Vísir - 23.08.1979, Blaðsíða 8

Vísir - 23.08.1979, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Fimmtudagur 23. ágúst 1979. Utgefandi: Reykjaprenth/f Framkvæmdastjóri: Davlö Guðmundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Höröur Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaöamenn: Anna Heiður Oddsdóttir, Axel Ammendrup, Friðrik Indriðason, Gunnar E. Kvaran, Gunnar Salvarsson, Halldór Reynisson, Jónína Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Pá11 Magnússon, Sigurður Sigurðarson, Sigurveig Jónsdóttir, Sveinn Guðjónsson, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson, Þorir Guðmundsson. Otlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Auglýsingar og skrifstofur: Siöumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, sími 86611. Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611 7 linur. Askrift er kr. 3.500 á mánuði innanlands. Verð i lausasölu kr. 180 eintakið. Prentun Blaöaprent h/f HIN TILBÚNA „BANKALEYND” Svavar Gestsson viðskiptaráðherra vill láta breyta reglunum um þagnarskyldu banka- starfsmanna, svo að hægara veröi að njósna um málefni einstaklinganna. En „kerfið” skal vera hulið leyndarhjúpi, a.m.k. á meðan hann situr I þvi miðju. Tregða Svavars Gestssonar viðskiptaráðherra til að birta niðurstöður bankaeftirlitsins um rannsókn á ýmsum atriðum varðandi notkun ávísanareikn- inga í bönkunum er fúrðuleg. Viðskiptaráðherra lét sjálfur hefja þessa rannsókn eftir að Vísir hafði í mars sl. upplýst, að einstakir hópar nytu forréttinda í bankakerfinu, a.m.k. hjá ríkis- bönkunum, sem fyrst og fremst væru fólgin i því, að þeim héldist uppi að gefa út innistæðulausar ávísanir án þess að reikningum þeirra væri lokað eða sektarvext- ir reiknaðirog að þeir fengju greidda sparisjóðsbókavexti af slíkum reikningum. Hið eina, sem viðskiptaráð- herra hefur fengist til að stað- festa eftir að hann fékk niður- stöðurnar í hendur er, að það sé mun algengara en hann haf i gert sér grein fyrir, að sparisjóðs- bókavextir séu greiddir af ávísanareikningum. Nú liggur fyrir skjalfest viðurkenning eins ríkisbankans á því, að ein starf s- stétt hafi notið þessara forrétt- inda hjá bankanum, en þessi banki hef ur nú talið sig verða að leggja þennan hátt niður í sama formi og áður, en hefur fundið leið til að tryggja þessum hópi viðskiptavina sinna forréttindin áfram, en í öðru formi. Vegna ummæla viðskiptaráðherra hlýt- ur sá grunur að vakna, að aðrir hafi svipuð forréttindi víðar i bankakerf inu. Viðskiptaráðherra hefur borið fyrir sig, að gildandi bankalög- gjöf sé því til fyrirstöðu, að hann gefi þær upplýsingar, sem Vísir hefur krafist, að lagðar verði á borðið. Þessi „bankaleynd", sem ráðherrann skýtur sér á þak við, er eingöngu hans eigið hugar- fóstur og styðst ekki við nokkur lög. Þau lagaákvæði, sem hér koma til álita, eru einvörðungu um það, aðstarfsmenn bankanna séu bundnir þagnarskyldu um allt það, er snertir hagi við- skiptamanna bankanna. Vísir kærir sig ekkert um upplýsingar um málefni einstakra viðskipta- vina bankanna, heldur hefur blaðið óskað eftir birtingu á niðurstöðum rannsóknar, sem gerð var á starfsháttum banka- stofnananna. Þessar niðurstöður er viðskiptaráðherra fullheimilt að birta. I bankalöggjöfinni eru einnig fyrirmæli þess efnis, að starfs- menn viðkomandi banka megi ekki vera skuldugir þar. Gegn þessu lagabanni hef ur verið brot- ið, ef það er rétt, sem haldið hef- ur verið fram hér í blaðinu, að a.m.k. einhverjum bankastarfs- mönnum hafi haldist uppi að gefa út innistæðulausar ávísanir og reikningum þeirra þó ekki lok- að. Viðskiptaráðherra er að sjálfsögðu f ullheimilt að upplýsa þessi atriði. Vísir telur eðlileg gildandi lagaákvæði um þagnarskyldu bankastarfsmanna. Viðskipta- ráðherrann hefur hins vegar verið að agnúast út í þær reglur og sagst vilja afnema eða tak- marka mjög þessar reglur um svokallaða „bankaleynd". Hér kemur vel fram munurinn á af- stöðu