Morgunblaðið - 07.09.2001, Síða 31

Morgunblaðið - 07.09.2001, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2001 31 ÖLL Rómanska-Ameríka, að Kúbu Fidels Castros undanskil- inni, státar nú af lýðræði sem eina stjórnfyrirkomulaginu. Þótt her- foringjaeinræðinu, sem áður ein- kenndi þennan heimshluta, hafi verið hafnað væri það mikið glap- ræði að líta svo á að lýðræðið væri í öruggri höfn. Ég er einarður stuðningsmaður frjálsra viðskipta og vona að áformin um stofnun fríverslunar- bandalags Ameríkuríkja nái fram að ganga árið 2005 eins og stefnt er að. Mér finnst þó bagalegt að umfjöllunin um efnahagsmálin skuli yfirgnæfa umræðuna um hvernig styrkja eigi lýðræðið í sessi og efla samfélagsþróunina í Rómönsku Ameríku. Margt er enn ógert á þeim sviðum. Verði þau vanrækt er hætt við að fátækt og óstjórn skyggi á það sem áunn- ist hefur í þeirri viðleitni okkar að stuðla að hagsæld. Í heimshluta þar sem 12% fullorðinna íbúa eru ólæs og óskrifandi og rúman fimmtung íbúanna skortir öruggt drykkjarvatn er alls ekki nóg að einblína á efnahagsmálin. Friðarsamningar hafa verið undirritaðir og lýðræðislegum stofnunum hefur verið komið á fót í Mið-Ameríkuríkjum þar sem stríðsátök geisuðu á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Samt eru vopnin frá þessum átökum enn í höndum fyrrverandi her- manna og uppreisnarmanna og mörg þeirra eru seld á götunum. Þessi vopn hafa stuðlað að svo grimmilegum ofbeldisglæpum að margir Mið-Ameríkumenn telja sig í meiri hættu nú en á tímum borgarastyrjalda og uppreisna. Draugar fortíðarinnar ein- skorðast þó ekki við Mið-Amer- íku. Einræði herforingja hefur verið skaðvaldur í sögu Rómönsku Ameríku og varpar enn skugga á þennan heimshluta því margar lýðræðislega kjörnar ríkisstjórnir hafa ekki enn sett heri sína að fullu undir borgaralega stjórn. Af- leiðingin er sú að þótt ekki hafi komið til valdaránstilrauna að undanförnu eru hershöfðingjar í nokkrum löndum Rómönsku Am- eríku enn með hótanir og upp- reisnartilburði sem eru ekki látnir viðgangast í þróuðum lýðræðis- ríkjum. Dæmi um þetta er þrýstingur- inn sem settur hefur verið á Ric- ardo Lagos, forseta Chile, um að eyða óheyrilegum fjárhæðum í háþróaðar orrustuþotur til að „færa herinn í nútímalegt horf“. Hafi hershöfðingjarnir of mikil áhrif á ákvarðanir ríkisstjórnanna verður forgangsröðunin við fjár- lagagerðina í algjöru ósamræmi við þarfir venjulegs fólks og lýð- ræðinu mun stafa hætta af Dam- óklesarsverði hugsanlegra valda- rána. Fátæktin er annar draugur sem ásækir enn álfuna. Þótt fátæktin sé miklu meiri í Afríku og Suður- Asíu sker Rómanska Ameríka sig úr að því leyti að þar er efnahags- legi og félagslegi ójöfnuðurinn mestur. Í stað þess að leita leiða til að bæta úr þessu höldum við áfram að dæma börn okkar til fá- tæktar með því að láta hjá líða að tryggja þeim sómasamlega menntun. Mörg ríki gengu of langt í fjár- hagslegum umbótum sínum á síð- ustu tveimur áratugum, drógu ekki aðeins úr óráðsíu heldur lækkuðu einnig útgjöld til mikil- vægra málaflokka eins og heil- brigðis- og menntamála. Verði þessir málaflokkar vanræktir verður ógjörningur að tryggja að almenningur njóti góðs af hag- vexti. Auðugir íbúar Rómönsku Am- eríku leggja ekki nóg af mörkum. Í Evrópuríkjum eins og Svíþjóð og Frakklandi nema skattar rúm- lega 45% af vergri landsfram- leiðslu en í Guatemala er þetta hlutfall aðeins 9%. Því fer fjarri að jafnrétti þegnanna, ein af undir- stöðum lýðræðis, hafi náð að festa rætur í Rómönsku Ameríku. Yf- irstéttardrottnun hefur hins veg- ar enn djúpar rætur í stofnunum okkar og menningu. Ef til vill er ekki vert að bjarga allri menn- ingu. Sinnuleysi almennings er ein af ástæðum þess að lítið hefur áunn- ist. Yfirleitt er mjög mikil kjör- sókn meðal þjóða sem hafa nýlega öðlast langþráð lýðræði. Hins veg- ar dregur fljótt úr kjörsókninni og eldmóðnum þegar lýðræðið hefur náð öruggri fótfestu. Í Rómönsku Ameríku ber þó svo við að jafnvel í nýjum lýðræðisríkjum