Morgunblaðið - 07.09.2001, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 07.09.2001, Qupperneq 36
MINNINGAR 36 FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigurður (Guð-mundur Sigurð- ur) Guðmundsson var fæddur í Vík í Mýrdal 2. janúar ár- ið 1921. Hann andað- ist á hjartadeild Landspítalans í Fossvogi 28. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson skó- smiður í Vík, f. í Ytri-Skógum undir Eyjafjöllum 27. febr- úar 1883, d. í Vík 1. apríl 1964, og kona hans Egillína Sigríður Jónsdóttir, f. 10. október 1886 í Kerlingardal í Mýrdal, d. 7. mars 1934 í Vík. Systkini Sigurðar voru: Jón, f. 9. apríl 1904, d. 6. mars 1941, Guðrún Ragnhildur, f. 17. janúar 1906, d. 12. október 1984, María Guðný, f. 17. mars 1907, d. 17. apríl 1998, Guðríður, f. 5. nóvember 1908, d. 3. nóvember 1926, Kjartan, f. 26. september 1913, d. 31. janúar 1916, Kjartanía Guðríður, f. 22. apríl 1915, d. 26. september 1995, Kjartan Ísleifur, f. 3. maí 1916, d. 6. mars 1941, og Guðgeir, f. 19. mars 1927. Hinn 19. september 1943 kvænt- ist Sigurður Bergþóru Jórunni Guðnadóttur frá Krossi í Austur- Landeyjum, Rang., f. 4. mars 1922, d. 10. mars 1994. Börn Sigurðar og Bergþóru eru fimm:1) Njáll, f. 26. júní 1944, kona hans er Svan- fríður Magnúsdóttir, f. 18. janúar 1946, dóttir þeirra er Erna Nil- um sótti Sigurður unglingaskóla í Vík 1934-36. Hann fór til náms fyrst hjá sr. Ófeigi Ófeigssyni í Fellsmúla, síðan til Reykjavíkur, lauk þar gagnfræðaprófi og síðan stúdentsprófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík vorið 1943. Lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Ís- lands, stúdentadeild, 1951. Stund- aði á orlofsári nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1974-75. Á uppvaxtarárum var Sigurður í Suður-Vík. 1943-46 vann hann við verslun og fleiri störf í Vík og var kennari við unglingaskólann þar. 1946-48 vann hann við skrif- stofu- og afgreiðslustörf í Reykja- vík og Kópavogi, m.a. hjá Vita- málastofnun. Haustið 1948 hóf hann starf sem kennari og var kennsla hans aðalstarf upp frá því en á sumrum stundaði hann ýmis störf sem til féllu. Hann var kenn- ari í Austur-Landeyjum 1948-50 og 1951-54, kennari í Seljalands- skóla, Vestur-Eyjafjöllum 1954- 59, skólastjóri Barnaskólans í Skógum, Austur-Eyjafjöllum 1959-66. Vann við afgreiðslustörf hjá Timburvöruversluninni Völ- undi 1966-68. Kennari við Höfð- askóla 1968-74 og síðar við Öskju- hlíðarskóla 1975-83. Þegar komið var á sumardvöl fyrir fatlaða nem- endur Höfðaskóla önnuðust Sig- urður og Bergþóra kona hans umönnun barnanna í Hlíðardals- skóla fyrsta sumarið. Að loknum starfsferli við kennslu gekk Sig- urður enn til ýmissa starfa, síð- ustu árin til æviloka vann hann við bókhald, smíðar og fleira hjá son- um sínum Guðna og Guðmundi í rafeindafyrirtæki þeirra Sínus ehf. Útför Sigurðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. uka, f. 1. janúar 1986. 2) Helga, f. 7. ágúst 1946, eiginmaður hennar var Rúnar Gunnarsson, f. 24. apríl 1944, þau skildu, börn þeirra eru: Gunnar Freyr, f. 8 september 1965, Helga María, f. 16. apríl 1967, Sigurður Narfi, f. 28. október 1973. 3) Guðni, f. 14. desember 1948, kona hans er Helen Knúts- dóttir, f. 21. maí 1950, börn þeirra eru: Berg- þóra, f. 27. mars, 1971, Ómar, f. 5. júní 1974, Óttar, f. 5. júní 1974. 4) Guðmundur, f. 14. desember 1948, kona hans er Bergþóra Þorsteins- dóttir, f. 17. ágúst 1949, börn þeirra eru: Alma Dögg Jóhanns- dóttir, f. 17. ágúst 1967, María Anna, f. 28. september 1970, Sig- urður, f. 15. ágúst 1974. 