Morgunblaðið - 19.09.2001, Síða 34
MINNINGAR
34 MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Nú, þegar við horfum
á eftir Laufeyju Pálma-
dóttur ryðjast minning-
arnar að. Það er ekki
ónýtt að eiga þessar minningar til að
ylja sér við þar til við hittumst aftur,
staðarákvörðum óþekkt, en við vor-
um allar sammála um að sá staður
LAUFEY
PÁLMADÓTTIR
✝ Laufey Pálma-dóttir fæddist á
Akureyri 23. nóvem-
ber 1928. Hún lést á
Landsspítala - há-
skólasjúkrahúsi í
Fossvogi 5. septem-
ber síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Akureyrar-
kirkju 14. septem-
ber.
fyndist.
Það eru minningar
um vinkonuna sem stóð
alltaf eins og klettur á
hverju sem gekk og um
svo ótalmargar stundir
sem við áttum saman,
þar sem við gátum setið
og spjallað um alla
heima og geima, stund-
um sammála en hreint
ekki alltaf. Alltaf gátum
við þó verið sammála
um það sem okkur
fannst fyndið og mikil
lifandis ósköp vorum
við oft búnar að hlægja.
Hún lagði okkur líka gjarna lífsregl-
urnar og sagði til syndanna ef henni
fannst þess þurfa, en lét það ekki á
sig fá þótt hún vissi að við gerðum
mest lítið með það. Það var heldur
ekki í kot vísað að eiga hana að sem
bakhjarl ef eitthvað fór úrskeiðis á
lífsgöngunni, hún hafði breiðar axlir
og þær stóðu vinum hennar til boða ef
á þurfti að halda.
Það eru minningar um konuna sem
var svo hrifnæm að hún fékk gæsa-
húð ef hún heyrði fallega sungið lag.
Konuna sem hafði sjálf þessa sér-
stöku djúpu flauelsrödd sem heillaði
alla sem heyrðu. Hún var þeirrar
gerðar hún Laufey mín Pálmadóttir
að jafnframt því að vera að sumu leyti
hlédræg þá leið henni vel innan um
fólk og fengist hún til að syngja, sem
hún gerði gjarna í góðum hópi og oft-
ar en ekki með gítar í fanginu, þá hélt
hún áheyrendum föstum. Hún hrein-
lega stal senunni – og naut þess, þessi
elska. Þetta voru yndislegar stundir
og upp í huga manns kom stundum
setningin „A star is born“. Hún var
ólýsanleg. Árin sem Ingimar Eydal
var með hljómsveit sem spilaði í
gamla Alþýðuhúsinu vann Laufey
þar. Hún tiplaði þar milli borða með
ölföng og annað sem gestum var fram
reitt, ekki skal ég þvertaka fyrir að
hún hafi raulað í eldhúsinu. Mörgum
árum síðar var hún dregin upp á svið í
Sjallanum þar sem Ingimar var þá að
spila og hann ætlaði aldrei að komast
yfir þá staðreynd að þetta var sama
stelpan og hafði borið í þá gos og kaffi
í Allanum. „Hefði ég heyrt í henni þá
hefði ég gert hana að dægurlaga- eða
jazzsöngkonu,“ sagði hann einu sinni
og lagði áherslu á hvert orð. „Ja,
drengur,“ svaraði Laufey hlægjandi,
„það hefði ég aldrei getað, ég kann
ekkert að syngja“. En í næstu andrá
voru þau lögð af stað með hvert lagið
á fætur öðru; Ljósbrá, Ennþá man ég
hvar og Blueberry Hill – já, hver
gleymir Blueberry Hill og Laufeyju –
enginn sem það upplifði. Hún var í
raun fædd til að syngja þessi lög eins
og svo mörg önnur og hún heldur
áfram að syngja þau í huga okkar
sem munum.
Laufey og Valtýr bróðir hennar
héldu heimili með móður sinni á með-
an hennar naut við. Eftir lát hennar
bjuggu þau systkinin áfram á
Brekkugötunni meðan Valtýr lifði.
