Vísir - 18.07.1979, Blaðsíða 1
Míðvikudagur 18. júli 1979-160. tbl. 69. árg.
Fyrirhugaðar ráðstafanir ríkisstjðrnarinnar:
Tillögur þær, sem Kjartan
Jóhannsson sjávarútvegsráö-
herra lagöi fram i ráðherra-
nefndinni, sem skipuð var til að
kanna hugsanlegar aðgerðir
vegna oliuverðhækkananna,
voru kynntar þingfiokki Alþýðu-
flokksins f gærkvöldi.
Samkvæmt heimiidum Visis
er f tiilögum Kjartans gert ráð
fyrir þvi að gasolian hækki i 130
krónur litrinn fram að 1. októ-
ber, en þá komi sii hækkun sem
gera þyrfti, miöað við innkaups-
verð, að fullu til framkvæmda.
Miðað við innkaupsverð þeirrar
olhi sem nú er I notkun, þyrfti
gasoliuverð aö hækka I 155 krón-
ur litrinn.
Tillögur Kjartans kveða á um
að h ækkuninni i 130 krónur verði
mætt með bráðabirgðalögum
um aðoliugjaldaf óskiptum afla
hækki i' 14%, auk þess sem gert
er ráö fyrir þvl að samið veröi
um nýtt fiskverð frá 20. júli.
Þeim vanda sem af þessum
aðgeröum hlytist fyrir fisk-
vinnsluna, yrði svarað meö
6—7% gengissigi.
Þingfiokkur Alþýðuflokksins
mun hafa fallist á þessar hug-
myndir I stórum dráttum.
Tillögur þær sem Ólafur
Jóhannesson og H jörleifur Gutt-
ormsson lögðu fram i ráðherra-
nefiidinni eru efnislega mjög
likar, enþarergertráöfyrir þvi
að gasolian hækki i 147 krónur
litrinn fram til 1. október.
Hlðrlelfur
gengissig
Gengissig 9—10%
Munurinn á þessum tveimur
tillögum felst aðallega i þvi, að
tillaga ólafs gerir ráö fyrir að
sjómönnum, útgerðarmönnum
og fiskkai^pendum verði með
lögum gert að semja um nýtt
fiskverð frá 20. júli, en Hjörleif-
ur vill láta við þaö sitja að
benda málsaðilum á, aö for-
sendur núgildandi verðs séu
brostnar og þeir hvattir til aö
semja um nýtt fiskverö.
Tillögur þeirra Ólafs og Hjör-
leifs kveða á um aö samið skuli
um hækkað oliugjald, i' stað þess
að lögfesta það eins og tillögur
Kjartans gera ráö fyrir.
I þessu sambandi má benda á
aðoliugjald erákveöið meö lög-
um og þvi verður ekki breytt
nema með útgáfu bráðabirgða-
laga.
Ef þessar tillögur næðu fram
aðganga, má búast viö aö geng-
issigið þyrfti að verða 9—10% til
að leysa vanda fiskvinnslunnar.
1 öllum tillögunum mun gert
ráð fyrir þvi að þeim mismun,
sem myndast vegna þess að oli-
an veröur seld undir raunverði,
fram að 1. oktdber, verði mætt
meö lántökum.
Endanleg ákvöröun I þessum
málum verður væntanlega tekin
á fundi rikisstjórnarinnar á
morgun.
P.M.
ekki er beysiö ástandið hjá bændunum, sagði annar. — Ætli skútan sigli
Götuhorn eru gjarnan vettvangur litilla samkunda á borð við þá sem
sinar skoðanir á þjóðmálunum hispurslaust, þótt ekki hafi þær farið hátt.
Visismynd: Þ.G.
— Ég held að þetta horfi fjári illa með bensinverðið, sagði einn. — Já, og
ekki bara upp i fjöru og viö eins og blindir kettlingar með, sagði sá þriðji.
myndin sýnir. Ekki er ósennilegt að þessir þrir heiðursmenn hafi sagt
ÞEKKTIR EINSTAKLINGAR TAKA HONDIIM SAMAN:
Hll VERBUR STOFNMUR
SPRRISJðflURINH ALKð
Nú er unniö að stofnun nýs sparisjóös i Reykjavik og er áætlaö að
halda formlegan stofnfund á næstunni. Tilgangur sjóðsins veröur
auk almennrar sparisjóðsstarfssemi að beita sér fyrir hvers kyns
aðstoð og fyrirgreiðsiu við einstaklinga og félög sem tengjast bar-
áttunni við áfengisvandamálið og hefur verið rætt um að heiti sjóðs-
ins verði ALKÓ.