Vísis og viðskiptaráðherr- ans. Vísir lætur sig engu skipta málefni einstakra manna, en við- skiptaráðherrann vill fá rýmri heimildir til þess að hnýsast í hagi einstaklinganna. Vísir vill hins vegar, að almenningur í landinu fái upplýsingar um starfshætti bankastof nananna, en til þess má ráðherrann, sem situr í miðju „kerfinu" ekki hugsa og býr sér til sínar eigin reglur um „bankaleynd", sem enginn hef ur áður heyrt nefndar. Hvað á sú leynd að fela? NYJA LEM BUNABARBANKANS TIL AB GREIBA HAA VEXTI TIL LÆKNA .EKKI BERT I LAKDSBAKKMUM' „Þetta er nú ekki gert hjá okkur, en það er ekki á móti reglum að hafa þessa aðferð”, sagði Sigurður Eirlksson deild- arstjóri sparisjóðsdeildar Landsbankans er Visir bar ,,Ég sé ekkert óeðlilegt við þetta ef samkomulag er um það milli aðila”, sagöi Ragnar Haf- liðason fulltrúi I bankaeftirliti Seðlabankans er Vísir spuröi hann um viðskipti Búnaðar- bankans við lækna. Eins og blaðið skýrði frá i gær hefur Búnaðarbankinn skrifaö læknum I Reykjavlk bréf og tjáð samkomulag lækna og Búnað- arbankans undir hann með spurningu hvort slikt tiðkaðist i Landsbankanum. „Þeir sem eru með sparilán hjá Landsbankanum geta látið þeim að ekki sé lengur hægt aö greiða læknum sparisjóðsvexti af ávisanareikningum þeirra eins og lengi hafi tiðkast. Þess i stað geti læknar látið bankann millifæra af sparisjóðsbókum yfir á ávisanareikninga eftir þörfum hvers og eins. Með þessu móti geta læknar haft meira fé inni á bók með bankann færa af ávisanareikn- ingum og bókum yfir á lána- kerfið, en það er það eina sem gert er i þessa átt hér I bankan- um”, sagði Sigurður Eiriksson. —SG 22% vöxtum en látið jafnan lág- marksupphæðir vera á ávisana- reikningi með 5,5% vöxtum. Visir spurði Ragnar hvort al- veg væri búið að taka fyrir það að starfsmenn banka fengju sparisjóðsvexti af innstæðum á ávisanareikningi sinum. Ragn- ar sagði þaö ekki vera alveg ljóst ennþá og til þess að ganga úr skugga um það þyrfti að afla viðbótarupplýsinga. Þá var Ragnar spuröur hvort fleiri starfshópar en læknar hefðu notið sambærilegra kjara og starfsfólk bankanna i þessu efni. Hann sagði aö rannsókn bankaeftirlitsins á þessum mál- um hefði ekki verið gerð opinber og þvi gæti hann ekki svarað spurningunni að svo stöddu. —SG „Sð ekkert ðeðli- legt við petta'T seglr fulltrúl h|ð bankaeitiriitinu Ef tiðin helst góð fram I miðjan september verður einhver upp- Horfur daufar 1 karlðfiuræktinnl „Kartöflurnar hafa lítið sprottið i sumar, en undanfarn- ar vikur tók sprettan þó veru- lega við sér. Haldist góð tið fram i miðjan september er von til að við fáum útsæði, en horf- urnar eru daufar, þvi að nú er farið að kólna aftur”, sagöi Bolli Gústafsson, sem er með kart- öflurækt i Laufási viö Eyjafjörð, i samtali við VIsi. „Við erum farin að taka upp I matinn þær kartöflur sem lengst eru á veg komnar, en heldur eru þær af skornum skammti”, sagði Bolli. „Þó hefur ástandið i kartöflurækt- inni verið betra i görðunum i ná- grenni við mig en i mörgum öðr- um görðum hér fyrir norðan, til dæmis á Svalbarðsströnd”. Bolli sagðist ekki telja mikla hættu vera á næturfrostum, en þau gætu alltaf komið óforvar- endis, og þyrfti þá ekki að spyrja að leikslokum. Mætti vera hlýrra „Tiðin er ágæt hér fyrir aust- an núna, nóg af sól og regni, en mætti vera hlýrra. A nóttunni lækkar hitinn talsvert, en hefur ekki enn komist niður i frost- mark. Komi næturfrost er eins gott að leggja upp laupana að sinni”, sagði Sigurbjartur Guð- jónsson, bóndi i Hávaröarkoti I Þykkvabæ. Sigurbjartur sagðist engu vilja spá um væntanlega upp- skeru. „Ef tiðin helst góð fram i miðjan september, verður ein- hver uppskera, en ef veður versnar til muna eyðileggst allt. Kartöfluræktin hefur gengið verr i sumar en undanfarin sumur. Við settum mjög seint niður, og tiðin var einstaklega óhagstæð fyrst á eftir. En maður verður að vona það besta”. —AHO

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.