-
verkefni fari úr landi án þess að við
getum nokkuð gert í því. Þótt ein-
hverra skýringa megi leita í ytra
umhverfi þá liggur grunnurinn að
lausninni hjá okkur sjálfum, inni í
fyrirtækjunum með þekkingu og
reynslu starfsfólksins
Slippstöðin á Akureyri
Fyrir tveimur árum sameinaðist
Slippstöðin hf. inn í Stáltak, en
rekstur þess félags hefur gengið
erfiðlega að undanförnu. Ein þeirra
leiða sem farnar voru til að glíma
við þessa erfiðleika var að skipta
rekstrinum í upphaflegar einingar.
Við endurreisn Slippstöðvarinnar
leituðum við ráða hjá viðskiptavin-
um okkar og fengum þær ábend-
ingar að þörf væri fyrir þjónustu
okkar, að við þyrftum að tryggja
slagkraftinn og viðhalda og þróa
þekkingu á okkar sviði.
Með þetta að leiðarljósi höfum
við tekið á málum fyrirtækisins. Í
stað þess að vonast til að verkefnin
kæmu til okkar og verða síðan fyrir
vonbrigðum, þá fórum við að velta
fyrir okkur hvað við gætum gert
öðruvísi. Í framhaldi af því höfum
við virkjað starfsmenn okkar og
samstarfsaðila til að leggja upp
með aðra nálgun við verkefni sem
sem vænta mátti að hefðu farið úr
landi. Með því að kynna okkur
stöðu viðskiptavinar okkar og setja
okkur í hans spor tókst okkur að
greina það sem skipti HANN máli.
Með því að virkja starfsmenn okkar
betur tókst okkur að finna lausn
sem gerir okkur samkeppnishæfa
við þau erlendu fyrirtæki sem við
höfum verið að glíma við og oftar
en ekki þurft að lúta í lægra haldi
fyrir.
Hugvekjur
Í Slippstöðinni búum við yfir
miklum mannauði sem felst í mikilli
þekkingu og reynslu. Þessi reynsla
hefur orðið til í gegnum tæplega 50
ára þjónustu við sjávarútveginn.
Þessi þekking býr ekki einvörð-
ungu í tæknimönnum okkar, þótt
við séum að sjálfsögðu stolt af
þeim. Þessi reynsla býr í rúmlega
100 starfsmönnum okkar sem hafa
allt upp í 35 ára starfs-
reynslu í greininni.
Með svokölluðum
„hugvekjum“ höfum
við sett af stað umræð-
ur innan stöðvarinnar
sem hafa leyst úr læð-
ingi hluta þessarar
reynslu sem okkar
yngri starfsmenn hafa
nýtt sér. Á „hugvekj-
um“ setjast faghópar
niður og fara yfir
gæði, gildi og hættur
sem tengjast þeirri
þjónustu sem við veit-
um. Með hreinskilnum
umræðum höfum við
fengið sjónarmið og
reynslu upp á yfirborðið sem nýtast
öllum og náum þannig fram aukn-
um gæðum og framleiðni í okkar
starfsemi.
Virkjun þekkingar
Í fyrirtæki eins og Slippstöðinni
verður til þekking og reynsla sem
menn fara að telja sjálfsagða. Það
er fyrst þegar við missum starfs-
menn til annarra starfa að við ger-
um okkur grein fyrir skarðinu sem
myndaðist. Verkamenn hafa sinnt
mikilvægum störfum innan stöðv-
arinnar í gegnum árin og sérþekk-
ing þeirra hefur verið að aukast.
Þegar við fórum að skoða leiðir til
að auka framleiðni þá varð okkur
fljótlega ljóst að mikill veltuhraði
starfsmanna í þessari grein gat ver-
ið mjög bagalegur fyrir fyrirtækið.
Þetta gat m.a. falist í töfum, auk-
inni hættu á slysum, göllum og
auknum kostnaði.
