Morgunblaðið - 07.09.2001, Side 40

Morgunblaðið - 07.09.2001, Side 40
MINNINGAR 40 FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Valdimar Niku-lás Aðalsteinsson fæddist á Lokastíg 14 í Reykjavík 10. október 1924. Hann lést á Hjartadeild Landspítalans við Hringbraut 28. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Aðalsteinn Jónsson, f. 28. ágúst 1901, d. af slysförum á Ísa- firði 1973, og Þor- gerður Árnadóttir, f. 7.11. 1902, d. á Elliheimilinu Grund í Reykjavík 1976. Valdimar var elstur sex systkina, næstur kom Rafn, f. 1925, látinn, Páll, f. 1927, býr í Reykjavík, Rut, f. 1928, bú- sett í Bandaríkjunum, Björg, f. 1933, býr í Reykjavík og Steina, f. 1937, býr í Hveragerði. Ætt- leggur móður hans var í Mýrdal og af Snæfellsnesi, en föður hans af Síðunni, Skaftár- tungu og úr Árnes- sýslu. Eftirlifandi eiginkona Valdi- mars er Jófríður M. Guðmundsdóttir, f. að Leiðólfsstöðum í Laxárdal 17. sept- ember árið 1913. Sonur þeirra er Hreinn Valdimars- son, f. 2.10. 1952, kvæntur Heiðu Björk Rúnarsdótt- ur, f. 1.7. 1955. Börn þeirra eru Dagný Björk, f. 6.9. 1975, og Vignir, f. 5.7. 1980. Valdimar fæddist í Reykjavík og bjó þar og í Almannadal á sín- um yngri árum. Frá 1957 bjó hann í Kópavogi, fyrst á Hlíð- arvegi en síðar á Hrauntungu 40. Útför Valdimars fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það er víst sama hvað maður reynir að undirbúa sig og telja sér trú um að það eina örugga í þessu lífi sé dauð- inn, sérstaklega þegar veikindi hafa hrjáð og lítil von hefur verið um bata, það er þá fyrst þegar stundin rennur upp og allt er afstaðið, að maður finn- ur ef til vill orðin sem aldrei voru sögð, en vildi svo gjarnan hafa sagt. Ég var svo lánsamur að eiga nokkr- ar góðar stundir með honum pabba mínum á undanförnum árum þar sem við spjölluðum saman um liðinn tíma. Það var ekki auðvelt að toga upp úr honum sögur eða æviferil frekar en gerist og gengur með hans kynslóð sem lítillætið einkennir. Fjölskylda pabba bjó lengst af í Reykjavík og nágrenni. Hann var fimm ára þegar þau bjuggu í ná- munda við gömlu sundlaugarnar í Laugardal og það varð til þess að hann var orðinn vel syndur sex ára gamall. Hann sagði mér, með nokkru stolti, að Páll faðir Erlings sundkappa hafi kennt sér sundtökin. Þessi sund- kennsla virðist hafa dugað vel, í það minnsta þegar hann, einhverntímann upp úr tvítugu, tók út af togara í vondu veðri og þurfti að halda sér á floti í langan tíma uns honum var bjargað. Ég man líka vel eftir því þegar ég var fyrst sendur, átta ára á sundnám- skeið í Sundhöll Reykjavíkur, hvað hann lagði mikla áherslu á að fylgjast með árangrinum. Það stóð heldur ekki á aðgerðum þegar í ljós kom að lítið hafði miðað, þá tók hann mig úr tíma og fór með mig beint til Jóns Inga, sem einmitt hafði kennt pabba löngu áður í Austurbæjarskólanum, og þar varð ég flugsyndur á viku. Pabbi mun hafa verið nokkur sumur hjá ömmu sinni Sigurbjörgu Hans- dóttur á Eyrabakka en hún bjó í húsi sem nefndist Sauðhús, þetta hefur líklega verið á árunum 1931 til 35. Hann átti margar góðar minningar frá þessum tíma um ógleymanlega fjöruleiki með vini sínum og leikfélaga Guðmundi Lárussyni sem hann kynntist á Eyrarbakka. Það var uppúr 1930 sem Aðalsteinn afi fór að byggja sumarbústað rétt fyrir ofan Rauðavatn við dalverpi það sem heitir Almannadalur og er beint handan Rauðhóla. Fyrst í stað átti fjölskyldan einungis sumardvöl í bú- staðnum en