Morgunblaðið - 07.09.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 07.09.2001, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2001 43 sögu og mannlíf. Hann þekkti fjöllin, dalina og fossana með nafni. Ekki var áhuginn minni varðandi fuglalífið og plönturnar og hann taldi það ekki eftir sér að miðla þeim fróðleik til samferðamanna sinna. Það var alltaf skemmtilegt að skiptast á skoðunum við hann hvort sem var á sviði lög- fræði, heimspeki, sögu eða stjörn- mála. Gunni var alls staðar heima. Hann trúði á þann heim sem hann lifði í og var sannkallaður gleðimað- ur. Án hans verður heimurinn svo miklu fátækari. Ég mun sakna þín svo sárt, kæri vinur, sakna þess að hlæja með þér, rökræða við þig eða bara að vita af vináttu þinni og góðvild. Sá söknuður er þó hjóm eitt miðað við þann harm sem kveðinn er að eiginkonu og dætrum. Ég bið góðan guð að styrkja þær í hinni miklu sorg. Katrín Theodórsdóttir. Elsku Gunnar minn. Ég trúi vart að þú sért farinn frá okkur, langt um aldur fram. Dvöl þín með okkur var allt of stutt. Við fráfall þitt er skilið eftir stórt skarð í fjöldskyldum okk- ar. Tími sem þessi fær mann til að líta um öxl og horfa yfir farinn veg. Við sem áttum eftir að gera svo margt saman. Við vorum nú meðal annars í miðri skipulagningu fyrir golfmót sem við ætluðum að halda með fjölskyldum okkar. Margs er að minnast frá tíma okkar saman. Þó svo að tími okkar saman hafi ekki verið mikill hin síðari ár man ég vel eftir þeim árum sem við vorum mikið saman. Minning mín um þig stendur upp úr er þú bjóst í Dan- mörku og stundaðir þar nám þitt ásamt fjölskyldunni. Við komum tvisvar út að heimsækja ykkur og áttum þar frábærar stundir saman. Sumarbústaðaferðirnar er við áttum saman með fjölskyldum okkar voru einnig ógleymanlegar. Þú varst alltaf svo glaðlyndur og ávallt leið manni vel í návist þinni. Yfirvegun og róleg- heit þín gáfu manni einnig aukna vel- líðan. Þú gafst svo mikið af þér með fróðleik þínum, þannig að fólk hreifst af. Ég man einnig að eftir að þú komst heim leitaði mamma alltaf í fróðleikssafn þitt þegar hún vissi ekki eitthvað sem ég var að spyrja hana um. Þið pabbi voruð líka svo góðir vinir. Ég man að þegar ég bjó hjá pabba var hann svo oft að senda bréf til þín er þú bjóst úti í Dan- mörku. Ég trúi því að nú sértu kominn til afa Sigurðar og ömmu Kaju í ný heimkynni og þið hefjið nýja ferð þar saman. Ég kveð þig, Gunnar minn, með þakklæti fyrir þær stundir eru við áttum saman og djúpum söknuði. Elsku Guðfinna, Karitas og Theó- dóra. Við Ragnheiður, Elías Björg- vin og Kristófer Dagur sendum okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Sigurður Egill Þorvaldsson og fjölskylda. Gunnar Egill, ástkær móðurbróð- ir okkar, er fallinn frá langt um aldur fram eftir skammvinn veikindi. Við minnumst frænda okkar með söknuði. Gunnar hafði létta lund, góða kímnigáfu og góðan skammt af stríðni. Hann var mjög vel gefinn, fróðleiksfús og vel lærður og það var alltaf gaman að hitta hann, ræða um landsins gagn og nauðsynjar og slá á létta strengi. Gunnar var einstaklega barngóð- ur og átti auðvelt með að miðla af þekkingu sinni og til merkis um það var hann iðinn við að kenna okkur unga fólkinu undirstöðuatriði í tafl- mennsku, knattspyrnu og öðrum áhugamálum sem áttu hug hans. Konur hafa ávallt skipað stóran sess í lífi Gunnars. Á heimili ömmu og afa á Lynghaganum ólst hann upp ásamt þremur systrum og Lilju frænku okkar og hefur hann eflaust mátt hafa sig allan við. Hann var því alvanur að umgangast kvenfólk þeg- ar hann síðar eignaðist með konu sinni, Finnu, dæturnar Karítas og Theodóru. Gunnar var stoltur faðir og mátti glöggt sjá vitni þess á út- skriftardegi Karítasar þegar hann hélt frábæra útskriftarræðu henni til heiðurs. Þar kynnti hann einnig formlega til sögunnar tilvonandi tengdason sinn, Palla, og heyrðum við að þeim var vel til vina og hann var liðsaukanum feginn. Gunnar var búinn að eignast sitt fyrsta barna- barn sem að sjálfsögðu var stúlku- barn, Melkorka Ingibjörg. Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, sól, og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom, ljós, og lýstu mér, kom, líf, er ævin þver, kom, eilífð bak við árin. (Þýð. V. Briem.) Söknuður okkar er mikill en mest- ur er þó söknuður nánustu fjölskyldu Gunnars. Við biðjum Guð að blessa ykkur og styrkja í sorginni. Hrönn og Bernhard A. Petersen og fjölskyldur. „Það syrtir að er sumir kveðja,“ var setning sem Lilja frænka okkar sagði oft er andlát bar að. Þessi orð eiga heima hér þegar við minnumst frænda okkar og vinar, Gunnars Eg- ils, sem er fallinn frá skyndilega, langt um aldur fram. Hugurinn reik- ar til æskuáranna á Lynghaga þar sem stórfjölskyldur bjuggu, og börn og unglingar ólust upp í frelsi en samkennd. Fjölskyldumót hjá Önnu Maríu – ömmu í Lönguhlíð – kallast fram í hugum okkar þar sem margt var gert sem tengdi okkur frænd- garðinn saman. Eitt er víst að í kjall- araherberginu sem Jóhanna Egils- dóttir, hin amma Gunnars, léði þeim Lynghagafrændum voru þjóðmálin rædd í þeirri vídd sem ung, fersk sjónarmið og reynsla reyndrar bar- áttukonu gaf efni til. Gunnar las sál- fræði til að byrja með og starfaði við Öskjuhlíðarskóla með börn sem minna mega sín en fór síðan í hag- fræðinám. Ef til vill voru þessi áhugasvið arfleifð æskuáranna og uppeldisins. Gunnar var hógvær að eðlisfari en glettinn og glaðsinna og lagði gott til mála. Samheldni hans og systra hans var mikil og sást greinilega í gleði, væntumþykju og vináttu þar sem þau komu saman. Gunnar var ekki bara ættrækinn, heldur rakti ættir í orðsins merk- ingu. Hann og Guðfinna voru sam- taka og eru dæturnar Karítas og Theódóra góð vitni þar um. Þegar Guðmundur Örn, sem býr í Svíþjóð, kom ásamt börnum sínum til lands- ins í sumar tóku þau hjónin þeim með kostum sem sýnir hve kært var með þeim frændum. Við biðjum Guð að geyma Gunnar Egil. Kæra Guðfinna, Karitas, Páll, Melkorka Ingibjörg, Theodóra, syst- urnar Jóhanna, Anna María, Hildi- gunnur og fjölskyldur, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Borghildur, Arndís, Guð- mundur Örn og Hildigunnur. Aldrei hefði mér dottið í hug að við værum að hittast og kveðjast í síð- asta skipti, þegar við komum til Ís- lands í sumar. En mikið er ég glöð. Við höfðum það svo skemmtilegt, eins og alltaf. Það eru svo margar minningar sem fljúga í gegnum hugann. Góðu árin í Dalselinu, sumarbústaðaferð- irnar í Grímsnesið, ferðin mín til ykkar til Danmerkur og fleira. Þú varst alltaf svo góður við mann sama hvort maður var 5, 15 eða 25 ára. Eitt sinn sagðir þú: ,,Maður fer ekki til Kaupmannahafnar nema að fá sér rauða pylsu á Ráðhústorginu.