Fjölvirkjar
Eins og við þekkjum öll þá skipt-
ir fjárhagsleg afkoma einstaklinga
miklu máli. Hún er þó ekki það eina
sem skiptir máli. Þróun okkar sem
einstaklinga, virðing sem við njót-
um og atvinnuöryggi skiptir ekki
síður máli. Þá fæddist hugmyndin
að „fjölvirkjunum“ – kerfisbundinni
uppbyggingu einstaklinga með
áhuga og reynslu sem ekki höfðu
hlotið menntun í iðngreinum. Hug-
myndin hefur síðan verið unnin
með starfsmönnum okkar, Iðju-
Einingu, Félagi málmiðnaðar-
manna á Akureyri, Símey og fleiri
áhugasömum aðilum.
Þótt „fjölvirkjanir“ séu ekki full-
skapaðir þá erum við strax farin að
njóta ávinnings af þessari þróun, en
eins og allir vita þá snýst rekstur
um það – að skapa ávinning og þar
með forsendur til að greiða sam-
keppnishæf laun um leið og við
sköpum hluthöfum okkar arðsemi.
Lokaorð
Sú stefna sem við mótuðum varð-
andi þekkingarfyrirtækið Slipp-
stöðina og virkjun mannauðs virðist
virka ágætlega. Andinn innan
stöðvarinnar er á uppleið, við-
skiptavinir taka okkur vel og við
finnum breytingu gagnvart okkur í
umhverfinu.
Góð verkefnastaða um þessar
mundir hefur gert það að verkum
að hugvekjur og önnur uppbyggileg
verk hafa þurft að bíða – en það
breytir ekki því að skriðan er kom-
in af stað og við ætlum okkur að
fylgja henni eftir.
Þótt við eigum eftir að gera
miklu betur á komandi árum þá
erum við sannfærð um að við séum
á réttri leið, á leið þar sem við mun-
um lifa og blómstra á þekkingu.
Við hjá Slippstöðinni fögnum því
viku símenntunar og munum leggja
okkar af mörkum til að hún verði
sem best.
Virkjun mann-
auðs, verðug
leið til árangurs
Jónatan S.
Svavarsson
Höfundur er verkfræðingur og hef-
ur starfað undanfarna mánuði sem
„gestaleiðtogi“ hjá Slippstöðinni á
Akureyri.
Símenntun
Þróun okkar sem ein-
staklinga, segir Jónatan
S. Svavarsson, virðing
sem við njótum og at-
vinnuöryggi skiptir ekki
síður máli. Í VIKU símenntunarer vert að staldra við
og huga að málum sem
tengjast símenntun.
Starfsþróun er hluti af
símenntun og öfugt,
þar sem símenntun
stuðlar að starfsþróun.
En hvað er starfsþróun
og hvers virði er hún?
Hægt er að lýsa henni
útfrá sjónarmiði fyrir-
tækis annars vegar og
hins vegar starfs-
manns. Ef vel á að vera
þarf starfsþróun að
miða að sameiginlegu
markmiði starfsmanns
og fyrirtækis þar sem
báðir aðilar geta vel við unað. Með
aukinni menntun starfsmanns eykst
meðal annars hæfni hans og víðsýni
sem ætti að teljast fyrirtækinu til
tekna.
Mikilvægt er að halda vel utan um
verðmæti fyrirtækja, svo sem eign-
ir, peninga, byggingar og tæki. Mik-
il verðmæti eru einnig fólgin í
starfsmönnum fyrirtækja. Það má
segja að á marga vegu sé erfiðara að
halda utan um verðmæti sem fólgin
eru í góðum starfsmönnum heldur
en þau verðmæti sem eru áþreif-
anlegri. Ein af aðalástæðunum er að
starfsmenn eru ekki hlutir sem
hægt er að meðhöndla eins og hverj-
ar aðrar eignir fyrirtækis. Starfs-
menn eru manneskjur sem bregðast
við áreitum umhverfisins ýmist á já-
kvæðan eða neikvæðan hátt allt eftir
því hvernig eðli kringumstæðna er.
Því má segja að starfsmenn séu við-
kvæm verðmæti sem höndla þarf af
kostgæfni. Miðað við það og hversu
vel þarf að gæta að þeim verðmæt-
um má ætla að fyrirtæki sé brýnt að
reka markvissa starfsmannastefnu.