síðar fór dvölin að lengj- ast fram á veturna og loks var flutt al- farið uppí Almannadal. Barnmargar fjölskyldur áttu erfitt með að fá íbúð- arhúsnæði í Reykjavík á þessum ár- um og leituðu því eftir að fá að reisa bústaði fyrir utan bæinn. Þetta hefur verið á árunum áður en strætisvagnarnir hófu sumarakstur upp að Lögbergi. Hann sagði að barnaskólaganga eldri systkinanna hefði verið með þeim hætti að þau hafi þurft að ganga í öllum veðrum ofan úr Almannadal niður að Rafstöð við El- liðaár. Það var lagt af stað klukkan hálfsex, gangan tók um tvo tíma og passaði þá að ná vagni við Rafstöðina klukkan hálfátta sem gekk upp að Austurbæjarskóla. Árið 1943 slíta Aðalsteinn og Þor- gerður samvistir, það kom því snemma í hlut pabba, sem elsta systk- inis að aðstoða við framfærslu heim- ilisins. Eftir blaðasölu á barna- og unglingsárum fór hann á sjóinn. Hann ræður sig á línubát á fyrri hluta stríðsáranna og vann einnig nokkra vetur í vélsmiðjunni Hamri, mest við skipaviðgerðir. Þá vann hann sem vörubílstjóri og keyrði meðal annars rauðamöl úr Rauðhólum í flugvöllinn í Vatnsmýr- inni sem þá var í byggingu. Uppúr tví- tugu flytur hann til Hveragerðis og fer að vinna með föður sínum við að reisa gróðurhús meðal annars fyrir Garðyrkjuskólann að Reykjum. Í kringum 1948 flytur hann aftur til Reykjavíkur og það er væntanlega um það leyti sem hann kynninst svif- fluginu. Draumur um svifflugréttindi gat ekki ræst því að á unglingsárum hafði hann fengið slysaskot í augað og hafði alla tíð slæma sjón á því auga. Hann sagði mér að Úlfar Þórðason, sem þá var byrjaður að praktisera, ungur augnlæknir í Reykjavík, hafi með snarræði bjargað auganu og var hann Úlfari alla tíð afar þakklátur fyrir. Flugáhuginnn hélst og það eru góðar minningar sem ungur drengur á með föður sínum þegar stöku sinn- um voru haldnar flugsýningar úti á gamla Reykjavíkurflugvelli. Í Reykjavík kynnist hann dalamær ættaðri úr Laxár- og Hörðudal, Jó- fríði Margréti Guðmundsdóttur, móð- ur minni, Þau hefja sambúð í kringum 1950. Árið 1954 hóf hann störf hjá Vélasjóði ríkisins, sem hafði með höndum viðhald og viðgerðir á skurð- gröfum þeim sem voru notaðar við framræslu mýra og votlendis til bættra ræktunarskilyrða um land allt á sjötta og sjöunda áratugnum. Starf- ið fólst aðallega í því að keyra gröfur á staði þar sem ræsa átti fram, til þess voru notaðir tíu hjóla Dimond-trukk- ar sem drógu vagna. Þessar ferðir tóku oft langan tíma og sem dæmi sagði pabbi að ferð með skurðgröfu vestur á Barðaströnd hefði tekið hátt í fjóra sólarhringa. Einnig var oft staðið í viðgerðum á þessum gröfum þar sem þær voru á kafi ofan í mýri langt frá bæjum og var þá sjaldnast verið að hugsa um hvíldar- eða mat- artíma. Á þessum árum var pabbi oft við vinnu sína úti á landi dögum og vikum saman og þó ýmislegt breyttist þegar hann fór að vinna hjá Sam- bandinu, enda voru það önnur tæki sem hann sinnti þar, þá komu tímar sem hann var lengi fjarverandi frá sínu heimili. Þessar fjarverur gerðu það að verkum að við pabbi höfðum ekki margar stundir saman fyrr en hann fór að hægja ferðina í sínu brauðstriti. Það var okkur báðum mikilvægt að fá tækifæri til að kynn- ast upp á nýtt á fullorðinsárum. Á þessum árum dreif pabbi sig í að ná sér í fagréttindi. Það má segja að þá hafi einnig komið í ljós ný hlið á hon- um sem var áhugi hans fyrir ýmsum félagsmálum. Hann var félagi í Forn- bílaklúbbnum, Landssamtökum hjartasjúklinga