Að honum gengnum undi hún ekki
ein þar og fluttist þá í Hjallalundinn
þar sem hún bjó allt til loka. Laufeyju
fannst gott að búa ein, en henni
fannst líka óskaplega gaman að fá til
sín gesti og við sem töldumst til vina-
hópins rötuðum svo sannarlega til
hennar og hún til okkar. Þótt hún
eignaðist ekki börn sjálf var hún mik-
il barnakerling sem laðaði að sér börn
frændfólks og vina. Við þau talaði
hún eins og fullorðið fólk milli þess
sem hún lék fyrir þau ýmsar fingra-
listir sem þau gerðu sitt besta til að
læra með misjöfnum árangri og það
mátti ekki á milli sjá hver skemmti
sér best.
Já, minningarnar eru ómetanlegur
fjársjóður og þó hver af annarri komi
upp í hugann látum við staðar numið
hér. Um leið og við kveðjum og þökk-
um fyrir okkur sendum við samúðar-
kveðjur til Maríu systur Laufeyjar og
alls þeirra frændliðs.
Matthildur og Gunnfríður.
✝ Amelía Magnús-dóttir fæddist í
Reykjavík 16. nóv-
ember 1931. Hún
lést á Landspítalan-
um Fossvogi 12.
september síðastlið-
inn. Foreldrar Ame-
líu voru Magnús
Brynjólfur Hannes-
son málarameistari,
f. 31. jan. 1900, d. 26.
feb. 1948, og Sigríð-
ur Jónsdóttir hús-
móðir, f. 27. okt.
1907, d. 28. sept.
1990. Börn þeirra
auk Amelíu eru: Ingveldur, f. 11.
apríl 1930, d. 27. ágúst 1982, Kol-
brún, f. 18. júlí 1935, d. 22. mars
1994, og Sigríður Guðbjörg, f. 8.
maí 1940. Hinn 13. maí 1950 gift-
ist Amelía Jóhannesi Þorsteins-
syni, f. 8. desember 1930. Amelía
og Jóhannes áttu átta börn: 1)
Meybarn, f. 5.6. 1950, d. 5.6.
1950, 2) Sigríður Magný, f. 3.8.
1951. Maki I Leví W. Konráðs-
son, f. 24.7. 1940, þeirra börn: a)
Linda Hrönn, f. 7.6. 1970, b) Hel-
ena Dröfn, f. 2.7. 1974, c) Sævar,
f. 16.5. 1979. Maki II Ríkharður
Hjörleifsson, f. 5.3. 1950. 3) Sæ-
unn, f. 27.11. 1954. Maki I Þórður
G. Ottósson, f. 25.11. 1950, þeirra
börn: a) Anna Jóna, f. 31.1. 1973,
b) Birna Sylvia, f. 21.11. 1976.
Maki II Hafþór Ragnar Þórhalls-
son, f. 16.3. 1953, sonur þeirra er
c) Þórhallur, f. 19.4.
1983. Maki III Þor-
steinn Már Magnús-
son, f. 14.2. 1946,
sonur þeirra er d)
Magnús, f. 13.4.
1988. 4) Magnús Jó-
hannes, f. 24.7.
1957, d. 2.11. 1997.
5) Sólveig Jóna, f.
17.11. 1961, maki
Haraldur Jónsson, f.
4.12. 1950, dóttir
þeirra: Ásta Laufey,
f. 29.3. 1989, d. 14.4.
1989. 6) Svala Guð-
björg, f. 8.4. 1964.
Maki I Ari Sigursteinsson, f. 4.6.
1961, þeirra barn a) Jóhannes, f.
7.4. 1981. Maki II Herbert Guð-
mundsson, f. 15.12. 1953, þeirra
börn: b) Herbert Ásgeir, f. 30.10.
1984, c) Svanur, f. 11.5. 1990, d)
Guðmundur, f. 26.9. 1992. 7)
Svanhildur, f. 28.9. 1966. Maki
Gunnar Sigurðsson, f. 6.5. 1965,
þeirra börn: a) Sigurður Snorri,
f. 24.09. 1990, b) Vignir, f. 17.6.
1992, c) Gunnhildur Dís, f. 23.1.
1998. 8) Sonja, f. 11.12. 1967.
Maki I Karl Halldórsson, f. 29.12.
1965. Barn þeirra: a) Áslaug, f.
24.11. 1987. Maki II Ólafur Már
Dyer, f. 20.10. 1964. Þeirra börn:
b) Kristín Amy, f. 7.7. 1994, c)
Eva Lind, f. 19.2. 1999.