Ætla má að þeir sem koma að
starfsmannamálum fyrirtækja þurfi
að sinna ráðgjöf í starfi sínu þar sem
mikið er um tengsl við starfsmenn.
Ráðgjöf í fyrirtækjum beinist að því
að styrkja starfsmannastefnu þess
með því að stuðla að því að starfs-
maður auki færni í starfi sínu.
Færni til að meta þá möguleika sem
bjóðast varðandi þjálfun og fræðslu
og færni til aukins persónulegs
þroska. Ráðgjöf miðar einnig að því
að starfsmaður móti sér framtíðar-
stefnu varðandi starfsþróun sína.
Þeir sem sinna starfsmannamál-
um í stærri fyrirtækjum hafa ólíkan
menntunarbakgrunn en eru þó flest-
ir með háskólapróf. Náms- og
starfsráðgjafi (ráðgjafi) býr yfir fag-
legri þekkingu til að sinna ráðgjöf
auk verkefna er lúta að starfs-
mannastjórnun í nútímafyrirtækj-
um. Hann hefur víðtæka þekkingu á
mennta- og fræðslukerfinu, atvinnu-
lífinu og þeim færniskröfum sem
það gerir til einstaklinga. Hann býr
yfir faglegri viðtalstækni þar sem
leitast er við að afla persónulegra
upplýsinga til dæmis varðandi vænt-
ingar, áhugasvið og getu starfs-
manns. Náms- og starfsráðgjafi hef-
ur einnig fræðilegan grunn til þess
að taka á persónulegum vanda-
málum er upp kunna að koma hjá
starfsmönnum.
Það ræður úrslitum fyrir alla
starfsemi fyrirtækja að búa yfir
góðum mannafla og gæta að mann-
auði sínum. Mannauður fyrirtækja
getur verið grundvöllur að hagnaði
þeirra.
Greinin er byggð á lokaverkefni
greinarhöfunda og Guðrúnar Láru
Skarphéðinsdóttur sem skrifað var
við félagsvísindadeild Háskóla Ís-
lands, í náms- og starfsráðgjöf vorið
2000.
Starfsþróun og hlutverk
ráðgjafa í fyrirtækjum
Sigurlaug Elsa
Heimisdóttir
Símenntun
Með aukinni menntun
starfsmanns, segja
Aníta Jónsdóttir og
Sigurlaug Elsa
Heimisdóttir, eykst
meðal annars hæfni
hans og víðsýni sem
ætti að teljast fyrirtæk-
inu til tekna.
Aníta er kennari og náms- og starfs-
ráðgjafi að mennt og starfar sem
náms- og starfsráðgjafi hjá Reyni –
ráðgjafastofu, Akureyri.
Sigurlaug Elsa er kennari, náms- og
starfsráðgjafi að mennt og er starfs-
mannastjóri Pizza Pizza ehf. sem
rekur Domino’s Pizza á Íslandi.
Aníta
Jónsdóttir
Í GREIN í laugar-
dagsblaði Mbl. 1. sept.
stiklaði Sigurður Jóns-
son á stóru varðandi
mikilvægi aðstöðu til
íþróttamála hér á landi.
Í grein Sigurðar kemur
m.a fram að efling
íþróttastarfs barna og
unglinga og góð að-
staða til slíkrar eflingar
á íþróttastarfi sé lykill-
inn að forvarnarstarfi.
Sigurður hittir þarna
naglann á höfuðið í máli
sem allir þekkja og vita
en því miður virðast
margir kjósa að snið-
ganga. Þarna er maður sem stendur í
stræti með skýr og mikilvæg skila-
boð en því miður virðast margir veg-
farendur ganga framhjá án þess að
aðhafast. Nýlega hefur verið framin
gnægð innbrota í Reykjavík og víðar.
Það er e.t.v dálítið undarleg tilfinn-
ing að velta fyrir sér afbrotahegðun
og af hverju þetta fólk sem framdi
innbrotin framdi þau yfir höfuð.
