Morgunblaðið - 07.09.2001, Síða 29
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2001 29
HUELLA
Teg. HPH 332
Litir: Blár, brúnn
og svartur
Stærðir 35-41
Verð 16.990
HUELLA
Teg. 322
Litir: Beige, brúnn,
svartur og vínrauður
Stærðir 35-41
Verð 16.900
ZINDA
Teg. HPH 7031
Litir: Brúnn og svartur
Stærðir 36-41
Verð 16.990
HUELLA
Teg. HPH 336
Litir: Svartur og
svart lakk
Stærðir 35-41
Verð 16.990
Full búð af nýjum stígvélum
HUELLA
Teg. HPH 248
Litir: Brúnn, svartur,
vínr/lakk og svart lakk
Stærðir 35-41
Verð 14.990
HUELLA
Teg. HPH 1057
Litir: Brúnn og svartur
Stærð 35-41
Verð 16.990
Domus - Kringlan - Akureyri
Á ÝMSU hefur gengið síðan Skipu-
lagsstofnun kvað upp sögulegan úr-
skurð um að hafna Kárahnúkavirkjun
vegna umtalsverðra umhverfisáhrifa.
Þetta er í annað sinn frá 1994 sem
Skipulagsstofnun hafnar fram-
kvæmd. Í u.þ.b. 130 tilvikum hefur
framkvæmd verið leyfð, þótt oft á tíð-
um hafi framkvæmdaaðila verið sett
frekari skilyrði af stofnuninni eða af
umhverfisráðherra eftir kæruferli.
Í vor lagði Landsvirkjun fram
matsskýrslu vegna Kárahnúkavirkj-
unar. Matsskýrslan var þrekvirki að
því leyti að þar var gerð heiðarleg til-
raun, miðað við allt of þröng tíma-
mörk, til að varpa ljósi á áhrif þessara
tröllauknu framkvæmda. Skýrslan
gaf nokkuð glögga mynd af beinum
umhverfisáhrifum, t.d. hvað hyrfi í
eitt skipti fyrir öll undir lón, vegi,
námur og haugstæði. Eins og gefur
að skilja var skýrslan þynnri þegar
kom að því að leggja mat á áhrif
mestu árflutninga, vatnsveitufram-
kvæmda og gangagerðar í sögu
landsins, að ekki sé talað um uppsöfn-
uð langtímaáhrif á lífríki og umhverfi
næstu áratugi og aldir. Athygli vakti
að Landsvirkjun óskaði eftir því að
Kárahnúkavirkjun yrði metin á eigin
forsendum, þ.e. óháð álveri í Reyð-
arfirði.
Umhverfisáhrif Kára-
hnúkavirkjunar
Áður en lengra er haldið er rétt að
tína til nokkrar magntölur úr mats-
skýrslunni: stíflur (8,4 km, efni
14.750.000 m3), lón (67 km2), námur
(1,5 km2, efni 11.948.000 m3), haug-
svæði (1.46 km2, efni 4.650.000 m3),
göng (78,8 km – Hvalfjarðargöng eru
5,7 km), heildaráhrifasvæði (2.000
km2 – eða sem samsvarar öllu land-
námi Ingólfs).
Helstu umhverfisáhrif sem skýrsl-
an greindi frá voru eftirfarandi: 40
km2 af hálendisgróðri hverfur undir
vatn og mannvirki; sandfok eykst inn
á Vesturöræfi; vorbeit, burðarsvæði
og farleiðir um helmings íslenska
hreindýrastofnsins eru í hættu;
heimssögulegar jarðmyndanir
hverfa; stærsta víðerni Evrópu skerð-
ist um 925 km2; einstök landslags- og
gróðurheild rofnar; Hafrahvamma-
gljúfur verða þveruð með 180 m hárri
stíflu; friðland í Kringilsárrana skerð-
ist um fjórðung; tugir fossa hverfa;
6–8 ár þorna upp; rennsli Jökulsár á
Dal minnkar, rennsli í Jökulsá í
Fljótsdal eykst; aur í Lagarfljóti
eykst og lífsskilyrði versna; vatns-
staða hækkar í Lagarfljóti og nær-
svæði blotna; stærsta sellátur á Aust-
ur- og Norðausturlandi er í hættu;
áhrif á lífríki í sjó óviss. Síðar var m.a.
bent á að gróðurlendi á 2–300 km2
svæði muni breytast varanlega vegna
vatnsflutninga; uppblástur frá lóninu
væri líklega stórlega vanmetinn (tal-
að um hugsanlegt umhverfisslys);
áhrif á lífríki sjávar væru sennilega
vanmetin (aftur talað um hugsanlegt
umhverfisslys); ekki væri gerð nægi-
leg grein fyrir vinnslu og frágangi
náma; og svo mætti lengi telja.
