Morgunblaðið - 19.09.2001, Qupperneq 8
FRÉTTIR
8 MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Tölvufræðsla BSRB
Mikill áhugi
félagsmanna
VERIÐ er að setja álaggirnar yfir-gripsmikla tölvu-
fræðslu á vegum BSRB til
þess ætlaða að auka tölvu-
læsi félagsmanna. Kristín
Á. Guðmundsdóttir er for-
maður fræðslunefndar
Bandalags starfsmanna
ríkis og bæja. Hún var
spurð hver væri tilgangur-
inn með þessu átaki.
„Markmiðið með þessu
er að félagsmenn geti til-
einkað sér þá upplýsinga-
tækni sem hefur haslað sér
völl í síauknum mæli í því
upplýsingaþjóðfélagi sem
við búum í.“
– Hvernig er námið
byggt upp?
„Nýi tölvu- og viðskipta-
skólinn kemur að þessum
málum ásamt BSRB.
Verkefnið var boðið út og
þessi aðili var með lægsta
boð. Tölvu- og viðskiptaskólinn
er með húsnæði á þremur stöðum
og þar fer fram kennsla í þessu
námi auk símenntunarmiðstöðva
út um allt land. Jafnframt býður
skólinn upp á fjarkennslu á tölvu
og inni í þessu námi er pakki þar
sem fólk getur tekið svokallað
TÖK-próf sem er alþjóðlegt við-
urkenningarskírteini á tölvu.“
– Hvað getur fólk lært þarna?
„Í upphafi verða sett í gang
hundrað 60 stunda námskeið og
eiga þau að ná til um 1.500 fé-
lagsmanna. Við leggjum í upphafi
áherslu á grunnnámskeið og er-
um þar af leiðandi að höfða mest
til þeirra sem ekki hafa tileinkað
sér þetta áður.
Byrjað verður á að kenna á
stýrikerfið og ritvinnslu, Netið
og farið verður í ýmis önnur for-
rit þegar lengra kemur, svo sem
bókhaldsgrunn og fleira.“
– Hvað með fjarnám?
„Inni í fjarnámspakkanum eru
m.a. grunnnámskeiðin og einnig
bókhaldsgrunnur, kennsla í að
setja upp heimasíður o.fl. Fólk
getur haft þetta inni á tölvunni
hjá sér í um það bil ár. Þetta er
mjög yfirgripsmikið efni.“
– Hverjum er þetta nám ætl-
að?
„Þetta nám er ætlað öllum, við
viljum ná til sem flestra vegna
þess að við viljum bæði að fólk
geti nýtt sér það upplýsingaflæði
sem fyrir hendi er og þá mögu-
leika sem tölvan veitir til þess að
fólk geti aflað sér aukinnar
menntunar. Þar má nefna sem
dæmi að eitt félagið innan þessa
hóps er Sjúkraliðafélag Íslands,
lögð verður áhersla á að fé-
lagsmenn þess geti stundað fjar-
nám frá skólum. Annað dæmi er
Starfsmannafélag ríkisstofnana
sem nýlega hefur opnað vefskóla
þar sem fólk hefur tækifæri til að
stunda ýmiss konar námskeið
sem í boði verða.“
– Er mikill áhugi innan BSRB
á þessu framtaki?
„Gífurlegur áhugi. Það hefur
þegar á annað hundrað
manns skráð sig og
sem dæmi má nefna að
í fjarnámskennsluna
eru þegar komnir
fjörutíu nemendur.“
– Til hve margra fé-
laga nær þessi þjón-
usta?
„Þessi þjónusta nær til ríflega
35 stéttarfélaga sem eru innan
Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja.“
– Hvers vegna var farið af stað
með þessa tölvufræðslu?
„Árið 1999 ákvað stjórn BSRB
að gera könnun sem var unnin á
vegum Lausnar hf. á þörf fé-
lagsmanna fyrir aukið tölvunám.
Þar kom fram gífurlegur áhugi
og annað sem kom okkur á óvart
var hversu margir hafa aðgang
að tölvum þótt þeir á hinn bóginn
hefðu misjafna aðstöðu til að nýta
sér hann.“
– Hefur þetta verið mjög
kostnaðarsamt fyrirtæki?
„Já, þetta er mjög dýrt en þess
ber að geta að við kaupum þessa
þjónustu á mun lægra verði með
viðskiptunum við Nýja tölvu- og
viðskiptaskólann en ella hefði
verið. Þetta nám hófst í upphafi
viku símenntunar með því að Ög-
mundur Jónasson opnaði Tölvu-
fræðslu BSRB.“
– Kostar þetta tölvunám mikið
fyrir félagsmenn?