hefur traust manna á stjórnarfyrir- komulaginu snarminnkað. Skoðanakannanir sýna að margir kjósendur líta á kosning- arnar sem val á milli slæmra kosta og telja að stjórnmálaleiðtogarnir séu spilltir upp til hópa. Spilling er reyndar enn mikill skaðvaldur í lýðræðisríkjum okkar, fælir frá erlenda og innlenda fjárfesta, og það sem verra er, dregur úr trausti almennings á lýðræðinu sem lögmætu stjórnarfyrirkomu- lagi. Skorturinn á lýðræðislegum hefðum birtist einnig í fólsku- brögðum og þrátefli á löggjafar- samkundunum sem koma í veg fyrir að ríkisstjórnirnar nái ár- angri. Standi ríkisstjórnir lýðræð- isríkjanna sig ekki í stykkinu og fullnægi þær ekki frumþörfum þegnanna og stuðli að stöðugleika og velferð í samfélaginu kemur það niður á okkur öllum. Slíku gervilýðræði verður sparkað í burtu og við taka nýjar holdtekjur gamalla alræðisstjórna hægri- eða vinstrimanna. Því fræ þessara einræðisstjórna liggja í hvíld í jarðvegi Rómönsku Ameríku. Þau bíða aðeins eftir því að geta dregið í sig vatn almennrar óánægju með kjörnu ráðamennina. Svo ég verði ekki sakaður um of mikla svartsýni vil ég benda á að ekki eru allar fréttirnar frá Róm- önsku Ameríku slæmar. Ný sam- tök, sem berjast fyrir gegnsæi og því að embættismenn verði látnir sæta ábyrgð, eru farin að hafa áhrif. Þótt dómskerfið sé enn tor- tryggilegt er nú erfiðara fyrir „vondu eplin“ að ógna þeim dóm- urum sem vilja verja heiðurinn og réttarríkið. Virðingin fyrir mannréttindum hefur einnig aukist smám saman og nokkrir þeirra er bera ábyrgð á viðbjóðslegum glæpum, sem framdir voru á smánarlegu skeiði í sögu okkar, hafa verið sóttir til saka. Leiðtogar sem rugla saman friðhelgi og refsileysi eru í aukn- um mæli látnir sæta ábyrgð, þótt enn sé margt ógert í þeim efnum. Tiltölulega frjálsir fjölmiðlar og upplýsingastreymi nútímans hafa jákvæð áhrif á félagslega sam- visku okkar. Þetta er órjúfanlegur þáttur í lýðræðinu, ekki er hægt að snúa þessari þróun við. Ef við breytum forgangsröðuninni og fjárfestum nægilega í menntun barnanna okkar sýna þau okkur leiðina að því öfluga og opna vel- megunarsamfélagi sem við von- umst eftir í Rómönsku Ameríku. Draugar fortíðar ásækja Rómönsku Ameríku Reuters Alejandro Toledo hylltur eftir að hafa svarið embættiseið forseta Perú 28. júlí sl. Kjör Toledos þykir merkur áfangi í lýðræðisþróun Perú og raunar Rómönsku Ameríku allrar en hann er af indíánaættum. Lýðræðið er ekki í öruggri höfn eftir Oscar Arias Hafi hershöfðingj- arnir of mikil áhrif á ákvarðanir rík- isstjórnanna verður forgangsröðunin við fjárlagagerðina í al- gjöru ósamræmi við þarfir venjulegs fólks og lýðræðinu mun stafa hætta af Damóklesarsverði hugsanlegra valda- rána. Oscar Arias er fyrrverandi for- seti Costa Rica og var sæmdur friðarverðlaunum Nóbels árið 1987. © Project Syndicate. askipting- tíft í kol- eiðireynsl- kið af ögsögu fyrir ís- ur aukist m. Lengst kkert nýtt íðustu ár g íslenskir nn sem er il mjöl- og t almennt veiðar úr num í maí og á íslensku síldinni í júní. Loðnu- veiðar byrja svo á ný um hásumarið, þá aftur kolmunnaveiðar og loks loðnuveiðar á haustin. Á síðasta ári framleiddu íslenskar fiskimjölsverksmiðjur samtals um 395 þúsund tonn af afurðum, þar af tæp 280 þúsund tonn af mjöli og tæp 115 þúsund tonn af lýsi. Stærstu kaupendur mjöls eru Noregur, Bret- land og Írland en auk þess eru Norð- menn langstærstu kaupendur lýsis þar sem þeir keyptu um 42% af heildarútflutningi lýsis á síðasta ári. Langmestum afla var landað á Austfjörðum á síðasta fiskveiðiári þar sem uppistaðan í lönduðum afla var loðna og kolmunni eða 480 þús- und tonn af tæplega 580 þúsund tonnum. Þar af veiddu íslensk skip 260.000 tonn. Flest virðist stefna í að sama gildi um árið í ár þar sem hafn- ir á Austfjörðum skera sig úr á landsvísu þegar litið er á landaðan afla. Í júlímánuði sl. kom mest á land á Seyðisfirði, um 22.400 tonn, 21.600 á Siglufirði, 19.500 á Eskifirði og 19.100 tonn í Neskaupstað. Í þessum tilfellum, að