Morgunblaðið - 07.09.2001, Page 42

Morgunblaðið - 07.09.2001, Page 42
MINNINGAR 42 FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Gunnar EgillSigurðsson fæddist í Reykjavík 19. maí 1950. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Foss- vogi 24. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Egill Ingi- mundarson, fyrrv. alþingismaður og forstjóri Trygginga- stofnunar ríkisins, f. 10.7. 1913, d. 12.10. 1978, og Karítas Guðmundsdóttir, f. 19.12. 1917, d. 26.8. 1997. Systur Gunnars eru: 1) Anna María, hús- móðir, f. 4.10. 1942. 2) Jóhanna, al- þingismaður, f. 4.10.1942. 3) Hildi- dóra Jóhanna, nemi, f. 23.11. 1980. Gunnar Egill lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1970. Hann nam hagfræði við Ár- ósaháskóla frá sept. 1984 til maí 1991, og lauk þaðan cand. oecon. prófi í maí 1991. Gunnar Egill starfaði sem kennari við Öskju- hlíðarskólann í Reykjavík frá 1975 til 1984 og sá jafnframt um sum- ardvöl nemenda skólans, bæði í Þelamerkurskóla og Hafralækjar- skóla í Aðaldal. Þegar Gunnar Eg- ill kom heim frá Danmörku hóf hann störf hjá ASÍ og vann þar að úttekt og skýrslu um erlent vinnu- afl og frjálsan atvinnu- og búsetu- rétt útlendinga. Var sú skýrsla gefin út í janúar 1992. Eftir það starfaði Gunnar Egill að vinnu- markaðsmálum, um tíma hjá fé- lagsmálaráðuneytinu en lengst af sem deildarstjóri hjáVinnumála- stofnun. Útför Gunnars Egils fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. gunnur, flugfreyja, f. 19.5. 1950. Hinn 14.12. 1974 kvæntist Gunnar Egill Guðfinnu S. Theo- dórsdóttur, sölu- stjóra, f. 20.9. 1951. Hún er dóttir hjónanna Theodórs S. Georgssonar hdl., f. 5.2. 1927, og Ástu Þórðardóttur, félags- ráðgjafa, f. 16.10. 1930. Gunnar Egill og Guðfinna eignuðust tvær dætur. Þær eru: 1) Karítas, hjúkrunar- fræðingur, f. 14.9. 1974, maki Páll Helgason, verkfræðingur, f. 6.10. 1970; dóttir þeirra er Melkorka Ingibjörg, f. 12.3. 2000. 2) Theo- Bróðir minn, einlægur bandamað- ur og vinur hefur verið hrifinn brott í blóma lífsins. Dauðastríðið tók ein- ungis viku. Oft var Gunnar við það að sigrast á dauðanum, en loks varð ekki við neitt ráðið. Og nú verður ekkert aftur eins og það var. Mynd- ast hefur skarð í hópinn. Skarð sem ekki verður fyllt. Erfiðar tilfinningar hafa tekið völdin. Sorg, eftirsjá og söknuður. Ljúfsárar minningar sveima um hugann. Þetta undurhlýja bros, sem alltaf mætti manni, stóra hjartað og faðmurinn, sem svo sárt er saknað. Minningar um löng símtöl þar sem mál voru brotin til mergjar og ynd- islegar samverustundir sem þó voru allt of fáar. Tregi vegna samfunda sem nú geta aldrei orðið. Því saga okkar er saga svo margra. Saga fólks sem heldur að það hafi tímann fyrir sér. En síðan reynast árin ekki jafn mörg og gengið var út frá. Það er sárt að vakna upp við þá staðreynd. Gunnar var reyndar miklu meira en bróðir minn. Hann var einnig minn besti pólitíski ráðgjafi. Hann var sá sem ég gat alltaf leitað til, full- viss um að ráðleggingar hans tækju ekki eingöngu mið af stjórnmálunum einum saman heldur af ríkri bróð- urlegri umhyggju hans fyrir minni persónulegu velferð. Aldrei kom ég að tómum kofunum hjá honum, enda hafði hann byrjað að lesa Alþingistíð- indi og fylgjast af áhuga með þjóð- málum um tíu ára aldur. Það var sama hvað hann var upptekinn, alltaf var hægt að leita til hans. Alltaf gaf hann sér tíma til velta með mér vöng- um, spá og spekúlera. Oftar en ekki hélt hann áfram að íhuga málin löngu eftir að samtölum okkar lauk og sló síðan á þráðinn til að benda mér á nýja fleti og koma með gagnlegar