Morgunblaðið - 19.09.2001, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 19.09.2001, Qupperneq 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2001 33 ✝ Margrét Eiríks-dóttir fæddist í Winnipeg í Kanada 22. maí 1914. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Skjóli 1. september síðastlið- inn. Foreldrar Mar- grétar voru hjónin Eiríkur Hjartarson, rafvirkjameistari og skógræktarmaður í Reykjavík, f. 1.6. 1885, d. 4.4. 1981, ættaður úr Svarfað- ardal og Valgerður Kristín Árman hús- freyja, f. 10.12. 1891 d. 2.12. 1972, ættuð frá Norður Dakota í Banda- ríkjunum. Margrét var elst átta systkina sem eru, Hlín, f. 1916, Bergljót, f. 1917, d. 1992, Unnur, f. 1920, Bergþóra, f. 1921, Val- gerður, f. 1923, Auður, f. 1927, og Hjörtur, f. 1928. Hinn 22. júní 1946 giftist Margrét Þórarni Björnssyni, síðar skólameistara Menntaskólans á Akureyri, f. 19.12. 1905, d. 28.1. 1968. For- eldrar hans voru Björn Þórarins- son Víkingur, bóndi og fræðimað- askólanum í Reykjavík 1930-1936, tók lokapróf 1934 og var síðan við tónlistarnám í London með hléum til ársins 1945. Tók diploma-próf LRAM 1939 frá Royal Academy of Music og diploma-próf ARCM 1945 frá Royal College of Music. Á þessum tíma var hún að auki í einkatímum hjá York Bowen og síðar hjá F. Lamond í Glasgow. Á árunum 1946-50 var hún skóla- stjóri Tónlistarskólans á Akur- eyri. Árið 1949 verður Þórarinn skólameistari Menntaskólans á Akureyri og Margrét húsfreyja þess menntaseturs. Á þeim árum kenndi hún einkanemendum og var prófdómari í tónlistarskóla bæjarins. Í kjölfar fráfalls Þór- arins árið 1968, flytur Margrét til Reykjavíkur og hefur kennslu við Tónlistarskóla Kópavogs til árs- ins 1972 og Tónlistarskólinn í Reykjavík naut síðan starfskrafta Margrétar á árunum 1970-1987 er hún hætti kennslu annarri en með einkanemendur. Hún var formað- ur Félags tónlistarkennara 1975- 76. Á árunum frá 1936 til 1945 hélt Margrét píanótónleika í Reykjavík, á Akureyri og víðar um landið, einnig lék hún fyrir hljóðvarpið. Útför Margrétar fór fram í kyrrþey 6. september frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík. Hún verður jarðsett á Akureyri. ur á Víkingavatni í Kelduhverfi, f. 11.4. 1858, d. 6.1. 1942 og kona hans Guðrún Hallgrímsdóttir húsfrú, f. 10.1. 1881, d. 29.11. 1959. Börn Margrétar og Þórar- ins eru 1) Guðrún Hlín verslunarmaður, f. 17.4. 1947, gift Sig- urði Karlssyni við- skiptafræðingi, f. 19.1. 1951. Börn þeirra eru Þóranna, f. 14.9. 1974, Svanhild- ur, f. 24.11. 1976, og Karl, f. 13.4. 1979. Áður var Guð- rún gift Gísla B. Blöndal raftækni og dóttir þeirra er Margrét, f. 19.4. 68, gift Jónmundi Guðmars- syni og þeirra börn eru Þórarinn, f. 1990, Pálína Ingibjörg, f. 1997, Ragnhildur, f. 1998, og drengur, f. 2001. 2) Björn, læknir í Banda- ríkjunum, f. 22.6. 1949, kvæntur Frances Thompson listakennara, f. 24.9. 1946. Börn þeirra eru Þór- arinn, f. 16.4. 1975, og Susannah Tace, f. 12.5. 1980. Margrét stundaði nám í Tónlist- Margrét Eiríksdóttir, píanókenn- ari og fyrrverandi skólameistarafrú, er fallin frá 87 ára að aldri. Hún hefur verið sjúklingur undanfarin ár og dvaldi því á Hjúkrunarheimilinu Skjóli. Veikindi hennar ágerðust í sumar og drógu hana til dauða hinn 1. september síðastliðin. Hún var hvíld- inni fegin. Æska Margrétar var um margt sérstök. Hún var fyrsta barn foreldra sinna Eiríks Hjartarsonar og Val- gerðar Halldórsdóttur Ármann. Margrét fæddist í Vesturheimi og ólst þar upp fyrstu fjögur ár ævi sinn- ar. Seinna gat hún rifjað upp ýmis- legt frá þessum tíma sem henni þótti vænt um. Dætur Eiríks og Valgerðar voru orðnar þrjár er fjölskyldan flutti heim til Íslands sumarið 1918, en við tók mesti frostavetur í manna minn- um og hefur sá tími