Morgunblaðið - 07.09.2001, Page 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2001 41
látur fyrir að hafa fengið að kveðja
þig á hinstu stund. Þú lást mikið veik-
ur á spítalnum, en þegar ég kom í
heimsókn vaknaðir þú og sagðir við
mig „ert þú kominn elsku drengurinn
minn“. Ég veit ég heiðra best minn-
ingu þína afi minn með því að vera
sterkur í sorginni því það hefðir þú
viljað.
Ég á góðar minningar frá í sumar
þegar ég var að vinna hjá þér við lag-
færingar á bílskúrsþakinu, því þó
heilsan væri orðin léleg hjá þér varst
þú að dytta að húsinu þínu í allt sum-
ar. Við ræddum um margt þessar vik-
ur. Þú vildir alltaf vita hvað ég væri að
gera og studdir við bakið á mér með
mín áhugamál sem var ómetanlegt.
Þú varst mér kær, elsku afi minn.
Hvíl þú í friði
Þinn sonarsonur
Vignir.
Í dag er mágur minn og vinur
Valdimar Aðalsteinsson kvaddur
hinstu kveðju. Það eru liðnir meira en
fimm áratugir síðan ég kynntist Valla
en þá hafði hann tekið upp sambúð
með elstu systur minni Jófríði sem
hann kvæntist skömmu síðar. Eign-
uðust þau einkasoninn Hrein sem hef-
ur, ásamt eiginkonu sinni Heiðu og
börnum þeirra Dagnýju og Vigni,
veitt foreldrum sínum mikinn styrk
og stuðning, ekki síst eftir að heilsu
þeirra fór að hraka. Stuttu eftir að ég
kynntist Valla fór hann að vinna hjá
Vélasjóði ríkisins sem viðgerðarmað-
ur á skurðgröfum fyrirtækisins. Þetta
útheimti mikil ferðalög vítt og breitt
um landið. Á þessum ferðum eignað-
ist Valli fjölmarga vini, bæði í hópi
skurðgröfumanna og bænda og hefur
sú vinátta haldist allt fram á þennan
dag. Eftir að draga tók úr skurð-
greftri á landinu hóf hann störf hjá
Sambandi íslenskra samvinnufélaga
og vann við standsetningu og viðgerð-
ir á hvers konar þungavinnuvélum.
Valli lærði bifvélavirkjun en sótti auk
þess fjölmörg námskeið hér heima og
erlendis í meðferð og umhirðu slíkra
tækja. Í öllum sínum störfum vann
Valli sér einstaka tiltrú og traust við-
skiptavina sinna og starfsfélaga,
vegna hæfileika og vandvirkni. Það
fundu allir að þar fór maður sem lagði
sig allan fram í hverju sem hann tók
sér fyrir hendur.
Síðustu árin hefur heilsu Valla sí-
fellt farið hrakandi en það breytti því
ekki að allt til þess síðasta annaðist
hann eiginkonu sína af einstakri alúð
og umhyggju.
Kæri vinur! Þökk fyrir einstaklega
ljúf kynni. Megi góðar minningar
færa fjölskyldu þinni birtu og yl um
ókomna tíð.
Ragnar Guðmundsson.
Glíman var lengi sú íþrótt er mestr-
ar virðingar naut hér. Í dag kveðjum
við Valdimar Aðalsteinsson. Hann er
fallinn eftir að hafa staðið lengi,
rammur að afli í lífsglímunni. Hann
valdi sér völl í þeirri byltingu er vé-
lorkan tók að vinna hin erfiðustu
verkin. Það var heillandi heimur fyrir
unga, sterka menn að vinna með vél-
unum, sem voru þeim meir en jafn-
okar í afköstum. Valdimar vann hjá
Vélasjóði þegar mikil átök voru í
framræslu og ræktun. Hann vann við
að gera við gröfur og vélbúnað og var
þannig í vinnu hjá bændum. Á þeim
vettvangi vann Valdimar meðan afl
entist. Áratugi hjá Sambandinu og
fyrirtækjum þess. Oft var unnið við
erfið skilyrði þegar vinnuvél bilaði, oft
langt frá alfaraleið.
