Morgunblaðið - 07.09.2001, Page 30

Morgunblaðið - 07.09.2001, Page 30
30 FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SJÁVARÚTVEGURINN OG AUÐLINDAGJALD Í viðskiptablaði Morgunblaðsins ígær birtist viðtal við SigurgeirBrynjar Kristgeirsson, fram- kvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, þar sem hann lýsir erfiðri skuldastöðu sjávarútvegsins um þessar mundir. Hann hefur skoðað ársreikninga 17 fyrirtækja, sem ráða yfir 62% aflaheimilda í aflamarkskerf- inu, í ljósi hugsanlegrar gjaldtöku en slíkar hugmyndir voru settar fram í skýrslu auðlindanefndar fyrir u.þ.b. ári. Í viðtalinu við Viðskiptablað Morg- unblaðsins lýsir Sigurgeir Brynjar niðurstöðu þessarar skoðunar með svofelldum orðum: „Í þessari úttekt kemur skýrt í ljós, að áhrif aukinnar gjaldtöku yrðu gríðarleg. Fyrirsjáan- legt er að fjárhagsstöðu fyrirtækjanna yrði stefnt í voða og lánastofnunum og fjármálakerfi landsins stefnt í mikla hættu. Gjaldþrotahrina gengi yfir sjávarútveginn og helztu viðskiptavin- ir sjávarútvegsfyrirtækja myndu riða til falls: bankastofnanir, olíu- og tryggingafélög og þjónustufyrirtæki þeirra. Þá má ekki gleyma verðmæt- isrýrnun, sem hlýzt af gjaldtöku, það er að segja fallandi verðmæti hluta- bréfa, sem eru eign almennings og líf- eyrissjóða.“ Þetta eru stór orð og ófögur lýsing, sem framkvæmdastjóri Vinnslustöðv- arinnar gefur á stöðu sjávarútvegsins um þessar mundir. Þessi lýsing er eft- irtektarverð í ljósi þess, að talsmenn LÍÚ hafa hamrað á því í allmörg und- anfarin ár, að núverandi fiskveiði- stjórnarkerfi hafi gert hvort tveggja í senn, stuðlað að verndun fiskistofn- anna og ýtt undir stórfellda hagræð- ingu í sjávarútvegi, sem hafi eflt hann svo mjög, sem raun beri vitni. Þessu til staðfestingar væri hægt að vitna til hverrar einustu ræðu Kristjáns Ragn- arssonar, formanns LÍÚ, á aðalfund- um samtakanna mörg undanfarin ár. Var ekkert að marka þær yfirlýsingar? Hefur kvótakerfið á engan hátt stuðlað að hagræðingu í sjávarútvegi? Raunar hafa talsmenn LÍÚ ekki ver- ið einir um þessar yfirlýsingar. Þeir þrír einstaklingar, sem gegnt hafa embætti sjávarútvegsráðherra frá því á níunda áratugnum, hafa allir sagt það sama. Var heldur ekkert að marka þeirra yfirlýsingar? Nú vill svo til að sjávarútvegsfyr- irtækin hafa með verkum sínum í all- mörg undanfarin ár gefið góða mynd af eigin stöðu. Þau hafa greitt umtalsvert auðlindagjald allan þennan tíma. Að vísu ekki í vasa skattgreiðenda, þ.e. eigenda auðlindarinnar, heldur í vasa annarra útgerðarmanna. Með þeim greiðslum hafa tugir milljarða farið út úr sjávarútvegsfyrirtækjunum og töluvert af því fé hefur farið til Lúx- emborgar eða annarra staða, þar sem hægt hefur verið að koma fé fyrir á löglegan máta og nánast skattlausu úr landi. Á meðan á þessum greiðslum stóð komu talsmenn útgerðarmanna ekki fram á sjónarsviðið til þess að út- skýra fyrir almenningi, að þeir gætu ekki greitt þessar miklu fjárhæðir sín í milli. Hvers vegna var það ekki gert? Svar talsmanna