Morgunblaðið - 07.09.2001, Side 50
DAGBÓK
50 FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Skjold kemur í dag.
Skógarfoss og Mánafoss
fara í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Karelia fer í dag.
Mannamót
Aflagrandi 40. Leikfimi
kl. 9. Bingó kl.14. Skrán-
ing stendur yfir í
eftirtalin námskeið:
postulínsmálningu,
myndmennt, ensku, bók-
band, bútasaum, leir-
kerasmíði. Vinnustofan
er opin alla virka daga
frá kl. 9-16:30 leiðbein-
andi alltaf á staðnum.
Leikfimi mánudaga og
föstudaga kl. 9. Boccia
mánudaga og fimmtu-
daga kl. 11. Hádeg-
ismatur alla virka daga
kl. 12, kaffi kl.15 heima-
bakað með kaffinu. Bað-
þjónusta mánudaga,
þriðjudaga og fimmtu-
daga, tímapantanir.
Hárgreiðslu- og fótaað-
gerðastofur eru opnar
alla virka daga, tíma-
pantanir. Dans hjá Sig-
valda hefst þriðjudaginn
2.október.
Árskógar 4. Kl. 13-16:30
opin smíðastofan. Allar
upplýsingar í síma 535-
2700.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8-
16 hárgreiðsla, kl. 8:30-
12:30 böðun, kl. 9-12
bókband, kl. 9-16 handa-
vinna og fótaaðgerð,
kl.13-16 vefnaður og
spilað í sal. Haustlitaferð
verður þriðjudaginn 25.
september kl. 13. Ekið
um Kjósarskarð til Þing-
valla. Farið um Grafning
og Línuveg heim. Kaffi-
borð í Nesbúð.
Félagsstarf aldraðra
Dalbraut 18-20. Kl. 9-12
aðstoð við böðun, kl. 9-
9:45 hárgreiðslustofan
opin, kl. 9 opin handa-
vinnustofan.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist
spiluð í Fannborg 8
(Gjábakka) kl. 20:30.
Réttarferð. Farið verður
í Reykjarétt á Skeiðum
laugardaginn 15. sept-
ember. Farið verður frá
Gjábakka kl. 9 og Gull-
smára kl 9:15. Boðið
verður upp á kjötsúpu í
ferðinni. Væntanlegir
þátttakendur skrái sig
sem fyrst á þáttökulista í
Gjábakka, sími 554-3400
og í Gullsmára,sími 564-
5260.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3. Kl. 8 böðun,
kl. 10 hársnyrting, kl.
10-12 verslunin opin, kl.
10:30 sr. Tómas Sveins-
son, kl. 13. „Opið hús“,
spilað á spil.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Bridge kl. 13:30. Félags-
miðstöðin er opin alla
daga frá kl. 13-17. Inn-
ritun á myndlistar-
námskeið hjá Rebekku.
Dagferð 13. sept. Inn-
ritun og upplýsingar í
Hraunseli.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan er
opin virka daga kl. 10-13.
Matur í hádeginu Opið
hús verður laugardaginn
8. september kl. 13:30. í
Ásgarði Glæsibæ þar
sem félagsstarfið verður
kynnt. Söngur, danssýn-
ing, leikstarfsemi og fl.
Haustfagnaður FEB og
ferðakynning Heims-
ferða verða haldin föstu-
daginn 14. september.
Húsið opnað kl. 18:30,
veislustjóri Sigurður
Guðmundsson, matur,
Ekkókórinn syngur,
leikarar úr Snúð og
Snældu skemmta, ferða-
kynningar, happdrætti,
Hjördís Geirs og Guð-
mundur Haukur sjá um
dansinn. Haustlitaferð
til Þingvalla 22. sept-
ember kvöldverður og
dansleikur í Básnum.
Leiðsögn Pálína Jóns-
dóttir og Ólöf Þórarins-
dóttir. Skráning hafin.
Farið verður til Kan-
aríeyja 20. nóvember á
sérstökum vild-
arkjörum. Upplýsingar
og skráning á skrifstof-
unni. Silfurlínan er opin
á mánu-og mið-
vikudögum kl. 10-12.