Valdimar gekk að hverju verki af
skyldurækni og öðlaðist mikla
reynslu. Við samstarfsmenn hans, og
bændur, fögnuðum hverri leystri
þraut. Hann hafði ekki mörg orð um
hlutina, handbrögðin voru hans mál.
Með honum er genginn traustur mað-
ur sem fylgt hefur mikilli byltingu í
vélvæðingu landbúnaðarins. Valdi-
mar var góður vinnufélagi, tryggur og
duglegur. Hann og Fríða byggðu sér
fallegt heimili á veðursælum reit í
Kópavogi og ólu soninn Hrein og
mæðginin trega nú fráfall hans. Í
glímu hétu það glímuskellir og með
tækninni fylgdu vélaskellir sem nú
hljóðna þegar við minnumst góðs
manns.
Far þú í friði.
Gunnar Gunnarsson.
Þú, Guð míns lífs, ég loka
augum mínum
í líknarmildum föð-
urörmum þínum
og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta,
ég halla mér að þínu föðurhjarta.
Ó, sólarfaðir, signdu nú hvert auga,
en sér í lagi þau, sem tárin lauga,
og sýndu miskunn öllu því, sem andar,
en einkum því, sem böl og voði grandar.
(M. Joch.)
Elsku amma, hjartans þakkir fyrir
samfylgdina. Hvíl þú í friði.
Þuríður og Kristján Hans.
Kveðja frá Þorrakórnum
Sigríður Halldórsdóttir bjó rúma
hálfa öld á Orrahóli, sem er í skjóli
fjalla í fögrum dal á Fellsströnd. Þar
undi hún við bú sitt og byggð, vilja-
sterk orkunnar kona, sem gekk að
verkum sínum með atorku og dugn-
aði eins og hún átti kyn til.
SIGRÍÐUR
HALLDÓRSDÓTTIR
✝ Sigríður Hall-dórsdóttir frá
Orrahóli fæddist 12.
september 1906 í
Magnússkógum í
Hvammssveit í Dala-
sýslu. Hún lést 2.
ágúst og fór útför
hennar fram frá
Staðarfellskirkju á
Fellsströnd 11.
ágúst.
Ólíklegt er að ís-
lenskar húsmæður í
sveit á síðustu öld hafi
átt margar frístundir
þar sem þær gátu helg-
að sig öðrum störfum
en bústritinu einu sam-
an. Sigríður var mjög
félagslynd kona og
hvað sem öllu búskap-
arannríki leið gaf hún
sér tíma til að sinna því
sem lífgaði upp á
mannlífið. Söngurinn
var henni hugleikinn og
hinn góði og glaði
félagsskapur sem hon-
um fylgir. Kirkjukórinn og Þorra-
kórinn var hennar vettvangur á
þessu sviði. Þar var hægt að stilla
saman strengi og sameina hugina á
vængjum söngsins. Hún lét ekki sitt
eftir liggja þegar Þorrakórinn átti í
hlut. Það sem einkenndi hana öðru
fremur var dugnaður og samvisku-
semi, samfara góðu og glöðu viðmóti
sem gaf öðrum byr undir væng. Þær
dyggðir eru dýrmætar í öllum við-
fangsefnum samfélagsins. Þáttur
Sigríðar í kórnum er þáttur hins
ötula og trausta liðsmanns sem stóð
vaktina meðan stætt var.
Söngfélagarnir í Þorrakórnum
ásamt söngstjóra sínum, Halldóri
Þórðarsyni, vilja nú að leiðarlokum
þakka stuðninginn og samveru-
stundir allar. Með samúðarkveðjum
til aðstandenda.
Fyrir hönd söngfélaganna.
Ástvaldur Magnússon.
MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.
Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í
tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/
sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Frágangur afmælis-
og minningargreina
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug vegna andláts og útfarar elskulegrar
móður okkar, tengdamóður og ömmu,
ARNDÍSAR EINARSDÓTTUR
húsmóður,
frá Ingunnarstöðum,
Kjós.
Guðný Guðrún Björnsdóttir, Birgir Hannesson,
Kristín Björnsdóttir, Guðmundur K. Stefánsson,
Einar Björnsson,
Lárus Björnsson, Eva Erlingsdóttir,
Finnbogi Björnsson, Ásrún Atladóttir
og barnabörn.
Þökkum innilega öllum þeim, sem umvöfðu
okkur hlýju og samúð með nærveru, blómum,
kortum og skeytum vegna andláts og útfarar
ástkærs eiginmanns míns og föður okkar,
SAMÚELS Ó. STEINBJÖRNSSONAR,
Heiðargerði 20,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki krabba-
meinsdeildar 11E Landspítalanum Hringbraut
og heimahlynningu Krabbameinsfélagsins fyrir góða umönnun og hlýju.
Guðrún Pálsdóttir,
Sólveig Samúelsdóttir,
Elínborg Íris Samúelsdóttir,
Stella Samúelsdóttir,
Samúel Orri Samúelsson.
Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elsku-
legrar eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
MARÍU JÚLÍÖNU SVEINSDÓTTUR
frá Arnardal,
Þinghólsbraut 61,
Kópavogi.
Þórólfur Jónsson,
Hólmfríður Þórólfsdóttir, Björn Brekkan Karlsson,
Sverrir Þórólfsson, Þórdís Gissurardóttir
og ömmubörn.
Lokað
Vegna jarðarfarar GUNNARS E. SIGURÐSSONAR verður skrif-
stofan lokuð frá kl. 12.00 í dag, föstudaginn 7. september.
Vinnumálastofnun.
Lokað
Vegna jarðarfarar GUNNARS E. SIGURÐSSONAR verður skrif-
stofan lokuð milli kl. 13.00 og 15.00 í dag, föstudaginn 7. sept-
ember.
Vinnumiðlun höfuðborgarsvæðisins.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR GUNNSTEINSDÓTTIR
frá Nesi við Seltjörn,
Skólabraut 5,
Seltjarnarnesi,
lést á Landspítala Fossvogi þriðjudaginn
4. september.
Guðmundur Gunnarsson,
Gunnsteinn Guðmundsson, Áslaug I. Skúladóttir,
Sólveig Guðmundsdóttir, Ragnar Þorvaldsson,
Gunnar Guðmundsson, Margrét Kristinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn. Lokað
Vegna útfarar GUNNARS E. SIGURÐSSONAR verður félags-
málaráðuneytið lokað frá kl. 13.00 í dag, föstudag.
Félagsmálaráðuneytið,
6. september 2001.
Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
HALLDÓRS JÓNSSONAR
bónda,
Broddadalsá.
Svava Eysteinsdóttir,
Gunnhildur Halldórsdóttir, Sigurkarl Ásmundsson,
Ásdís Halldórsdóttir, Pálmi Ásmundsson,
Guðrún Halldórsdóttir, Már Sveinbjörnsson,
Torfi Halldórsson, Unnur Þorgrímsdóttir,
Jón Halldórsson, Svetlana Ivanova Halldórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
MARGRÉT KRISTÍN PÉTURSDÓTTIR,
Hraunbúðum,
Vestmannaeyjum,
sem andaðist aðfaranótt fimmtudagsins
6. september, verður jarðsungin frá Landa-
kirkju laugardaginn 15. september kl. 10.30.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent
á líknarstofnanir.
Páll Jóhann Einarsson,
Guttormur Pétur Einarsson, Helga Sigurðardóttir,
Pétur Einarsson, Birgitte Heide,
Sólveig Fríðar Einarsdóttir,
Sigfús Einarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.