Útför Amelíu fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Okkur systrum er orða vant og því
látum við þessar vísur segja það sem
segja þarf.
Hún vaknar snemma, á fætur fer
og flýtir sér til að hjálpa mér.
Með kossi vekur hún mamma mig,
og mikið leggur hún oft á sig,
því allan daginn hún annast þarf
sitt endalausa og mikla starf.
Ef eitthvað smávegis amar að mér
þá alltaf tekur hún mig að sér
Ég gleymi mörgu, hún man það allt
og mamma sér, þegar úti er kalt;
hún finnur hlýjustu fötin mín
og fárast aldrei um sporin sín.
Hún vefur klútinn að kinnum mér
og kyssir mig, þegar út ég fer,
og þegar köld svo kom ég inn
mér kaldri býður hún faðminn sinn.
Já, elsku mamma, hún er svo góð,
og oft hún kennir mér falleg ljóð
um litla fugla og lömbin smá,
um ljúfu börnin, sem drottinn á
um fögru blómin og fjallaskraut,
um fossa, læki og berjalaut.
Hún kann svo mikið, og allt það er
svo ógnar skemmtilegt, þykir mér.
Og þegar svefninn mig sigra fer,
þá situr mamma um stund hjá mér
og les mér fegurstu ljóðin sín,
ég læri kvöldbæna versin mín.
Í kringum okkur er kyrrt og rótt,
með kossi býður hún góða nótt
og þannig barnið hún svæfir sitt
og signir blítt yfir rúmið mitt.
(Pétur Sigurðsson.)
Að lokum mamma mín, hafðu þökk
fyrir allt sem þú varst okkur og okk-
ar börnum.
Guð geymi þig og varðveiti pabba
okkar og styrki í hans sorg.
Magný, Sæunn
og fjölskyldur.
Þá er komið að því sem við áttum
eiginlega ekki von á að mundi ske,
a.m.k. ekki strax. Það var að styttast
í afmælið þitt, þú yrðir sjötug 16. nóv.
og svo jólin, það er engin meiri jóla-
dúlla en þú, mamma mín. Þakka þér
fyrir sumarið sem við áttum saman,
það verður skrítið að heyra ekki í þér
í símanum á leið uppá Skaga, þið
pabbi útí bíltúr og þá var ákveðið að
skella sér til okkar og þegar þú
komst inn sagðirðu: „Pabba þínum
datt þetta í hug að við kæmum.“ Þá
var stundum farið á kaffihús eða eld-
aður flottur matur og alltaf hlegið
innilega.
Takk fyrir alla veiðitúrana sem við
fórum í saman. Þú hreinlega elskaðir
að hlusta á Hadda segja veiðisögur,
ein var að Haddi veiddi 4 punda fisk
sem dugði ofaní þrjár fjölskyldur.
Þessa sögu sagðirðu oft og hlóst mik-
ið. Ein þessara ferða okkar var í
Vatnsdalinn, við ætluðum að skreppa
inná Blönduós og lögðum af stað og
ég bakkaði yfir fulla stóra fötu af
ormum sem fóru allir í eina kássu.
Við rukum út úr bílnum en þegar við
sáum hvað hafði skeð lákum við niður
af hlátri. Pabba og Hadda var ekki
skemmt.
Við gátum skemmt okkur mikið
saman, ég og þú, alltaf varstu til í að
koma með mér í búðaráp og hjálpa
mér að finna það sem vantaði. Það
brást aldrei að þú hjálpaðir mér.
Mamma mín, nú ertu komin til
stelpnanna minna þriggja og ég veit
að þær taka vel á móti þér og hjálpa
þér að átta þig á þessum nýju heim-
kynnum. Þú varst sú eina sem virki-
lega skildir mig og þá sorg sem ég
gekk í gegnum þegar ég missti þær.
Sjálf eignaðistu dóttur sem dó í fæð-
ingu og lífið lék ekki alltaf við þig, oft
varstu mikið veik og fannst mikið til
en aldrei, eða sjaldnast, léstu vita af
því, þú varst betri en í gær.
