Vísir - 23.08.1979, Blaðsíða 3

Vísir - 23.08.1979, Blaðsíða 3
3 VÍSIR Fimmtudagur 23. ágúst 1979. GdlluDu gaffalbitarnlr fsövétrlkjunum: TÆPLEGA MILLJðN DðSIR VðRU EYRILAGDAR YTRA „Gaffalbitarnir sem sendir voru á Rússlandsmarkað, tæpl. milljón dósir, en reyndust vera gallaðir komu aldrei aftur til landsins heldur voru eyði- lagðir”, sagði Mikael Jónsson framkvæmdastjóri K. Jónsson á Akureyri þegar Vísir spurði hann hvað hefði orðið um rúss- nesku gaffalbitana. Mikael sagði að áður en gall- arnir komu i ljós á þeim gaffal- bitum.heföi verið búið að dreifa um tiu þúsund dósum úr sömu framleiðslu á innlandsmarkaði og hefðu þeir verið innkallaöir skömmu eftir að gallarnir komu i ljós. Hins vegar hefði reynst erfitt að fá allar verslanir til að skila þeim aftur, þannig að þegar rannsókn Neytendasam- takanna var gerð nú fyrr i sumar. hefði enn veriö nokkuð magn á markaði. Mikael sagöi að þessir gaffal- bitar stæðu nú inni i geymslu hjá þeim og biðu þess eins að vera hent. Ekki vildi hann gefa upp áætl- aö tjón verksmiðjunnar vegna gölluðu gaffalbitanna en sagöi að K. Jónsson gæti ekki gengiö i rikiskassann eins og sumir aðrir og ætlaði sér heldur ekki að gera það. „Nú á það að vera alveg tryggt aö gölluö eða skemmd vara fari ekki inn á markað frá okkur, þvi starfsmaður frá Rannsóknastofnun fiskiönaðar- ins kemur tvisvar á dag og tekur sýni af framleiöslunni” sagði Mikael Jónsson að lokum. — HR Prófessor frá Edlnborg með lyrirlestur Dr. GeorgeE. Davie, prófessor i heimspeki við háskólann i Edin- borg, flytur opinberan fyrirlestur i boði heimspekideildar Háskóla Islands og Félags áhugamanna um heimspeki sunnudaginn 26. ágúst 1979 kl. 14.30 i stofu 101 i Lögbergi. Dr. Davie hefur einkum lagt sig eftir heimspeki Daviðs Humesog hefur ritað margt um hann og aðra þá menntamenn,. er uppi voru samtiða Humes i Skotlandi. Höfuðrit Davies fjallar þó um skoska háskólamenn á 19. öld og nefnist: The Democratic Intell- ect. Scotlandand her Universities in the Nineteenth Century. Fyrirlesturinn nefnist: ,,The Philosophical Foundations of Adam Smith’s Economics” og fjallar um tilurð og stofnun hag- fræðinnar sem fræðigreinar. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og að honum loknum mun dr. Davie svara fyrirspurnum um efnið. öllum er heimill aðgangur. Flugleiöirfá flugrekstr- arleyfl Frá og með 1. október n.k. fá Flugleiðir h f. öll flugleyfi sem hingaðtil hafa verið I nafni Flug- félags islands h f. og Loftleiöa h f. Samgönguráðuneytið stað- festi þessa tilhögun hinn 15. ágúst s 1. en umsókn Flugleiða þar að lútandihafði verið send ráðuneyt- inu 9. júll, segir f frétt frá Flug- ieiöum. Þegar Flugfélag Islands hf. og Loftleiöir h f. voru sameinuð undir yfirstjórn Flugleiöa h f. 1. ágúst 1973, var gert ráð fyrir að flugfélögin störfuðu áfram, a.m.k. fyrst um sinn, en að Flug- leiðir h f. myndu annast alian rekstur þeirra annan en beinan rekstur flugvélanna. Þetta rekstrarform var nauð- synlegt m.a. til að geta haldið IATA-aðild Flugfélags Islands h f, og jafnframt þeirri aðstöðu sem Loftleiðir hf. höfðu verið i utan IATA,ogþarmeð möguleika til sjálfstæörar ákvöröunar far- gjalda á tilteknum flugleiöum. A undanfórnum tveim árum hefur skipulag IATA verið tekið til endurskoöunar, og er aðildar- skilyrði nú þess eðlis, að þau hindra ekki aö Flugleiðir h f. yfir- taki allan núverandi rekstur Flugfélags Islands hf. og Loft- leiða hf. Framangreind leyfi taka gildi 1. október n k., og falla frá sama tíma úr gildi öll leyfi Flugfélags Islands h f. og Loftleiða h f. Gildistlmi leyfanna er rúmlega 5 ár, þ.e. til 31. desember 1984. sigur i9. ogúst í VlSIS-tam i6. Af 17 bílum er lögðu upp i Visis-raliið voru 6 af Ford gerð. Aðeins 7 bilar luku keppni. Þar af 5 af Ford gerð. Ökumenn: Hafsteinn Hauksson Kári Gunnarsson 5. sæti. Ford Escort i 600 ökumenn: örn Ingólfsson Gunnar Stefánsson 7. sæti. Ford Fiesta <HOO Ökumenn: Finnbogi Ásgeirsson Þóröur Kristinsson. Sigurvegari: FOfd EsCOft 2000 3* sæti. Ford Escort 1600 ökumenn: Olfar Hinriksson Sigurður Sigurðsson. 6. sæti. Ford Escort LOTUS Ökumenn: Jóhann Hlöðversson Sigurður Jóhannsson Sveinn Egi/sson hf. SKEIFUNNI 17 SÍMI 85100 Á

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.