undanskildum Siglu- firði, var nær eingöngu um kol- munna að ræða, en loðnu á Siglufirði. Heildarkolmunnaafli í Norðaust- ur-Atlantshafi árið 2000 var rúm 1,4 milljónir tonna en í ársbyrjun 2001 var heildarstofninn metinn um 3,6 milljónir tonna. Þar af var hrygning- arstofn um 1,5 milljónir tonna, sem er jafnframt sú stærð af hrygning- arstofni sem skilgreind hefur verið sem lágmarksstærð. Í könnunarleiðangri sem Haf- rannsóknastofnun fór í ágústbyrjun sl. mældust alls um 1,9 milljónir tonna af kolmunna innan íslensku fiskveiðilögsögunnar og hefur aldrei áður mælst jafnmikið af kolmunna innan lögsögunnar. Könnunarsvæð- ið í leiðangrinum var afar yfirgrips- mikið eða allt frá suðvesturhorni landisins og meðfram kantinum með Suðausturlandi sem og á djúpslóð undan Suðausturlandi. Einnig út undir miðlínu Íslands og Færeyja og austur að alþjóðlega hafsvæðinu, síldarsmugunni sk. Eins var leitað norður með Austurlandi og sást kol- munni meira og minna á öllu því svæði sem skoðað var. Samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsókna- stofnun sýndu mælingar ársins 1999 1,8 milljónir tonna af kolmunna, 1,5 milljónir árið 1998 en mun minna eða 1.260 þúsund tonn í fyrra. Rekstur fiskimjölsverksmiðja var að sama skapi almennt erfiðari í fyrra en nú og spilaði þar einnig inn í lágt af- urðaverð, veiking krónunnar og hátt olíuverð. Markaðurinn hefur síðan styrkst og fyrir vikið hefur umhverf- ið batnað verulega í rekstri verk- smiðjanna og að sama skapi hjá sjó- mönnum. Í sumum tilfellum er nánast um tvöföldun að ræða miðað við árið 2000. Könnunarleiðangurinn í haust leiddi einnig í ljós að ungur fiskur, sérstaklega síðustu þrír árgangar, var mest áberandi og tveggja ára fiskur uppistaðan í veiði sumarsins. Hafrannsóknastofnun segir óvenju- góða nýliðun hafa verið í kolmunn- astofninum undanfarin ár eða allt frá árinu 1995 og stefnir í að 2001 ár- gangurinn verði góður líka. Gert er ráð fyrir að alls veiðist um 1,2 milljónir tonna af kolmunna í Norðaustur-Atlantshafi árið 2001. um á Austurlandi yfir sumartímann ni uppi- flanum rekstri fiskimjölsverksmiðj- n og segja kunnugir að tala Jóhanna K. Jóhannesdóttir SR-mjöls á Seyðisfirði. gir kolmunnaveiðarnar hafa margfeldisáhrif. jkj@mbl.is éu í við- Þýskaland óun mála, t um að á rði þetta hollenska gja mörg ku hér á ar. Finna miðað við lit á veg- erfisáhrif igi t.d. að mum í höf- um þjóð- ramt tillit etta sé til um stýri- samgön- uni vænt- ðar verði ítarlegar rannsóknir á þessu. Hins vegar sé ljóst að þörfin í löndum meginlands Evrópu fyrir svona kerfi sé mun meiri en hér á landi vegna meira þéttbýlis og þarfar á að draga úr umferð á annatíma og ekki síst vegna gríðarlegrar um- ferðar erlendra vöruflutningabíla í gegnum viðkomandi lönd. Réttlát gjaldtaka felist í því að greiða þann kostnað sem viðkomandi valdi, eins og t.d. vegna umhverfisspjalla, tafa, slysa og slits, og Þjóðverjar hafi væntanlega ákveðið að fara þessa leið, fyrst og fremst vegna erlendra ökutækja sem noti vega- kerfi landsins án þess að greiða fyrir það. Í Frakklandi eru hins vegar t.d. beinir vegtollar algengir og því minni vandi á ferðinni. Vinna við samgönguáætlunina hefur staðið yfir í rúmt ár og er markmiðið að leggja fram heild- stæða samgöngustefnu. Í kjölfarið leggur samgönguráðherra fram frumvarp á Alþingi, en hann er óbundinn af áliti stýrihópsins. Jó- hann áréttar að engar áætlanir liggi fyrir um notendagjöld þar sem málið sé enn á umræðustigi, en grannt sé fylgst með gangi mála í nágrannalöndunum, og í áætlun- inni verði lögð fram stefna um það hvernig eigi að taka á þessum mál- um í framtíðinni. „Skoða þarf marga þætti en fyrst og fremst er þetta pólitísk spurning, því tækni- lega verður þetta framkvæmanlegt fljótlega,“ segir Jóhann Guð- mundsson. tlunar fyrir árin 2003 til 2014 - Til skoðunar er að taka upp notendagjald af bílum sem fara um til- tekna vegi landsins, en stefnumótunin er í vinnslu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.