Morgunblaðið - 07.09.2001, Side 28

Morgunblaðið - 07.09.2001, Side 28
UMRÆÐAN 28 FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ VIÐ, samninganefnd Vélstjórafélags Íslands (VSFÍ), erum ásakaðir um að semja um fækk- un á hásetum um borð í fiskiskipaflotanum. Einnig að hafa ekki vilj- að semja við Landsam- band íslenskra útvegs- manna (LÍÚ) nema ákvæði um fiskiskip í frumvarpi samgöngu- ráðherra til laga um áhafnir íslenskra fiski- skipa yrði tekið út úr frumvarpinu. Þegar við hófum samningaviðræður við LÍÚ var það alltaf skýr afstaða hjá samninganefnd VSFÍ, að ekki yrði samið um mönnunarmál ef þetta frumvarp samgönguráðherra yrði lagt óbreytt fram á yfirstand- andi þingi 2001, en öll önnur mál voru til umræðu. Þessa afstöðu vissu allir þeir aðilar sem voru með okkur í þessum samningum. Frumvarp þetta fól í sér fækkun á yfirmönnum á fiskiskipaflotanum og var þar jafnt á farið með stýrimönn- um og vélstjórum. Hafði frumvarpi þessu verið mótmælt af stjórn VSFÍ og þá sérstaklega af formanni félags- ins, Helga Laxdal, enda um fækkun á u.þ.b. 350 vélstjórum í flotanum að ræða. Frumvarpið vísaði til alþjóða- samþykktar um menntun og þjálfun, skírteini og vaktstöður sjómanna á fiskiskipum STCW-F frá 1995, að- eins tvö ríki í heiminum hafa sam- þykkt STCW-F (Danmörk og Rúss- land), svo það eru svolítil öfugmæli að kalla hana alþjóðasamþykkt. Þessi samþykkt hefur enn ekki öðlast gildi hér á landi og vonandi gerist það aldrei. Gerður er greinamunur á STCW-F annar vegar og STCW hins vegar, en hin síðarnefnda alþjóða- samþykkt er í gildi á Íslandi fyrir kaupskipaflotann. Vaktstöður vél- stjóra um borð í fiskiskipum er með öðrum hætti en almennt er í kaup- skipaflotanum. Meðan samningaviðræður stóðu um önnur atriði kjaraviðræðnanna tóku höfundar frumvarpsins kaflann um STCW-F um fiskiskipaflotann út úr frumvarpinu og sá þá samninga- nefnd VSFÍ engar snurður á því að semja um mönnunarmál við LÍÚ. Krafa LÍÚ var sú að ekki myndi koma til aukins launakostnaðar við fækkun í áhöfn. Þetta hefur samn- inganefnd VSFÍ alltaf talið sann- gjarnt, við vorum tilbúnir að semja um þetta atriði í verkfallinu árið 1998. Fjöldi sjómanna um borð í fiski- skipum hefur verið nokkuð breytileg- ur á undanförnum árum, en þó farið minnkandi. Áður en samningar um mönnunarmál gátu hafist varð að komast að raunmönnun um borð í fiskiskipaflotanum, eins og hún er í dag. Þann 9. apríl sl., í verkfallinu, lagði samninganefnd Sjómannasambands Íslands (SSÍ) fram tilboð til LÍÚ um mönnunarmál fyrir háseta. Þetta plagg var ekki lagt fram sem sameig- inlegt tilboð frá öllum sjómannasam- tökunum, heldur sem samningsplagg frá SSÍ. Þessu plaggi fylgja tvær töfl- ur merktar 1 og 2 um raunmönnun í flotanum eftir veiðarfærum, töflur þessar eru unnar upp úr gögnum um lögskráningu sjómanna á árinu 1999. Í þessu plaggi segir m.a.: „... samn- inganefnd Sjómannasambands Ís- lands telur töflu 1 gefa raunsanna mynd af því hvernig mönnun skipa er hátt- að. Engar breytingar hafa orðið síðustu ára- tugina sem réttlæta að skiptahlutur verði reiknaður miðað við fleiri menn en fram kemur í töflunni. Samn- inganefnd SSÍ er því tilbúin til að færa mannatölur kjarasamn- ings SSÍ og LÍÚ í hverri veiðigrein að því sem fram kemur í töflu 1, án þess að skiptapró- sentur breytist. Í fram- haldi af því er samn- inganefndin tilbúin til að semja um breytingar á skiptapró- sentunni ef fækkar eða fjölgar í áhöfn frá því sem fram kemur í töflu 1.