Vísir - 18.07.1979, Blaðsíða 24

Vísir - 18.07.1979, Blaðsíða 24
Miðvikudagur 18. júlí 1979 síminner 86611 Spásvæði Veðurstofu islands eru þessi: 1. Faxaflói, 2. Breiðafjörð- ur, 3. Vestfirðir, 4. Norður- land, 5. Norðausturland, 6. Austfirðir, 7. Suðausturland, 8. Suðvesturland. Veðurspá dagsins SV mið: NV gola eða kaldi og skýjað fyrst. Gengur i SV kalda og siöan stinningskalda og rigningu þegar líður á dag- inn. SV og V stinningskaldi og skúrir á morgun. SV land til Breiðafjarðar, Faxaflóamið og Breiða- fjarðarmið: Breytileg átt og skýjað fyrst. Gengur i SV stinningskalda og rigningu siðdegis, en SV og V stinnings- kaldi og skúrir á morgun. Vestfirðir og Vestfjarða- mið: S gola og siðan kaldi og rigning fyrst, en SA stinnings- kaldi og rigning þegar liöur á daginn. SV og V stinningskaldi og skúrir á morgun. N land og N mið: Hæg breytileg átt og skýjað fyrst. Gengur I SV og sunnan kalda og stinningskalda og fer að rigna þegar liöur á daginn. SV stinningskaldi og viða skúrir á morgun. NA land og NA mið: Minnk- andi NV átt og viða þoka eða súld fyrst, SV og siðan sunnan gola eöa kaldi og skýjað og úr- komulaust i kvöld og nótt. Austfirðir og Austfjarða- mið: N gola eða kaldi og viða léttskýjað i dag. V og Sv kaldi og léttskýjað i nótt. SA land og SA mið: N og NA gola og sumstaðar léttskýjaö I dag. Gengur i SV og sunnan kalda og þykknar upp i nótt. veðrið hér og par Veðrið kl. 6 i morgun: Akureyri alskýjað 4, Bergen, skúrir 12, Helsinki, skýjað 15, Kaupmannahöfn, alskýjað 13, ósló, alskýjað 11, Reykjavik, skýjað 6, Stokkhólmur, létt- skýjað 17, Þórshöfn.skýjað 10. Veðrið kl. 18 i gær: Aþena, léttskýjað 25, Berlin, léttskýjað 17, Chicago, skýjaö 22, Feneyjar, léttskýjað 25, Frankfurt, skýjað 20, Nuk, skýjað 6, London, léttskýjað 25, Las Palmas, skýjaö 21, Luxemburg, skýjað 18, Mállorka, heiðskirt 25, Loki segir Svavar Gestsson segist alveg forviða á þeirri ákvörð- un Kjartans Jóhannssonar að taka til baka leyfi Svavars fyrir innflutningi á tveimur skuttogurum. Það er auðvitað gott að iáta lita út sem hann hafi ekki haft hugmynd um ákvörðun Kjart- ans fyrirfram. Deilt um skipan skðlamála á Slolullrðl: BÆJARSTJÚRN ÁTELUR VINNU- BRÖGÐ MENNTAMÁLARÁÐHERRA „Mörgum hérna finnast vinnubrögð mennta- málaráðherra harla einkennileg i þessu máli enda er ákvörðun hans i ósamræmi við vilja meirihluta þeirra aðila sem tengdir eru skóla- málum hér!” — sagði Skúli Jónasson, skóla- nefndarmaður á Siglufirði i samtali við Visi vegna ákvörðunar ráðherrans um skipan skóla- stjórnarmála þar i bæ. Samkvæmt ákvörðun Ragnars Arnalds, menntamála- ráðhera, á að sameina barna- skólann og gagnfræðaskólann i einn skóla: Grunnskóla Siglu- fjarðar með einum skólastjóra og einum yfirkennara og er þessi ákvörðun tekin i kjölfar þess, að skólastjóri barnaskól- ans Jóhann Þorvaldsson lætur af störfum fyrir aldurssakir hinn 1. september n.k. Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, skóla- stjóri Gagnfræðaskólans hefur samkvæmt þessari ákvörðun verið ráðinn skólastjóri Grunn- skólans. Þessum ráðstöfunum hafa ýmsir aðilar á Siglufirði mót- mælt, þ.á.m. fastir kennarar við barnaskólann, bæjarstjórn Siglufjarðar, meirihluti skóla- nefndar beggja skólanna og fræðslustjóri Norðurlandsum- dæmis vestra. Eru mótmælin m.a. byggð á þeim forsendum að skólahúsin eru tvö á sitt hvorum .stað i bænum og hvor skóli tiltölulega fjölmennur. Hafa þessir aðilar þvi farið fram á, að ráðinn verði skólastjóri sérstaklega við barnaskólann eins og verið hefur. Kennara- félag Siglufjarðar, þar sem gagnfræöaskólakennarar eru i meirihluta, hefur hins vegar lýst yfir samþykki við ákvörðun menntamálaráðherra. Vegna þessa máls var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Siglufjarðar hinn 9. júli sl. svo- hljóðandi ályktun: „Bæjarstjórn Siglufjarðar á- telur að menntamálaráöherra skuli ekki taka tillit til samþykktar skólanefndar, bæjarstjórnar, meirihluta fastra kennara við barnaskól- ann og álits fræðslustjóra um- dæmisins um skipan skóla- stjórnarmála á Siglufirði. „Akvörðun min er I anda grunnskólalaganna”, segir Ragnar Arnalds