Þetta fólk framdi þau af neyð. Neyð-
in kennir naktri konu að spinna. Háð
fíkniefnum, féleysi, neyddist þetta
veikgeðja fólk til að gera það sem það
gerði og það er sorglegt. Þegar við
veltum fyrir okkur rót vandans erum
við þá ekki stödd hinum megin á ferl-
inu? Þetta fólk var e.t.v börn sem
léku sér í íþróttum fyrir fáum árum
og höfðu unun af því að mæta á æf-
ingar hjá hinum og þessum liðum, en
vegna þess að þjálfaramál og aðstaða
var í molum ásamt utanaðkomandi
aðstæðum, heimilis og fleira sem
leiddi til þess að þetta fólk lenti undir
í þjóðfélaginu. Við verðum að hafa
forgangsatriðin rétt hjá okkur og
gera okkur grein fyrir því að mennt-
un og þroski þeirra
yngstu er það sem
skiptir máli. En okkur
hættir dálítið til að vera
veikgeðja og leiðum
hugann að hlutum sem
skipta meira máli fyrir
okkur sjálf. Knatt-
spyrnuleikmenn sem
hafa verið það heppnir
að hafa haft góða þjálf-
ara í yngstu flokkum,
þjálfara sem skilur
þarfir hvers og eins og
getur kennt pollunum
um lífið á sama tíma,
búa að því í dag. Það er
staðreynd að ef okkur
sjálfum finnst það vera rétt sem við
gerum þá líður okkur vel. Fólk sem
fremur innbrot hlýtur að hafa hátt
sjálfsálit, annað getur varla verið.
Það trúir í blindni að verknaðurinn
sé réttur og komi því sjálfu vel. En
þetta fólk var eitt sinn lítil börn
hlaupandi um malarvelli og spark-
andi bolta einhvers staðar á landinu.
Margir frægir íþrótta- og sparksér-
fræðingar vita og segja að ef árangur
á að nást þá þurfi menntunin að byrja
sem fyrst. Þú segir ekki 12 ára barni
að hlaupa 10 km, þú finnur hvað er
best fyrir barnið á þeim stað á þeim
tíma, þá nærðu e.t.v árangri til lengri
tíma litið. Þá hefst einnig forvarnar-
starfið af fullri alvöru. Af fenginni
reynslu hefur maður sjálfur tekið eft-
ir að þjálfarar í yngri flokkum haldi
sig við ákveðinn fjölda leikmanna
eingöngu vegna þess að þeir sýna
strax hæfileika og einblíni á árangur
þeirra í stað þess að hugsa frekar um
þroska hvers og eins leikmanns þá og
þegar á þeim stað og hugsa um ár-
angur til lengri tíma litið. Auðvitað
geta ekki allir náð árangri, við lifum
ekki í fullkomnum heimi. Þess vegna
má færa rök fyrir því af hverju sumir
þjálfarar þjást af árangurstengdri
„hraðablindu“ og mismuni rétti
þeirra sem hæfileikaminni eru. En
við getum reynt að stuðla að því að á
rétti þeirra hæfileikaminni sé ekki
brotið. Ef við lagfærum gallana fyrr,
komum við í veg fyrir mistök síðar
meir. Uppbygging og efling íþrótta-
starfs yfir allt landið er besta for-
vörnin gegn fíkniefnum, afbrota-
hegðun og öðru böli mannkyns. Þetta
er alveg eins í öllu öðru, t.d viðskipt-
um ef þarfir hvers og eins viðskipta-
vinar eru skoðaðar og reynt er að
finna heildarlausn sem snýr að því
mun betri árangur nást. Fleiri við-
skiptavinir. Rétt eins og ef við eflum
íþróttastarfið og bætum aðstöðuna á
þeim stöðum þar sem þess er þörf, þá
munu fleiri foreldrar koma að horfa á
börnin, börnin munu finna fyrir mik-
ilvægi og reyna að standa sig vel.
Fleiri „viðskiptavinir“, færri vanda-
mál. Og um leið stuðlum við að því
langtímasjónarmiði að gera sam-
félagið sem við lifum í betra. Og það
er hægt.
Í rótinni leynist upphafið
að vandamálunum
Þorbjörn Þórðarson
Íþróttir
Við stuðlum að því
langtímasjónarmiði,
segir Þorbjörn
Þórðarson, að gera
samfélagið sem við
lifum í betra.
Höfundur er nemi.