uppástungur. Jafnaðarstefnan var Gunnari afar mikilvæg. Hann minnti mig svo mik- ið og svo oft á ömmu okkar Jóhönnu sem lifði fyrir að gefa fremur en þiggja. Gunnar gaf sig af líf og sál í allt það sem hann tók sér fyrir hendur, hvort sem það var kennsla í Öskju- hlíðarskólanum á sínum tíma, verk- efni á sviði hagfræði og vinnumála eða bara að skipuleggja uppákomur innan fjölskyldunnar. Þar var hann potturinn og pannan í öllu, skipu- leggjandinn og gerandinn. Mér fannst hann svo oft vera ættarhöfð- inginn. Öll verkefni leysti Gunnar af hendi af einstakri samviskusemi, ná- kvæmni og umhyggju fyrir einstak- lingi og viðfangsefni. Hann fór bókstaflega á bólakaf í verkefnin, enda var yfirborðs- mennska honum ekki að skapi. Hann vildi hafa fast land undir fótum í smáum sem stórum viðfangsefnum. Hann bjó yfir gnægtabrunni þekk- ingar og hafði yndi af bóklestri, eins og heimili þeirra Finnu ber vitni um. Það var líka unun og ævintýri að ferðast með honum um landið sem Gunnar var svo fróður um að nátt- uran lifnaði við frásagnir hans. Blómin og gróðurinn, sem hann kunni svo vel skil á, fengu nýja merk- ingu. Umhyggja hans gagnvart land- inu jafnt sem samferðamönnum var einstök. Síðasta árið sem Gunnar lifði hafði hann sökkt sér í ættfræði og var það orðið eitt hans helsta áhugamál. Við fráfall míns elskulega bróður hafa margir misst mikið. Og ýmis- legt sem hann var með á prjónunum verður nú ekki að veruleika, að minnsta kosti ekki með sama hætti og til stóð. Gunnar var til dæmis að undirbúa fjölskyldugolfmót sem átti að verða árlegur viðburður. Það var eina skiptið á ævinni sem hann gaf mér lága einkunn, þ.e.a.s. þegar hann var að undirbúa hvað ég fengi í forgjöf á golfmótinu. Ættarmót hafði einnig komið til tals en bróður mín- um var einstaklega hugleikin rækt- arsemi við ættina. Engan grunaði að fjölskyldan myndi næst koma saman við jarðarför Gunnars sem var aðeins rúmlega fimmtugur að aldri. Það er auðvelt að leggja upp laup- ana þegar á móti blæs. Baráttuþrekið þverr og allt virðist tilgangslaust. En uppgjöf hefði ekki verið Gunnari að skapi og það er okk- ar, sem eftir lifum, að læra af þessari sáru lífsreynslu og láta eitthvað já- kvætt spretta af henni. Bitur reynsla hefur kennt okkur að á morgun getur allt verið um sein- an. Sá lærdómur sem ótímabært frá- fall ungs manns getur fært okkur er að hittast oftar og vera duglegri að sýna hvert öðru ást og umhyggju. Þegar góður drengur deyr eiga margir um sárt að binda. Mágkona mín hefur misst traustan lífsföru- naut, dæturnar sjá á bak einstökum föður og litla dótturdóttirin fær ekki að kynnast af eigin raun hinum stolta afa. Og við systurnar söknum einka- bróðurins sem okkur þótti svo óend- anlega vænt um. Ég þakka ástkær- um bróður mínum fyrir allt það sem hann gaf mér og var mér í þessu lífi. Hjartans þakkir elsku besti bróðir og trausti vinur. Guð blessi þig. Jóhanna. Ég var harkalega minnt á það við fráfall þitt, elsku bróðir minn, hve líf- ið er hverfult. Við vorum samferða inn í þennan heim og ég trúði því og treysti að við yrðum saman miklu lengur; myndum jafnvel verða sam- an í ellinni og gæta hvort annars rétt eins og í Rauðhólum, leikskólanum og barnaskólanum forðum. Með þér var ég alltaf örugg. Hjartahlýrri, skilningsríkari og greiðviknari bróður var ekki hægt að hugsa sér. Þú gafst þér alltaf tíma til að spjalla við börnin mín og sýndir áhuga á því, sem þau voru að gera. Þá eru mér ógleymanlegir kærleikar ykkar Sigga litla sonar míns, enda trúði hann mér fyrir því að þú værir „heimsins besti frændi“ hans. Söknuðurinn nístir hjartað. Við