Morgunblaðið - 07.09.2001, Síða 48

Morgunblaðið - 07.09.2001, Síða 48
48 FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞAÐ hafa orðið kynslóðaskipti í út- varpi allra landsmanna. Eldri og reyndari þáttastjórnendur víkja meir og meir fyrir ungu og áköfu fólki. Að mínu mati skortir marga þeirra yfirsýn og þekkingu og þar gætir stundum barnaskapar. Á Rás 2 í gær var verið að ræða um tvo unga menn sem höfðu orðið uppvísir að mörgum þjófnuðum. Það kom fram í máli þáttastjórnendanna að ungu mennirnir höfðu brotist inn til að fjármagna fíkniefnakaup, sögunni fylgdi að menn væru gjarnan barðir og eitthvað þaðan af verra ef þeir borguðu ekki slíkar skuldir, og væru fengnir til þess svokallaðir hand- rukkarar. Hugsa sér, sagði stjórn- andinn, þetta sýnir að það borgar sig að greiða skuldir sínar. Mér svelgd- ist á. Þetta var svo ósmekklegt að ég held að blessuð stúlkan hafi ekki leitt hugann að því hvað hún var að segja. Var hún að meina að skuldir fíkla við dópsala, væru sams konar skuldir og bankalán eða skattar? Nei, það hefur örugglega ekki hvarflað að henni. Fyrir mér er þetta sorgarsaga, hún hvorki byrjar né endar þarna. Og það sem verra er það er lítill vilji yf- irvalda til að reyna að leysa þennan vanda, þ.e. ráðast að rótum hans. Það er alltaf verið að taka á afleið- ingunum. Þessir piltar fara örugg- lega í fangelsi, út aftur og hvað svo? aftur á götuna? Næstum því örugg- lega. Það er mikið rætt um forvarn- arstarf og það er af hinu góða. Þessir piltar voru mjög sennilega í leikskóla og síðan í grunnskóla, fyrir þá dugði ekki forvarnarstarfið, og nú eru þeir orðnir glæpamenn eftir skilgrein- ingu samfélagsins. Í staðinn fyrir að í raun eru þeir fórnarlömb. Einhver kom þeim á bragðið, einhver kom þeim til að verða viljalaus verkfæri. Það er afskaplega lítið gert til að ná þessum Einhverjum. Nafnlaus ógn- valdur sem enginn handsamar. Í kosningabaráttunni síðast kom Framsóknarflokkurinn fram með slagorð sem var milljarð í vímuvarn- ir. Eða eitthvað álíka. Mér finnst lít- ið sjást af þessum milljarði í þjóð- félaginu, því miður því það er svo sannarlega þörf fyrir hann. Hefði nú ekki verið betra fyrir þessa tvo ungu menn ef það hefði verið til staðar lokuð meðferðarstofnun sem hægt hefði verið að dæma þá í? Meðferð- arstofnun þar sem væru til staðar læknar, sálfræðingar og félagsfræð- ingar. Það er svoleiðis komið fyrir mörgum ungum manni og konu að þau hafa enga leið, það er vítahring- ur; afbrot – fangelsi – afbrot, og kannski meðferð á Vogi inni á milli. Stundum endar þessi vítahringur með því að ungmennið sviptir sig lífi. Og við megum ekki við því að missa neinn. Það er eitthvað að í þjóðfélag- inu okkar þegar stór hópur ungs fólks er fastur í neti glæpa og eitur- lyfja, hefur ekki kraft og kjark til að koma sér upp úr því og það er ekkert sem hjálpar, engin úrræði neins staðar. Hvað á þetta að ganga svona lengi? Hve lengi ætla stjórnendur þessa lands að láta málin danka svona? Hvað þarf til að eitthvað verði gert? Spyr sú sem ekki veit. Ég þekki þessar aðstæður og ég þekki það að hrópa út í tómið og vita ekk- ert hvert á að leita eða hvar er hjálp að finna. Ég þekki örvæntinguna og reiðina sem grípur aðstandandann þegar ekkert er hægt að gera. Ég þekki líka til þegar einstaklingur reynir að komast upp úr fúafeninu og þá löngu og ströngu leið inn í samfélagið aftur sem honum er gert næstum ómögulegt að komast í gegnum. Það er eitthvað að, það er eitthvað mikið að og það er skylda þeirra sem völdin hafa að laga þetta. Fíkniefnaneytendur og fíklar þessa lands eru staðreynd og þeir hafa sinn rétt. Þeir eru í mörgum tilfell- um fórnarlömb en ekki glæpamenn og þeir þurfa hjálp en ekki fordæm- ingu. Þeir þurfa aðstoð samfélags- ins, eins og lokaðar meðferðarstofn- anir, þar sem þeim er kennt að lifa upp á nýtt í samfélagi manna, þar sem þeir fá andlega og félagslega hjálp fagaðila, og stuðning til að komast út í lífið aftur. Milljarður er góð tala til að byrja á. ÁSTHILDUR CESIL ÞÓRÐARDÓTTIR, Seljalandsvegi 100, Ísafirði. Samfélag í nærmynd Frá Ásthildi Cesil: FYRIR rúmum fjórum árum lét ég draum minn rætast og stofnaði fyr- irtæki þar sem ég gat eytt hverjum degi í að umgangast það sem mér þykir gaman að. Undirbúningurinn var erfiður en ánægjulegur og hlakkaði ég mikið til þess að takast á við reksturinn. Mér fannst ég njóta mikilla forréttinda að geta lagt pen- inga í að uppfylla draum. Þegar nær dró opnun breyttist þessi tilhlökkun í dálítið samviskubit. Ég sá nefni- lega mynd að litlu tötraklæddu barni í bæklingi sem ég fékk sendan heim. Barnið var stúlka, u.þ.b. 7 ára gömul og þrátt fyrir tötrana brosti hún út að eyrum. Hún var ein af þeim fjöl- mörgu börnum sem ABC-hjálpar- starf styrkir víðsvegar um heiminn og þaðan var einmitt bæklingurinn. Ég ákvað þarna að fyrirtæki mitt myndi taka að sér tvö börn, eitt á Indlandi og annað í Úganda. ABC-hjálparstarf er allt rekið með sjálfboðavinnu og fara öll fram- lögin beint til barnanna. Ef barn missir styrktaraðila tekur ABC- hjálparstarf við framfærslu þess á meðan fundinn er nýr. Styrktarað- ilar ráða því sjálfir hvort þeir koma á persónulegum tenglsum við barnið eða ekki. Nú vil ég skora á önnur fyrirtæki, starfsmannafélög, lífeyrissjóði, saumaklúbba, frímúrara, skóla, skáta, háa sem lága að gera slíkt hið sama. Takið barn í fóstur, fyrir 1.000–3.000 krónur á mánuði getið þið styrkt barn í Úganda, á Filipps- eyjum eða Indlandi til skólagöngu í einkaskólum og læknisaðstoðar og í sumum tilfellum fær barnið fæði og húsnæði. Hugsið ykkur hve mikla hamingju þið getið veitt barni með þessum nokkru krónum. Fyrir okk- ur hér í þessu auðuga vestræna sam- félagi munar okkur ekki um það. ABC-hjálparstarf er í Sóltúni 3, Reykjavík. Sími 5616117, fax 5616121, netf: abc@abc.is, veff.: www.abc.is. ÞÓRA GUNNARSDÓTTIR, Jólahúsinu í Kópavogi. Hjálp! Frá Þóru Gunnarsdóttur:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.