Morgunblaðið - 19.09.2001, Side 36
MINNINGAR
36 MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Anna KristínBjarnadóttir
fæddist í Reykjavík
29.9. 1937. Hún and-
aðist á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 5. septem-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Bjarni Magn-
ússon togaraskip-
stjóri, ættaður frá
Gesthúsum á Álfta-
nesi, f. 26.10. 1906, d.
9.1. 1968 og Stefanía
Stefánsdóttir hús-
móðir, f. í Reykjavík
14.8. 1913, d. 20.6. 1995. Fóstur-
og uppeldisbróðir Önnu er Ingi
Þórðarson f. á Stokkseyri 18.5.
1954. Anna giftist 30.7. 1960,
Bjarna Garðari Guðlaugssyni við-
skiptafræðingi, f. 12.9. 1935 Dæt-
ur þeirra eru 1) Stefanía skrif-
stofumaður, f. 5.1. 1962, gift
Lárusi Daníel Stefánssyni bú-
stjóra, f. 23.3. 1962, þau eiga þrjú
börn, Sigfríði, Guð-
laug Garðar og
Önnu Kristínu. 2)
Margrét skrifstofu-
maður, f. 20.1. 1964,
í sambúð með Sig-
urði Ólafi Sigurðs-
syni vélstjóra. Börn
hennar eru Bjarni
Garðar, Hansína Rut
og Ólöf Steinunn.
Anna ólst upp í
foreldrahúsum á
Hrísateignum í
Reykjavík, gekk í
Laugarnesskóla og
tók gagnfræðapróf
frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar.
Hún vann í nokkur ár í matvöru-
verslun SS við Laugaveg. Árið
1957 gerðist hún starfsmaður Iðn-
aðarbankans þar sem hún vann til
ársins 1963 að hún helgaði sig
húsmóðurstörfum.
Útför Önnu fór fram í kyrrþey
að ósk hinnar látnu.
Það kom mér ekki á óvart þegar
mér var tilkynnt um lát Önnu systur
– hún hafði verið mjög veik um all-
langan tíma. Hún hafði lærbrotnað
um mitt sumar og var til meðferðar á
Borgarspítalanum, þegar hún fékk
einnig hjartaáfall og greindist síðan
með krabbamein. Heilsunni hrakaði
ört og fyrirséð að hverju stefndi. Á
sjúkrabeði sínum fylgdist hún vel
með fjölskyldunni og vinum enda
voru margir sem litu í heimsókn á
degi hverjum. Í þau skipti sem ég
leit við, hafði hún ávallt nýjar fréttir
af fjölskyldunni – enda vildi hún
frekar tala um börnin og barnabörn-
in og frétta af mér og mínum – en
tala um sín veikindi.
Síðustu dagana átti hún þess kost
að dvelja á líknardeild Landspítalans
í Kópavogi, þar sem umhyggja og
hlýja frá aðstandendum og starfs-
fólki umvafði hana.
Anna Kristín var fædd í Reykjavík
1937. Foreldrar hennar voru Bjarni
Magnússon togaraskipstjóri og Stef-
anía Stefánsdóttir húsmóðir. Þó að
Anna væri einbirni var hún í raun
ekki alin upp sem slík – því að systk-
ini Stefaníu, móður Önnu, voru 12
talsins. Sá systkinahópur sem lifði
hefur alla tíð staðið þétt saman og er
svo einnig um börn þeirra. Anna var
í eldri kantinum af þeim stóra hópi
sem nú smám saman heggst skarð í.
Frændsystkinin sem léku sér saman
í gamla daga og hittust reglulega í
afmælum og jólaveislum, halda enn
hópinn með því að hittast einu sinni í
mánuði á kaffihúsum eða í heima-
húsi. Anna og hennar maður voru
jafnan fastagestir á slíkum samkom-
um – þar sem gamlir dagar eru rifj-
aðir upp eða mál dagsins rædd.
Hennar verður því sárt saknað af öll-
um þeim stóra hópi sem hittist ennþá
reglulega undir forystu móðursystr-
anna sem enn lifa – þeirra Hönnu,
Möggu og tvíburanna Huldu og
Svövu.
