Morgunblaðið - 19.09.2001, Side 18

Morgunblaðið - 19.09.2001, Side 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MÖRGU var verulega ábótavant um borð í Kínaskipunum níu sem komu til landsins í sumar. Þetta kemur fram í fréttabréfi Félags járniðnað- armanna og er látið að því liggja að Siglingastofnun geri ekki sambæri- legar kröfur til skipa sem smíðuð eru erlendis og gerðar eru við inn- lenda smíði. Siglingastofnun vísar ásökunum járniðnaðarmanna á bug. Í fréttabréfinu segir að ýmislegt hafi þurft að gera við skipin eftir að þau komu til landsins frá Kína, áður en þau fengu haffærisskírteini. Til að stöðugleikinn yrði viðunandi hafi verið sett allt að 8 tonn af steypu í þau til að mæta kröfum Siglinga- stofnunar. Það hafi hinsvegar vakið undrun að eitt skipanna, Garðar BA frá Patreksfirði, hafi fengið haffær- isskírteini til bráðabirgða áður en viðbótarballest var sett í skipið. Í fréttabréfinu eru einnig talin upp nokkur atriði sem var verulega áfátt í smíði og frágangi skipanna. Þannig hafi komið í ljós mikil olía og sjór í tveimur skipanna þegar átti að steypa í þau ballest. Þiljur í vist- arverum hafi ekki verið með tilskild- um merkingum, t.d. varðandi eld- varnir. Þá hafi þurft að skipta út rafköplum, ljósum og fleiru. Einnig er nefnt að sjó- og lensilagnir hafi ekki verið galvanihúðaðar til að forðast ryðmyndun og að endurmála hafi þurft skipin vegna ryðmyndun- ar. Alvarlegast er þó talið að opnan- legir gluggar í brú, sem jafnframt eru neyðarútgangar, eru of litlir. Samkvæmt reglum eiga gluggaopin að vera a.m.k. 600 x 600 millimetrar en í fréttabréfinu kemur fram að gluggaopin í Kínaskipunum séu ekki nema 560 x 560 millimetrar. Í fréttabréfinu segir að Siglinga- stofnun beri að gera að öllu leyti sambærilegar kröfur til skipa sem smíðuð eru erlendis og gerðar eru við innlenda smíði. Byggist á fáfræði Gunnar Jóhannsson útgerðar- maður hafði eftirlit með smíði skip- anna í Kína og gerir út eitt þeirra, Sigurbjörgu ST frá Hólmavík. Hann segir staðhæfingar úr fréttabréfi Félags járniðnaðarmanna úr lausu lofti gripnar og byggjast á fáfræði. Útgerðarmenn þeirra fjögurra skipa sem nú þegar eru komin á sjó séu mjög ánægðir með skipin og frá- gang um borð. Reyndar opnist neyðargluggi í brú skipanna ekki nógu langt niður, þar muni tveimur sentimetrum, en glugginn sé reynd- ar breiðari en gengur og gerist. Hann segir að einnig hafi komið upp einstaka vandamál í raflögnum, hér og hvar hafi gleymst að herða skrúf- ur, en það sé ekkert sem ekki mátti gera ráð fyrir í nýsmíðuðum skip- um. Í einu skipanna hafi gefið sig suða í olíutanki en slíkt sé algengt í nýsmíðum, bæði hér heima og er- lendis. „Siglingastofnun tók aðeins út öryggisbúnað og stöðugleika skipanna en skipin voru smíðuð undir eftirliti Det Norske Veritas sem nýtur trausts um allan heim. Þessi umfjöllun járniðnaðarmanna kemur mér því verulega á óvart, sérstaklega í ljósi þess að íslenskir iðnaðarmenn hafa verið við vinnu í skipunum undanfarna tvo mánuði,“ segir Gunnar. Skipin uppfylla gildandi reglur Páll Hjartarson, verkefnisstjóri tæknimála hjá Siglingastofnun, seg- ir Kínaskipin uppfylla gildandi regl- ur og þau séu samkvæmt því örugg sjóskip. „Skipin uppfylla allar regl- ur um björgunarbúnað og stöðug- leika. Íburður og búnaður um borð í skipum er ekki á okkar könnu, svo fremi sem hann skerðir ekki öryggi skipanna eða uppfylli ekki skilyrði um aðbúnað og hollustuhætti. Það