sjávarútvegsfyrir- tækjanna er að sjálfsögðu, að þau hafi með þeim kaupum stuðlað að stórauk- inni hagræðingu í sjávarútvegi. Fólkið hefur trúað því. En hafi það verið rétt hvað veldur því þá, að sjávarútvegur- inn er nú svo illa staddur eins og Sig- urgeir Brynjar lýsir í viðtali við Morg- unblaðið? Voru kvótakaupin þá eftir allt saman misheppnuð fjárfesting? Morgunblaðið og margir aðrir hafa hvatt til þess, að sú grundvallarstefna yrði mörkuð, að þeir, sem nýti auðlind- ir sem eru almannaeign, greiði fyrir þau afnot. Um þetta grundvallaratriði náðist samkomulag á milli einstaklinga með mjög ólík sjónarmið í auðlinda- nefnd. Forystumenn ríkisstjórnarinn- ar hafa ítrekað lýst því yfir, að þær til- lögur yrðu lagðar til grundvallar breytingum á fiskveiðistjórnarkerf- inu. Sjávarútvegsráðherra hefur ítrek- að lýst því yfir, að hann geri ráð fyrir að tillögur endurskoðunarnefndarinn- ar mundu grundvallast á því sam- komulagi, sem varð í auðlindanefnd. Það hefur engum dottið í hug, að leggja auðlindagjald á sjávarútveginn, sem hann getur ekki staðið undir. Talsmenn útgerðarmanna og sumir stjórnmálamenn hafa í þeim hörðu deilum, sem staðið hafa um þetta mál á annan áratug, haldið því fram, að stuðningsmenn gjaldtöku vildu leggja óheyrilegar byrðar á sjávarútveginn. Þótt hægt sé að benda á einstaklinga, sem nefnt hafa fáránlegar tölur í þess- um efnum, á það ekki við um þorra þeirra, sem barizt hafa fyrir gjaldtöku og það á ekki við um málflutning Morgunblaðsins í þessu máli. Það eru hagsmunir íslenzku þjóðar- innar, eiganda auðlindarinnar, að eiga löng og hagkvæm viðskipti við þá, sem vilja nýta þessa tilteknu auðlind, sem og þá, sem vilja nýta aðrar auðlindir í almannaeigu. Það eru ekki hagsmunir eigenda auðlindarinnar að selja að- ganginn að henni svo dýru verði, að þeir sem vilja nýta hana gefist upp og geti ekki borgað. Þvert á móti eru það hagsmunir eigenda auðlindarinnar að halda þannig á málum, að þeir geti átt löng, traust og varanleg viðskipti við íslenzka útgerðarmenn. Þess vegna eru allar hugmyndir um að með upptöku auðlindagjalds væri verið að ganga af sjávarútveginum dauðum fáránlegar. Það er auðvelt að koma gjaldtöku fyrir á þann veg, að hún tengist afkomu sjávarútvegsfyrir- tækjanna. Þegar hart er í ári greiða þau minna. Þegar vel árar greiða þau meira. Snemma á síðasta áratug héldu tals- menn útgerðarmanna því fram, að sjávarútvegurinn væri svo illa settur að hann gæti ekki borgað auðlinda- gjald. Sumir úr þeirra röðum lýstu því yfir að þeir gætu fallizt á slíka gjald- töku þegar betur áraði. Síðan gekk í garð blómatími hjá sjávarútvegsfyrir- tækjunum. Það er ekki trúverðug afstaða nú að hefja þennan sama málflutning aftur. Það ætlar enginn að taka upp gjald- töku vegna nýtingar fiskimiðanna, sem gengur svo nærri sjávarútveginum, að hann þoli það ekki. Hins vegar skiptir miklu máli, að nú takist samstaða um það grundvallarat- riði, að gjald verði tekið fyrir nýtingu auðlinda í almannaeigu, hvort sem um er að ræða