Samkvæmt þeim upplýsing-
um sem Visir hefur aflað sér
hefur undirbúningur að stofnun
sparisjóðsins staðið all-lengi.
Ætlunin er að 100 einstaklingar
eöa fleiri stofni sjóðinn með 100
þúsund króna framlagi hver. Þá
mun einnig gert ráð fyrir að all-
ir stofnendur undirriti viljayfir-
lýsingu um að leggja inn á
vaxtaaukareikning I sparisjóön-
um nokkurtfé.sem bundið verði
til eins árs. Samtals er gert ráð
fyrir að höfuðstóll i byrjun verði
að minnsta kosti 35 milljónir
króna.
Þekkt nöfn
Það er Hilmar Helgason, stór-
kaupmaður og formaður SAA,
sem á hugmyndina að stofnun
sparisjóðsins, en siðan hafa
ýmsir heitið liösinni við að
koma hugmyndinni I fram-
kvæmd. Eftir þvi sem Visir
kemst næst munu meðal annars
Albert Guðmundsson, alþingis-
maður, Guömundur J. Guð-
mundsson, formaður Verka-
mannasambandsins, Baldur
Guðlaugsson, lögfræðingur,
Guðmundur G. Þórarinsson,
verkfræðingur, Ragnar Július-
son, skólastjóri og Jóhanna
Sigurðardóttir, alþingismaður,
standa að stofnun sparisjóðsins.
Gert er ráö fyrir að fyrstu ár-
in fari i að byggja upp arðbæran
sparisjóö en siðan geti sjóðurinn
aðstoðað við baráttuna gegn
áfengisvandamálinu á margvis-
legan hátt á grundvelli góðra
viðskipta og án þess að afkomu
ALKÓ veröi stefnt i nokkra
hættu.
— SG
Frá ioönuveiðum
Loonunefndln fundar
l dag:
Á að koma
í veg fyr-
ir frjáls-
ar veiðar?
„tslensku fulltrúarnir I loönu-
nefndinni fóru utan til Noregs i
morgun og verða fram á fimmtu-
dag eða lengur, þvi ekki verður
hlaupið frá samningum.ef von er
um samkomulag” sagði Björn
Dagbjartsson aðstoðar maður
sjávarútvegsráðherrai viðtali viö
Vísi.
Björn sagði þaö vera hlutverk
nefiidarinnar að tryggja skyn-
samlega nýtingu loönustofnsins,
en siðustu daga hefðu heyrst
margar raddir meðal norskra út-
geröarmanna sem vildu að
veiöarnar yrðu gefnar algerlega
frjálsar. Væri þaö hlutverk
nefndarinnar að koma I veg fyrir
að slikt gerðist.
Þá sagði Björn að loðnunefndin
myndi halda áfram störfum i
sumar þótt samkomulag næðist
fljótlega, því þaö væri ekki siður
hlutverk hennar að fylgjast meö
að veiðisamningar væru haldnir.
— HR
Kona lést
í bílveltu
Banaslys varð um klukkan hálf
niu I gærmorgun er Fiat-bifreiö
fór út af veginum Eskifjaröar-
megin i Oddsskarði og valt niður
bratta og stórgrýtta urð. I bifreið-
inni voru hjón, sem voru gest-
komendur á Neskaupstaö, og lést
konan, samstundis aö þvi er talið
er, en eiginmaður hennar slapp
litið meiddur og er nú á sjúkra-
húsinu á Neskaupstað.
— Sv.G.
oræðurhrðpuou
niður í fjðru
Farþegi i Moskwitsbifreið slas-
aðist alvarlega, er bifreiðin fór
útaf veginum i miðju Ólafsvikur-
enni um þrjúleytið I gærdag. Var
hann fluttur i fylgd læknis með
sjúkrafiugvéi frá Hellissandi til
Reykjavikur.
ökumaður bifreiðarinnar slapp
litið meiddur en hann missti
stjórn á bifreiðinni meö þeim af-
leiðingum að hún valt og rann á
þakinu niður I fjöru. Skriða er viö
veginn á þeim stað sem billinn
valt og er þetta eini staöurinn I.
Enninu, sem ekki eru þverhniptir
klettar i sjó fram. 1 bilnum voru
tveir bræður frá Hellissandi og
munu þeir báðir hafa komist upp
á veginn og gert aðvart um slysið.
Bifreiðin er gjörónýt.
— Sv.G./t.S. Ólafsvik.