og Bíliðnafélaginu. Þessum félögum lagði hann lið eftir bestu getu og var annt um framgang þeirra. Á sinni löngu starfsævi kynnt- ist pabbi mörgum góðum mönnum, bæði vinnufélögum og bændum úti um land allt og hófust þar kynni sem haldist hafa og orðið að traustum vin- skap. Við flytjum á Óðinsgötu 7 um 1955 og þar man ég fyrst almennilega eftir mér. Það er svo haustið 1957 sem flutt er í Kópavoginn. Pabbi og mamma festa kaup á litlu húsi í þríbýli á Hlíð- arvegi 17, sem fékk síðar númerið 27, þar bjuggum við í rúmlega tíu ár eða þar til við fluttum á Hrauntungu 40 í nýtt einbýlishús sem fjölskyldan reisti. Árið 1963 hóf hann störf hjá véla- deild Sambands íslenskra samvinnu- félaga, SÍS, við viðgerðir og stand- setningar á ýmiss konar búvélum. Starfið gekk meðal annars út á að vera í tengslum við og ferðast til bænda í sveitum landsins og þróuðust þar enn frekar þau tengsl sem kom- ust á meðan hann vann hjá Vélasjóði. Í samtölum við gamla vini og félaga á liðnum dögum kom í ljós að þessir menn höfðu metið hann að verðleik- um og töldu hann mjög færan í sínu fagi. Pabbi átti því láni að fagna að eignast marga góða vinnufélaga á sinni löngu starfsævi sem hann hélt góðu sambandi. Hann var duglegur að rækta þessi vináttusambönd meðan þrek og heilsa leyfði. Ég vil að endingu þakka fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman, einnig verð ég að þakka fyrir hvatningu og frábæra hjálp, sem var ómetanleg. Guð blessi minningu þína. Þinn sonur, Hreinn. Elsku Valli minn, þá er komið að hinstu kveðjustund. Þótt þú værir bú- inn að vera veikburða undanfarnar vikur hélt ég að við ættum eftir að hafa þig hjá okkur um nána framtíð, en auðvitað var það ekki raunsæ ósk. Þú varst búinn að vera veill fyrir hjarta lengi og á síðustu árum hafði mikið dregið af þér, en þó varstu óbugaður andlega. Ég kynntist þér fyrst fyrir um þrjátíu árum þegar ég og sonur þinn fórum að slá okkur upp saman. Við vorum ekki búin að vera saman lengi þegar ég flutti inn á heimili ykkar Fríðu. Þið tókuð mér vel frá fyrsta degi og vilduð allt fyrir okkur unga fólkið gera. Við bjuggum enn hjá ykkur þegar dóttir okkar fæddist, hún Dagný Björk. Það var notalegt að sjá hvað þið báruð mikla umhyggju fyrir henni, enda ykkar fyrsta barnabarn. Hún átti síðan eftir að vera mikið hjá ykkur næstu árin þegar við foreldrarnir vorum að vinna. Þegar við lögðum út í okkar fyrstu íbúðarkaup var gott að eiga þig að, Valli minn. Þú komst ósjaldan með okkur upp í íbúð að vinna og þegar leið að flutningi varst þú þar öllum stundum að mála og aðstoða við standsetningu. Þú varst nú ekki mikið fyrir að tjá tilfinningar þínar í orði en lést þess í stað verkin tala. Þú áttir alltaf hlý orð í okkar garð og ég hef ætíð fundið að þú vildir okkur allt hið besta. Fimm árum síðar fæddist sonarsonur þinn, hann Vignir. Það leið því ekki langur tími þar til við þurftum að fara að huga að stærra húsnæði. En á þess- um árum ferðuðumst við með ykkur Fríðu til útlanda með börnin tvisvar. Það voru skemmtilegar ferðir og gáfu okkur tækifæri til að njóta samvista í notalegu fríi. Frá þessum ferðum eig- um við ótal skemmtilegar minningar svo og úr allnokkrum sumarbústaða- ferðum um landið. Þegar við hjónin ákváðum að leggja út í það ævintýri að byggja okkur hús þá minnist ég þess ekki að þú hafi nokkur tímann reynt að draga úr okkur kjarkinn, þvert á móti. Þá sem fyrr varst þú stoð okkar og stytta. Oft