„Nemendur í röðum fé-
lagsmanna hafa fengið þetta nám
sér að kostnaðarlausu. Fólk fær
námið greitt úr starfsmenntunar-
sjóði BSRB með því að fá uppá-
skrift sjóðsins um að það eigi rétt
þar inni.“
– Geta menn utan BSRB nýtt
sér þessa tölvufræðslu?
„Nei, þetta er eingöngu fyrir
félagsmenn okkar. Aftur á móti
er Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn
með sambærilegt nám fyrir al-
menning.“
– Hvernig hafið þið skipulagt
þetta nám?
„Við fengum til liðs
við okkur Garðar
Gíslason, kennslu-
stjóra við Háskóla Ís-
lands. Hann vann með
okkur að útboðsgögn-
unum og síðan fengum
við tvo fulltrúa frá
menntamálaráðuneyti
til þess að fara yfir tilboðin.
Ég býst við að þróunin í fjar-
námi í ýmsum greinum eigi eftir
að verða mjög hröð en það fer að
líkindum meira fram innan ým-
issa skóla og stéttarfélaga BSRB.
Þörf fyrir aukna tölvukunnáttu
eykst stöðugt á vinnustöðum.“
Kristín Á Guðmundsdóttir
Kristín Á. Guðmundsdóttir
fæddist 7. mars í Reykjavík árið
1950 en ólst upp í Rangár-
vallasýslu. Hún lauk almennu
námi og síðan sjúkraliðaprófi ár-
ið 1982. Hún starfaði í sínu fagi á
Landspítalanum frá útskrift til
ársins 2000. Hún varð varafor-
maður Sjúkraliðafélags Íslands
árið 1986 og formaður 1988 og
hefur verið það síðan. Hún starf-
ar nú eingöngu fyrir það félag.
Kristín er gift Diðrik Ísleifssyni
trésmiði og eiga þau þrjú börn
og sex barnabörn.
Þörf fyrir
aukna tölvu-
kunnáttu
eykst stöðugt
á vinnustöð-
um
FJÓRAR atkvæðagreiðslur um
sameiningu sveitarfélaga eru fyr-
irhugaðar í nóvembermánuði
næstkomandi, tvær í Þingeyjar-
sýslu, ein í Árnessýslu og ein í
Rangárvallasýslu. Samtals er um
tuttugu og eitt sveitarfélag að
ræða sem fækkar í fjögur verði
sameiningarnar samþykktar í öll-
um tilvikum. Myndi sveitarfélög-
um í landinu fækka um 17 ef svo
fer.
Tvær atkvæðagreiðslur eru fyr-
irhugaðar í Þingeyjarsýslu 3. nóv-
ember næstkomandi. Annars veg-
ar verða greidd atkvæði í
Ljósavatnshreppi, Hálshreppi,
Bárðdælahreppi og Reykdæla-
hreppi um sameiningu sveitarfé-
laganna, en samanlagt býr í hrepp-
unum fjórum á áttunda hundrað
manns.
Hins vegar verða greidd at-
kvæði í sex hreppum auk Húsavík-
urkaupstaðar sama dag en hrepp-
arnir sem hlut eiga að máli eru
Öxarfjarðarhreppur, Keldunes-
hreppur, Tjörneshreppur, Reykja-
hreppur, Aðaldælahreppur og
Skútustaðahrepppur. Samanlagt
búa um 3.800 manns í þessum
sveitarfélögum, þar af um 2.400 á
Húsavík.
Þá er gert ráð fyrir sameining-
arkosningum í Grímsnes- og
Grafningshreppi, Laugardals-
hreppi, Biskupstungnahreppi og
Þingvallasveit 10. nóvember næst-
komandi en sú dagsetning er ekki
endanleg enn sem komið er. Sam-
anlagt búa í sveitarélögunum fjór-
um tæplega 1.200 manns.
Loks verður kosið 17. nóvember
næstkomandi um sameiningu sex
sveitarfélaga í Rangárvallasýslu,
þ.e. Hvolhrepps, Austur- og Vest-
ur-Eyjafjallahrepps, Austur- og
Vestur-Landeyjahrepps og Fljóts-
hlíðarhrepps, en samanlagt búa í
öllum sex sveitarfélögunum tæp-
lega 1.700 manns, þar af tæplega
800 í Hvolhreppi.