Upplýsingar á skrifstofu
FEB kl. 10-16 s. 588-
2111.
Félagsstarfið Hæð-
argarði 31. Kl. 9-16:30
myndlist og rósamálun á
tré, kl. 9-13 hárgreiðsla,
kl. 9:30 gönguhópur, kl.
14 brids.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9-16:30 vinnustofur
opnar kl. 9:30 boccia, frá
hádegi spilasalur opinn
kl. 14. Kóræfing hjá
Gerðubergskór, nýir
félagar velkomnir, á
þriðjudag byrjar gler-
skurður umsjón Helga
Vilmundardóttir, mið-
vikudaginn 3. okt byrja
gamlir leikir og dansar,
umsjón Helga Þórarins-
dóttir. Veitingar í veit-
ingabúð Gerðubergs.
Allar upplýsingar um
starfsemina á staðnum
og í síma 575-7720.
Hraunbær 105. Kl. 9-12
baðþjónusta, kl. 9-17
hárgreiðsla, kl. 9 handa-
vinna, bútasaumur, kl.
10-12 pútt, kl. 11-12 leik-
fimi og spurt og spjallað,
bingó kl. 14. Kaffiveit-
ingar.
Hvassaleiti 56–58. Kl. 9
baðþjónusta og hár-
greiðsla, kl. 11 leikfimi.
Norðurbrún 1. Kl. 9-13
tréskurður, kl. 9-17 hár-
greiðsla, kl. 10 ganga.
Leirnámskeið hefst
fimmtudaginn 5. októ-
ber, frá kl. 10-15. Inn-
ritun stendur yfir, tak-
markaður fjöldi.
Upplýsingar í síma 568-
6960.
Vesturgata 7. Kl. 9 fóta-
aðgerðir og hárgreiðsla,
kl. 9:15 handavinna, kl.
13:30 sungið við flyg-
ilinn, kl. 14:30 kaffi og
dansað í aðalsal. Ferða-
kynning til Kýpur kl. 15,
kynnir Árni Norðfjörð
skemmtanastjóri og
fleiri, haust og vetr-
arferðir á vegum ferða-
skrifstofunnar Sólar.
Árni mun einnig spila
nokkur lög á harm-
onikku. Happdrætti,
gildir sem innborgun í
ferð. Dansað við lagaval
Sigvalda. Pönnukökur
með rjóma í kaffitím-
anum. Kóræfingar hefj-
ast mánud. 17. sept.
Tréútskurður hefst mið-
vikudaginn 12. sept-
ember. Almenn handa-
vinna er byrjuð eftir
sumarleyfi.
Vitatorg. Kl. 9 smiðjan
og hárgreiðsla, kl. 9:30
bókband og morg-
unstund, kl. 10 leikfimi
og fótaaðgerð, kl. 13:30
bingó. Öll starfsemi í
stöðinni er hafin og
skráning í eftirfarandi
námskeið stendur yfir,
bókband, bútasaumur,
glerbræðsla, gler-
skurður, körfugerð, leir-
mótun og smíði. Vita-
torgskórinn byrjar
æfingar 5. september kl.
15:30, nýir félagar vel-
komnir.
Bridsdeild FEBK Gjá-
bakka. Brids kl. 13:15 í
dag.
Hana-nú, Kópavogi.
Laugardagsgangan
verður á morgun. Lagt
af stað frá Gjábakka,
Fannborg 8, kl. 10.
Gott fólk, gott rölt.
Gengið frá Gullsmára 13
kl. 10 á laugardögum.
Félag fráskilinna og
einstæðra. Fundur á
morgun kl. 21 í Konna-
koti Hverfisgötu 105,
Nýjir félagar velkomnir.
Munið gönguna mánu-
og fimmtudaga.
Ungt fólk með ungana
sína. Hitt Húsið býður
ungum foreldrum (um
16-25 ára) að mæta með
börnin sín á laug-
ardögum kl. 15-17 á
Geysi, Kakóbar, Að-
alstræti 2 (gengið inn
Vesturgötumegin). Opið
hús og kaffi á könnunni,
djús, leikföng og dýnur
fyrir börnin.