“ Samninganefnd VSFÍ ákvað að nota þessar töflur SSÍ um raunmönn- um, en eins og í öllum samningavið- ræðum eru viðsemjendur ekki alltaf sammála, svo það var tekist á um raunmönnun. Niðurstaðan varð því ekki alveg eins og töflur SSÍ, en nokkuð nærri. Mismunur á mönnum samkvæmt fyrrverandi kjarasamning VSFÍ og núverandi með raunmönnum er sem dæmin sýna: Aflaverðmæti 1.000.000,- skiptaverðshlutfall 70% og skiptaprósenta 30%, reiknað er með 10,17% orlofi. Rækjubátur með 10 karla um borð er hásetahlutur kr. 23.136,- og er þá yfirvélstjóri með kr. 35.704,-. Sami bátur 7 karlar um borð og reiknað með 10 körlum eins og gert er ráð fyrir í kjarasamning og mismunur 3ja karla deilt á alla sem um borð eru þá er hásetahlutur kr. 34.046.- og yfir vélstjóri með kr. 44.614,-. Sami bátur 7 karlar um borð og deilt með raunmönnun á bátnum, er hásetahlutur kr. 33.051,- og yfir- vélstjóri er með kr. 49.577,-. Þetta þýðir að allir sem eru á aukahlut fá hann að fullu greiddan, en ekki bara að hluta. Þegar búið er að fækka nið- ur í sjö karla á svona bátum eru flest- ir ef ekki allir um borð á aukahlut, þannig að fyrir þá er þessi samningur mikil kjarabót. Fækki mönnum um borð í bátum og skipum niður fyrir raunmönnum, reiknast það þannig að áhöfn haldi ¾ hluta en útgerð ¼ hluta. Þetta hefur í för með sér að launakostnaður út- gerðar helst óbreyttur, nema fækki um fleiri en tvo, þá byrjar launa- kostnaður að hækka aftur út af auka- hlutum, þar sem aukahlutir eru greiddir af útgerð. Verði aftur á móti tæknibreyting, sem hefur í för með sér fækkun án meiri vinnu fyrir þá er eftir eru í áhöfn, reiknast til áhafnar ½ hlutur á móti ½ hlut útgerðar. Þetta hefur í för með sér að launakostnaður út- gerðar lækkar. Þessi tæknibreyting verður að vera samþykkt af öllum í áhöfn og skila ótvírætt hagræðingu; þá og einnig auknum aflaverðmæt- um. Þetta er nú upptalning á mönnun- armálum sem eru í samningi VSFÍ og LÍÚ, þar er ekkert ritað um fækk- un á hásetum og eða öðrum í áhöfn fiskiskipa. Þessi samningur um mönnunarmál er í anda þess sem SSÍ var tilbúið að semja um, eins og fram kemur hér að ofan. Það var aðeins verið að takast á um skiptakjör miðað við raunmönnun í flotanum. Samkvæmt ákvæði 5. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeil- ur eru stéttarfélög lögformlegur samningsaðili um kaup og kjör með- lima sinna, enda hafi félagið í sam- þykktum sínum ákveðið að láta starf- semi sína taka til slíkra málefna. Vélstjórafélag Ísland er sjálfstætt verkalýðsfélag og það semur fyrir meðlimi sína. Það eru svo félagsmenn sem taka á endanum lokaákvörðun um alla þá samninga sem samninga- nefndirnar gera. Síðasti samningur var samþykkur af meirihluta félags- manna, sem afstöðu tók til samnings- ins. Mönnunarmál Valgeir Ómar Jónsson Höfundur er vélstjóri á frystitogara og er í stjórn og samninganefnd Vél- stjórafélags Íslands. Kjaramál Fjöldi sjómanna um borð í fiskiskipum, segir Valgeir Ómar Jónsson, hefur verið nokkuð breytilegur á undanförnum árum, en þó farið minnkandi. HINN 30. maí sl. samþykkti meirihluti Röskvu í Stúdentaráði Háskóla Íslands