fiskimiðin, fallvötnin, sjón- varps- og símarásir eða aðrar auðlind- ir, sem eru sameiginleg eign íslenzku þjóðarinnar. Vonandi bera menn gæfu til að ná sáttum um það grundvallarat- riði á næstu vikum og mánuðum. STÖÐUG vinna og góð nýtingfiskimjölsverksmiðjunnarhefur einkennt sumarið hjáSR-mjöli á Seyðisfirði þar sem himinháir sex þúsund tonna mjöltankarnir setja svip á fjörðinn. Gunnar Sverrisson, rekstrarstjóri SR-mjöls, segir kolmunnaveiðarnar hafa gjörbreytt atvinnuástandi í bæjum eins og Seyðisfirði yfir sum- artímann þegar afkastageta íslensku fiskimjölsverksmiðjanna hefur ann- ars verið nánast vannýtt. „Afkasta- geta flestra mjölverksmiðja er ein- ungis fullnýtt í febrúar og mars þegar háloðnuvertíðin stendur yfir. Sumar verksmiðjur ná þó að vera í gangi nánast allt árið og þar spilar kolmunnaveiðin stóra rullu. Verk- smiðjan hér hefur nánast ekkert stoppað síðan 22. júní, unnið allan sólarhringinn á tveimur tólf tíma vöktum – það er aldrei stoppað,“ segir Gunnar. Spurður um aflann það sem af er árinu segir hann SR- mjöl á Seyðisfirði hafa unnið úr rúm- um 55 þúsund tonnum af kolmunna sem sé miklu meira en nokkurn tím- ann áður. „Á sama tíma í fyrra, eða 4. september 2000, vorum við komnir með 31 þúsund tonn en allt árið í fyrra vorum við með 42.800 tonn. Hér hefur t.d. um þrjátíu manna hópur unnið á sólarhringsvöktum síðan á vordögum,“ sagði Gunnar og benti á að Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. og Síldarvinnslan hf. í Neskaup- stað hefðu sömu sögu að segja, þar hefði verið fullmannað og unnið án nokkurrar stöðvunar verksmiðj- anna. „Það var ekki fyrr en árið 1997 sem við Íslendingar hófum að veiða kolmunna fyrir alvöru en áhugi fyrir þessum veiðum hefur vaknað hjá sjómönnum og útgerðum þar sem flotinn býr nú yfir miklu stærri og öflugri skipum en áður. Skipin verða að vera með mjög öflugar vélar til að ráða við hinar geysistóru flotvörpur sem notaðar eru við veiðarnar. Eftir þessar endurbætur skipaflotans er nú loks að nást markverður árangur þar sem veiðin er að aukast ár frá ári,“ segir Gunnar um uppgang greinarinnar. „Margfeldisáhrifin eru líka gífur- leg fyrir allt bæjarfélagið þar sem nótaviðgerðir og viðgerðir á trollum auk annarrar viðhaldsvinnu fyrir bátana skilar góðum tekjum. Allur kosturinn fyrir áhafnir er keyptur í verslunum í bænum og mikil vinna er líka í kringum það að afgreiða skipin með olíu auk þess sem höfnin fær sín hafnargjöld þegar skipin liggja inni. Það eru því margir bæj- arbúar sem njóta góðs af kolmunna- veiðunum þar sem umstangið vindur upp á sig og margfeldisáhrifin eins og fyrr segir mjög mikil,“ segir Gunnar. Aðspurður hvort hann telji tíma- bært að menn fari að komast að sam- komulagi um nýtingu á stofninum, svarar hann játandi og segir sjó- menn nú vera að afla sér nauðsyn- legrar veiðireynslu. „Það skiptir út- gerðarmenn og fiskimenn miklu máli að tryggja sér góða hlutdeild aflaheimilda þegar samningar nást hjá strandríkjum við Norðaustur- Atlantshaf um skiptingu veiðistofns- ins. Því er veiðireynslan gríðarlega þýðingarmikil til að sýna fram á að hægt sé að stunda kolmunnaveiðar með góðum árangri á miðunum við landið þar sem aflareynsla og dreif- ing stofnsins skiptir væntanlega miklu um niðurstöður kvóta ar. Því sækja bátarnir st munnann til að afla sér ve unnar.