Morgunblaðið - 07.09.2001, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 07.09.2001, Qupperneq 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2001 35 ✝ Jónína Guðjóns-dóttir fæddist á Neistastöðum í Flóa 7. september 1907. Hún lést á Droplaug- arstöðum í Reykja- vík 31. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Helga Jónsdóttir, f. 26. júní 1870, d. 12. apríl 1953, og Guð- jón Guðbrandsson, f. 22. september 1872, d. 2. apríl 1908. Jón- ína átti þrjá bræður, Guðbrand, Sigurgeir og Júlíus, sem allir eru látnir. Jónína giftist 28. október 1933 Páli Guðjónssyni, húsasmiði frá Nefsholti í Holtum, f. 26. mars 1910, d. 23. desember 1994. Þau bjuggu alla tíð í Reykjavík, lengst af á Laugateigi 10. Börn Jónínu og Páls eru: 1) Guðjón, skipstjóri í Vestmannaeyjum. Hann lést árið 1987. Eftirlifandi eiginkona hans er Elínborg Jóns- dóttir útgerðarmaður. 2) Helga Guðrún, kennari, gift Erlingi Þ. Ólafssyni prentara. 3) Sólveig, starfs- maður á leikskóla, gift Birgi G. Ott- óssyni bifreiðar- stjóra. Barnabörnin eru átta og barna- barnabörnin eru ell- efu. Jónína var á fyrsta ári er faðir hennar drukknaði í sjóslysi á Stokks- eyri. Fluttist þá móðir hennar með börnin sín austur í Landmannahrepp og réðst í vinnumennsku að Skarði í Landssveit. Þar ólst Jón- ína upp hjá hjónunum Guðnýju Vigfúsdóttur og Guðna Jónssyni, en bræðurnir þrír ólust upp á öðrum bæjum í sömu sveit. Þær mæðgur fluttu síðar til Reykja- víkur þar sem Jónína stundaði ýmis verkakvennastörf þar til hún giftist Páli. Útför Jónínu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Ár vonar eru liðin, kær tengda- móðir mín hefur kvatt þennan heim í hárri elli. Á kveðjustund koma margar ljúfar minningar fram í hugann. Fyrst og fremst þakklæti og virðing til Jónínu fyrir öll þessi góðu ár sem ég átti samleið með henni. Hún hafði stóra lund og góða og stórt hjarta. Vildi öllum gott gera bæði ættingjum og vinum. Hún var sérlega vinnusöm og góð fyrir- mynd, hugsaði vel um börnin sín og þeirra afkomendur. Það var ætíð ljúft að heimsækja hana, aldrei fór nokkur svangur frá henni. Hún átti langa og góða ævi, fallegt heimili, yndislegan eiginmann og þrjú mannvænleg börn. Sinnti hún verk- um sínum hér af mikilli kostgæfni. Hún var um svo margt góð fyr- irmynd í breytni, störfum og lífs- háttum, að minningin um hana mun geymast í þakklátum huga þeirra sem henni kynntust og nutu vel- vilja hennar og mikilla mannkosta. Hún var gæfumanneskja, naut góðrar heilsu alla tíð. Hennar mesta gæfa var er hún giftist Páli Guðjónssyni húsasmið. Þeirra sam- búð varði yfir sextíu og eitt ár. En líf hennar var þó ekki án áfalla. Hún missti son sinn Guðjón Páls- son langt um aldur fram árið 1987, og síðan eiginmann sinn árið 1994. Það voru henni mjög þungbærir og erfiðir tímar. Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum, það yrði margt ef telja skyldi það. Í lífsins bók það lifir samt í minnum, er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu heita stóra hjarta þá helgu tryggð og vináttunnar ljós er gerir jafnvel dimma daga bjarta, úr dufti lætur spretta lífsins rós. (Margrét Jónsdóttir.) Í þeirri trú að hið eilífa ljós lýsi látnum vini, dauðinn sé framhald lífsins og sálin lifi að eilífu, er Jón- ína Guðjónsdóttir kvödd með djúpri virðingu. Henni fylgi hjart- ans þakklæti fyrir fögur fordæmi, lærdómsrík kynni og allt annað, sem hún gaf okkur á akri vinátt- unnar. Frá öllum heimsins hörmum