Sveitarfélögum í land-
inu gæti fækkað um 17
!
"
#$
%
&'
%
(
)(
* +* ,* -* .*/
!
0
"
2 3
& 3
/03
3
!
"
0
4'
5
&
&
5
#$%
0
&&
)
3
'
"' ( !
"&!
) %
*
0$
!
!
!
"&!
) %
* +* ,* -* .*/
!
"
#$
%
&
&
Kosið á fjórum
stöðum
í nóvember
um sameiningu
YFIRMENN hjúkrunarheimil-
anna Grundar og Áss hafa lýst
undrun sinni yfir að sjúkraliðar á
þessum tveimur séreignarstofnun-
um skuli hafa boðað verkfall en
starfsmenn annarra séreignar-
stofnana ekki. Spurð um ástæður
þessa segir Kristín Á. Guðmunds-
dóttir, formaður Sjúkraliðafélags
Íslands, að starfsmönnum stofn-
ananna sé í sjálfsvald sett hvort
þeir ákveða að boða verkfall eða
ekki.
„Þetta lýsir þeim krafti sem er í
hópi sjúkraliðanna á Grund og Ási.
Sjúkraliðafélagið leggur ekkert
áherslu á eina stofnun fram yfir
aðra heldur hafa þeir sem þarna
starfa innan stofnananna haft uppi
óskir um að eitthvað verði gert í
launamálum þeirra. Þegar fólk lít-
ur svo á að ekki sé hægt að lifa af
laununum og sér fram á að hrekj-
ast úr starfi finnst því kannski
betra að reyna að berjast fyrir
hærri launum,“ segir Kristín.
Aðspurð hvort starfsmenn fleiri
séreignarstofnana hefðu slíkt hið
sama í hyggju svaraði hún játandi
og sagði starfsmenn Hrafnistu
horfa til þessara mála. „Sjúkralið-
arnir þar eru ekki farnir að kjósa
ennþá um verkfallsboðun en ég
veit að þar er verið að íhuga
þetta,“ sagði Kristín.
Reykjalundur, hjúkrunarheimil-
in Eir og Skjól, Hrafnista í Hafn-
arfirði og Hrafnista í Reykjavík,
Skógarbær, Sunnuhlíð í Kópavogi
og Grund og Ás í Hveragerði
standa sameiginlega að viðræðum
og segir Kristín að mikil umræða
sé meðal sjúkraliða á stofnunum,
sem enn hafa ekki boðað verkfall,
um hvort sú stefna skuli tekin.
Árangurslaus
fundur
Sjúkraliðafélag Íslands fundaði
á mánudag með ríkinu og sjálfs-
eignarstofnunum og báru þeir
fundir að sögn Kristínar ekki ár-
angur. „Nú er verið að vinna að
stofnanasamningi en sú vinna hver
launin verði er algjörlega óunnin.
Stofnanasamningur við Landspít-
alann gæti orðið módel fyrir aðrar
stofnanir en enn sem komið er eru
himinn og haf á milli okkar og rík-
isins,“ sagði Kristín.
Sjúkraliðar á sér-
eignarstofnunum
íhuga verkfallsboðun
HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða hefur
dæmt mann til greiðslu 50 þúsunda
króna í sekt til ríkissjóðs fyrir brot á
lögum um eftirlit með skipum og lög-
um um atvinnuréttindi vélamanna á
skipum.
Ákærða var gefið að sök í ákæru
sýslumannsins á Ísafirði að hafa að
morgni sunnudagsins 22. október
2000, sem skipstjóri á mb. Mími
ÍS-030, siglt skipinu úr höfn í Bol-
ungarvík óhaffæru vegna þess að
það hafði hvorki haffærisskírteini né
gilt mælibréf og án þess að um borð
væri maður með vélgæsluréttindi.
Fram kemur í ákæru að Landhelg-
isgæslan hafi haft afskipti af skipinu
þar sem það var að veiðum undan
Deild.
Fjarverandi við þingfestingu
Ákærði var fjarverandi þegar mál-
ið var þingfest þrátt fyrir að honum
hefði verið birt fyrirkall, þar sem
þess var getið að fjarvist hans yrði
metin sem viðurkenning á þeirri
háttsemi sem honum var gefin að
sök.
Erlingur Sigtryggsson dómstjóri
kvað upp dóminn.
Hafði hvorki
haffærisskír-
teini né gilt
mælibréf