“ Ég mun hugsa til þín þegar ég stend á Ráðhústorginu og borða eina rauða. Elsku Finna, Kaja og Tedda, missirinn er mikill. Megi guð gefa ykkur styrk í sorginni. Kær kveðja, Harpa Snædal. Það var okkur mikið áfall að fregna af ótímabæru láti vinar okkar, Gunnars E. Sigurðssonar, sem lést eftir stutt en erfið veikindi. Við höfum þekkt Gunnar frá því við vorum strákar, þótt raunveruleg vinátta hafi ekki mótast fyrr en á unglingsárunum. Frá þeim tíma hef- ur sú vinátta haldist óslitin með okk- ur og fjölskyldum okkar. Í gegnum árin höfum við ferðast mikið saman, bæði innanlands og ut- an. Í þeim ferðum kom vel í ljós mik- ill áhugi Gunnars á umhverfi sínu og sögu viðkomandi staða. Við félagarn- ir og fjölskyldur okkar nutum góðs af þeirri þekkingu og þeim fróðleik sem hann miðlaði til okkar á þessum ferð- um. Einnig eru minnisstæðar ánægjulegar heimsóknir til Gunnars og fjölskyldu hans í Danmörku þegar hann var við hagfræðinám í Árósum. Árlegar veiðiferðir voru fastur punktur í tilverunni og skipti þá litlu máli hvort fiskur væri dreginn á land eða ekki. Útiveran og félagsskapur- inn var það sem skipti máli. Gunnar var alla tíð mikill áhuga- maður um íþróttir. Hann æfði og keppti í knattspyrnu og handbolta á sínum yngri árum með Þrótti í Reykjavík, auk þess sem hann vann að félagsmálum fyrir Þrótt og var ávallt mikill stuðningsmaður þess félags. Fyrir nokkrum árum hóf Gunnar og við vinir hans að spila golf. Marg- ar góðar stundir áttum við með Gunnari á golfvellinum en hann hafði á skömmum tíma náð góðum tökum á íþróttinni. Gunnar var skákmaður góður og var hann iðinn við að kalla okkur félagana saman til að tefla og spila og höfum við komið reglulega saman nokkrum sinnum á ári sl. þrjátíu ár. Verður hans sárt saknað úr klúbbn- um okkar, sem ekki verður samur. Hann var mikill jafnaðarmaður og studdi Alþýðuflokkinn og hafði mik- inn áhuga á landsmálum. Hann vann vel fyrir sinn flokk og var mjög fylgj- andi sameiningu jafnaðarmanna. Gunnar var hógvær og traustur maður sem gott var að leita til. Hann var mjög yfirvegaður og þolinmóður og gaf sér góðan tíma við þau verk- efni sem hann tók að sér og leysti þau vel af hendi. Við og fjölskyldur okkar sendum Guðfinnu, Theódóru, Karitas og fjöl- skyldu okkar innilegustu samúðar- kveðjur og vitum að minningin um góðan dreng mun hjálpa þeim á skilnaðar- og kveðjustund. Birgir Aðalsteinsson og Guðjón Steingrímsson. Ég vil með örfáum orðum minnast vinar míns Gunnars Sigurðssonar sem lést langt um aldur fram hinn 24. ágúst sl. Kynni okkar Gunnars hafa staðið í um þrjá áratugi. Við tilheyrðum sama vinahópi sem kom oft saman – fyrst á menntaskólaárum, en þó jafn- vel enn meira síðar meir þegar menn voru búnir að stofna heimili og eign- ast fjölskyldu. Þessi gamli vinahópur hittist oft, t.d. voru veiðiferðir farnar í mörg ár, en einhverra hluta vegna var engin farin í sumar. Í þessum ferðum var Gunnar ómissandi, en ekki vorum við alltaf fengsælir í þessum ferðum, enda var félags- skapurinn ekki síður mikið atriði, svo og góður aðbúnaður á veiðistað. Var oft afar kátt á hjalla í veiðihúsunum og var Gunnar oftar en ekki hrókur alls fagnaðar, og málglaður mjög, sérstaklega um pólitík, og hafði reyndar skoðun á öllu. Auk þessara veiðiferða kom þessi vinahópur saman, annaðhvort við strákarnir eða makar voru með. Við hittumst alltaf reglulega og tefldum skák, en upp á síðkastið hefur ein íþróttin enn bæst við – golfið. Gunn- ar var búinn að stunda golf í nokkur ár og stóð því framar okkur flestum, en hann hafði greinilega mjög gaman af þessari íþrótt. Sjálfur fór ég ekki að stunda þetta fyrr en á síðastliðnu sumri, og eftir það hef ég farið ótal sinnum með Gunnari og fleiri félög- um út á völl. Við stunduðum golfið meira eða minna í allan vetur þegar veður leyfði og var síðasti hringurinn farinn fyrir nokkrum dögum. Gunnar tók upp á því að fara til Danmerkur til að stunda framhalds- nám, eftir að hann hafði starfað sem kennari um nokkra hríð. Hann var við nám á fertugsafmælinu í Dan- mörku og við