Sunnudagurinn 9. sept. verður
lengi í minni okkar Hadda, þú
hringdir og bauðst okkur í mat, við
vissum að þú varst veik og færðum
þér blóm. Lærið hefur aldrei verið
flottara hjá þér og allt meðlætið, það
gat ekkert klikkað, nema að þú varst
veik, meira en okkur gat grunað. Það
var ekkert sem sagði okkur að við
mundum ekki hittast aftur og borða
saman þegar við kvöddumst með
stæl þetta kvöld. Bínó neitaði að fara
með okkur, ansaði ekki kallinu, rölti
fram, sneri við og labbaði til þín, setti
höfuðið í kjöltu þína og þú klappaðir
honum og sagðir honum að fara
heim. Hann labbaði út með okkur, en
það var eins og hann væri að kveðja
þig í síðasta skipti.
Mamma mín, þú varst, og ert, með
réttu skvísa, þú dáðir rauða litinn,
enda fór hann þér vel.
Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tár-
um. Hugsið ekki um dauðann með harmi
og ótta, ég er svo nærri að hvert ykkar tár
snertir mig og kvelur þótt látinn mig hald-
ið. En þegar þið hlæjið og syngið með glöð-
um hug, sál mín lyftist upp í mót til ljóss-
ins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið
gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði
ykkar.
(Höf. óþ.)
Elsku mamma mín, við pössum
pabba og gerum okkar besta til þess
að hlúa að honum. Lífið verður aldrei
eins án þín en nú er þessari þjáningu
þinni lokið og ég veit að betra tekur
við. Þú átt það skilið, mamma mín.
Þín dóttir,
Sólveig Jóna Jóhannesdóttir.
Þá er hún mamma búin að kveðja
okkur. Einhvern veginn átti maður
ekki von á því, en samt, miðað við síð-
astliðið ár, þá sáum við að hverju
stefndi, þar sem hún hafði alltaf kom-
ið til okkar á hverjum degi undanfar-
in ár, setið í eldhúsinu og prjónað,
talað við drengina okkar og krakk-
ana sem voru hér í pössun og sagði
þeim sögur. Þau kölluðu hana aldrei
annað en Amý ömmu. En undan-
farna mánuði hafði hún ekki treyst
sér til að koma. Það er ekki hægt að
gleyma þeim stundum, þegar hún
kom á morgnana með Jóa afa; krakk-
arnir hlupu út að hliði og sungu: Afi
minn og amma mín úti á Bakka búa,
og mamma sagði, ekki skil ég af
hverju þau gera þetta alltaf.
En lífið hefur sinn gang. Við kom-
um og við förum öll að lokum. En allt-
af þegar einhver svo nákominn
manni fer er það svo skrýtið og mað-
ur er aldrei tilbúinn.. Mamma var op-
in og jákvæð manneskja sem hafði
gaman af að vera innan um fólk, allt-
af var stutt í hláturinn, og alltaf skildi
hún svo vel unga fólkið og þeirra at-
hafnir. Hún hafði svo gaman af því að
vera vel tilhöfð og hugsaði svo vel um
útlitið, þannig að fólk almennt gat
ekki ímyndað sér hversu veik hún
raunverulega var, sem hún var búin
að vera það svo lengi. Ekki vildi hún
tala um það heldur, enda komin af
þeirri kynslóð sem ber ekki slíkt á
torg. Oftast var hún hér hjá okkur,
þegar strákarnir okkar komu heim
úr skólanum og reyndist hún þeim í
alla staði vel og hafði alltaf þeirra vel-
ferð í huga, enda var alltaf talað um
að sækja Amý ömmu ef við vorum að
fara eitthvað um helgar, enda afi að
vinna og allir vissu það.
Já, ýmsar minningar streyma upp
í hugann, en þær ætla ég að geyma
með sjálfri mér. Samt verður mér
það alltaf minnistæðast, er við fórum
norður í land, þegar mamma og
pabbi áttu 50 ára brúðkaupsafmæli
árið 2000, hvað þau bæði voru glöð,
sæl og ástfangin. Pabbi stóð upp, hélt
ræðu og sagði henni hvað hann elsk-
aði hana mikið og þakkaði henni fyrir
öll árin í blíðu og stríðu. Það var líka
svo gaman að hluti af Rökkurkórnum
var á svæðinu og sungu þau öll henn-
ar uppáhaldslög.