5) Egill, f. 24. desember 1951, kona hans er Guðbjörg Jónsdóttir, f. 23. sept- ember 1951, börn þeirra eru: Sig- rún Erla, f. 20. desember 1971, Eva Hrund, f. 28. apríl 1975, Jón Bergþór, f. 3. september 1979. Barnabarnabörn Sigurðar og Bergþóru eru 12. Sigurður ólst upp fyrstu árin hjá foreldrum sín- um í Vík og í Kerlingardal. Vegna heilsubrests móðurinnar var Sig- urður frá átta ára aldri alinn upp á stórbýlinu Suður-Vík hjá Ólafi Halldórssyni og Ágústu Vigfús- dóttur, þar átti hann heimili fram yfir tvítugt. Að barnaskóla lokn- Hann pabbi okkar er dáinn, hann kvaddi okkur þriðjudaginn 28. ágúst eftir þriggja vikna veikindi á sjúkra- húsi. Þegar við nú á þessum tímamótum lítum til baka yfir farinn veg er margs að minnast. Fyrst koma upp í hugann minningarnar frá æskuárunum. Þá vorum við að alast upp á barns- og unglingsaldri í faðmi ástríkra for- eldra, fyrst hjá afa og ömmu austur á Krossi, síðan í Seljalandsskóla og svo austur í Skógum. Í huganum er mikil birta og gleði yfir þessum árum, við áttum yndislega og hamingjuríka æsku. Pabbi og mamma voru einstak- lega samhent í sínu hjónabandi, sér- staklega í því að búa okkur börnunum og fjölskyldunni hlýlegt og myndar- legt heimili. Afi og amma áttu líka hjá þeim indælt ævikvöld. Við sjáum það best núna hvernig lífið og starfið hjá pabba og mömmu snerist helst og mest um það að koma okkur börnunum til manns og þroska, að búa okkur sem best undir lífið og framtíðina. Það gerðu þau ekki síst með því að veita okkur tækifæri til menntunar og sjá til þess að við gæt- um á skólaárunum dvalið sem mest í foreldrahúsum. Heimilið var mann- margt, þar var sjaldnast nein logn- molla því við krakkarnir fimm vorum eðliðlega nokkuð fyrirferðarmikil og hávær. Oft reyndi þetta á þolrifin í foreldrunum. Pabbi var einstaklega ljúfur heimilisfaðir og tók öllum okkar æskubrekum, ærslum og uppátækj- um með jafnaðargeði. Oft kom fyrir, þegar eitthvað fór úr böndum, að um- vandanir hans breyttust fyrr en varði í hlátrasköll og gamanyrði. Í minning- unni var lífsgleðin á þessum árum æv- inlega alvörunni og áhyggjunum yf- irsterkari. Við urðum líka þeirrar gæfu aðnjótandi að fátt skyggði á þessa glaðværð æskuáranna. Um það leyti sem pabbi og mamma fluttu suður til Reykjavíkur og eftir það fórum við krakkarnir að leggja upp hvert sína leiðina að heiman til starfa, framhaldsmenntunar og til að stofna eigin heimili. Við áttum þó allt- af yndislegt athvarf hjá þeim, fyrst á Bragagötunni, síðan í Espigerðinu og síðast á Álfhólsveginum í Kópavogi. Á fjölskylduhátíðum var oft fjölmennt heima hjá pabba og mömmu þegar þangað voru komin börn, tengdabörn, barnabörn og síðast barnabarnabörn. Það var pabba okkar mikið áfall þegar mamma féll frá árið 1994. Þau höfðu frá sínum fyrstu kynnum alltaf verið saman og aldrei þurft að sjá hvort af öðru nema um stundarsakir á sumrin þegar pabbi stundaði um nokkur ár sumarvinnu fjarri heim- ilinu. Eftir að mamma dó vantaði hann mikilvægustu kjölfestuna í lífið og tilveruna. Hann flutti af Álfhóls- veginum, fyrst í litla risíbúð við Gull- smára í Kópavogi og síðast bjó hann í Austurbrún 2 í Reykjavík. Síðustu æviárin naut pabbi félags- skapar og hlýju hjá elskulegri vin- konu sinni, Rannveigu Oddsdóttur. Hún er ættuð austan úr Skaftafells- sýslu og þau pabbi höfðu kynnst á unglingsárum þegar þau voru um skeið saman í skóla austur í Vík í Mýr- dal. Vinskapurinn við Rannveigu og hennar fjölskyldu var pabba okkar af- ar kærkominn því eftir fráfall mömmu undi hann sér aldrei vel einn og út af fyrir sig. Hann hafði vanist því lengst af ævinnar að hafa fólk í kringum sig á mannmörgum heimil- um, hann sætti sig