að gera þjónustusamning við háskólayfirvöld um rekstur réttinda- skrifstofu Stúdenta- ráðs. Þjónustusamning- urinn hefur í för með sér að starfsemi rétt- indaskrifstofu Stúd- entaráðs er fjármögn- uð af háskólayfirvöld- um. Eins og nafnið gefur til kynna er réttindaskrifstofunni ætlað að berjast fyrir réttindum stúdenta. Réttindi þessi eru margvísleg en flest lúta þau að samskiptum stúdenta við háskóla- yfirvöld – þau hin sömu og skammta réttindaskrifstofunni fjármuni til baráttunnar. Vaka greiddi atkvæði gegn samningnum Allir stúdentaráðsliðar Vöku greiddu atkvæði gegn samningn- um með þeim rökum að forystu- menn Stúdentaráðs eigi að standa vörð um óyggjandi sjálfstæði sitt í réttindabaráttu stúd- enta. Vaka hefur sent frá sér ályktun þar sem félagið harmar að Röskva skuli sýna slíkt andvaraleysi að gera samning sem þennan. Erindrekstur fyrir réttindum stúd- enta á ekki að vera fjárhagslega háður háskólayfirvöldum. Fulltrúar Röskvu hafa haldið því fram að samningurinn tryggi stúdentum ókeypis þjónustu, með samningnum sé rekstrargrundvöllur réttindaskrifstofunnar tryggður. Þessi málflutningur er ekki trú- verðugur. Flestum þætti undarlegt að heyra af því, ef einstakir stórkaup- menn fjármögnuðu hagsmunabar- áttu Neytendasamtakanna: „Þessi verðkönnun er í boði Baugs,“ svo dæmi sé tekið. Ókeypis þjónusta dýru verði keypt! Forráðamenn Stúdentaráðs ættu að hafa það hugfast að þegar gjaldið fyrir rekstur réttindaskrif- stofunnar er skert sjálfstæði og veikari staða stúdenta, þá er ekki hægt að halda því fram að stúd- entar fái ókeypis þjónustu. Það er til marks um ábyrgðar- og getu- leysi meirihluta Röskvu að gera Stúdentaráð sífellt háðara yfir- völdum HÍ varðandi fjárhagslegan rekstur og starf Stúdentaráðs. Vafasamur samningur Réttindasamningurinn sem slík- ur er út af fyrir sig vafasamur lög- gerningur. Eitt umdeilanlegasta ákvæði hans er 14. greinin, sem fjallar um eftirlitsskyldu háskól- ans. Þar er HÍ veitt mjög rúm heimild til eftirlits með réttinda- skrifstofunni. Fram kemur að há- skólayfirvöld hafi aðgang að öllum upplýsingum sem varða fram- kvæmd samningsins og að per- sónuupplýsingar séu aðeins und- anþegnar að því marki sem lög mæla fyrir um. Byrgjum brunninn Fulltrúar Röskvu hafa haldið því fram að þar sem enn hafi ekkert gerst sem bendi til þess að háskól- inn muni misnota sér aðstöðu sína hafi stúdentar ekkert að óttast. Hinir sömu virðast hins vegar ekki skilja að margar greinar samn- ingsins eru varasamar og að hætt- an er til staðar. Það eru ótæk rök að halda því fram að þar sem barn hafi aldrei dottið í óbyrgðan brunninn séu engar líkur á að svo fari. Flestir myndu byrgja brunn- inn, er það ekki? „Þessi réttindabarátta er í boði ...“ Borgar Þór Einarsson Réttindaskrifstofa Það er til marks um ábyrgðar- og getuleysi meirihluta Röskvu, segir Borgar Þór Einarsson, að gera Stúdentaráð sífellt háðara háskólayfir- völdum. Höfundur er formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta. ATHYGLI vakti þegar fréttist að hús- næðislaus öryrki er að undirbúa málsókn gegn borgaryfirvöld- um sem lögum sam- kvæmt skulu útvega honum húsnæði. Nú er um tveggja ára bið eftir íbúð á vegum borgarinnar og vand- inn hleðst upp. Borg- aryfirvöld hafa ekki treyst sér til að verja aðgerðaleysi