Vísir - 18.07.1979, Blaðsíða 15
15
vísm
Miövikudagur 18. júli 1979.
Fasteignakawp
,,Viö tslendingar veröum aösporna viö tilbreytingarleysinu,”
hægt aö setja hér upp sirkus eöa tivóli.. Visismynd. Þ.G.
— segir R.ó. og spyr um leiö hvort ekki sé
.iílgum upp ð mannskapinn”
R.Ó. Reykjavik
hringdi:
„Eins og allir vita hefur þetta
sumar okkar veriö óvenju
leiðinlegt og dregið úr lands-
mönnum þrótt bæði til likama
og sálar. Þess vegna vil ég
beina þeirri spurningu til yfir-
valda hvortekkiséhægt aö gera
eitthvaö til að lffga upp á mann-
skapinn, annað en aö lengja
opnunartima snapshiisa. Ég á
við, hvort ekki sé hægt að setja
upp einhverjar skemmtanir fyr-
ir alla fjölskylduna, sirkus eða
tivoli: og hressa á einhvern hátt
uppá bæjarbraginn.Ef tilvill er
það veðrið sem dregur niöur i
mönnum löngun til að gera eitt-
hvað en við Islendingar verðum
aö sporna við tilbreytingarleys-
inu á einhvernhátt ef viö á ann-
að borð viljum lifa af i okkar
„veðurleiða” landi.
HVAfl KOSTAR HNETUSMJÖRH9?
H.S. hringdi:
„IVisi I gær er sagt frá þvi að
framleiðsla sé hafin á hnetu-
smjöri og er ekkert nema gott
um það að segja. Hins vegar
kemur hvergi fram i fréttinni
hvað framleiðslan kostar og
skyldi maður þó ætla að einmitt
það væri fréttapunkturinn sem
leggja ætti áherslu á ef þjónusta
við lesendur er einhvers metin.
Annars eru vinnubrögð af þessu
tagi dæmigerð fyrir blaöamenn,
— þ.e. að f jalla aðeins um auka-
atriði en komast aldrei að
kjarna málsins.”
Viökomandi blaöamaöur vill
láta þess getiö I þessu sambandi
aöveröá framieiöslunni lá ekki
fyrir þegar fréttin var skrifuö.
„Dæmigert fyrir blaöamenn aö fjalla aöeins um aukaatriöi en komast
aldrei aö kjarna málsins...” segir bréfritari m.a.
VATNSSKORTUR EÐUR El...?
Óskar Karlsson i
Brautarholti hafði
samband við blaðið og
sagði farir sinar ekki
sléttar af viðskiptum
sinum við vatnsveitu
Reykjavikur. óskar
sagði m.a.:
„I allan vetur og vor hefur
veriö svo til vatnslaust hér I
hverfinu oger ég margoft búinn
að hafa samband við Vatnsveit-
una vegna þessa. Þarfæégbara
loöin eða engin svör en einhvern
tima svöruðu þeir þessu til að
um væri að kenna þurrki og svo
borun sem þarna átti sér stað.
Nú er búið að rigna lengi og þeir
eru 1 öngu h ættir að bora en e kk-
ert kemur vatnið. Ég veit að
Þórskaffi fékk sér dælu sem
sogar vatn frá leiðslunum i
hverfinu en vatnsskorturinn er
,,A aö greiöa vatnsskatt ef ekk-
ert fæst vatniö?” spyr bréfritari
m.a.
ekkert minni á daginn þegar
Þórskaffi er lokað svo að það er
ekki skýringin. Þess vegna
langar mig tilað berafram tvær
spurningar: 1 fyrsta lagi hvort
við hér i hverfinu séum skyldug-
ir til aö borga vatnsskatt þegar
við fáum ekkert vatn? — og i
öðru lagi hvort Þórskaffi eigi að
leyfast aö dæla vatni úr leiðsl-
um sem ætlaðar eru til al-
mennra nota hér i hverfinu?”
Viöhöfðum samband við Þór-
odd Sigurðsson, vatnsveitu-
stjóra og kvaðst hann kannast
við umrætt mál. Þóroddur sagði
að mælingar hefðu farið fram
þarna i hverfinu og I ljós hefði
komið að þrýstingur væri þar
fremur lágur enda um að ræða
gamalt kerfi og æðar i húsunum
þröngar. Hins vegar sagði Þór-
oddur að hæpið væri að tala um
vatnsskort i hverfinu af þessum
sökum. Varðandi spurninguna
um Þórskaffi sagöi Þóroddur að
dælur væru leyfðar i húsum ef
þaðskaðaði ekki nágrannann og
sagði hann að svo væri ekki 1
þessu tilfelli.
• Fasteignasala
• Fasteignaskipti
Ármúla 1 - 105 Reykjavík
Símar 31710-31711
AA-MÓTIÐ 1979
— LANDSMÓT
Landsmót AA-samtakanna 1979 — fjölskyldumót —
veröur haldiö í Galtalækjarskógi, Landssveit, Rang-
árvallasýslu, um helgina 20.—22. júlí n.k., og veröur
dagskrá sem hér segir:
Föstudagur 20. júlí:
kl. 20:00 Mótlð sett.
Kvöldvaka — varóeldur — dans.
Laugardagur 21. júlí:
kl. 08:30 Tjaldbúölr vaktar.
kl. 09:00 Samelglnlegur morgunveróur.
kl. 10:00 Oplnn AA-fundur.
kl. 12:00 Hádeglsveröarhlé.
kl. 13:30 Útllelkir ýmslr — sérstaklega minnt á ,ÁR BARNSINS".
kl. 17:00 Oplnn Al-anon fundur.
kl. 20:00 AA-fundur.
kl. 21:30 Kvöldvaka — varöeldur — dans.
Sunnudagur 22. júlí:
kl. 08:30 Tjaldbúölr vaktar.
kl. 09:00 Samelginlegur morgunveröur.
kl. 10:00 Helglstund.
Mótssllt — kveöjur.
AA-félagar og fjölskyldur þeirra eru hvött til aö
fjölmenna á landsmótið, en AA-deildirnar munu hver
um sig hafa forgöngu um sætaferðir á mótsstað.
Landsmótsnefnd AA-Samtakanna 1979.
Uppteisn
frjáishyg®unnaT
hæduh oamraenem
1929-ltrt
Nýjar bœkur um stjórnmál
Safn 10 greina
um stefnu Sjálf-
stæðisflokksins
HÖFUNDAR:
Jón Þorláksson
Jóhann Ilafstein
Bjarni Benediktsson
Gunnar Gunnarsson
Birgir Kjaran
ólafur Björnsson
Benjamfn Eiriksson
Geir Hallgrimsson
Jónas II. Haralz
Gunnar Thoroddsen
Dreifingaraðilar:
S. 82900 og
23738
Safn 15 nýrra
greina um frjáls-
hyggjuna
HÖFUNDAR:
Hannes Gissurarson
Jón St. Gunnlaugsson
Pétur J. Eiriksson
Geir H. Haarde
Jón Asbergsson
Þráinn Eggertsson
Baldur Guðlaugsson
Halldór Blöndal
Besst Jóhannsdóttir
Erna Ragnarsdóttir
Þór Whitehead
Davið Oddsson
Friðrik Sophusson
Þorsteinn Pálsson
Bœkurnar fást í helstu bókaverslunum
og kosta kr. 4.000 og 3.500