örugglega verið fjölskyldunni erfiður eftir hlýju árin vestra. Eiríkur byrjaði strax í þeirri grein er hann hafði lært, rafmagns- fræði, og varð fljótt sjálfstæður at- vinnurekandi með víðfeðma verk- takastarfsemi og innflutning á raftækjum og búnaði. Margrét naut æskunnar í stórum systkinahópi, sjö stúlkur og einn drengur. Eiríkur og Valgerður höfðu lengi haft áhuga á gróðurrækt og festu þau sér land þar sem nú heitir Laugardalur í Reykjavík. Þangað flutti þessi 10 manna fjölskylda árið 1929 og hóf búrekstur, samfara trjá- rækt, ylrækt og fjölbreytt grænmeti var ræktað fyrir heimilið. Samheldni og samvinna einkenndi þessa stóru fjölskyldu í nýja húsinu í Laugardal og oft var glatt á hjalla. Fimmtán ára gömul ákveður Mar- grét að helga tónlistinni ævi sína. Meðfram námi við Tónlistarskólann í Reykjavík stundaði hún praktískt skrifstofunám við Samvinnuskólann og vann í frítíma sínum á skrifstofu föður síns til að fjármagna áhugamál- ið. Árið 1936 siglir hún til Englands og nemur við Royal Academy of Mu- sic í London hvaðan hún útskrifast með LRAM-próf 1939. Ýmsar viður- kenningar hlaut hún á þessum árum og hvatningu kennara sinna til áframhaldandi náms. Eftir þriggja ára viðdvöl á Íslandi heldur hún á ný til Englands þrátt fyrir styrjaldará- tökin og innritast í Royal College of Music og lauk þaðan ARCM-prófi 1945. Heimsstyrjaldarárin í London voru afar erfið vegna loftárása Þjóð- verja. Margét varð m.a. vitni að því að hús nágranna hennar og heimili vina hennar brunnu til kaldra kola og fannst það átakanlegt. Matarskortur og tilheyrandi skömmtun setti sitt mark á hana, en hún var praktísk og nýtin í þeim efnum; hún fór vel með. Verst þótti henni seinna að hún hafði að mestu misst svefneiginleikann vegna hávaða árásanna og þ.a.l. næt- urveru í neðanjarðarbyrgjum. Margrét hafði á þessum tíma lært það sem hægt var með góðu móti í Evrópu þeirra tíma og ákvað að snúa heim til að afla sér reynslu og tekna. Heim kom hún síðla sumars 1945 til heilla fyrir íslenskt tónlistarlíf og kennslu. Skömmu eftir heimkomuna fékk Margét tilboð um að gerast skóla- stjóri Tónlistarskóla Akureyrar. Eitthvað fannst henni þetta tilboð áhugavert og flaug hún til fundar við skólanefndina og tók starfinu. Á þessum tíma kynntist hún verðandi manni sínum, Þórarni Björnssyni frá Víkingavatni, þá kennara við Menntaskólann á Akureyri, seinna skólameistara, og einum af skóla- nefndarmönnum Tónlistarskólans. Fyrri áætlanir Margrétar um ferð til Bandaríkjanna til enn frekara náms í tónlist sinni og jafnvel enn fleiri við- urkenninga breyttust allar skyndi- lega. Konan venti sínu kvæði í kross, setti sinn „carrier“ til hliðar og giftist Þórarni og eignaðist með honum tvö börn, Guðrúnu og Björn. Músíkfróðir menn og konur hafa sagt að á þessum tíma hafi Margrét verið orðin það þroskuð í tónlist sinni að með meiri menntun og þjálfun er- lendis hefði hún getað orðið heims- þekkt. En forlögin höfðu tekið í taumana og hún varð jafnákveðin og fyrr í því að standa sig í sínu nýja hlutverki á Akureyri. Píanókennari, barnauppalandi, húsmóðir á gest- risnu heimili og seinna skólameist- arafrú með meiru. Framundan voru mörg góð ár hjá þeim hjónum. Samfara barnauppeldi og tilheyrandi heimilisrekstri gat hún kennt á hljóðfæri þegar tími vannst til. Hún lét af skólastjóra- starfinu er bóndi hennar varð skóla- meistari árið 1949, það þótti ekki við- eigandi að skólameistarafrú ynni utan heimilis. Í staðinn tók hún að sér prívatkennslu og valdi sér nemendur. Akureyrarárin liðu hratt, þau hjónin höfðu ávallt nóg fyrir stafni. Þátttaka í miklu menningarlífi á Ak- ureyri var eitt af skylduverkum skólameistarahjónanna svo og mót- taka merkra íslenskra sem erlendra gesta. Þórarinn