svo hægt í friðar örmum þú hvílist hels við lín. Nú ertu af þeim borinn hin allra síðstu sporin, sem með þér unnu og minnast þín. Með tryggð til máls og manna á mátt hins góða og sanna þú trúðir traust og fast. Hér er nú starfsins endi. Í æðri stjórnar hendi er það, sem heitt í hug þú barst. Guð blessi lífs þíns brautir, þitt barnastríð og þrautir og starfs þíns mark og mið. Við hugsum til þín hljóðir. Að hjarta sér vor móðir þig vefur fast og veitir frið. (Einar Ben.) Minningin lifir og bið ég henni Guðs blessunar í nýjum heimkynn- um. Birgir G. Ottósson. Elskuleg tengdamóðir mín er látin. Þegar háaldrað fólk deyr er það oftast kærkomin lausn. Þannig var því farið með tengdamóður mína. Ég veit að hún þráði orðið hvíldina og vafalaust er hún núna hjá Palla sínum og öllum hinum sem á undan eru farnir. Það var ekki létt að stofna heim- ili á kreppuárunum þegar þau hjón- in voru að setja saman bú. Það var ekkert annað en eigin dugnaður og vinnusemi sem á varð að treysta. Og þeim búnaðist vel. Að standa á eigin fótum og skulda engum neitt var alla tíð þeirra metnaðarmál. Mér finnst að í þessi 42 ár sem liðin eru síðan ég kom í fjölskyld- una hafi hún alltaf verið eins. Að bera fram mat og kaffi handa gestum jafnt sem fjölskyldunni var svo sjálfsagt að ekki mátti nefna að maður gæti nú bjargað sér sjálfur. Þegar við hér í Eyjum komum sem flóttafólk vegna eldgossins 1973 vorum við tíu sem fengum gistingu á Laugateignum í mislang- an tíma. Allt var gert sem hægt var til að okkur gæti liðið eins vel og aðstæður leyfðu. Fyrir þetta og allt annað vil ég þakka af heilum hug. Jónína var svo lánsöm að geta búið á eigin heimili með dyggri að- stoð dætra sinna og dótturdóttur og nöfnu sem reyndist ömmu sinni sérlega vel þegar halla tók undan fæti. Síðustu misserin var hún á Droplaugarstöðum og naut þar góðrar aðhlynningar. Megi minningin um góða konu ylja okkur öllum sem elskuðum hana. Blessuð sé minning hennar. Elínborg. Elsku amma okkar, þá er komið að kveðjustund. Langri og farsælli ævi er lokið, aðeins vantaði viku í níutíu og fjögur árin. Minningarnar eru margar. Að koma á Laugateig- inn, fá nýbakaðar pönnukökur og hveitibrauð með rabarbarasultu var einstakt. Alltaf var setið við litla eldhúsborðið, amma með prjónana sína, prjónandi lopapeys- ur. Amma átti góða ævi í hamingju- ríku hjónabandi sem stóð í sextíu og eitt ár. Afi var henni allt, sem og við hin líka. Alltaf báru þau hag okkar sér fyrir brjósti og vildu allt fyrir okkur gera. Eftir að afi féll frá tók líf þitt miklum breytingum. Þú varst sterk, hélst heimili og hugsaðir um þig sjálf með hjálp fjölskyldunnar, en hafðir oft á orði að dagarnir væru langir. Á síðasta ári flutti amma á Droplaugarstaði þar sem hún dvaldi í góðu yfirlæti. Amma var heilsuhraust alla sína ævi og fram á síðasta dag hélt hún allri sinni reisn. Við lítum til baka með bros á vör og minnumst skemmtilegra tilsvara og gaman- semi þinnar. Við viljum þakka þér allar góðu stundirnar sem voru okkur ómet- anlegar, allt frá því þú passaðir okkur lítil, fram til þess dags er þú kvaddir okkur. Við gleymum þér aldrei elsku amma og kveðjum þig með þessari bæn. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Guð geymi þig. Barnabörnin. Látin er föðursystir okkar Jóna frænka en hún gekk ætíð undir því nafni hjá okkur systkinum. Jóna var fædd á Neistastöðum í Villingaholtshreppi í Árnessýslu 7. sept. 1907. Ung missti hún föður sinn en hann drukknaði á Stokks- eyrarsundi 2. apríl 1908. Þau voru þá fjögur systkinin, þrír bræður og Jóna. Fljótlega varð Helga amma að bregða búi og flutti hún þá í Land- sveit og varð að koma sonum sínum fyrir á bæjum þar í sveit. Sjálf fór hún að Skarði til Guðna og konu hans og gerðist vinnukona. Jóna fór þangað með móður sinni enda skildu þær aldrei. Þegar Jóna frænka giftist og fluttist til Reykja- víkur fór móðir hennar með henni. Við systkinin áttum því láni að fagna að Jóna og maður hennar Páll byggðu húsið á Laugateigi 10 ásamt föður okkar Guðbrandi og Guðrúnu konu hans. Það var alltaf góð samheldni á Laugateignum og Guðrúnu og Jónu kom mjög vel saman. Þegar bankað var í mið- stöðvarofninn niðri eða uppi þýddi það „komdu og fáðu þér kaffisopa“. Það var þeirra merki. Nú þegar hinn trausti íslenski stofn fellur frá verður tómarúm hjá okkur, jafnvel þótt samferðafólk sé orðið gamalt. Best af öllu er tryggðin og vináttan sem veitt var og það er nú þakkað, elsku frænka, af heilum hug þegar leiðir skilja. Far þú í friði friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Elsku Helga, Sólveig, Elínborg og fjölskyldur. Við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning frænku okk- ar. Systurnar uppi, Guðbjörg Helga, Hrafnhildur og Þorbjörg. JÓNÍNA GUÐJÓNSDÓTTIR ✝ SteingrímurNíelsson var fæddur á Æsustöð- um í Eyjafjarðar- sveit 17. október 1912. Hann lést á Hjúkrunardeildinni Seli 28. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Sigurlína Rósa Sigtryggsdótt- ir, f. 5.7. 1876, d. 15.1. 1956, og Níels Sigurðsson, f. 5.10. 1874, d. 29.9. 1950. Bjuggu þau hjón á Æsustöðum 1906– 1945. Systur Steingríms voru: 1) Helga ljósmóðir í Reykjavík, gift Pálma Jósepssyni. 2) Jónína, gift Sveini Frímanns- syni. 3) Jónheiður gift Hafliða Jóns- syni, píanóleikara í Reykjavík. Synir Steingríms og Sig- ríðar konu hans eru: 1) Auðunn Smári, kvæntur Hrefnu Guðjónsdóttur. 2) Bragi, ókvæntur. Búa þeir bræður á Æsustöðum. 3) Baldur, kvæntur Jó- hönnu Hafdísi Frið- björnsdóttur, búa á Akureyri. Útför Steingríms fer fram frá Glerárkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, Nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Þessar ljóðlínur komu upp í huga mér, er ég frétti andlát Steingríms Níelssonar frá Æsustöðum í Eyja- fjarðarsveit. Sannarlega var hún orðin löng sú þraut, er hinn gjörvu- legi maður varð að hlíta þeim örlög- um, uns kraftar hans þrutu, að liggja í tíu ár á hjúkrunardeildinni Seli, áð- ur en lausnin fékkst. Mér var sagt að aldrei hafi heyrst frá honum æðru- orð í sambandi við veikindi hans, þvílík var stilling hans og sjálfstjórn. Steingrímur var kominn af sterk- um eyfirskum bændaættum og fékk gott uppeldi hjá góðum, kærleiksrík- um foreldrum. Móðir hans þótti stórgáfuð kona, sem skrifaði greinar í blöð, sem þá þótti fremur óvenju- legt meðal eyfirskra húsfreyja. Hún var fyrsti formaður Kvenfélagsins Hjálparinnar, sem stofnað var þar í sveit árið 1914. Hún kom fyrst fram með þá hugmynd að byggja þyrfti berklahæli á Norðurlandi. Sú tillaga fékk fádæma góðar undirtektir og hófst söfnun um allt Norðurland, sem varð til þess að heilsuhæli Norðurlands reis í Kristnesi. Var berklaveikin þá orðin svo skæð að unga fólkið í sveitunum hrundi niður og varð ekkert við ráðið. Tók heilsu- hælið til starfa árið 1927. Allir, sem fengu þar vist, fengu góða umönnun og margir bata. Steingrímur þótti mjög álitlegur maður er hann óx upp og góðum