Þegar ég var eins og hálfs árs
gamall 1955 lést móðir mín eftir
barnsburð þegar tvíburasystur mín-
ar fæddust. Þá var faðir minn, Þórð-
ur Böðvarsson, loftskeytamaður á
Hvalfellinu RE hjá Bjarna föður
Önnu. Faðir minn stóð einn eftir með
fjögur börn – nýfæddar tvíbura-
stúlkur og mig eins og hálfs árs og
síðan elsta son sinn átta ára að aldri.
Bjarni og Stefanía, foreldrar Önnu,
buðust til að taka mig í fóstur – það
hefur örugglega ekki verið auðveld
ákvörðun því Bjarni var að komast á
sextugsaldurinn og Stefanía var
komin á fimmtugsaldurinn. Ákvörð-
un um að taka lítinn dreng í fóstur
hafa þau örugglega ekki tekið án
þess að hafa Önnu með í ráðum, hún
var þá nýorðin 19 ára gömul. Þar
með eignaðist ég kærleiksríka syst-
ur sem lét sér annt um mig allar
stundir síðan.
Að loknu gagnfræðaprófi vann
Anna ýmis verslunarstörf – lengst af
hjá matardeild SS við Laugaveg.
Seinna vann hún í mörg ár við ýmis
bankastörf hjá Iðnaðarbankanum
við Lækjargötu. Hún kvæntist
Bjarna Garðari Guðlaugssyni við-
skiptafræðingi árið 1960. Þau eign-
uðust tvær dætur, Stefaníu og Mar-
gréti.
Anna skrifaði mér eitt sinn sendi-
bréf í sveitina þegar ég var ungling-
ur. Hún sagðist hafa verið í kaffi hjá
mömmu eins og svo oft áður. Það var
léttur tónn í bréfinu. Hún var greini-
lega hamingjusöm og ánægð. Hún
sagði fréttir af fjölskyldunni. Hún og
Gæi höfðu farið í Vesturbæjarlaug-
ina á sólskinsdegi og dæturnar feng-
ið að busla eins og þær vildu meðan
foreldrarnir nutu þess að vera í sól-
baði. Eftir að ég fór að heiman um
tvítugt – og mamma var orðin ein í
heimili kom Anna á hverjum degi og
leit til með henni – ef hún komst
ekki, þá hringdi hún. Þetta var ómet-
anlegt fyrir mömmu og gerði henni
kleift að búa einni mun lengur en
ella. Skyldurækni af þessu tagi er
ekki öllum gefin – en Önnu var hún í
blóð borin.
Anna var hlý persóna og gott að
umgangast hana – ég fékk að njóta
þess í hvívetna. Var t.d. boðinn heim-
ilisbíllinn að láni þegar ég var nýbú-
inn að fá bílpróf!! – og þegar ég var
húsnæðislaus í nokkrar vikur um tví-
tugsaldurinn – buðu hún og Gæi mér
að búa hjá sér – Gæi tæmdi bara
skrifstofuna sína eins og ekkert væri
sjálfsagðara.
Ég verð Önnu alla tíð þakklátur
fyrir hennar þátt í mínu lífi – hún
fylgdist með mér og mínu fólki af
áhuga alla tíð og var börnum mínum
góð og gjafmild. Ég kveð systur
mína með söknuði og eftirsjá og bið
eftirlifandi eiginmanni hennar, börn-
um, tengdabörnum og barnabörnum
guðs blessunar í sorg þeirra.
Ingi Þórðarson.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Vald. Briem.)
Þessar línur segja í raun allt sem í
huga mér er þessa stundina en samt
langar mig með örfáum orðum að
kveðja vinkonu mína og frænku. Við
vorum systkinabörn, nánast jafn-
gamlar og höfum frá því við tifuðum
örsmáum fótum á Bergþórugötunni
hjá ömmu okkar, verið tengdar nán-
um böndum. Við vorum þeirrar gæfu
aðnjótandi að vera aldar upp í sterk-
um fjölskylduböndum og hefur það
svo sannarlega komið fram í síðustu
veikindum hennar og sjúkrahúss-
legu frá því í maí, þar sem frænkur
okkar, móðursystur hennar, sýndu
henni þá ástúð og umhyggju sem
móðir hennar hefði gert ef hennar
hefði notið við.
