Morgunblaðið - 19.09.2001, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 19.09.2001, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isÁrni Gautur Arason og Rosen- borg lágu á heimavelli / B2 María Ágústsdóttir fékk tilboð frá Danmörku / B4 4 SÍÐUR Sérblöð í dag UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ hef- ur sent Landsvirkjun bréf þar sem fyrirtækinu er skýrt frá því að af- greiðsla á kæru fyrirtækisins á úr- skurði Skipulagsstofnunar um Kára- hnjúkavirkjun muni tefjast umfram þær átta vikur sem lögbundnar eru. Í stjórnsýslukæru Landsvirkjun- ar var gerður fyrirvari um að fyr- irtækið myndi leggja fram frekari gögn um Kárahnjúkavirkjun fyrir 1. október og hefur ráðuneytið jafn- framt óskað eftir því í bréfi að öll viðbótargögn berist ráðuneytinu fyrir þann tíma. Magnús Jóhannes- son, ráðuneytisstjóri umhverfisráðu- neytisins, segir ekkert því til fyrir- stöðu að viðbótargögn berist á kærustigi. Magnús segir að þegar viðbótar- gögnin hafi borist muni þau verða kynnt opinberlega og almenningi gefinn kostur á að gera athugasemd- ir við þau, rétt eins og þegar mats- skýrslan var lögð fram á sínum tíma. Hann segist þó gera ráð fyrir að frestur til að gera athugasemdir við viðbótargögnin verði styttri en sá tími sem almenningur hafði þá, sem var sex vikur, þar sem aðeins sé um viðbótargögn að ræða. Magnús segist ekki geta sagt fyrir um það á þessu stigi hversu mikið af- greiðsla kæra vegna Kárahnjúka- virkjunar muni tefjast, en hann ger- ir ráð fyrir því að töfin verði um fjórar vikur, en það er sá tími sem Landsvirkjun óskaði eftir til að afla viðbótargagna. Hann segir þær átta vikur sem ráðherra hefur lögum samkvæmt til að kveða upp úrskurð, fyrst og fremst vera hugsaðar til að tryggja rétt framkvæmdaraðilans, þannig að hann þurfi ekki að bíða of lengi eftir úrskurði. Magnús segir ekkert því til fyr- irstöðu að gögn séu lögð fram eftir að málið er komið á kærustig og seg- ir að umhverfisráðuneytið hafi leitað eftir lögfræðiáliti Eiríks Tómasson- ar lagaprófessors eftir að kæra Landsvirkjunar barst. Niðurstaða hans barst í síðustu viku og telur hann að ráðuneytinu sé ótvírætt skylt að upplýsa hver áhrif fram- kvæmdarinnar á umhverfið yrðu út frá rannsóknarreglu stjórnsýslu- laga. Magnús segir í sjálfu sér engin takmörk fyrir því hvenær gögn geti komið fram. „Tilgangurinn með lög- unum er að upplýsa mál, að það liggi fyrir hver eru nákvæmlega áhrif framkvæmdarinnar á umhverfið,“ segir Magnús. Áhersla lögð á aukið samráð við endurskoðun laganna Ný lög um mat á umhverfisáhrif- um tóku gildi í fyrra og segir Magn- ús þetta vera í fyrsta skipti sem við- bótargögn berast á kærustigi frá því nýju lögin tóku gildi. Áður var hægt að setja mál í frekara mat kæmi í ljós að ekki væri búið að leggja fram næg gögn. Hann segir að við endur- skoðun laganna hafi verið lögð áhersla á að meira samráð yrði milli Skipulagsstofnunar og fram- kvæmdaraðilans, þannig að til þess kæmi síður að mál lægju ekki alveg ljós fyrir, þegar tekin væri ákvörðun um niðurstöðu matsskýrslna. 122 kærur bárust ráðuneytinu um úrskurð Skipulagsstofnunar. Lögum samkvæmt skal ráðherra leita um- sagnar Skipulagsstofnunar, fram- kvæmdaraðila, leyfisveitenda og annarra aðila, eftir því sem við á, áð- ur en hann kveður upp úrskurð vegna þeirra kæra sem bárust í kjöl- far úrskurðar Skipulagsstofnunar og segir Magnús að það hafi verið gert. Afgreiðsla umhverfis- ráðuneytis mun tefjast Landsvirkjun hefur frest til 1. okt. til að afla viðbótargagna um Kárahnjúka NOKKUÐ öflugir jarðskjálftar hafa verið í Öxarfirði síðasta sólarhring- inn. Stærsti skjálftinn, sem mælst hefur, kom skömmu fyrir miðnætti og var hann 4,1 á Richter. Margir skjálftar hafa mælst yfir 2 og nokkrir yfir 3. Fólk á Norðausturlandi hefur fundið vel fyrir stærstu skjálftunum og raunar hefur fólk á Akureyri einn- ig orðið þeirra vart. Jarðskjálftahrinan hófst í fyrrinótt. Vakt var á jarðskjálftadeild Veður- stofunnar í gærkvöldi. Steinunn Jak- obsdóttir, jarðeðlisfræðingur á jarð- eðlissviði Veðurstofu Íslands, segir greinilega meiri virkni á Norðurlandi en verið hefur síðustu mánuði, en get- ur þess þó að ekkert sérstakt bendi til þess að stærri skjálftar séu á leiðinni. Hins vegar væru alltaf auknar líkur á stærri skjálftum þegar virkni ykist. Skjálfta- hrina í Öxarfirði ÖKUMAÐUR sendiferðabíls slasað- ist alvarlega þegar bíll hans fór út af veginum við vegamót Þrengslavegar í Svínahrauni seint í gærkvöldi. Bíll- inn var á leið austur og virðist hann hafa farið út af veginum og enda- stungist. Að sögn lögreglu benti flest til að ökumaður væri alvarlega slas- aður og var hann fluttur á slysadeild með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Farþegi sem var í bílnum var fluttur minna slasaður með sjúkrabíl á sjúkrahús. Talsverðan tíma tók að ná ökumanninum út úr bílnum. Þyrlan lenti við Landspítalann í Fossvogi laust eftir miðnætti. Þá varð bílvelta í Aðaldalshrauni sunnan Húsavíkur í gærkvöldi. Öku- maður var einn í bílnum og var hann fluttur með sjúkrabíl til Akureyrar. Morgunblaðið/Júlíus Aðstæður á slysstað voru erfiðar og talsverðan tíma tók að ná ökumanninum úr bílnum. Umferðar- slys í Svína- hrauni MALBIKUN á norður-suðurbraut Reykjavíkurflugvallar er langt komin en samkvæmt samningi á verktakinn, Ístak, að hafa lokið framkvæmdum 1. október. Þröst- ur Sívertsen, byggingatæknifræð- ingur hjá Ístaki, sagði allar líkur á að sú áætlun stæðist ef veður héldist þokkalegt út mánuðinn. Ekki er hægt að leggja yfirlag nema í þurru veðri og eins má hiti ekki fara niður fyrir fimm gráð- ur. Hann sagði að það væri ávallt nokkur áhætta að vera í stórum malbikunarverkefnum á þessum árstíma, en veðrið það sem af væri mánuðinum hefði verið all- gott. Með þessum áfanga lýkur mal- bikun á flugbrautum vallarins, en á næsta ári er fyrirhugað að mal- bika akbrautir.Morgunblaðið/Ásdís Malbikun langt komin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.