fráfall þitt er sem eitthvað hafi dáið í mér. Megi algóður Guð gefa okkur öllum ástvinum þínum styrk í hinni miklu sorg. Guð geymi þig og haldi sinni verndarhendi yfir þér, elsku bróðir minn. Ég kveð þig í bili, elsku Gunnar minn, með bæninni, sem mamma kenndi okkur í æsku: Kristur minn, ég kalla á þig komdu að rúmi mínu. Gjörðu svo vel og geymdu mig, Guð, í skjóli þínu. Þín systir Hildigunnur. Með mági mínum, Gunnari Agli Sigurðssyni, er genginn einn af mín- um traustustu og bestu vinum. Hann var sonur sæmdarhjónanna Karítas- ar Guðmundsdóttur og Sigurðar Eg- ils Ingimundarsonar, fyrrum alþing- ismanns og forstjóra Trygginga- stofnunar ríkisins. Gunnar ólst upp í foreldrahúsum í Reykjavík, fyrst á Eiríksgötunni en frá 5 ára aldri á Lynghaganum. Leiðir okkar Gunnars lágu fyrst saman er við vorum um fermingu. Vorkvöld eitt er ég var í heimsókn hjá frændfólki mínu á Grímsstaða- holtinu gekk ég í lið með frændum mínum og vinum á Holtinu í fótbolta gegn Lynghagastrákunum. Leikur þessi fór fram á leikvellinum, sem að- skilur Holtið frá Lynghaganum, en þar elduðu þessi lið oft grátt silfur. Fyrir Lynghagaliðinu fór myndar- legur piltur og leiddi hann það til sig- urs eins og reyndar oft áður þegar þessi lið öttu kappi. Þótt leikur þessi verði seint talinn merkilegur er mér enn í fersku minni hve mér þótti fyr- irliði þessi bæði flinkur og drengileg- ur í sínum leik. Er ég nokkrum árum síðar hóf að gera hosur mínar græn- ar fyrir Hildigunni, eiginkonu minni, dró það ekki úr áhuga mínum og eft- irvæntingu þegar það rann upp fyrir mér að fyrirliðinn forðum væri tví- burabróðir hennar. Okkur varð strax vel til vina og féll aldrei skuggi á þá vináttu. Gunnar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1970. Í framhaldi af því stundaði hann nám í sálarfræði í Háskólanum samhliða kennslu við Öskjuhlíðarskólann. Óð- ara urðu verkefni hans við Öskjuhlíð- arskólann umfangsmeiri en hann hafði ráðgert í upphafi enda maður- inn bæði greiðvikinn og ósérhlífinn. Þó svo að hann væri kominn vel á veg í sálfræðináminu fór svo um síðir að hann hvarf frá því og einbeitti sér að kennslu og umönnun við nemendur Öskjuhlíðarskólans. Þar starfaði hann við góðan orðstír í nokkur ár eða þar til hann sigldi ásamt fjöl- skyldu sinni til Árósa til að nema hagfræði við háskólann þar í borg. Að prófi loknu sneri hann heim og hóf að sinna ýmsum verkefnum hjá Alþýðusambandi Íslands, einkum á sviði alþjóðlegra vinnumála. Því næst hóf hann störf á þessu sama sviði í félagsmálaráðuneytinu og loks hjá Vinnumálastofnun þar sem hann gegndi stöðu forstöðumanns vinnu- málasviðs. Því er skemmst frá að segja að Gunnar er einhver mætasti maður, sem ég hef kynnst. Hann var alþýð- legur í viðmóti, glaðlyndur og skemmtilegur. Gunnar var skarp- greindur og setti sig jafnan vel inn í þau verkefni, sem hann fékkst við í leik og starfi, og lagði metnað sinn í að leysa þau sómasamlega af hendi. Hann var hafsjór af fróðleik um hin margvíslegustu málefni enda bók- hneigður og víðlesinn. Það var lær- dómsríkt að fylgjast með undirbún- ingi hans fyrir ferðalög, hvort sem var innanlands eða utan. Hann aflaði sér alltaf nákvæmra upplýsinga, skipulagði ferðirnar út í hörgul og sá til þess að hvorki hann eða samferða- menn hans færu á mis við merkilega staði eða söfn, sem á leið þeirra urðu. Síðustu misserin var hann lagstur í ættfræðigrúsk og stóð hugur hans til þess að draga upp fullkomið ættartré sitt og sinna. Í tengslum við þetta áhugamál sitt hafði hann viðað að sér margvíslegum upplýsingum og bók- um. Gunnar átti sér ýmis