Vísir - 23.08.1979, Blaðsíða 5

Vísir - 23.08.1979, Blaðsíða 5
5 KKdD^TT[MD{l)©Tr®tl)OI>fl Lækjarverí, Laugalæk 2, simi 3 50 20 Mannræn- Góð motQfkoup Kjúklingar 10. stk. í kassa...................... 1830 kr/kg Nautahakk 10. kg. í pakkningu ............. 1980 kr/kg Lambahakk........................................ 1210 kr/kg Sa Itkjötshakk ............................ 1210 kr/kg Ærhakk ......................................915 kr/kg Folaldahakk ................................ 700 kr/kg Nautahakk.................................. 2280 kr/kg Kálfalæri ................................. 1030 kr/kg Kálfahryggir...................................... 650 kr/kg Kálfakótelettur ........................... 1030 kr/kg Nýtthvalkjöt...................................... 972 kr/kg Reykt hvalkjöt ............................ 1350 kr/kg Saltaðar rúllupylsur ....................... 950 kr/kg útbeinað hangikjötslæri á heildsöluverði . 2.950 kr/kg ingjar vaða enn uppi Jóhannes Páll páfi fordæmdi i gær mannræningja á ítaliu, sem hann kallaði miskunnarlausa og hræöilega. Samdægurs voru þrjú mannrán framin á Sardiniu. Páfi tók sérstaklega til eitt dáemi um þrettán ára dreng, sem fjórir vopnaðir menn rændu nærri Perugia á sunnudag, og baö páf- inn áheyrendahópinn á Péturs- torgi að þiöja sérstaklega fyrir drengnum. Tveimur unglingum öðrum var rænt á Sardiniu i gær, sextán ára stúlku og fimmtán ára bróöur hennar, en þau voru á eynni i sumarleyfi ásamt foreldrum sinum. Faðir þeirra skýröi lög- reglunni svo frá, aö ræningjarnir hafi komið á báti, þar sem þau voru við ströndina, og eftir aö hafa yfirbugað þau hjónin fóru þeir sömu leið burt með börnin. Systir fataverksmiðjueiganda eins i Torino gaf sig fram við lög- regluna i gær, og sagði, aö bróður hennar (51 árs) hefði verið rænt á Sardiniu fyrir viku. Haföi hún reynt að semja við ræningjana um lausnargjald, en sneri sér svo loks til lögreglunnar. A ítaliu hefur 42 mönnum verið rænt það sem af er þessu ári. Khomeini æðstiprestur og æðst- ráðandi írans hefur boðið Kúrdum að veita þeim efnahags- aðstoð, sem næmi eins dags oliu- sölu landsins (75 milljónir doll- ara), en varaði leiðtoga hinnar uppreisnargjörnu Kúrda við þvi, að þeim yrði harðlega refsað, ef þeir óhlýðnuðust hinum Islömsku yfirvöldum. í gylliboði sinu sagði Khomeini, að hann vildi segja Kúrdum það, að allir ibúar Irans væru jafnir og að það væri enginn munur á þjóðarbrotum. Af viðbrögðum Kúrda hafa engar fréttir borist enn, en fyrr I gær höfðu þeir hótað þvi að taka af lifi einn byltingarvarðliða fyrir hvern Kúrda, sem leiddur væri fyrir aftökusveitir. Margir bylt- ingarvarðliðar munu vera fangar Kúrda, sem hafa þó áður sleppt rúmlega 300 þeirra. 1 yfirlýsingu Kúrda var þess krafist, að Khalkhali æðsti- prestur, sem sendur var til Kúrdistan til að rannsaka mál nokkurra handtekinna Kúrda, yrði kallaður heim. 29 Kúrdar hafa verið teknir af lifi að hans skipan. — Khakhali þessi vakti á sér heimsathygli, þegar hann sagðist hafa sent sjálfsmorðs- sveit til Mexikó til þess að myrða keisarann. Lýöræðissamtök Kúrda hafa i fréttatilkynningum sakað trúar- leiðtoga írans um einræðisbrölt og segja að þeir, eins og allir aðrir einræðisherrar, reyni aö dreifa athygli almennings frá hinum raunverulegu vanda- málum með þvi að æsa til striðs. Að þessu sinni eigi að reyna að espa landslýð upp gegn Kúrdum. New York sker upp herör gegn s m bankaræningjum Andófsmenn senn fyrir Réttarhöld yfir tiu helstu and- ófemönnum Tékkóslóvakiu, sem handteknir voru i mal i vor og á- kærðir fyrir niðurrifsstarf, munu að likindum hefjast I september eða októberbyrjun, eftir þvl sem heyrist i Prag. Rlkissaksóknari hefur máls- sókn si'na enn i undirbúningi en mun að likindum leggja sin gögn fram i næsta mánuði. Meðal hinna tiu kærðu eru tveir talsmenn „Sáttmála ’77”-mann- réttindahreyfingarinnar og hiö fræga leikritaskáld, Vaclav Hav- el. Allir voru þeir félagar i' sam- tökum, sem störfuðu til þess að halda uppi vörnum fyrir fólk, sem ofsóttvaraðósekju, enaðstofiiun þeirra stóðu flestir þeir, sem undirrituðu mannréttindayfirlýs- inguna I „Sáttmála ’77”. Borgarstjóri New York, Ed- ward Koch, sakaði I gær banka- stofnanir borgarinnar um slælega öryggisgseslu og vill kenna bönk- unum að nokkru leyti um þá hol- skeflubankarána, semriðið hefur yfir borgina þetta og siðasta ár. Þrjú bankarán voru framin i gær, en samtals nam þýfi ræn- ingjanna ekki nema um 3.000 doll- • urum. Ellefu bankarán voru framin I fyrradag og sex á mánu- daginn. — Ræningjar komust yfir 2 milljónir dollara i' fyrradag, þegar þeir rændu brynvarinn peningaflutningabil fyrir utan Chase Manhattan Bank. Koch borgarstjóri hefur fýrir- skipað, að óeinkennisklæddir lög- reglumenn skuli standa vörö I bör.kum og áhlaupasveitir, vopn- aðar haglabyssum, skuli hafðar skammt undan, til þess að grfyja I taumana, ef bankarán eru fram- in. Borgarstjórinn segir, að bank- arnir horfi i aurana til öryggis- gæslu og segir það fáránlega stefnu. Það sem af er þessu ári, hafa veriö framin 580 bankarán i New York, en á öllu árinu i fyrra voru þau 628. Andrew Young ambassador, broshýr fyrir utan aðalstöðvar Sam- einuðu þjóðanna I New York. Young forsetl Andrew Young, ambassador Bandarikjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, boðaði i m.orgun til óformlegs fundar allra fulltrúa öryggisráðsins i lokatilraun til þess að fresta umræðum um til- lögu Kuwait um rétt Palestinuar- aba. Young, sem er forseti öryggis- ráðsins ágústmánuð (um leiö siðasti mánuðurinn, sem hann gegnir sendiherrastarfinu), á yfir höfði sér að þurfa að beita neit- unarvaldi, ef umræðunum verður ekki frestað fram yfir mánaða- mót, en slikt yrði honum persónu- lega mjög á móti skapi. Tillagan felur i sér ályktun um, að Palestinuarabar hafi rétt til sjálfsákvörðunar, sjálfstæðis og eigin heimalands.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.