þegar við komum á morgnana í bygginguna þá varst þú mættur, og þegar við fórum heim á kvöldin þá varst þú enn að, þrátt fyrir að hafa unnið langan og strangan vinnudag. Þú vaktir yfir okkur þessi ár og kunnir svo sann- arlega til verka, enda hafðir þú byggt þitt hús, í Hrauntungu 40, fyrr á æv- inni. Það vill nú gjarnan vera háttur þeirra sem eldri eru að vilja stýra þeim yngri, en ég minnist þess aldrei að þú hafir reynt það, þvert á móti hvattir þú okkur og studdir. Ég veit fyrir víst, Valli minn, að þessu æv- intýri okkar með húsbygginguna hefði ekki lokið jafnfarsællega og raunin varð ef þín hefði ekki notið við. Ég hvíslaði því að þér á dánarbeðinu, að þú værir einn þeirra manna sem ættir að fá orðu fyrir þrautseigju og dugnað og ég vona að himnafaðirinn hafi verið að hlusta. En þótt við vær- um flutt inn í nýja húsið okkar var margt eftir sem hefur verið gripið í á liðnum árum og alltaf vildir þú fá að fylgjast með og helst taka þátt. Þú fékkst slæmt hjartaáfall fyrir um 9 árum en það stoppaði þig ekki í að koma og vera með okkur í fram- kvæmdum. Manstu þegar Hreinn var að smíða þakkantinn eitt sumarið og þú komst til að vera með í því, sama hvað við reyndum til að fá þig til að taka því rólega? En við áttum fleira sameiginlegt, t.d. kartöflurækt. Þið Fríða höfðuð haft garð lengi og þegar við Hreinn fórum að búa var það sjálf- gefið að við tækjum þátt í því. Þú hélst utan um þann þátt í mörg ár, sást um að panta jarðhúsin og garð- inn á vorin og ákveða hvenær farið væri í niðursetningu. Þetta voru góð- ar stundir sem við áttum með ykkur Fríðu. Fyrstu árin vorum við með garða þar sem nú er Arnarsmári og það hverfi. Þarna var yndislegur mói og börnin undu sér vel með okkur. Það var farið með nesti og dvalið dag- langt. Það var síðast í vor sem þú komst með okkur í garðinn þótt þú værir ákveðinn í því þá að þú ætlaðir ekki að setja neitt niður. Þú sagðist vera orðinn svo linur við að elda og einn í heimili. Ég má til með að nefna það hér hvað þú komst mér oft á óvart þegar þú varst að færa okkur gjafir, alltaf voru þetta smekklegir hlutir og valdir af natni, eins og þér einum var lagið. Á liðnum árum hafðir þú oft þurft að fara inn á hjartadeild Land- spítalans til að láta hlúa að þér. Þú tal- aðir oft um hvað þér þætti gott að geta leitað til þess góða fólks sem þar vann, bæði lækna og hjúkrunarfólks. Síðustu árin þáðuð þið hjónin aðstoð frá heimilishjálpinni og heimahjúkr- un í Kópavogi. Þessar góðu konur léttu mikið undir með þér þegar þrek- ið fór þverrandi. Á þessum árum var Fríða einnig heilsuveil. Allt þetta reyndi mikið á þrek þitt, en aldrei kvartaðir þú. Ef þú dvaldir á spítala í einhvern tíma var þitt eina áhyggju- efni að einhver hugsaði um Fríðu. Það má segja að umhyggju þinni hafi engin takmörk verið sett enda voruð þið einkar samrýnd hjón og máttuð helst ekki af hvort öðru sjá. Fríða fór í Sunnuhlíð til dvalar sl. haust og að vissu leyti var þér það þungbært, það veit ég, en þú hrein- lega réðir ekki við meira en að sjá um sjálfan þig. En þótt hún væri komin á stað þar sem hugsað er vel um hana og hún nýtur öryggis varst þú aldrei í rónni nema fara til hennar tvisvar og stundum þrisvar á dag. Þér fannst það ekki mega vera minna. Að lokum, elskulegi tengdapabbi, takk fyrir alla þína elsku og um- hyggju, af framgöngu þinni í lífinu má margt læra. Þú varst alltaf heill í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Guð