því ekki vel við ein- veruna, hún var ekki hans lífsstíll. Fyrir allt þetta vottum við systkinin Rannveigu og fjölskyldu hennar alúð- arþakkir. Pabbi og mamma höfðu alla tíð gaman af að ferðast um landið. Fram- an af gáfust ekki oft tækifæri til ferðalaga með okkur krakkana, en eftir að við fórum að heiman fóru þau mikið í ferðalög og víða um land, með- al annars í öræfa- og hálendisferðir með ferðaklúbbi sem nefndur var Arnarfell. Við systkinin fórum síðan aftur að ferðast með pabba og mömmu eftir að þau höfðu eignuðust tjaldvagn sem mikið var notaður til sumarferða. Um verslunarmanna- helgar var land ævinlega lagt undir fót, þá vildi pabbi gjarnan fara á æskuslóðir sínar austur í Skaftafells- sýslu. Um síðustu verslunarmannahelgi vildi svo til að pabbi lagði einn af stað með tjaldvagninn og harmonikuna í farteskinu. Ferðinni var heitið austur í Biskupstungur til fundar við fjöl- skylduna. Þetta reyndist vera hans síðasta ferð. Hann fann til lasleika þegar hann lagði af stað og var sár- þjáður á leiðinni austur. Hann hafði fengið alvarlegt hjartaáfall og var lagður inn á Landspítalann í Fossvogi þá um nóttina. Þar andaðist hann þremur vikum seinna. Pabbi tók örlögum sínum með æðruleysi. Hann hafði alla tíð verið al- vörugefinn, sorgaratburðir í æsku höfðu sett á hann sitt mark, hann hafði misst systur sína, móður og tvo bræður, öll fyrir aldur fram. Veikind- um sínum síðustu vikurnar tók hann með miklum kjarki, allt fram til síð- ustu stundar var hann hress og kátur þegar maður hitti hann. Kvöldið fyrir andlátið fór hann með gamansamar vísur sem hann hafði sett saman fyrir mörgum árum. Dag- inn eftir var kallið komið, hann kvaddi okkur og þennan heim, sáttur við allt og alla. Blessuð sé minning hans pabba. Njáll, Helga, Guðni, Guðmundur, Egill og fjölskyldur. Tengdafaðir minn Sigurður Guð- mundsson er látinn. Fyrstu minningar mínar um Sig- urð eru frá þeim árum þegar ég var að alast upp austur á Hvolsvelli. Þá sá ég þar ungan og glæsilegan mann, dökkan yfirlitum með hrafnsvart, lið- að hár. Þetta var Sigurður kennari í Seljalandsskóla. Eins og margir í ná- grenninu átti hann oft erindi í kaup- staðinn og eitt sumar vann hann á bílaverkstæðinu á Hvolsvelli. Það sumar vann hann á kvöldin við að smíða yfirbyggingu yfir mikinn tor- færubíl sem hann átti á þeim tíma og var eftirminnilegt farartæki. Síðar eignaðist hann annan bíl, langan og mikinn Land-Rover. Í þeim bíl voru oft ungir og myndarlegir strákar, synir Sigurðar. Einn af þeim átti síðar eftir að verða eiginmaður minn. Kynni mín af Sigurði og Bergþóru konu hans hófust fyrir rúmlega tutt- ugu árum þegar ég varð tengdadóttir þeirra. Heimili þeirra var einstaklega hlýlegt og elskulegt, þangað var alltaf gott að koma. Þau báru mikla virð- ingu hvort fyrir öðru og voru mikið fjölskyldufólk. Þau gerðu allt í sam- einingu og voru svo samtaka í öllu að það var oftast talað um Sigurð og Bergþóru í sama orðinu. Þó voru þau að ýmsu ólík. Bergþóra var glaðvær og létt í lund en Sigurður var alvöru- gefnari. Hann bar þess merki að hafa orðið fyrir mikilli lífsreynslu vegna sorgaratburða sem urðu í fjölskyldu hans á æsku- og uppvaxtarárum. Það var á þeim tíma þegar fólk bar harm sinn í hljóði, þá tíðkaðist ekki að ræða um sorg og sorgarviðbrögð. Sigurður var dulur og talaði ekki mikið um sín- ar tilfinningar. Frá liðnum árum er margs að minnast. Við Njáll og Erna dóttir okkar áttum margar ánægju- stundir með Sigurði og Bergþóru bæði á heimili þeirra og heima hjá okkur. Ógleymanleg eru mörg sum- arferðalög og útilegur með þeim, ekki síst í Skaftafelli og austur á