Morgunblaðið - 07.09.2001, Síða 45

Morgunblaðið - 07.09.2001, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2001 45 HANNES Hlífar Stefánsson heldur enn forystunni í landsliðs- flokki á Skákþingi Íslands þegar þrjár umferðir eru til loka móts- ins. Hann gerði jafntefli við Stef- án Kristjánsson í sjöttu umferð, en helstu keppinautar Hannesar gerðu einnig jafntefli, þannig að hann heldur enn hálfs vinnings forystu. Enn er þó of snemmt að spá fyrir um úrslit mótsins, því baráttan er hörð og jöfn. Þannig er einungis eins vinnings munur á þriðja efsta sætinu og því næst- neðsta. Sjötta umferðin var mjög spennandi eins og fyrri umferðir mótsins. Bragi Þorfinnsson stýrði hvítu mönnunum til sigurs af miklu öryggi eftir að Arnar Gunnarsson vék út af alfaraleið- um strax í sjötta leik og lenti í erfiðri klípu. Jón Viktor Gunn- arsson varð einnig að játa sig sigraðan eftir að hafa lent í af- brigði sem Sigurbjörn Björnsson hafði betri þekkingu á. Sigur- björn, sem hafði svart, fékk yf- irburðastöðu og innbyrti vinning- inn í 43 leikjum. Einna mesta athygli vakti skák þeirra Jóns Garðars og Björns Þorfinnssonar. Björn sýndi enn á ný að hann er háll sem áll og gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Jón Garðar fékk yfirburðastöðu í skákinni og Björn lenti í erfiðu endatafli með hrók gegn hróki og riddara Jóns Garðars. Björn hafði tvö peð, en Jón Garðar eitt. Það virtist ekki leika vafi á því, að Björn var kom- inn með tapað tafl, en engu að síður tókst honum að ná jafntefli eftir harða baráttu. Nú þarf Björn að ná tveimur vinningum úr síðustu þremur umferðunum til að ná alþjóðlegum áfanga. Úrslit sjöttu umferð- ar: Jón G. Viðarss. – Björn Þorfinnss. ½–½ Bragi Þorfinnss. – Arnar Gunnarss. 1–0 Stefán Kristjánss. – Hannes H. Stef- ánss. ½–½ Jón V. Gunnarss. – Sigurbjörn Björnss. 0–1 Lenka Ptacnikova – Þröstur Þórhallss. ½–½ Sjöunda umferð var tefld í gærkvöldi, en áttunda og næst- síðasta umferð verður tefld í kvöld og hefst taflið kl. 17 í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Þá mætast m.a. Jón Garðar og Hannes, Stefán og Þröstur og Lenka og Bragi. Áhorfendur eru velkomnir. Ní- unda og síðasta umferð verður síðan tefld á morgun, laugardag, og hefst hún fyrr en aðrar um- ferðir eða kl. 13. Ítarlegar upp- lýsingar um mótið má finna á skak.is, sem jafnframt vísar á prýðilega heimasíðu mótsins. Hellir og TR í úrslitum hraðskákkeppninnar Hraðskákkeppni taflfélaga nýt- ur sívaxandi vinsælda og að þessu sinni taka 12 lið þátt í keppninni. Enn á ný eru það Taflfélagið Hellir og Taflfélag Reykjavíkur sem mætast í úrslitum keppninn- ar. Hellir vann öruggan sigur á Skákfélagi Akur- eyrar í undanúrslit- um og svipað varð uppi á teningnum í viðureign Taflfélags Reykjavíkur og Taflfélags Garða- bæjar. Hellir á heimavöll í úrslita- keppninni, en ekki er búið að ákveða dagsetningu. Yfir- dómari í keppninni er Ólafur S. Ás- grímsson. Þetta er í sjöunda skiptið sem þessi keppni fer fram. Hellir hefur sigrað þrívegis, TR tvívegis og Skák- félag Hafnarfjarðar einu sinni. Bikarmót Plúsferða Taflfélag Garðabæjar og Plús- ferðir bjóða nú í fyrsta sinn til Bikarmóts Plúsferða. Öll sterk- ustu taflfélög landsins taka þátt í keppninni auk landsliðssveita. Keppt verður í 6 manna sveitum og tefldar verða atskákir. Um er að ræða útsláttarkeppni, sem hefst á forkeppni. Þar eigast við: Skákfélag KR – Hrókurinn–B Skákf. Reykjanesb. – Tafld. Bolungarv. Viðureignir í forkeppninni munu fara fram á tímabilinu 10.– 15. september. Viðureignir í 16 liða úrslitum hefjast síðan 15. september. Ítarlega og skemmtilega um- fjöllun má finna um þessa keppni á nýrri og glæsilegri heimasíðu Taflfélags Garðabæjar: www.- tgchess.com. Daði Örn Jónsson Hannes Hlífar heldur forystunni í landsliðsflokki SKÁK H a f n a r f j ö r ð u r 31.8–8.9. 2001 SKÁKÞING ÍSLANDS Hannes Hlífar Stefánsson Craniosacral The Upledger Institute UK mun halda grunn- námskeið í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeð- ferð 5.—8. október nk. Nánari upplýsingar fást á www.craniosacral.is eða hafa samband við Ágúst hjá UIUK, 2 Marshall place, Perth, PH2 8AH, Skotland, sími 0044 1738 444404. TILBOÐ / ÚTBOÐ Tilboð Tilboð óskast í lager, hluta af innréttingum og búnaði í eigu þrotabús Möppudýrsins ehf., kt. 490198-2379. Möppudýrið var bóka- og gjafavöru- verslun í Sunnuhlíð á Akureyri. Innkaupsverð lag- ers er talið að hámarki 5.000.000. Tilboð í ofangreindar eignir sendist til skiptastjóra fyrir miðvikudaginn 12. september nk. Nánari upplýsingar veitir Margrét María Sigurðar- dóttir, skiptastjóri, í síma 464 0404 eða 862 0414, fax 464 0403, netf. mms@isl.is . KENNSLAUPPBOÐ Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Ásklif 3, Stykkishólmi, þingl. eig. Ásklif ehf., gerðarbeiðandi Íbúða- lánasjóður, föstudaginn 14. september 2001 kl. 11.00. Ásklif 3A, Stykkishólmi, þingl. eig. Ásklif ehf., gerðarbeiðandi Íbúða- lánasjóður, föstudaginn 14. september 2001 kl. 11.15. Háarif 13, 2. hæð, Snæfellsbæ, þingl. eig. Jón Bjarni Andrésson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Lífeyrissjóður sjómanna, föstu- daginn 14. september 2001 kl. 14.00. Sýslumaður Snæfellinga, 7. september 2001. R A Ð A U G L Ý S I N G A R

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.