Minningarkort
Minningarkort ABC
hjálparstarfs eru af-
greidd á skrifstofu ABC
hjálparstarfs í Sóltúni 3,
Reykjavík í síma 561-
6117. Minningargjafir
greiðast með gíróseðli
eða greiðslukorti.
Allur ágóði fer til hjálpar
nauðstöddum börnum.
Minningarkort Barna-
heilla til stuðnings mál-
efnum barna fást af-
greidd á skrifstofu
samtakanna á Lauga-
vegi 7 eða í síma 561-
0545. Gíróþjónusta.
Barnaspítali Hringsins.
Upplýsingar um minn-
ingarkort Barnaspít-
alasjóðs Hringsins fást
hjá Kvenfélagi Hrings-
ins í síma 551-4080.
Kortin fást í flestum
apótekum á höfuðborg-
arsvæðinu.
Bergmál, líknar og
vinafélag. Minning-
arkort til stuðnings or-
lofsvikna fyrir krabba-
meinssjúka og langveika
fást í síma 587-5566, alla
daga fyrir hádegi.
Í dag er föstudagur 7. september,
250. dagur ársins 2001. Orð dagsins:
Legg kapp á að reynast hæfur fyrir
Guði sem verkamaður, er ekki
þarf að skammast sín og fer rétt
með orð sannleikans.
(II.Tím. 2, 15.)
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 labba, 4 kjöts, 7 vesling-
ur, 8 trylltur, 9 jurt, 11
nálægð, 13 fugl, 14 væl,
15 óhreinlyndi, 17 Ísland,
20 fugl, 22 heyið, 23 sér,
24 kerling, 25 ljósglætan.
LÓÐRÉTT:
1 illkvittin, 2 málm-
blanda, 3 forar, 4 hrör-
legt hús, 5 ber, 6 dimm
ský, 10 fljót, 12 fens, 13
amboð, 15 snauð, 16
hljóðfæri, 18 upptök, 19
líffærin, 20 ilma, 21
slæmt.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 víðlendið, 8 skútu, 9 skjól, 10 net, 11 merla, 13
innan, 15 borðs, 18 elgur, 21 egg, 22 gilin, 23 Iðunn, 24
snautlegt.
Lóðrétt: 2 íbúar, 3 launa, 4 nisti, 5 iðjan, 6 ýsum, 7 flón,
12 lýð, 14 nál, 15 buga, 16 rolan, 17 sendu, 18 Egill, 19
grugg, 20 rönd.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI hefur löngum veriðaðdáandi sænska húsgagna-
framleiðandans Ikea. Fyrirtækið hef-
ur boðið upp á skemmtilega hönnun á
hagstæðu verði og tekur tillit til þarfa
breiðs hóps, tekjuhárra og -lágra,
barna og fullorðinna o.s.frv. Að
mörgu leyti vann stofnandi Ikea,
Ingvar Kamprad, svipað brautryðj-
andastarf og Pálmi Jónsson í Hag-
kaupum; gerði öllum almenningi
kleift að eignast ódýra gæðavöru. Nú,
þegar verðbólgudraugurinn virðist
vera í svefnrofunum og ýmis fyrir-
tæki grípa hinar og þessar afsakanir
til að hækka verð fegins hendi, veitir
Ikea „verðöryggi“ í heilt ár. Að vísu
er málvilla á forsíðu nýja Ikea-bæk-
lingsins, sem borinn var í hús fyrir
skemmstu: „Verðin gilda til 31. ágúst
2002.“ Víkverji stendur fast á því, rétt
eins og orðabókin, að orðið verð sé
eingöngu til í eintölu. Hvað um það,
Ikea fær prik fyrir að skuldbinda sig
til að hækka ekki verðið í heilt ár.
x x x
VEITINGAMENN hafa margirhverjir átt í mesta basli með að
uppfylla ákvæði nýju tóbaksvarnar-
laganna um reyklaus svæði á veit-
ingastöðum. Eigendur Hard Rock
Café í Kringlunni hafa sjálfsagt verið
hæstánægðir með sjálfa sig að geta
útbúið reykingasvæði í útjaðri veit-
ingastaðarins, þannig að aðgangur að
reyklausa svæðinu þurfi ekki að
liggja um svæði þar sem fólk reykir.
