Vísir - 18.07.1979, Blaðsíða 4
4
VÍSIR
Mibvikudagur 18. júli 1979.
keppni verður haldin i landi Móa á
Kjalamesi næstkomandi laugardag
21. 7. ’79.
Keppni þessi gefur stig til íslands-
meistaratignar.
Skráning keppenda fer fram á
skrifstofu klúbbsins, Hafnarstræti
18, i kvöld, miðvikudagskvöld.
B.Í.K.R.
TIL SÖLU
Til sölu þessi glæsilegi Bronco árg. '73 Upplýs-
ingar ísíma 84486 ídag milli kl. !9og21.
Tilkynning frá nýja
hjúkrunarskólanum
Nám í félagshjúkrun hefst 7. jánúar 1980.
Upplýsingar veittar í skólanum, umsóknar-
eyðublöð liggja frammi 1.-7. september n.k.
NÝI HJÚKRUNARSKÓLINN, SUÐUR-
LANDSBRAUT 18.
Datsun 220 árg. '77 diesel
Til söluer Datsun220árg.'77, diesel. Bíllinn er
ekinn 128 þús. km. í góðu ástandi.Upplýsingar
gefnar í Bílabankanum, Borgartúni 29. sími
28488.
Iðnaðar- og
verslunarhúsnœði
alltað 1100 fm. til leigu við Smiðjuveg í Kópa-
vogi.Upplýsingar í síma 76600.
ÚTBOÐ
Tilboð óskast i jarðvinnu og uppsteypu vegna
bensínstöðvar á Seltjarnarnesi. — Gögn eru
afhent á Teiknistofunni óðinstorgi, óðinsgötu
7. Rvík. gegn 10 þús, kr. skilatryggingu. —
Tilboð verða opnuð 7. ágúst n.k.
Desai og ofstæk-
issamtök Hindúa
Morarji Desai, forsætisráðherra og formaður þing-
flokks Janata, hefur á tveim árum glatað niður yfir-
burða meirihluta stjórnarinnar i þinginu eftir glæsi-
legan kosningasigur 1977 yfir kongresflokki Indiru.
— Janataflokkurinn er nú margkiofinn, og risinn
upp gegn forsætisráðherra sinum.
Morarji Desai, for-
sætisráðherra Indlands,
sem sagði af sér um sið-
ustu helgi, setti traust
sitt i togsteitunni innan
Janataf lokksins þessa 27
mánuði, sem hann hélt
um stjórnartaumana, á
þann flokksarminn, sem
loks varð þess svo vald-
andi, að stjórn hans féll.
Hinn áhrifamikli hægri-hópur,
Jan Sangh — einn fimm fyltóng-
ararma Janataflokksins — var
aðalágreiningsefniö i uppreisn
flokksins gegn Desai vegna
tengsla Jan Sangh við hindu-
endurvakn ingaflokkinn og
Rashtriya Swayamsevak Sangh
(skammstafaður RSS).
RSS, sem hefur riímlega 50 full-
trila á þingi og hafði þrjá áhrifa-
mikla ráðherra i rikisstjórninni
og tveim rikja Indlands, var
kennt um blóöug átök hindútnlar-
manna og múhammeðstrúar-
manna siðustu sex mánuði, en
þau hafa kostaö nær 150 manns
lifið.
Flokksmenn fóru alvarlega að
efast um hæfni Desai til þess aö
stjórna eftir þessar grimmilegu
óeirðir, lamandi verkföll og upp-
redst lögregluliðs landsins.
Hinn 83 ára gamli Desai, sem
verður áfram forsætisráðherra
til bráðabirgða, hefur allan tim-
ann verið mjög loðinn i afstöðu
sinni til RSS, en ef eitthvaö er þá
fremur vilhallur. Hefur það verið
illa þokkað af hindútrúarmönnum
um allt land. — En Desai átti
mikið undir Jan Sangh komið i
átökum innanflokks við Charan
Singh, fyrrum aðstoðarforsætis-
ráðherra, og náin tengsl Jan
Sangh við RSS fara ekki leynt.
Þrátt fyrir háværar kröfur innan
flokksins lét Desai undir höfuð
leggjast aö rjúfa hina umdeildu
hlekki Jan Sangh viö RSS, og
hann þverskallaöist við tilraun-
um til þess að láta Jan Sangh-ráð-
herra vik ja úr stjórninni, sem átti
að stemma stigu við brotthlaupi
þingliða úr Janatafbkknum.
Áður en Bahuguna, oliumála-
ráðherra, vékúrstjórninni reyndi
hann árangurslaust að fá Desai i
lið með sér til þess að banna, að
Jan Sangh væri hvorutveggja að-
ili að Janataflokknum og RSS.