gáf- um gæddur. Væntu foreldrar hans mikils af honum og sendu hann til mennta í höfuðborginni. Var hann í Samvinnuskólanum 1930-32. Tók hann síðan próf úr 3. bekk Versl- unarskólans, en varð að hætta námi sökum heilsubrests. Hann reyndist góður nemandi og vinsæll meðal skólafélaga sinna. Árið 1940 kvænt- ist hann hinni glæsilegu heimasætu í Gnúpufelli, Sigríði Jónínu Pálma- dóttur, mikilhæfri konu og byrjuðu þau búskap í Gnúpufelli 1942-1945, en tóku við búi á Æsustöðum 1946. Bjuggu þau þar stóru og myndar- legu búi fram undir 1970. Steingrímur var mjög vinsæll meðal nágranna sinna og rétti fús- lega hjálparhönd, ef erfiðleikar sóttu að. Var hann ekki smátækur í gjöf- um sínum, er hann leysti nýborna kú út úr fjósi sínu og færði hjónum í grenndinni, sem orðið höfðu fyrir skakkaföllum í búskap sínum. Sýnir þetta gott innræti hans og samúð með náunganum. Hann tók oft þátt í leikstarfsemi, sem stunduð var í sveitinni. Fóru þær sýningar fram í Sólgarði, félagsheimili sveitarinnar. Þótti hann þar hinn ágætasti félagi og sérlega glæsilegur á velli í þeim hlutverkum, sem hann tók að sér. Hestamaður var hann mikill og átti oft fjörmikla gæðinga. Var hann lengi í stjórn Hestamannafélagsins Funa. Er líða tók á ævina og heilsan virt- ist á undanhaldi, fluttu þau hjón til Akureyrar og hafa átt þar heima síð- an. Jörðina eftirlétu þau tveim eldri sonum sínum. Ég vil að síðustu þakka vináttu liðinna ára og samhryggist Sigríði vinkonu minni og sonum þeirra. Sigríður Guðmunds. Schiöth. Látinn er í hárri elli elskulegur móðurbróðir minn og vinur, Stein- grímur Níelsson, sem áður var bóndi á Æsustöðum í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði. Lát hans kemur ekki á óvart, hann var búinn að bíða lengi þeirra loka, sem allir verða að sætta sig við einhvern tíma. Tíu ár átti hann vist að Seli, hjúkrunarheim- ilinu við Fjórðungssjúkrahúsið á Ak- ureyri, en allmörg síðustu árin var hann ekki lengur meðal okkar hér í heimi, þótt líkaminn væri á sínum stað. þess vegna gladdist ég, þegar ég spurði lát hans, loksins var hann frjáls. Hér skulu starfsfólki Selsins færðar innilegar þakkir fyrir auðsðnda umhyggju og alúð við umönnun Steina, frænda míns. Steini og Sigga bjuggu á Æsustöð- um frá því áður en ég man eftir mér og voru fastur punktur í tilverunni árum saman. Ég var í sveit hjá þeim nokkur sumur og þar lærði maður að taka til verka. Steini var góður bóndi, þótti vænt um allar skepnur og hirti bústofn sinn vel. Ég man hvað það var gaman að koma með honum í fjósið, kýrnar virtust svo ánægðar að sjá hann. Á hestbaki undi hann sér vel, þá var hann áreið- anlega hamingjusamur. Hann átti alltaf góða hesta og hann er sá eini, sem ég hef séð koma ríðandi á harðaspretti, berbakt og beislis- laust. Steinni átti marga góða smala- hunda og oft duttu mér í hug ljóð- línur Einars Benediktssonar Milli manns og hest og hunds/ hangir leyniþráður". Þannig var samband Steina og dýranna. Það var ákaflega gaman að spjalla við Steina, hann var fróður og reyndur maður, hafði afar gott skopskyn og oft hljógum við að einhverju skemmtilegu, sögu, sem Steini sagði, eða einhverju sem gerst hafði. Við munum síðar spjalla saman í annarri tilveru. Ég og fjöl- skylda mín kveðjum nú góðan vin og frænda og öldruð systir bróður sinn góða. Guð blessi Steingrím Níelsson og fjölskyldu hans. Hrönn Hafliðadóttir og fjölskylda. STEINGRÍMUR NÍELSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.