Anna Stína frænka mín var ein af
þeim tryggustu og heiðarlegustu
manneskjum sem ég hef verið með á
lífsleiðinni. Það kom fram í öllum
hennar mannlegu samskiptum og
núna þegar hún er farin frá okkur
södd lífdaga, eftir baráttu við veik-
indi sem hafa hrjáð hana í áraraðir,
er mér einnig ofarlega í huga um-
hyggja hennar og tillitsemi. Þá fer
um huga mér minning frá æskuár-
unum þegar ég, sem er eldri, átti að
fylgja henni heim á Rauðarárstíg.
Ég fór með henni alla leið en þá
fannst henni ómögulegt að ég færi
ein til baka og þetta tókst ekki fyrr
en við fundum út miðjuna og skildum
þar. Svona hefur það oft verið í okk-
ar lífi hún hefur með sinni ákveðni og
umhyggju borið sigur af hólmi.
Ein æskuminning, sem ég er ekki
stolt af, er þegar við vorum uppi á
háalofti á Bergþórugötunni að leika
okkur og ég hafði klifrað upp um
háaloftsgluggann og stóð við skor-
steininn og hvatti hana ákaft til að:
„Koma, bara“. Þá réði skynsemin og
hlýðnin ferðinni og frænka min svar-
aði til baka: „Solla við megum þetta
ekki.“ Um þennan atburð höfum við
oft talað og getað hlegið að, en þarna
varð varkárni og samviskusemi
hennar mér til bjargar. Ég var bara
skömmuð fyrir mína óþægð, en var
forðað frá því að setja hana í hættu.
Ég minnist þess er Anna Stína og
Gæi fóru að draga sig saman, spenn-
ingurinn þegar hún fór fyrst út með
honum. Ég get alltaf séð hana fyrir
mér við strauborðið þar sem hún var
geislandi af spenningi að strauja
þann kjól sem við mamma hennar
höfðum verið með í að velja fyrir
stefnumótið. Gæi hefur verið henni
tryggur förunautur allar götur síð-
an, staðið við hlið hennar í lífsins
ólgusjó, sem þau hafa svo sannarlega
fundið fyrir. En alltaf hefur tryggð
þeirra og umhyggja hvort fyrir öðru
og fyrir börnum og barnabörnum
verið þeirra aðalsmerki.
Þegar við vorum ung og nýgift fór-
um við oft öll saman út að skemmta
okkur, og myndaðist þá þriggja
hjóna grúppa með einni frænkunni
enn. Seinna urðu það að kyrrlátum
hjónakvöldum þar sem alltaf var
glatt á hjalla og mikið hlegið. Eftir
að frænka okkar varð ekkja hittumst
við þrjár, einu sinni í mánuði á veit-
ingahúsi yfir hádegisverði. Síðasta
ferðin okkar þriggja varð þó heim til
Önnu Stínu, þá var hún orðin svo
veikburða að hún treysti sér ekki til
að fara. Síðan tók við margra mán-
aða sjúkrahúsvist.
Ég er þakklát fyrir allar þær
stundir sem við höfum átt saman og
það verður erfitt að skilja það að hún
er okkur horfin, en í huganum er
þakklæti yfir því að nú kvelst hún
ekki lengur.
Það hefur verið mér lærdómur að
fá að vera með þeim Önnu Stínu og
Gæja og eldast og þroskast með
þeim. Ég hef séð það og skilið betur
en nokkru sinni áður, núna, í þeirri
veikindabaráttu Önnu Stínu sem
lauk á Líknardeildinni í Kópavogi,
þar sem hún og þeir sem til hennar
komu voru umvafðir umhyggju og
virðingu þar til yfir lauk. Guð gefi
fjölskyldu hennar styrk.
Sólveig (Solla) frænka.
Kveðjustund. Sú stund er oft afar
tregablandin. Nú þegar við kveðjum
Önnu okkar eru ákaflega blendnar
tilfinningar að berjast um í sálartetr-
inu. Fyrst og fremst er það þó þakk-
læti fyrir að hún þarf ekki að vakna
lengur til dags sem inniheldur kvöl,
sem bæði er líkamleg og sálarleg.
Við trúum því að nú sé hún í sæluríki
með foreldrum sínum og öðrum vin-
um sem gleðjast með henni og leiða.
Við sem eftir stöndum hérna megin
grafar þurfum að vinna úr þeirri
miklu væntumþykju sem við bárum
til Önnu okkar og þeim minningum
sem fylgja okkur alla okkar ævidaga
hér.