önnur áhugamál. Löngum var fótboltinn honum hugleikinn. Ungur gekk hann til liðs við Þrótt og lék undir þeirra merkjum upp í 2. flokk. Auk þess að fylgja Þrótti að málum var hann frá unga aldri einlægur stuðningsmaður og ötull talsmaður enska knatt- spyrnufélagsins Chelsea. Í seinni tíð heillaði golfið hann og hafði hann náð þokkalegum tökum á því, er hann lést. Það fór ekki fram hjá neinum, sem kynntist Gunnari, hve einstak- lega umhyggjusamur, natinn og hrekklaus hann var gagnvart börn- um. Nutu þessir eiginleikar hans sín ekki hvað síst þegar hann kenndi við Öskjuhlíðarskólann. Greinilegt var að ungt fólk fann til öryggis í návist hans. Börnum okkar Hildigunnar var hann ekki síður haukur í horni. Þrátt fyrir erilsöm störf var hann t.d. ætíð boðinn og búinn til þess að hjálpa dætrum okkar þegar próf voru á næsta leiti og þær og foreldr- ana rak í vörðurnar í stærðfræði eða öðrum raungreinum. Þá mynduðust fljótt náin og einlæg tengsl og vin- átta milli hans og yngsta barnsins okkar, Sigurðar Egils. Minna þau tengsl helst á samband afa við barna- barn. Á jólum var t.d. jafnan einna mestur spenningur barnanna tengd- ur því hvað leynast skyldi í jólapökk- unum úr Dalselinu, enda naut hug- myndaauðgi og útsjónarsemi Gunnars sín vel í þeim efnum. Þá get ég ekki látið hjá líða á þessari stundu að geta þeirra miklu kærleika, sem voru milli hans og tvíburasysturinn- ar. Samband þeirra var alla tíð mjög náið og einlægt. Að leiðarlokum vil ég þakka ein- stök kynni sem aldrei munu gleym- ast. Mikill harmur er kveðinn að fjöl- skyldu Gunnars og ástvinum öllum. Megi góður Guð láta sár þeirra gróa rétt og styrkja á þessari sorgartíð. Lárus Ögmundsson. Gunnar Sigurðsson, mágur minn og vinur, er látinn langt um aldur fram. Þau eru orðin 30 árin síðan systir mín Guðfinna kynnti hinn unga svein fyrir fjölskyldunni. Við það tækifæri varð föðurbróður mín- um að orði, að úr þessu yrði hjóna- band og að það myndi halda. Hann byggði spá sína þó ekki á neinni dul- speki, en sagði aðeins: „Það er hjóna- svipur með þeim.“ Fljótlega kom í ljós að Gunnar var mjög pólitískur og lágu skoðanir hans lengst til vinstri. Það var kær- komið að fá skoðanabróður inn í fjöl- skyldu, sem hafði í marga ættliði fylgt íhaldinu að málum, og var oft tekist á í umræðunni um málefni líð- andi stundar. Hin áhyggjulausu ungdómsár liðu hjá og ábyrgð og skyldustörf tóku við. Finna og Gunni eignuðust tvær dætur þær Karitas og Theodóru. Sveinninn ungi var orðinn fjöl- skyldufaðir, skoðanir breyttust og hugðarefnin með. Lífssýnin hélt þó áfram að grundvallast á mannkær- leik og jafnaðarstefnan var í blóðinu. Gunnar lagði stund á sálfræði við Háskóla Íslands og kenndi um árabil við Öskjuhlíðarskólann. Það var aldrei neitt hálfkák á því sem hann tók sér fyrir hendur, allt var unnið vel og samviskusamlega. Aldrei var lagt upp með gefnar forsendur, allt var sannreynt og brotið til mergjar. Ég hygg að hugmyndir Gunnars sem áttu rætur í atferlissálfræði, sem hann var mjög upptekinn af um þess- ar mundir, hafi öðru fremur haft áhrif á afstöðu mína til uppeldismála enda var sannfæringarkraftur hans og eldmóður með slíkum hætti að auðvelt var að hrífast með. Árið 1984 tók Gunnar sig upp og fór til Danmerkur með fjölskylduna í framhaldsnám þar sem hann lagði stund á hagfræði. Eftir heimkomuna hóf hann störf við Vinnumálastofnun þar sem hann starfaði þar til hann féll frá með svo sviplegum hætti. Gunnar var heilsteyptur persónu- leiki, margfróður, heiðarlegur, ein- lægur meðal vina, traustur og skemmtilegastur allra þegar svo bar undir. Í þau 