Laugar- vatni. Stundum var farið í fjölmennar fjölskylduferðir og efnt til ættarmóta. Á slíkum fagnaðarstundum var tengdapabbi hrókur alls fagnaðar og spilaði á harmoniku af miklu fjöri. Þá var líka mikið sungið og bræðurnir tóku lagið margraddað. Ein fjölmenn- asta samkoman var haldin í tilefni af sjötugsafmælum Sigurðar og Berg- þóru vorið 1992, sú stund mun seint gleymast. Þegar Bergþóra tengdamóðir mín féll frá, var það Sigurði og allri fjöl- skyldunni mikill missir og sár. Með sínu elskulega viðmóti hafði hún alla tíð verið einstök í því að halda fjöl- skyldunni saman. Við fráfall hennar breyttist margt í daglegu lífi hjá Sig- urði tengdapabba. Hann bjó einn síð- ustu árin, einveran átti þó ekki vel við hann því lengst af ævinnar hafði hann margt fólk og stóra fjölskyldu nálægt sér. Sigurður tengdapabbi var vel ern, komst allra sinna ferða, var lengst af við góða heilsu og enginn leit á hann sem gamalmenni þótt hann væri orð- inn áttræður. Hann var óvenju minn- ugur og allt til hins síðasta var hann myndarlegur og hnarreistur, óbeygð- ur af áföllum lífsins. Veikindum sínum síðustu vikurnar tók hann með kjarki og æðruleysi. Nú er aftur unnt að nefna Sigurð og Bergþóru í sama orðinu, þau eru bæði horfin af sjónarsviðinu en lifa bæði í myndarlegum afkomendum og í minningum allra þeirra sem þeim kynntust. Ég kveð Sigurð tengdaföður minn með hlýjum huga og þakka honum samfylgdina. Blessuð sé minning hans. Svanfríður Magnúsdóttir. Það er margs að minnast þegar ég kveð elskulegan tengdaföður minn Sigurð Guðmundsson. Ég var svo lánsöm að kynnast Guðna syni hans og Bergþóru fyrir rúmum 30 árum. Sigurður og Berg- þóra voru ómetanlega góðir tengda- foreldrar þegar við Guðni fórum að stofna heimili og eignast börn. Eftir að við fluttum í Espigerði 10 með Bebbu og tvíburana Óttar og Ómar nýfædda var gott að hafa Sig- urð afa og ömmu fyrir ofan. Það var ekki ósjaldan að tengda- pabbi leit inn áður en hann fór að kenna . Einn morguninn þegar hann kom inn vorum við orðin ansi þreytt með óværa tvíbura sem vöknuðu til skipt- is. Þá klappar hann mér á öxlina og sagði: „Helen mín , við Bergþóra tök- um bara annan strákinn til okkar á nóttinni.“ Svona var Sigurður tengda- pabbi. Ég var líka svo lánsöm að tengda- mamma vann á Grensás rétt hjá okk- ur, og kom hún alltaf við þegar hún kom úr vinnuni. Þegar strákarnir fóru að eldast kom ósjaldan fyrir að hún tók að sér að fara með þá á slysó því ég var ekki mikið fyrir að fara þangað. Margar góðar minningar eigum við með þeim í útilegum, Bergþóra sá um náttúru- og plöntufræðslu en Sigurðu spilaði á nikku með sinni einskæru snilld. Eftir að Sigurður flytur í Austur- brún 2, í næsta nágreni við vinnustað minn, kom hann oft við og spjallaði við kúnnana mína og fékk sér kaffi og sópaði gólfið ef svo bar undir. Hann hafði orð á því að taka það starf að sér þegar hann hætti í Sínus. Síðasta minningin var um verslun- armannahelgina þegar hann ákvað að fara í útilegu með okkur. Fyrst ætl- uðum við að vera eina nótt í bústaðn- um okkar og fara svo í tjöldin daginn eftir en þá fékk hann verk fyrir hjart- að og Guðni varð að fara með hann til Reykjavíkur á sjúkrahús. Þar dvaldi hann í þrjár vikur þar til hann var allur. Blessuð sé minning um góðan tengdapabba. Helen. Mér hefur verið sagt að ég líkist afa mínum á velli. Slíkt hól fyllir mig ávallt stolti, enda er hann sá maður sem ég hef haft mestar mætur á í heimi hér. Og ég ber nafn hans. Guð gefi mér þroska til að öðlast mann- kosti hans. Um þá þarf ég ekki að fjöl- yrða. Þá hafði hann slíka sem bestan mann má prýða. Enda var afi minn