félagarnir gáfum hon- um það í afmælisgjöf að fá okkur alla í heimsókn, og við hittumst í Kaup- mannahöfn. Þessi ferð er í minnum höfð og oft vitnað til hennar þegar við komum saman – enda margt brallað. Ég kveð hér góðan vin og félaga og votta Guðfinnu, dætrunum og öll- um öðrum aðstandendum dýpstu samúð mína – megi góður guð styrkja ykkur á þessum erfiða tíma. Einar E. Guðmundsson. Kveðja frá Vinnumálastofnun Vinnustaður er samfélag fólks með mismunandi þarfir og vænting- ar. Samband milli vinnufélaga getur verið mjög mismunandi eins og flest- ir þekkja og andrúmsloftið á vinnu- staðnum er ráðandi þáttur um það hvernig fólki líður í vinnunni. Gunn- ari E. Sigurðssyni, hagfræðingi og forstöðumanni vinnumálasviðs hjá Vinnumálastofnun sem nú hefur ver- ið hrifinn burt á miðjum degi, voru þessar staðreyndir vel kunnar. Hann lagði sig í framkróka við að skapa gott andrúmsloft í kringum sig. Hon- um var umhugað um aðstæður og hagi vinnufélaga sinna og var ávallt boðinn og búinn til að koma til móts við fólk og veita aðstoð ef á þurfti að halda. Fráfall hans er okkur sem eft- ir stöndum mikið áfall. Með námi sínu og störfum að vinnumarkaðsmálum, fyrst í félags- málaráðuneytinu og síðar hjá Vinnu- málastofnun eftir að hún var sett á laggirnar, hafði Gunnar öðlast reynslu og þekkingu sem var ómet- anleg við uppbyggingu á nýrri stofn- un. Nákvæmni Gunnars var við- brugðið og við mótun á nýjum starfsreglum og starfsaðferðum kom fagmennska Gunnars best í ljós. Gunnar gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum á erlendum vett- vangi fyrir vinnustað sinn og við- brögðin við fráfalli hans eru sam- starfsmönnum hans þar líkt og okkur hér heima mikið áfall. Maðurinn einn er ei nema hálfur en með öðrum er hann meiri en hann sjálfur. (E. Ben.) Þrátt fyrir að Gunnar væri mjög bókhneigður maður og áhugasamur um aðskiljanlegustu hluti, hagfræði, ættfræði, landafræði og vitaskuld íþróttir, enda gamall íþróttamaður, þá naut hann sín best með og innan um fólk. Að eiga slíkan vinnufélaga er ákaflega dýrmætt og eins og nú er komið getum við vinnufélagar hans aðeins fátæklega þakkað fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast Gunnari. Við munum búa að þeirri reynslu. Hvert augnablikskast, hvert æðaslag er eilífðarbrot. Þú ert krafinn til starfa. Hvað vannstu Drottins veröld til þarfa, þess verðurðu spurður um sólarlag. (E. Ben.) Gunnar var fyrirvaralaust kallað- ur burt á hádegi lífs síns. Hann stóð með uppbrettar ermar og verkin gengu undan honum enda með af- brigðum starfssamur og vinnuglaður maður. Sé svo að við séum spurð um reikningsskil gjörða okkar frammi fyrir forsjóninni á hinsta degi þá hef- ur Gunnari E. Sigurðssyni verið auð- velt um svör. Hans verk munu lifa og umfram allt var það nærvera hans sem leiddi svo margt gott af sér. Gunnars er sárlega saknað af okk- ur vinnufélögum hans. Við vottum fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð. Guð blessi minningu Gunnars E. Sig- urðssonar. Gissur Pétursson. Kveðja frá félagsmálaráðuneytinu Okkur starfsmönnum félagsmála- ráðuneytis var mjög brugðið er við fengum þær fréttir að Gunnar lægi helsjúkur. Mörg okkar höfðu átt ein- hver samskipti við hann síðasta vinnudag hans og hitt hann fyrir glaðan og hjálpsaman að vanda. Það er ætíð erfitt að kveðja mann sem fellur frá á besta aldri og margar spurningar vakna um það hversu hverfult lífið er. Gunnar var sam- starfsmaður okkar í félagsmálaráðu- neytinu um nokkurra ára skeið, en við stofnun Vinnumálastofnunar fluttist hann í hina nýju stofnun en