sinnti starfi sínu af áhuga og einlægni samfara mikilli vinnusemi. Ferðalög til Evrópu urðu nokkur og þeim afar ánægjuleg, þau heimsóttu stórborgir og vini og vandamenn erlendis. Skólafrömuðir og tónlistarfólk var heimsótt ef hægt var. Samkennarar Þórarins hafa fjallað um veru Margrétar á Akureyri og hvernig hún bar sig að sem kona skólameistara. Þær lýsingar bera vott um þá skyldurækni og aga sem hún tamdi sér í æsku og einnig þann blæ sem tónlist hennar setti á heimili þeirra hjóna. En að því kom að lífið breyttist aft- ur hjá Margréti. Þórarinn veiktist ár- ið 1966 og fékk ekki bata þrátt fyrir vilja og framlag lækna hans á Fjórð- ungssjúkrahúsinu. Hann lést í janúar 1968. Ætla má að vinnusemi hans og skyldurækni við skólann ásamt öðr- um áhyggjum hafi átt drjúgan þátt í því að hjarta hans gaf sig og hann féll frá aðeins 62 ára gamall. Hann var mörgum harmdauði enda sérstak- lega vænn mannkostamaður sem enga fjendur átti en marga vini. Stúdentar frá MA 1962 stóðu fyrir útgáfu á hugverkum Þórarins og heitir ritið Rætur og vængir, mælt og ritað frá æskuárum til æviloka. Verð- ug lesning þeim er annast uppeldi ungs fólks og fræðslu, og vilja kynna sér hugsanir og lífsviðhorf manns sem ólst upp á sveitabæ nyrst á Ís- landi en komst sökum hæfileika sinna til náms við einn þekktasta háskóla Evrópu og varð seinna farsæll skóla- stjóri annars stærsta menntaskóla landsins. Ári seinna flytur Margrét suður, úr íbúðinni í skólavist MA, og sest að í íbúð í Goðheimum í Reykjavík sem þau hjónin höfðu áður fest kaup á. Við tekur nýtt tímabil í ævi hennar sem ekkju sem vill starfa áfram í sínu fagi. Þetta tímabil spannaði liðlega tuttugu ár líkt og Akureyrartímabilið hennar. Með einbeitni sinni og dugn- aði kom Margrét sér vel áfram, fékk fyrst kennslu við Tónlistarskólann í Kópavogi og síðan við sinn gamla skóla í Reykjavík. Hún var komin aft- ur eftir liðlega aldarþriðjungs fjar- veru frá sínum gamla skóla. Í Reykjavík undi Margrét vel hag sín- um, kom sér vel fyrir í nýju hýbýlum sínum og aftur valdi hún sér sína prí- vatnemendur. Fyrr hafði hún fengið áhuga á ljósmyndum og æfði hún sig í ljósmyndun og einnig framköllun. Samkennarar Þórarins við MA höfðu gefið henni úrvals myndavél er þeir heyrðu af áhugamáli hennar. Þetta hobbí tók hún jafnföstum tökum og tónlistina áður. Las sér vel til og skráði niður allt sem máli skiptir. Mótíf, birtuskilyrði, skýjafar, staða sólar, „shutter speed“, ljósop, filmu- gerð og ljósnæmi. Sömu öguðu vinnubrögðin og áður í tónlistinni skiluðu henni toppárangri. Ljós- myndakunnátta hennar naut sín best er barnabörnunum fjölgaði og hafa afkomendur hennar haft mikla ánægju af því. Eftir tíu ára veru í Goðheimunum ákvað hún að flytja og fá sér rýmra og hentugra húsnæði. Hún flutti 1980 í nýsmíðaða íbúð á Eiðistorgi 1 á Sel- tjarnarnesi. Þar unnum við saman að innréttingu og skipulagi húsnæðis sem varð að uppfylla nokkur skilyrði, t.d. hljóðeinangrun þannig að æfing- ar hennar og kennsla truflaði ekki aðra sambýlinga. Þetta tókst með ágætum eftir miklar pælingar. Einn- ig þurfti að koma fyrir stóru bóka- safni þeirra hjóna og fór það vel á endanum. Eftir þetta samstarf sendi Margrét mér kort með nokkrum hlý- legum orðum í minn garð. Það varð- veiti ég með öðrum minningarverð- mætum. Þau ár sem hún átti þarna voru gefandi. Dóttir, tengdasonur og fjögur börn þeirra voru nágrannar hennar og samgangur mikill á milli heimilinna, aðstoð veitt á báða bóga ef með þurfti. Margrét hafði rúman fjárhag og gat leyft sér að ferðast nokkrum sinnum til Björns sonar síns og fjölskyldu hans í Ameríku. Þau ferðalög voru henni afar ánægju- leg. Einnig þótti henni gott að geta hýst Björn og fjölskyldu hans er þau komu í heimsókn, en