sitt en treysta á að þögnin skýli þeim framyfir kosningar. Umræðan hefur líka verið fátækleg, en því meiri um rollubúskap og trilluút- gerð (sem líka á rétt á sér). Félagsmálastjóri borgarinnar var sendur tilað svara og staðfesti að samkvæmt þriggja ára gamalli skýrslu væru hátt í 2 þúsund manns á biðlistum eftir húsnæði og vandinn hafi aukist verulega síðan „jafnvel frá mánuði til mán- aðar“ undanfarið. Biðlistar eru forgangslistar og fjarri fer að allur vandinn sé þar. Veit raunar enginn hve vandinn er stór, því hann er hvergi skráður sem segir sína sögu um húsnæðisstefnuna. Það þýðir ekki fyrir borgina að segjast bíða eftir því að ríkið geri eitthvað, því R-listamenn hafa nú haft nær tvö kjörtímabil til þess að móta stefnu í húsnæðismálum og raunar einnig í skipulags- og um- ferðarmálum án þess að gera nokkurn skapaðan hlut. Alþýðusamband- ið hefur síðan mótað nýja stefnu sem ráð- herraskipuð nefnd hefur samþykkt og ég veit ekki betur en félagsmálaráðherra hafi samþykkt hana fyrir sitt leyti. Ekkert hefur þó gerst svo ein- hvers staðar er fyrir- staða. Það er engin af- sökun fyrir borgina, enda voru önnur lög í gildi þegar R-listinn tók við stjórninni. Kyrrstaðan verður ekki skrifuð á aðra. Sambandsleysi R-listafólks við alþýðu borgarinnar virðist algert og skilningurinn eftir því. Nú hafa þau tíðindi gerst að félagsmálaráð borgarinnar hefur samþykkt vítur á lögregluna fyrir að fækka fangaklefum í borginni, en þar hafa húsnæðislausir átt vísa gistingu. Lögreglan afneitar að vísu forræði sínu yfir húsnæðis- málunum og segir það hjá félags- málaráði sjálfu. Hún er greinilega ekki nógu menntuð í evrópskri sögu. Gúlag og gettó Alþekkt er í sögunni að þar sem eymd alþýðunnar er mest þar reis- ir yfirstéttin stærstu og fínustu hallirnar handa sjálfri sér. Þar sem yfir- og millistétt ráða mótun samfélags án verulegra áhrifa al- þýðunnar tekur þjóðfélagsgerðin mið af því. Víðast hvar eru það hinir sterku, ríku, lærðu og hvítu sem ráða ferðinni, en þeir veiku, ólærðu og dökku sem verða fórn- arlömbin. Þannig verða fátækra- hverfi heimsins til og stefnuna kalla menn gjarnan „rasisma“. Húsnæðisstefnan hér á landi ber mörg einkenni rasisma. Hún er sérsniðin að þörfum þeirra sterku, ríku, lærðu og hvítu. Hinum veik- ari er sparkað út eða þeir settir í sérstök hólf sem gjarnan eru nefnd „gettó“. Í okkar hluta heimsins eru líklega þekktustu gettóin „gúlagið“ hans félaga Stal- íns sem örugglega hefur átt sinn þátt í að leysa húsnæðisvandann í Sovétríkjunum og þær frægu út- rýmingarbúðir er Hitler sálugi kom á fót í Þýskalandi. Hitler var tæknilega sinnaður og lét setja upp sérstaka gasklefa til að flýta rýmingu búðanna svo fleiri kæm- ust að. Allt var þetta að sjálfsögðu á forræði lögreglunnar. Nú mun krafan um fleiri fangaklefa trúlega hljóma hátt fyrir næstu kosningar, en það er víst eina stefnan sem samstaða næst um. Við vitum af reynslunni að þar sem félags- hyggjan endar tekur forræði lög- reglunnar við. Fleiri fangaklefa? Jón Kjartansson Velferðarþjónusta Við vitum af reynsl- unni, segir Jón Kjart- ansson, að þar sem félagshyggjan endar tekur forræði lögregl- unnar við. Höfundur er formaður Leigj- endasamtakanna og kennir sig við Pálmholt. www.leir.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.