“ Aldrei mælst eins mik kolmunna í íslenskri lö Mikilvægi kolmunnans lenskan sjávarútveg hefu mjög á undanförnum árum af var tegundin lítið sem ek við Íslandsstrendur en sí hefur aflinn margfaldast og útgerðarmenn sótt í fiskin að langmestu leyti nýttur ti lýsisframleiðslu. Kolmunnaveiðar hefjast að lokinni loðnuvertíð, v norsk-íslenska síldarstofnin Gjörbreytt ástand hjá fiskimjölsverksmiðju Kolmunn staðan í af Kolmunnaveiði hefur skipt sköpum í r anna á Austurlandi yfir sumartímann megi um aukavertíð í því sambandi. J skoðaði aðstæður hjá verksmiðju Gunnar Sverrisson, rekstrarstjóri SR-mjöls á Seyðisfirði, seg STÝRIHÓPUR, sem SturlaBöðvarsson samgöngu-ráðherra skipaði til aðvinna að samgönguáætlun fyrir Ísland 2003 til 2014, er með til skoðunar að taka notendagjald af bílum sem fara um tiltekna vegi landsins en stefnumótunin er í vinnslu og verður væntanlega lögð fyrir ráðherra í haust. Tækniframfarir ráða þróuninni, að sögn Jóhanns Guðmundssonar, skrifstofustjóra í samgönguráðu- neytinu, sem segir það sé nokkuð raunhæfur kostur tæknilega að taka upp svona kerfi vegna flutn- ingabíla innan skamms tíma, en engu að síður séu margar hindr- anir í vegi. Jóhann Guðmundsson segir að ný tækni geri það mögulegt að haga gjaldtöku í umferðinni miðað við stað, stund og notkun, þar sem notandi greiði réttlátlega fyrir all- an þann kostnað sem hann valdi með notkun sinni þ.m.t. ytri kostn- að eins og t.d. umhverfiskostnað, en um sé að ræða stórt pólitískt mál. Tæknin byggist á því að kom- ið sé fyrir nema á bílunum sem sendi frá sér viðkomandi upplýs- ingar í gegnum gervihnött eða landsstöðvar til vinnslustöðva sem reikni út gjaldið út frá gefnum for- sendum, t.d. ákveðinni gerð af vegi, en kerfið þarf ekki endilega að vita staðsetningu ökutækisins og er það gert vegna persónu- verndar. Hann segir að gjaldtaka með ámóta hætti vegna flutninga- bíla sé þegar byrjuð í Sviss, en þar séu upplýsingar sendar til stöðva við vegina. Þjóðverjar ætli að taka upp sambærilegt kerfi 2003 og margar Evrópuþjóðir sé bragðsstöðu þar sem Þ ráði jafnan miklu um þró en t.d. í Hollandi sé rætt árunum 2006 til 2010 ve kerfi jafnvel komið í alla h einkabíla. Að sögn Jóhanns fylg vandamál svona gjaldtök landi sem annars staða þurfi sanngjarnt verð m stærð bíla, hjólabúnað, sl um, tíma dagsins umhve og svo framvegis. Hver ei vera gjaldtakan á annatím uðborginni eða á fáförnu vegum og taka verði jafnfr til persónuverndar. En þe skoðunar hjá fyrrnefndu hópi sem vinni að gerð guáætlunarinnar sem mu anlega leggja til að gerð Nefnd vinnur að gerð samgönguáæt Til skoðunar að taka upp notenda- gjald af bílum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.