séríbúð var á neðri hæðinni sem Margrét átti. Einnig fór Margrét í tónlistarferðir til Evrópu, þá oft með uppáhalds- nemenda sínum, Önnu Þorgrímsdótt- ur, píanóleikara og kennara. Um 1990 fór minni Margrétar að hraka og tók hún eftir því sjálf og átti þá við okkur orðastað um ástand sitt. Svo fór að skömmu seinna gat hún ekki lengur búið ein og flutti í litla séríbúð á efri hæð húss okkar við Starhaga. Framan af gat hún haldið áfram einkakennslu og æft sig á hljóðfærið sitt. Margar góðar stundir átti hún með okkur hjónunum, börn- um okkar, tengdasyni og barnabarni og vinum. Þær stundir eru okkur öll- um ógleymanlegar. Árið 1995 var heilsu hennar svo komið að best var að hún flytti á sérhæfða stofnun og vorum við öll lánsöm er hún fékk inni á Skjóli. Þar var vel hugsað um hana af ágætu starfsfólki og færum við því innilegar þakkir fyrir umönnunina. Ágætri tengdamóður þakka ég samferðina og velvildina. Margrét finnur örugglega góðan Steinway- flygil á nýjum tilverustað sínum og slær strengi sína. Guð blessi minn- ingu Margrétar Eiríksdóttur. Sigurður Karlsson. Látin er í Reykjavík Margrét Ei- ríksdóttir, fyrrverandi skólameist- arafrú á Akureyri, eiginkona Þórar- ins skólameistara Björnssonar, hins merka hugsuðar, heimspekings og skólamanns. Verður hún lögð til hinstu hvílu við hlið eiginmanns síns í kirkjugarðinum á höfðanum ofan við gömlu Akureyri. Margréti Eiríksdóttur sá ég fyrst 1946 er hún fluttist inn í húsið and- spænis æskuheimili mínu við Helga- magrastræti á Akureyri. Hún var þá liðlega þrítug, í blóma lífsins, hæglát og traust og virðuleg og þegar hún brosti birti til. Á menntaskólaárum mínum var ég gestur á heimili þeirra hjóna, syðst í hinu gamla og virðu- lega húsi Menntaskólans á Akureyri. Stundum lék Margrét Eiríksdóttir á flygilinn og hafði ég aldrei áður heyrt leikið á hljóðfæri á þann hátt sem hún gerði, enda var hún vel menntuð og mikill listamaður og naut margur góðs af kennslu hennar. Margrét Ei- ríksdóttir stundaði nám í píanóleik í Lundúnum á stríðsárunum og var einn kennari hennar skoski píanó- leikarinn Frédéric Lamond [1868– 1948] sem hafði verið nemandi sjálfs Franz Liszts [1811–1886] og tengda- sonar hans, þýska píanóleikarans og tónskáldsins Hans Gido von Bülows [1830–1894]. Yfir Margrétu Eiríks- dóttur, sem komin var af svarf- dælsku og sunnlensku bændafólki, hvíldi andblær menningar og mennt- unar. Hæfðu þau skólameistarahjón hvort öðru vel, þótt ólík væru þau um margt. Menntaskólinn á Akureyri var á þeirra tíð aðsetur menntunar og menningar, enda voru þau heið- urshjón samhent um að gera hlut þessarar gömlu menntastofnunar sem mestan. Gaman var að eiga orða- stað við Margréti Eiríksdóttur. Minnist ég kvöldstunda í skólameist- araíbúðinni í heimavistinni á Akur- eyri eftir að við Margrét mín vorum sest þar að. Gaman var að heyra Margréti Eiríksdóttur segja frá ár- unum sínum á Akureyri sem voru henni mikil hamingjuár og uppskeru- ár. Gott er að hafa þekkt konu eins og hana. Við Margrét sendum börnum Mar- grétar Eiríksdóttur og Þórarins Bjönssonar, Guðrúnu Hlín og Birni, og fjölskyldum þeirra samúðarkveðj- ur og þakklæti frá Menntaskólanum á Akureyri fyrir allt það sem Mar- grét var skólanum. Hennar sæti var vandfyllt. Tryggvi Gíslason. MARGRÉT EIRÍKSDÓTTIR                               !" #$ %!&&  & '# $ (   % (  ) &(* % (   "# % (  %*  & *+ !&&   % (   %!&&   " % (  #$  %" & !&&  (#, , -            . - /  0122/   !     " #  $ % &  '   (   )  3   !!#  !&&  "* 4 " 5 (  !!#  "* (  & *   !&&  6&   "* (   %,& !&&    "*!&&  2## 7("! (  4 " 5 "* (     (#, , , - ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Formáli minning- argreina

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.