Þegar kom að væntanlegum efna-
hagslegum ávinningi virkjunarinnar
var skýrsla Landsvirkjunar ósann-
færandi, auk þess sem vandséð er að
efnahagslegur ávinningur geti við nú-
verandi aðstæður réttlætt slíka fórn
hjá einni ríkustu þjóð heimsins. Það
var því ekki hægt fyrir Skipulags-
stofnun að komast að annarri niður-
stöðu. Allir sem halda öðru fram eru
annaðhvort illa upplýstir um málið í
heild sinni, blindir á náttúruverðmæti
eða vísvitandi að tala gegn betri vit-
und.
Viðbrögð ráðamanna
Í stað þessa að þakka Skipulags-
stofnun fyrir að hindra óþörf og óaft-
urkræf umhverfisspjöll, og í stað þess
að taka Landsvirkjun á beinið fyrir að
seilast allt of langt gegn náttúru
landsins, hafa oddvitar framkvæmda-
valdsins lagst í ósæmandi rógsvíking.
Þeir hafa vænt Skipulagsstofnun um
hlutdrægni sem er fjarstæða miðað
við staðreyndir málsins og fyrri úr-
skurði stofnunarinnar. Þeir hafa stutt
ásökun um lögbrot með fráleitri og
langsóttri lögskýringu. Þeir hafa látið
að því liggja að Kára-
hnúkavirkjun í útfærslu
Landsvirkjunar sé eini
raunverulegi virkjana-
kosturinn sem eftir er
þegar opinberar tölur
sýna að Kárahnúka-
virkjun tekur um 10% af
virkjanlegri vatnsorku
landsins og möguleikar
eru á virkjun jökulánna
norðan Vatnajökuls í
eigin farvegi. Þeir hafa
sagt að umhverfisráðu-
neytið geti lagt sjálf-
stætt faglegt mat á mál-
ið, þegar flestar fag-
stofnanir landsins og
drjúgur hluti okkar bestu náttúru-
fræðinga hafa átt hlut í úrskurðinum.
Þeir hafa kvartað undan því að mátt-
ur „kontórista“ sé mikill, og nú síðast
(sunnud. 2.9.) lét hæstvirtur utanrík-
isráðherra að því liggja í útvarpsvið-
tali að völd embættismanna (les
Skipulagsstofnun) væru orðin hættu-
leg lýðræðinu í landinu!
Ég vona að hæstvirtur utan-
ríkisráðherra trúi ekki sínum eigin
orðum. Er það hættulegt lýðræðinu
ef ríkisstofnanir fara eftir nýjum
lögum sem réttkjörnir stjórn-
málamenn hafa sett? Er lýðræðið ein-
ungis að störfum í Stjórnarráðinu?
Ég vona að hæstvirtur utanríkisráð-
herra trúi því ekki í alvöru að t.d.
hann, sem fyrsti þingmaður Austur-
lands og ákafur talsmaður virkjana
og stóriðju, geti tekið
hlutlausari, faglegri
eða lýðræðislegri
ákvörðun en Skipulags-
stofnun um þessa fram-
kvæmd sem mun hafa
áhrif á land og lýð
löngu eftir að hann er
allur. Ég vona a.m.k. að
hann láti sér ekki detta
í hug að snúa við úr-
skurði stofnunarinnar
án þess þá fyrst að
sækja endurnýjað um-
boð til þjóðarinnar.
Slíkt væri ógn við lýð-
ræðið.
Málið liggur ljóst fyrir
Málið er einfalt. Skipulagsstofnun
hefur með faglegum og lýðræðisleg-
um hætti, eftir ítarlega rökstuddan
úrskurð, komist að því að virkjun
Kárahnúka eins og Landsvirkjun
leggur málið fyrir sé óviðunandi
vegna umtalsverðra umhverfisáhrifa.
Nú þarf Landsvirkjun að hugsa málið
upp á nýtt og koma með raunhæfari
tillögur um virkjunarkosti (af nógu er
að taka), sem ekki ganga svo harka-
lega á rétt náttúrunnar. Vonandi
standast þeir kostir umhverfismat og
Austfirðingar fá sitt álver eftir lýð-
ræðislegum og umhverfisvænum leið-
um.
Er Skipulagsstofnun
ógn við lýðræðið?
Snorri Baldursson
Umhverfismál
Í stað þess að þakka
Skipulagsstofnun fyrir
að hindra óafturkræf
og óþörf umhverfis-
spjöll, segir Snorri
Baldursson, hafa odd-
vitar framkvæmda-
valdsins lagst í ósæm-
andi rógsvíking.
Höfundur er líffræðingur og áhuga-
maður um náttúruvernd og lýðræði.
Gjafavara – matar- og kaffistell .
All ir verðflokkar.
- Gæðavara
Heimsfrægir hönnuðir
m.a. Gianni Versace.
VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.