blessi minningu þína. Þín tengdadóttir Heiða Björk. Elsku afi minn. Þú ert ein sú ynd- islegasta manneskja sem ég hef kynnst. Það hefði enginn getað átt betri afa en ég. Það er svo erfitt að sætta sig við það að þú sért dáinn, ég á alltaf von á því að þú hringir eða kík- ir í heimsókn eins og þú varst vanur að gera, en þú ert hjá okkur í anda. Þegar pabbi hringdi í mig á laugar- dagskvöldið 25. ágúst og sagðir mér að þú værir á gjörgæslu og ástandið væri alvarlegt, þá sagði ég við sjálfa mig að þetta hlyti að vera misskiln- ingur „það kemur ekkert fyrir afa minn“ og á mánudagskvöldið þá var ég viss um að þú myndir ná þér. Við sátum hjá þér þar til þú sofnaðir og fórum með þá von í hjarta að þetta færi allt vel. En Guð ákvað að kalla þig til sín þessa nótt og þú vaknaðir ekki aftur. Ég þakka fyrir það að hafa fengið að vera hjá þér þessa síðustu stund áður en þú sofnaðir og þegar ég fór þá svafstu svo vært að ég vissi að þér leið ekki lengur jafn illa og und- anfarna daga. Einhverstaðar heyrði ég að maður ætti að tileinka sér það góða í fari þeirra sem falla frá til að viðhalda því göfuga í heiminum. Afi minn, ég mun horfa og hugsa til þín til að bæta sjálfa mig og hjálpa öðrum. Ef einhver þurfti aðstoð þá varst þú ávallt tilbúinn að hjálpa og oftast óumbeðinn. Mér þykir svo vænt um þig elsku afi minn og mér finnst svo erfitt að sætta mig við fráfall þitt. Það er stórt skarð í lífi okkar og fjölskyldu sem ógerlegt verður að fylla upp í. Þú hefur alltaf verið til staðar fyrir okkur og enginn hefði getað hugsað betur um ömmu þegar henni fór að hraka. Hún var alltaf efst í huga þér og þú vildir allt fyrir hana gera, hennar missir er mikill. Ég var að fletta í gegnum gamlar myndir og fann mynd af þér og mér sem þú hafðir gefið mér, hún var tekin 17. júní 1978 í Danmörku. Ég hef verið tæplega 3ja ára, þannig að ég man ekki beint eftir þessum degi en í kjölfarið rifjuðust upp ósköpin öll af minningum. Ég man alltaf eftir því þegar við fórum á fornbílasýningu niður í bæ á 17. júní og þú þekktir alla sem voru að halda sýninguna og við fengum að setjast uppí bílana og þú sagðir mér allt um sögu þeirra. Þegar við vorum svo að keyra heim þá sungum við hástöfum „Hæ, hó, jibbý jey, það er kominn 17. júní“ og skemmtum okkur svo vel. Og ég held að við munum alltaf hugsa til þín þegar við borðum möndluísinn á jólunum. Þú fékkst yfirleitt alltaf möndluna og geymdir hana þá alltaf upp í þér þar til ísinn var búinn og enginn skildi neitt í neinu, hvar var mandlan? Stundum þegar lítið var eftir af ísnum þá varð okkur litið á þig og þá settir þú bara upp sakleysisleg- an svip og spurðir „hvað?“ og þá héldu allir áfram að háma í sig ísinn í von um möndlu. Þú varst alltaf svo góður við hundinn okkar hann Marco og gafst þér alltaf tíma til að klappa honum og leika við hann og hann hélt mikið uppá þig og varð alltaf óskap- lega glaður að fá þig í heimsókn. Það er svo sárt að þurfa að kveðja þig elstu afi minn, en ég veit að þér líður vel núna og við munum hittast aftur. Takk fyrir alla hjálpina og stuðning- inn og hlýjuna sem þú sýndir mér og öllum í kringum þig. Minningin um góðan mann lifir lengi. Ég bið Guð að gefa þér góða heimkomu. Hvíl í friði. Þín sonardóttir Dagný. Elsku afi minn nú ert þú farinn frá okkur. Ég mun alltaf hugsa til þín með hlýhug og söknuði. Ég er þakk- VALDIMAR NIKULÁS AÐALSTEINSSON ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.