Gahuguna sagði:
„I ljós hefur komið, að RSS er
grimmilega ofstækisfullt og
þrautskipulagt afl,sem æ ofan f æ
hefur spillt fyrir fyrirætlunum
löglegai kjörinnar rikisstjórnar
landsins á flestum sviðum, hvatt
til ofstækisfulls eingyrðingshátt-
ar i trúmálum til þess að hrinda i
framkvæmd eiösvörnum heitum
sinum um að skapa f landinu
hindútrúar þjóö einungis. — RSS,
sem nýtur stuönings eins arms
Janataflokksins, hefur átt beina
aðild að blóöugum óeirðum
hindútrúarmanna og múhamm-
eöstrúarmanna, en samt þver-
skallast Janataflokkurinn við aö
afneita RSS”.
Innan Janataflokksins var það
ogóánægjuefni, hve leiötogar Jan
Sangh vildu fara eigin leiðir. Þeir
höfðu aðskildar flokksskrifstofur
við aöra leiðtoga innan Janata-
flokksins, og neituðu að láta ung-
menna- og verkalýössamtök Jan
Sangh renna saman viö samsvar-
andi flokksdeildir Janata.
Þessi deila um tengsl Jan
Sangh við RSS spratt upp fljót-
lega eftir myndun Janataflokks-
ins i maí 1977.
Undirbúningsnefnd, sem starf-
aöi að samningu laga og stefnu-
skrár Janata, lagði til, að ein-
staklingar, sem heyrðu til sérhér-
aössamtökum, ættu ekki að fá
inngöngu f flokkinn. Þessi tillaga
mætti mikilli andstöðu innan
flokksins ogDesai ákvað að taka
hana ekki inn i lög félagsins, fyrr
en þá samstaða hefði fengist um
hana.
Raj Narain, fyrrum heil-
brigðismálaráðherra, sem varö
fyrstur flokksforkólfanna til þess
að skera upp herör gegn RSS,
varð einnig fyrstur til þess að
segja skilið við Janata, sem hann
sagði vera stjórnað af RSS. —
Hann myndaði sinn eiginn klofh-
ings — Janataflokk.
Atal Bihari Vajpayee, utan-
rikisráðherra — fulltrúi Jan
Sangh í rikisstjórninni —hélt uppi
vörnum fyrir RSS og sagði, að
árásirnar gegn samtökunum
væru af pólitiskum toga spunnar.
Hann bar það af Jan Sangh, að sú
flokksdeild væri tvöföld f roöinu
ogjafnt félagii RSS sem f Janata.
,,Við erum I Janataflokknum og.
honum einum trúir”.
Aörirforkólfar Jan Sangh gripu
tilþess að gefa út yfirlýsingu, þar
sem þeir lýstu þeirri hugsjón
sinni (með sama orðalagi og i
stefnuskrá Janata) að stuðla aö
endurreisn Indlands og að því, að
draumar Mahatma Gandhis
fengju aö rætast.
Það, sem mönnum þótti verst
tilhugsunar, var aö Jan Sangh og
RSS f sameiningu mundu með til-
stilli velagaöra félaga RSS, sex
hundruö þúsund talsins (og meö
nokkur milljón stuðningsmenn að
auki) ná undirtökunum i' Janata-
flokknum, sem gæti orðið stikil-
steinn upp I rikisstjórn RSS.
Jan Sangh hafði náð á sína fé-
lagaskrá fleiri einstaklingum en
nokkur hinna fjögurra arma
flokksins, og á grundvelli þess
hreppt ýmsar lykilstööur i
Janataflokknum. Jan Sangh hef-
ur 93 þingsæti af alls 544 í neðri
málstofu þingsins, og hefur
meirihluta i rfkisþingum að
minnsta kosti fimm stærstu rikja
Indlands.
Þótt Jan San^i eigfaðalftök sin
i norður- og miðhluta Indlands
hefur honum Tekist'að færa út
áhrif sfn til Andhra Pradesh-rikj -
anna ogtil Karnataka i suðri. Og
auövitað RSS um leið.
Leiötogi RSS, Balasaheb
Deoras, sagði I slðustu viku, að
RSS væri búið að festa sér sess og
yröi ekki hundsaö í framtiðinni.
Hann bar á móti þvf, að samtökin
heföuá prjónunum áætlun, skipu-
lagða út I ystu æsar, um að hrifsa
völdin ilandinu, og sagöi, að RSS
mundi aldrei oftar styð ja nokkurn
stjórnmálaflokk i kosningum
framvegis. — En það var talið, að
sjálfboðaliðarRSS heföu ekki átt
litinn þátt f velgengni Janata-
flokksins f kosningunum örlaga-
riku 1977.