er því ekki um neina mismunun að ræða af okkar hálfu,“ segir Páll. Morgunblaðið/Sigurður Jökull Járniðnaðarmenn gagnrýna Kínaskipin í fréttabréfi sínu Ásökunum vísað á bug ALMENNINGUR sem kaupir hlutabréf í Landssíma Íslands gæti átt þess kost að fá hærra verð fyrir hlutabréf sín en nemur útboðsgengi ef kjölfestufjárfestir fær meirihluta í stjórn Landssímans og þarf að gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð. Í útboðs- og skráningarlýsingu Landssíma Íslands segir að útboðs- gengi á hlutabréfum fyrirtækisins hafi verið ákveðið af ríkisstjórninni og taki mið af ráðgjöf Pricewater- houseCoopers og aðstæðum á fjár- magnsmarkaði fyrir útboðið. Hreinn Loftsson, formaður fram- kvæmdanefndar um einkavæðingu, segir PwC hafa lagt fram ákveðið verðmat. Ákvörðun gengis hluta- bréfanna hafi síðan verið tekin af ríkisstjórninni á grundvelli tillögu frá framkvæmdanefnd um einka- væðingu. Þar hafi verið slegið af verðmatinu eins og eðlilegt sé þegar farið er í almennt útboð. Annað ætti við þegar selt væri til eins aðila held- ur en þegar seldir væru mörg hundr- uð eða þúsund hlutir í almennu út- boði. Verðmat og verðákvörðun í frumsölu séu tveir hlutir og beri selj- andinn ábyrgð á hinu síðarnefnda. Markaðurinn ákveði síðan hvort hann sætti sig við þá ákvörðun. Mun líklega nýta rétt sinn til stjórnarmeirihluta Útboðsgengi til almennings og starfsmanna er 5,75 og er það jafn- framt lágmarksgengi í tilboðssölu. Hreinn segir að þess sé vænst að kjölfestufjárfestir, sem kaupir 25% hlut, bjóði jafnvel enn hærra verð þótt ekkert verði um það fullyrt á þessu stigi. Hann muni að öllum lík- indum nýta sér réttinn til að ráða yf- ir meirihluta í stjórn félagsins og sé þar með skyldur til að gera yfirtöku- tilboð í hlutabréf annarra hluthafa. „Þá fær almenningur val um að selja honum á því gengi sem hann hefur keypt á eða eiga bréfin áfram í þeirri von að fyrirtækið eflist.“ Hann segir að milli fimm og tíu er- lendir aðilar hafi sýnt útboðinu veru- legan áhuga og sjái þeir mikla mögu- leika í fyrirtækinu. „Það má ekki gleyma því að það er ekki ýkja langt síðan þetta var ríkisfyrirtæki og reynslan er einfaldlega sú, að það er hægt að ná betri árangri í rekstri fyrirtækja eftir einkavæðingu.“ Hreinn segir að meðal þeirra þátta sem verða skoðaðir við val á kjölfestufjárfesti sé fjárhagsleg geta hans, hvort hann komi úr tæknium- hverfi, saga hans og hverjir hluthaf- arnir eru. Einnig sé gerð krafa um að viðkomandi eigi stórt fjarskipta- kerfi eða sé í samstarfi aðila sem eigi slíkt kerfi. Þá verður farið yfir hvaða stefnumörkun þeir sjá fyrir sér og hversu trúverðug hún þykir. Yfirlýsingar frá aðilum sem hafa áhuga á að gerast kjölfestufjárfestar þurfa að hafa borist 24. september. Í útboðslýsingu Símans segir að þá muni einkavæðingarnefnd tilkynna hvaða erlendu fjárfestar hafi lýst yf- ir áhuga á þátttöku í þessu söluferli. Þeir sem uppfylla skilyrði seljanda geta þann 1. október fengið senda sérstaka upplýsingaskýrslu sem PWC útbýr í samvinnu við Símann og einkavæðingarnefnd. Í kjölfarið eiga þeir sem enn eru áhugasamir kost á að skila inn óbindandi verð- tilboði til 22. október. Á grundvelli þess gefst nokkrum þeirra kostur á að fá enn frekari upplýsingar um Símann og starfsemi hans, sem eiga að gera þeim aðilum kleift að setja fram bindandi lokatilboð. Skilafrestur fyrir bindandi lokatil- boð verður væntanlega í lok nóvem- ber og í kjölfar ítarlegrar