Sá galli er þó á gjöf Njarðar, að reyk-
ingamennirnir sitja úti við göngugöt-
una í miðju Kringlunnar og spúa þar
eiturgufum út yfir saklausan almúg-
ann, sem á leið hjá. Þetta er án efa
brot á ákvæðum nýju laganna um að
tóbaksreykingar skuli vera „óheimil-
ar í þeim hluta af húsnæði stofnana,
fyrirtækja og annarra þar sem al-
menningur leitar aðgangs í sambandi
við afgreiðslu eða þjónustu sem þess-
ir aðilar veita.“ Aukinheldur finnst
Víkverja það vera skortur á nær-
gætni við reykingafólkið að láta það
sitja svona berskjaldað og kinnfiska-
sogið við þessa ömurlegu iðju, tób-
aksreykingarnar. Slíkt á frekar að
eiga sér stað í lokuðum herbergjum,
þannig að tóbaksneytendur séu varð-
ir fyrir illum augnagotum frá vegfar-
endum og þeirri geðshræringu, sem
gæti orsakazt í kjölfarið.
x x x
NÝBAKAÐIR foreldrar hafahrósað mjög „Hreiðrinu“ svo-
kallaða á fæðingardeild Landspítal-
ans í eyru Víkverja. Á einum gangi
hafa verið útbúin nokkur „fjölskyldu-
herbergi“ þar sem foreldrar geta eytt
saman klukkustundunum eftir fæð-
inguna með nýja barninu sínu í ró og
næði – að því gefnu að fæðingin hafi
gengið eðlilega fyrir sig. Einkum og
sér í lagi þykir þetta mikil breyting
fyrir pabbana, sem áður voru sendir
heim kalnir á hjarta eftir að fæðingin
var afstaðin, en geta nú kúrt með
konu sinni og horft klukkustundum
saman hugfangnir á nýja krílið og
tekið þátt í umönnun þess strax frá
„blautu barnsbeini“. Reyndar þykir
mömmunum breytingin góð líka; að
hafa fjölskylduna út af fyrir sig í stað
þess að liggja á stofu með mörgum
öðrum mömmum og ungunum þeirra.
Nú er fólki líka gert kleift að komast
heim fáeinum klukkustundum eftir
fæðinguna og njóta heimaþjónustu
ljósmæðra. Þeir, sem prófað hafa,
eiga varla nógu sterk orð til að hrósa
ljósmæðrunum, sem koma í heima-
hús og hjálpa foreldrum í gegnum
fyrstu sólarhringana – og segjast
(a.m.k. um sinn) borga skattana sína
glaðir í bragði eftir að hafa fengið
þessa fyrirmyndarþjónustu hjá heil-
brigðiskerfinu.
HÉR fyrr á öldum hraktist
upp í óbyggðir það fólk sem
samfélagið hafnaði af ein-
hverjum ástæðum. Það er
rétt hægt að ímynda sér
hvers konar líf það var þá í
kulda og vosbúð. Síðustu
dagana hefur verið mikið
fjallað í fjölmiðlum um
heimilislaust fólk hér í
borginni og hafa fjölmiðlar
gert þessu vandamáli góð
skil. Ég las viðtal í Morg-
unblaðinu við Láru Björns-
dóttur hjá félagsþjónust-
unni þar sem hún lýsir
þessu slæma ástandi í hús-
næðismálum. Hún segir
þetta þungbært fólki sem
vinnur hjá félagsþjónust-
unni og það get ég vel skilið.