Elsku mamma, við þökkum þér
samfylgdina og allar ánægjustund-
irnar sem við áttum saman, ég, þú,
pabbi, Herbert og drengirnir. Þær
munu lifa í hugum okkar á meðan við
lifum, svo ljóslifandi og bjartar. Ég
trúi því að við eigum eftir að hittast á
ný. Þangað til, vertu bless elsku
mamma mín og þúsund þakkir fyrir
allt sem þú hefur gert, og gafst okkur
með lífi þínu.
Tilveran hér með tímanum fer
enginn veit sína ævi
fyrr en öll er
og því finndist mér
það ætíð við hæfi
að þroska það vel
sem mótar þitt þel
í þrautum sem allir þreyja.
Allt í duftið mun sig beygja
því við fæddumst til að deyja.
(Herbert Guðmundsson.)
Þín dóttir
Svala, Herbert, Jóhannes,
Ásgeir Svanur
og Guðmundur.
Elsku mamma, þú fórst svo
snöggt, þú varst orðin svo mikið veik.
Þú varst svo dugleg eins og alltaf,
stóðst þig eins og hetja. Elsku
mamma mín, við missum svo mikið,
þú varst svo góð og þægileg við alla,
enginn var eins bóngóður eins og þú,
þú hjálpaðir öllum og sagðir já við
alla. Það stóð aldrei á því hjá þér, það
var bara í leiðinni. Enda leið þér aldr-
ei betur en þegar varst að gera eitt-
hvað fyrir einhvern. Þú hefðir vaðið
eld og brennistein fyrir okkur hefðir
þú þurft þess og gerðir það á þinn
hátt. Þú vildir hafa alla góða, þoldir
engin leiðindi, það áttu allir að vera
vinir eins og við systur „djókuðum“
með; öll dýrin í skóginum eiga að
vera vinir. Mamma mín, þú varst allt-
af svo sæt og fín, alltaf rauðklædd,
það var þinn litur. Þú varst dúlla allt-
af með glingur, það geislaði af þér
gleði og bros, sama hversu veik þú
varst. Á laugardegi að „spássera“ í
Kringlunni, á þriðjudegi ertu dáinn.
Þú skildir ekki fólk sem gat verið að
kvarta og kveina yfir engu þar sem
lífið er svo stutt. Það veitti þér gleði
að komast út á hverjum degi og vera
til, eitt símtal og þú varst tilbúin í
búðarráp eða hvað sem var, mamma
mín, og pabbi minn, ég á eftir að
sakna morgnana með ykkur um
helgar. Kaffisopinn og spjallið klukk-
an 8 á laugardags- eða sunnudags-
morgnum.
Pabbi, svo fórst þú að vinna og við
mamma bara dúlluðumst um bæinn
og gerðum það sem henni þótti
skemmtilegast. Takk fyrir allar okk-
ar stundir saman, mamma mín, þú
þarft ekki að þjást meira. Þú fórst
með reisn.
Pabbi minn, þú sem átt um sárt að
binda, við stöndum saman eins og
alltaf, Guð gefi þér styrk í þinni
miklu sorg.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Sonja Jóhannesdóttir.
„Tilvera okkar er undarlegt ferða-
lag,“ segir í kvæði Tómasar, því „ein-
ir fara og aðrir koma í dag“. Þannig
endurnýjar lífið sig í sífellu og þeir
sem gengið hafa götuna á enda
hverfa okkur sjónum.
Það var glatt yfir Amý þegar við
kvöddumst eftir skemmtilega sam-
verustund þar sem hún hafði tekið á
móti okkur með reisn sinni og mynd-
arskap. Hugur hennar stefndi í
ferðalag og tilhlökkunin leyndi sér
ekki. Hún og Jói ætluðu að heim-
sækja dóttur sína í Svíþjóð og dvelja
þar yfir hátíðirnar. Tveimur dögum
seinna er hún kölluð í aðra ferð sem
ég veit og bið góðan Guð að varðveita
hana.
Í mörg ár hafði Amý kennt þess
sjúkdóms sem hún barðist síðan við
með hetjuskap uns yfir lauk. Þrátt
fyrir þennan erfiða sjúkdóm var hún
ávallt gefandi þrátt fyrir að oft væri
hún þjáð. Í þeirri baráttu komu skýrt
fram eiginleikar hennar að gefast
aldrei upp. Bjóða erfiðleikunum birg-
inn. Í hennar huga var ekkert svart-
AMELÍA
MAGNÚSDÓTTIR