30 ár sem Gunnar hefur verið einn af fjölskyldu okkar hefur aldrei borið skugga á vináttuna. Menn hafa tekist á en óbilgirni eða langrækni voru ekki til í honum. Hann var málafylgjumaður en manngæskan var bjargföst. Honum var annt um velferð annarra, var hjálpsamur og greiðvikinn og leitaði beinlínis oft eftir verkefnum þar sem hann taldi sig geta komið að liði. Í þau skipti sem ég leitaði til hans var gengið með ósérhlífni í málin og allt lagt í sölurnar. Samviskusemi hans var nýtt til hins ýtrasta, ekkert var of gott fyrir vini og vandamenn. Það var jafnan gaman að sækja þau hjónin heim enda tóku þau á móti gestum eins og höfðingja bæri að garði. Það voru ekki einungis dregnar fram ljúffengar veitingar heldur mætti manni þessi einlæga gleði, áhugi og hlýja. Þau voru mjög samrýnd og bættu um margt hvort annað upp. Hún svona hæg, jarð- bundin, raunsæ og raungóð. Hann gjarnan á flugi, kátur, hress og elskulegur og ávallt stutt í grallar- ann. Já, það var svo sannarlega hjónasvipur með þeim. Missir systur minnar er mikill og dætranna tveggja enda var Gunnar fyrst og fremst fjölskyldumaður og föður- hlutverkið ávallt sett í fyrirrúm. Litla dótturdóttirin Melkorka Ingi- björg var uppáhaldið hans og hann var ákaflega stoltur þegar honum hafði tekist að kenna henni að segja afi. Síðast þegar fundum okkar Gunna bar saman fyrir nákvæmlega ári sát- um við undir stjörnubjörtum haust- himni í Grímsnesinu og ræddum lífið og tilveruna. Honum varð tíðrætt um foreldra mína, hversu frábær þau væru, atkvæðamikil og skemmtileg og hversu mjög hann mæti þau og kviði því að missa þau. Lífið yrði svo miklu litlausara og fátæklegra án þeirra. Hann lagði áherslu á að fjöl- skyldan héldi saman og tók af mér loforð að ílengjast ekki í Ameríkunni. Engan grunaði þá að það kæmi í hlut þeirra að kveðja elskaðan tengdason sinn og hygg ég að harmur þeirra væri ekki þyngri þótt þau væru nú að kveðja sinn eigin son. Síðustu tvo áratugina hefur sameiginlegur sum- arbústaður okkar systkinanna, for- eldra og maka verið eins konar griðastaður í önnum dagsins en þar hefur jafnan verið hægt að ganga að einhverjum úr fjölskyldunni. Það er margs að minnast úr sumarbústaðn- um þar sem fjölskyldurnar hafa hist, verið saman, grátið og hlegið. Þarna var Gunni allt í öllu, hvort sem hann stóð við grillið, skipulagði hin árlegu golfmót, bjó til salat úr eigin græn- metisgarði, sem félagi við bridge- borðið, eða hann brá á leik með krökkunum í Trivial Pursuit, þar sem keppnisskap hans naut sín til fullnustu. Sjaldan hef ég hitt nokk- urn sem þoldi jafn illa að tapa. Hann hafði næmt auga fyrir skoplegum hliðum tilverunnar og voru skemmti- leg uppátæki og ærsl aldrei langt undan. Hann hafði til dæmis veitt því eftirtekt að tengdaforeldrarnir sögðu gjarnan við barnabörnin þeg- ar þau voru lítil „koma til ömmu sín eða afa sín“. Á næstu jólum voru allir jólapakkarnir merktir Sín-fjölskyld- unni. Nú síðustu árin var hann byrj- aður að kynna sér ættfræði í tengslum við sögu þjóðarinnar, en því áhugamáli deildi hann með tengdamóður sinni. Þessi sameigin- legi áhugi á landi og þjóð var tilefni árlegrar ferðar foreldra minna með Finnu og Gunna um landið þar sem staðir og byggðarlög voru heimsótt að undangengnum miklum undir- búningi þar sem saga lands og byggðar var skoðuð. Í þessum ferð- um var alltaf tekin með svokölluð bókataska með alls kyns bókum, sem flett var upp í, og las Gunnar fyrir samferðamenn sína á kvöldin. Gunn- ar elskaði landið sitt, fortíð þess, GUNNAR EGILL SIGURÐSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.