farsæll maður. Hann átti hamingju- ríkt hjónaband og stóra fjölskyldu sem virti hann og elskaði. Hann vann göfugt starf, utan sem innan heimilis, var vinsæll og dáður af samferða- mönnum sínum. Afi minn var mér lærdómsrík fyrirmynd. Hann inn- rætti mér réttlæti og heiðarleika og var útsjónarsamur í hverju því verk- efni sem mætti honum. Allt sem hann tók sér fyrir hendur gerði hann vel. Afi barst ekki á og sóttist ekki eftir veraldlegum gæðum. Hann kenndi mér hógværð. Hann hafði til að bera þær dyggðir sem ég met mest. Þann- ig vil ég vera. Eins og afi minn. Samverustundirnar voru óteljandi. Á næstum hverju sumri, og stundum oftar en einu sinni, fór ég með afa til Víkur í Mýrdal þar sem rætur hans voru. Þar kynntist ég þeim dulmagn- aða kynngikrafti sem Vík hefur að geyma. Á þessum ferðum sagði afi sögur af æskuárum sínum og kynleg- um kvistum sem á vegi hans höfðu orðið. Og eftir að amma féll frá lagði hann áherslu á að ég læsi minning- arbrot þau sem hann hafði fest á blað. Hann vildi að ég þekkti uppruna sinn og öðlaðist skilning á þeim aðstæðum sem mótuðu persónu hans. Ég vona að ég beri gæfu til að halda í heiðri lífsgildi hans og líkjast honum í fram- göngu minni. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir allt það sem afi minn var mér. Minningin um góðan mann mun lifa með okkur sem eftir stönd- um. Lýs, milda ljós, í gegnum þennan geim, mig glepur sýn, því nú er nótt, og harla langt er heim. Ó, hjálpin mín, styð þú minn fót; þótt fetin nái skammt, ég feginn verð, ef áfram miðar samt. (M. Joch.) Sigurður Narfi. Eitt skipti sem oftar hringdi ég í afa til að athuga hvort ég mætti ekki kíkja í heimsókn og fá hann til að fara yfir algebruna með mér. Ég var að fara í lokaprófið mitt í algebru daginn eftir og þótti svo gott, eftir að hafa streðað síðustu dagana í gegnum dæmin, að koma við hjá afa og láta hann fara yfir einu sinni enn svona á sinn hátt. Hann fór nefnilega eins að með mig og skjólstæðinga sína við Öskjuhlíðarskóla, hann bjó til leik og fór svo í gegnum dæmið nokkrum sinnum. Spennan magnaðist í hvert skipti sem útkoma dæmisins nálgað- ist og þegar hún lá ljós fyrir sló hann í borðið og hló: „Þetta er svo ótrúlega einfalt og sniðugt, Bebba mín, það eina sem þú þarft að muna er . . . “ og svo fór hann enn einu sinni með form- úluna sem var svo sniðug og í gegnum dæmið í tíunda skiptið að mér fannst. Það tók stundum á þolrifin að sitja undir þessu þrjú síðustu skiptin því mér fannst ég hafa skilið þetta ágæt- lega eftir tvær lotur. Hins vegar vissi afi upp á hár hvað hann var að gera því daginn eftir fór ég í prófið mitt og þá söng leikurinn hans afa enn í huga mínum og prófið lék í höndum mér. Ég var eiginlega bara hálfergileg yfir því að hafa eytt heilum vetri í eitthvað sem var jafn einfalt. Árangurinn lét heldur ekki á sér standa því ég út- skrifaðist úr algebru með hæstu ein- kunn. Afi var sennilega besti kennari sem ég hef haft. Þegar ég hugsa um þetta núna veit ég að ástæðan fyrir heimsóknum mínum til þeirra afa og ömmu fyrir próf var ekki eingöngu að sinna kröfum skólabókanna heldur efldist andinn svo mikið við að heim- sækja þau þar sem tímaleysi réð ríkj- um og fordómar voru víðsfjarri. Afi og amma voru fólk sem gaf af tíma sínum og sjálfu sér. Í dag verður slíkt að teljast fágætt en afar verðmætt. Þær eru ótal minningarnar sem sækja að mér nú þegar afi er farinn frá okkur. Allar útilegurnar, göngu- túrarnir eftir hitaveitustokknum, minningar úr Espigerðinu þar sem við bjuggum saman í næstum sjö ár. SIGURÐUR GUÐMUNDSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.