skoðunar tilboðanna er ráðgert að ganga til samningaviðræðna við einn aðila. Útboð Landssíma Íslands Almenningi gæti gefist kostur á að selja hærra verði Arðsemi eigin fjár Arðsemi eigin fjár er talið segja til um hversu hæft fyrirtækið er til arð- greiðslna og þykir vísbending um þá ávöxtun sem fyrirtækið hefur verið að skila eigendum sínum. Arðsemi eigin fjár Símans var 1,1% um sl. áramót en 5,76% um mitt árið 2001 og ætla má að hún verði tæplega 8% í lok ársins. Gert er ráð fyrir að arð- semin verði yfir 10% á næsta ári og verði vaxandi þaðan í frá. Rétt er að geta þess að arðsemi um síðustu ár- mót skýrist aðallega af því að óefn- islegar eignir félagsins voru afskrif- aðar að fullu á árinu 2000 og hafði það veruleg áhrif á hagnað félagsins. Arðsemishlutfallið er talið gefa fjárfestum færi á að bera fjárfest- ingu í fyrirtæki saman við aðrar fjár- festingarleiðir. Þó ber að hafa í huga að vegna þeirrar áhættu sem fylgir atvinnurekstri þykir jafnan æskilegt að slík fjárfesting skili nokkuð betri arðsemi en áhættulaus ríkisskulda- bréf. Q-hlutfall Q-hlutfall er notað við mat á verði hlutabréfa. Það má reikna með því að deila innra virði upp í gengi hluta- bréfa. Miðað við lágmarksútboðs- gengi Símans, sem er 5,75, var Q- hlutfall Símans 2,95 í júnílok. Út- koma sem er hærri en einn þýðir að félagið er metið talsvert hærra en nemur eigin fé þess. Yrði það leyst upp við þessar aðstæður fengju hlut- hafar minna fyrir bréf sín en þeir greiddu fyrir þau. Á hinn bóginn ber að hafa í huga að Q-hlutfallið gefur ekki endilega rétta mynd af raun- virði þeirra eigna sem bundnar eru í fyrirtæki eða ávöxtun bundinna fjár- muna. Það gefur aðeins vísbendingu um mat á markaðsverðmæti fyrir- tækisins miðað við bókfært verð- mæti þess. Samkvæmt upplýsingum sem Ís- landsbanki gaf út hljóða spár um Q- hlutfall nokkurra erlendra símafyr- irtækja þannig: Telenor 2,69, British Telecom 2,45, Telia 2,38 og Tele Danmark 1,88. Hlutfall Símans er því hæst í þessum samanburði. Veltufjárhlutfall Veltufjárhlutfall er notað til að meta hversu hæft fyrirtæki er til að standa skil á helstu skuldbindingum í nánustu framtíð. Eðlilegt er talið að hlutfallið sé hærra en einn en mis- jafnt er eftir eðli rekstrar hvert hlut- fallið á að vera til að teljast eðlilegt. Hlutfallið segir lítið eitt og sér, ann- að en að gefa vísbendingu um þróun greiðsluhæfis frá einu tímabili til annars, en það nýtist vel til saman- burðar við önnur fyrirtæki í sömu grein. Veltufjárhlutfall Símans var 1,11 um sl. áramót og 1,56 í júnílok 2001. V/H-hlutfall V/H-hlutfall er hlutfall verðs hlutafjár og hagnaðar. Það segir til um hversu langan tíma það tæki fyr- irtæki að greiða upp heildarmark- aðsvirði sitt miðað við óbreyttan hagnað. Síminn áætlar að skila 1.080 millj- óna króna hagnaði á þessu ári sem þýðir að V/H-hlutfallið er 37,6. Hlut- fallið segir litla sögu eitt og sér nema í samanburði við önnur tímabil eða önnur fyrirtæki. Samkvæmt upplýs- ingum sem greiningadeild Íslands- banka gaf út nýlega er þetta aðeins hærra en spár gera ráð fyrir hjá Telia (35,5) en talsvert lægra en hjá British Telecom (49,4) og Tele Dan- mark (51,6). Með því að deila V/H-hlutfallinu upp í einn fást 2,7%. Þetta má segja að sé sú ávöxtunarkrafa sem gerð er til félagsins, miðað við óbreyttan hagnað. Eiginfjárhlutfall Eiginfjárhlutfall Símans var 47,3% um áramót og 42,7% um mitt þetta ár. Eiginfjárhlutfallið mælir hversu