menntamála- ráðherra. — Sjá bls. 3. —Sv. G. Erfitt er að hemja bátana viö bryggju, ef einhver gjóla er. (Vlsism. ÞG). Smábátum bjargað með snarræðí „Það hefðu a.m.k. tveir bát- ar, að verðmæti kannski 5 milljónir hvor, eyðilagst þarna ef ekki hefði tekist að bjarga þeim á land. Viljum við Snar- faramenn þakka bæði lögregl- unni, sem tilkynnti að bátarnir væru I hættu, og svo starfs- mönnum Sementsverksmiðj- unnar sem björguðu öðrum á land” sagði Hörður Guðmunds- son, einn Snarfaramanna i sam- tali við Visi. Aðfararnótt þriðjudags sleit óveður upp smábáta i aðstöðu sem Snarfari hefur nálægt af- greiðslu sementsverksmiðjunn- ar en tókst að bjarga þeim sem áður sagði. Hörður sagðist vona að borgin sæi nú sóma sinn i að láta smá- bátaeigendur hafa aðstööu þá sem þeim hefði eitt sinn verið lofað. „Það þarf litla peninga til” sagði hann, „og má vinna á löngum tima. Aðalatriðið er að þetta er fjöl- skyldusport allra stétta sem ekki má falla niður.” -Ij Sædýrasalnið: Starfsleyfið helur enn ekki verið endurnýjað Starfsleyfi fyrir Sædýrasafnið I Hafnarfirði rann út um siðustu áramót og þrátt fyrir að nú sé miður júli, hefur það leyfi ekki enn'verið endurnýjað. Starfar þvi safnið án nokkurs leyfis frá opinBerum aðilum. Aö sögn Sigriðar Asgeirsdóttur, sem sæti á I Dýraverndunarnefnd rikisins, skortir mikiö á að safn- ið fullnægi reglugerð um dýra- garða og sýningar á dýrum og hefur i raun og veru aldrei gert þaö. „Min skoðun er sú, að vegna þess að aðbúnaður safnsins er ekki nógu góöur þá vilji dýra- verndunarnefnd rikisins ekki halda fund. Formaður nefndar- innar og yfirdýralæknir draga þaö á langinn að ganga frá þessu, vegna þess að ekki er hægt að veita leyfi til safnsins eins og það er i dag”, sagði Sigriður Asgeirsdóttir. Formaður Dýraverndunar- nefndar rikisins er Þór Guð- jónsson, veiðimálastjóri. Að sögn Sigriðar kannaði Dýraverndunarnefnd rikisins aðbúnaðinn I safninu I mai sið- astliðnum og stóð siðan til að halda fund með nefndinni, stjórn safnsins og einhverjum ábyrgum aðila. Þessi fundur hefur ekki verið haldinn, þrátt fyrir itrekaðar óskir Sigriöar og ber formaður nefndarinnar þvi við að hann sé of upptekinn við önnur störf. Héraðsdýralæknir hefur ný- lega kannað ástand safnsins og lýsir hann yfir aö mikið vanti á að reglum um dýragarða sé framfylgt i safninu. Mesta vandamálið sé það að neyslu- vatn sé ofanjarðar og siðasta vetur þá fraus i öllum vatns- pipum og olli það tjóni á ýmsum dýrategundum. Frárennslið frá safninu hefur einnig laskast eitthvað, sagði Sigriður.ogrenn- ur ekkert frá safninu núna. Samband dýraverndunarfé- laga kærði starfsemi safnsins um siðustu áramót og einhver- staðar i'kerfinu situr sú kæra og biður opinberrar meðhöndlun- ar. Sigriður Asgeirsdóttir sagðist hafa skrifað menntamálaráðu- neytinu um málefni safnsins, en það hefur yfirstjórn þessara mála með höndum. -SS- BsiarríD Rkureyrar: Biður rlkis- stjðrnlna aé styðia ullariðnað Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sinum nýlega ályktun til forsætisráðherra þar sem þeim tilmælum er beint til hans að rikisstjórnin geri nú þegar nauðsynlegar ráðstafanir til stuðnings ullariðnaðinum. Telur bæjarráðið að atvinnu- lif á Akureyri sé i yfirvofandi hættu vegna erfiðleika þeirra sem ullariðnaðurinn i landinu á við að etja. Sat Hjörtur Eiriks- son framkvæmdastjóri Iðnaöar- deildar SIS þennan fund ráösins og skýrði frá þeirri slæmu stöðu sem ullariðnaðurinn væri i um þessar mundir. —HR Atvinnubilstjórar mótmæltu fyrir nokkrum árum með akstri stórra bfla um miðbæinn. MDImall atvlnnubllstiora: Skipuleggja umferðarteppu Samtök atvinnubilstjóra hafa skipulagt mótmælaakstur i mið- bænum ogvið stjórnarráðið til aö sýna hug sinn til bensinhækkun- arinnar sem þeir telja beinar skattaálögur á atvinnutæki sin. Aðgerðirnar hefjast klukkan tvö i dag en þá ætla bflsjórarnir að safnast saman við BSI. í framhaldi af þessum aðgerð- um eru bifreiðaeigendur hvattir til að stöðva bifreiðar sinar á morgun i tvær minútur klukkan 17.50, hvar sem þeir eru staddir. — JM.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.