Við sem erum í stjórn sam-
taka gegn fátækt höfum
líka kynnst því hversu
hræðilegt ástandið er. Það
eru sjúklingar sem ráfa hér
um götur og einstæðar
mæður hrekjast með börn
sín milli vina og vanda-
manna. Móðir 5 ára drengs
sagði mér að hann væri
kominn með svefntruflanir
af þessu öryggisleysi að
eiga hvergi heima. Það
hringdi líka til mín kona um
áttrætt. Í rúmt ár var hún
búin að vera með ættingja
inni á sér í lítilli þriggja her-
bergja íbúð. Þessir ættingj-
ar hennar eru að bíða eftir
íbúð hjá félagsþjónustunni.
Hún sagði að þótt hún væri
öll af vilja gerð að hjálpa
sínum nánustu væri hún
orðin þreytt á þessu ástandi
því hún væri orðin svo lasin.
Það reynir á fjölskyldu- og
vináttubönd þegar ástandið
er svona. Það er hart til
þess að vita að á 21. öld skuli
enn vera til útilegufólk. Úti-
legufólk nútímans fer ekki
lengur upp í óbyggðir –
óbyggðir dagsins í dag eru
höfuðborgin. Ég vil skora á
stjórnvöld að fara nú að
taka til hendinni og virki-
lega gera eitthvað raunhæft
til að hjálpa þessu fólki.
Sigrún Ármanns
Reynisdóttir, formaður
Samtaka gegn fátækt.
Myllan – þakklæti
til starfsfólks
ÉG keypti brauð frá Myll-
unni sem ég var ekki ánægð
með. Ég var á báðum áttum
hvort ég ætti að kvarta við
Mylluna en gerði það. Ég
talaði við stúlku þar sem
heitir Linda. Hún tók mér
mjög vel og þakkaði mér og
sagði að ég hefði gert rétt
því Myllan vildi sýna góða
þjónustu og ef eitthvað væri
að þá væru þau þakklát fyr-
ir að vera látin vita. Í sára-
bætur sendu þau ungan
mann, Ástþór, með brauð
og kökur handa mér. Vil ég
þakka bæði Lindu og Ást-
þóri fyrir sendinguna.
Stella.
Hákarlalýsi
LESANDI vildi benda fólki
á að hákarlalýsi hafi reynst
psoriasis-sjúklingum mjög
vel og segir að það fáist í
töfluformi í apótekum og
heilsubúðum.
Svamprúllur
VEIT einhver hvar hægt er
að fá svamprúllur í hárið,
þ.e. rúllur sem eru góðar til
að sofa með. Þeir sem geta
gefið upplýsingar vinsam-
lega hringið í Kollu í síma
554-2307.
Þakklæti
ÉG vil koma á framfæri
þakklæti fyrir góða umönn-
um og þjónustu hjá Nudd-
stofunni í Hamraborginni.
Inga.
Tapað/fundið
Kúlutré týndist
LÍTIÐ, sígrænt kúlutré var
tekið úr steinkeri í garði við
Otrateig 34 aðfaranótt
fimmtudagsins 30. ágúst.
Ef einhver hefur orðið var
við þetta og getur gefið upp-
lýsingar er hann vinsam-
lega beðinn að hafa sam-
band við húsráðendur á
Otrateigi 34.
Baktaska o.fl. týndist
við Laugardalslaug
BLÁ Adidas-baktaska sem
í voru m.a. Guess-stálúr,
GSM-sími, snyrtitaska,
budda, lyklar o.fl. ásamt
fatnaði af unglingsstúlku og
stóru svörtu handklæði með
mynd af tveimur stórum
tígrisdýrum, týndist
fimmtudaginn 30. ágúst í
eða við Laugardalssund-
laug. Þeir sem gætu gefið
einhverjar upplýsingar eru
beðnir að hafa samband við
Guðlaugu í síma 581-4731
eða Stefán í síma 692-7717.
Dýrahald
Tíkin Júlla týndist
FÖSTUDAGINN 24. ágúst
týndist tíkin Júlla. Hún er
brún með hvíta bringu,
hvítar lappir og svart trýni.
Hún er með ól og merkt.
Þeir sem hafa orðið hennar
varir hafi samband í síma
865-5860 eða 869-6711.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Útilegufólk
á 21. öld