hæft fyrirtækið er til að standast tap á rekstri. Því hærra sem hlutfallið er þeim mun betra því að ef tap verður þá hefur það fyrst áhrif á eigið fé fyrirtækisins áður en það fer að hafa áhrif á getu fyrirtæk- isins til að greiða skuldir sínar. Of hátt eiginfjárhlutfall getur þó verið galli þar sem það getur haft áhrif til lækkunar á arðsemi eigin fjár. Innra virði Innra virði Símans var 1,89 um sl. áramót og 1,95 um mitt ár. Innra virði sýnir hvers virði hlutabréf fyr- irtækisins eru samkvæmt efnahags- reikningi og segir til um þá upphæð sem hluthafi fengi fyrir hverja krónu hlutafjár ef eigin fé félagsins væri skipt upp til hluthafanna. Í almenna útboði Símans kostar þessi króna hlutafjár 5,75 krónur. Segja má að ef allt væri rétt metið í reikningum fyr- irtækja ætti gengi hlutabréfa í raun að vera það sama og innra virðið en reyndin er jafnan önnur af margvís- legum ástæðum. Nokkrar kennitölur Símans KEFLAVÍKURVERKTAKAR hf. hafa undirritað þjónustusamning til fimm ára við varnarliðið á Keflavík- urflugvelli og hljóðar samningurinn upp 862,2 milljónir króna. Róbert Trausti Árnason, forstjóri Keflavík- urverktaka, segir að um sé að ræða samning um þrif og ræstingar á hús- næði varnarliðsins. „Samningurinn er í beinu framhaldi af því að sam- komulag náðist á milli íslenskra og bandarískra stjórnvalda um að breyta fyrirkomulagi verktöku þannig að nú fer sífellt meira í útboð. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi samningur fer í útboð að undan- gengnu forvali en tvö fyrirtæki ákváðu síðan að bjóða í.“ Keflavíkurverktakar voru skráðir á Tilboðsmarkað Verðbréfaþingsins í vor og var gengi bréfa félagsins 3,2 í fyrstu viðskiptum. Gengi bréfanna í síðustu viðskiptum, sem liggja fyrir, var 4,4 þannig að gengið hefur hækkað um 37,5% á aðeins um fjór- um mánuðum en veruleg viðskipti hafi verið með bréfin að undanförnu. Hagnaður félagsins á fyrri helmingi ársins nam 120,4 milljónum eftir skatta og segir Róbert að allt útlit sé fyrir prýðisafkomu á árinu í heild. „Í áætlunum var gert ráð fyrir eðlileg- um vexti félagsins og það hefur alveg gengið eftir, veruleiki og áætlun eru í takt.“ Róbert segir að Keflavíkurverk- takar hafi áður verið með þjónustu- samninga af þessu tagi, þótt þar hafi verið um minni umsvif að ræða. „Við höfum því verkunnáttuna og getuna til þess að takast á við þetta verkefni. Það gleðilega er að þeim sem unnu hjá því fyrirtæki sem sá um þetta áð- ur verður boðin vinna hjá okkur og ég vona auðvitað að sem flestir þiggi það. Það er í raun hagur hvorra tveggja.“ Veltan stefnir í 1,9–2 milljarða Aðspurður segir Róbert að velta Keflavíkurverktaka hafi verið 1,7 milljarðar og hún stefni í 1,9 til tvo milljarða á þessu ári án þessa samn- ings en félagið hefji vinnu við þennan samning 1. október næstkomandi. „Það verða ráðnir fimmtíu starfs- menn eingöngu í tengslum við þetta verkefni og við bætist síðan einhver fjölgun starfa í tengslum við bygg- ingarverkefni. Við höfum næg verk- efni enda höfum við verið mjög harð- fylgnir í að bjóða í alla verksamninga sem varnarliðið býður út og eins er- um við að sækja af auknum þunga inn á íslenska markaðinn þar sem við höfum mest lítið verið þótt fyrirtæk- ið hafi starfað í 44 ár. Starfsmenn fyrirtækisins verða um 210 með þessum samningi.“ Gengi bréfa Keflavíkurverktaka hefur hækkað um 37% Nýr verksamningur upp á 862 milljónir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.