sinnti áfram sömu verkefnum og áð- ur. Þar sem skrifstofa Vinnumála- stofnunar er í sama húsi og ráðu- neytið hittum við Gunnar áfram nær daglega og mörg okkar höfðu áfram mikil samskipti við hann. Það var ávallt gott að leita til hans. Gunnar var ljúfmenni í allri framkomu og brást ávallt vel við er leitað var til hans. Hann var með afbrigðum hjálpsamur og samviskusamur og nákvæmur í allri sinni vinnu. Gunnar hefur um árabil haldið utan um at- vinnuleysisskráningu hér á landi. Hann var virkur þátttakandi í nor- rænu vinnumálasamstarfi og byggði upp samstarf Íslands í gegnum evr- ópska vinnumiðlunargrunninn. Við eigum erfitt með að átta okkur á því að hann sé farinn og minnumst þess að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Við minnumst Gunnars jafnt sem góðs og skemmtilegs félaga. Við færum aðstandendum hans okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Samstarfsfólk í félagsmálaráðuneytinu. Það var í ársbyrjun 1998 að ég kynntist Gunnari E. Sigurðssyni sem í dag verður kvaddur hinstu kveðju. Við urðum þá samstarfs- menn og mér þótti gott að eiga svo glöggan og ljúfan dreng sem vinnu- félaga. Honum var lagið að miðla af góðri reynslu sinni og þekkingu til okkar sem þá komum til starfa hjá ungri stofnun. Með árunum urðu fundir okkar og samræður meiri og ég fékk að kynnast mannkostum Gunnars enn betur. Fyrir það allt er ég þakklátur í dag en um leið hrygg- ur yfir að missa svo góðan dreng langt um aldur fram. Gunnar gegndi einni af lykilstöð- um hjá Vinnumálastofnun. Við starfsfólk svæðisvinnumiðlana vítt um landið þurfum að eiga mikil sam- skipti við samstarfsfólk okkar á Vinnumálastofnun. Samstarfið við Gunnar var alla tíð sérlega ánægju- legt enda var Gunnar mikið prúð- menni og háttvís í öllum samskipt- um. Hann var vel að sér á sínu sviði, vel kynntur innan lands sem utan vegna starfa sinna. Hann var bón- góður og ráðagóður og til hans var allaf gott að leita um upplýsingar og fróðleik. Gunnar átti líka glaða og létta lund og kunni að sjá spaugilegar hliðar lífsins. Ég minnist ánægjulegrar vinnuferðar sem við fórum saman ásamt öðrum til Hamborgar fyrir um tveimur árum. Þá kynntist ég Gunn- ari enn betur og fann hve góður drengur hann var. Hann var sér þess meðvitandi að hann var í þjónustu- starfi og það var honum metnaðar- mál að stofnun okkar veitti góða og árangursríka þjónustu. Við Gunnar áttum líka dálítil sam- skipti í einkalífi þar sem börn okkar voru bæði á sama tíma skiptinemar í sömu borg erlendis. Þá fann ég vel hve honum var annt um fjölskyldu sína. Það kom líka í ljós þegar hann varð afi að barnabarnið var sólar- geisli í lífi hans. Það er þungbært að þurfa að sætta sig við það hve dauðinn veitti þungt högg í þetta sinn og hreif frá okkur ljúfan mann á besta aldri. Ég frétti á ferð erlendis að Gunnar hefði veikst skyndilega og tvísýnt væri um bata. Bænir um að veikur vinur fengi að lifa rættust ekki og nú stöndum við frammi fyrir sárum veruleika dauðans. Við samstarfsmenn hans á Svæð- isvinnumiðlun Suðurlands á Selfossi söknum vinar í stað. Og svo er reynd- ar alls staðar innan okkar stofnunar. Þyngstar byrðar eru þó lagðar á eft- irlifandi fjölskyldu hans. Þeim öllum sendum við hugheilar samúðarkveðj- ur og biðjum góðan Guð að leggja þeim líkn með þraut og umvefja þau sinni máttugu huggun um ókomna tíð. Gunnari E. Sigurðssyni þökkum við vináttu og samskipti liðinna ára og biðjum Guð að blessa minningu hans. Svavar Stefánsson.  Fleiri minningargreinar um Gunnar Egil Sigurðsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.