Anna Kristín var einkabarn for-
eldra sinna. Ljósgeisli sem var fal-
legur, hjartahreinn og mjög vel gáf-
um gæddur. Hún var hvers manns
hugljúfi. Ég kynntist Önnu í Laug-
arnesskólanum þegar við vorum í
barnaskóla. Þar voru einnig Stein-
unn Ingólfsdóttir, Sigurbjörg Sigur-
jónsdóttir, Hjördís Óskarsdóttir og
Erla Ingileif Björnsdóttir. Þegar við
svo fórum allar í Ingimarsskóla
bættist í hópinn Sigríður Sigur-
bergsdóttir. Við héldum alltaf sam-
bandi og fylgdumst með hver ann-
arri á meðan við vorum að fóta okkur
í ástamálunum og á fyrstu búskapar-
árunum. Árið 1959 var hópurinn svo
kallaður saman og við stelpurnar
höfum síðan haldið hópinn. Við höf-
um fylgst með lífshlaupi hverrar
annarar í öll þessi ár sem eru nokkuð
mörg ef talið er í tölum en hafa verið
afar snögg að líða þegar farið er yfir
minningarnar.
Þegar við nú stöndum á enn einum
reynsluvegamótunum hrannast
minningarnar upp. Anna hitti sinn
lífsförunaut ung að árum. Bjarni
Garðar Guðlaugsson, alltaf kallaður
Gæi í okkar hópi, var ákaflega fal-
legur maður eins og Anna og virtist
framtíðin blasa við þeim björt og
glæsileg. Þau byrjuðu búskap hjá
tengdaforeldrum Steinunnar og þar
fléttuðust enn þau bönd sem hefur
fylgt þessum skólasystrahópi. Gæi
lauk Verslunarskólanum og settist í
Háskólann en Anna fór á vinnu-
markaðinn og sá þeim farborða eftir
bestu getu. Það voru mikil gleðitíð-
indi þegar þau áttu von á frumburði
sínum henni Steffí. Hamingjusólin
var þó með skugga því þá komu í ljós
sálarleg kvíða- og hræðsluköst sem
ekki voru auðskiljanleg. Anna var
mjög mikil baráttumanneskja og
hún harkaði af sér eftir bestu getu og
hélt sínu striki án þess að kvarta.
Þegar svo annar sólargeisli þeirra
boðaði komu sína, hún Maggý, syrti
mjög að líðan Önnu og má segja að
hún hafi aldrei fengið að ganga heil
til skógar síðan þá.
Í yfir fjörutíu ár hefur hún ásamt
fjölskyldu sinni allri barist við
dimma skugga sem voru ósýnilegir
augum en vel sýnilegir tilfinninga-
lega. Hún svo sannarlega reyndi eins
og hægt var að standa þessi veikindi
af sér. Gæi vék aldrei frá henni og
stóð við hlið hennar hvernig sem
blés. Það sem einkenndi líf þeirra
var að reyna að koma telpunum sín-
um til manns og kærleikurinn sem
þau sýndu þeim var oft mér mikið
umhugsunarefni. Ég sagði oft að ég
vissi ekki hver væri að aðstoða hvern
eða þroska þegar ég reyndi að styðja
Önnu mína af miklum vanefnum því
engin vissi hvernig hægt væri að
bægja þessari miklu sálarkvöl frá.
Ég sagði þetta því að í gegnum öll
þessi ár hef ég dáðst að þeim hjónum
að geta haldið hjartanu alltaf jafn
kærleiksríku og látið það númer eitt
leiða sig áfram. Það komu léttari
stundir inn á milli og þær voru t.d.
notaðar til að fara í sumarfrí og er
þar efst í mínum huga hvað þau voru
dugleg að fara í útilegur með dásam-
legu telpurnar sínar. Við í klúbbnum
okkar fengum að hafa Önnu með
okkur, en það var ótrúlegt hvað
svona veik manneskja gat haldið sér
fínni og fallegri öll þessi veikindaár.
Alltaf mætti Anna með nýlagt hárið
sitt og vel upp færð. Hún var ekki
alltaf margmál en fylgdist vel með
öllum málum. Allar stelpurnar
reyndu að hlúa að henni eftir bestu
getu. Klúbburinn okkar er sem bet-
ur fer frægastur fyrir að við gátum
bókstaflega hlegið klukkutímum
saman. Það virtist vera hægt að gera
góðlátlegt grín að öllum málum sem
komu fyrir í lífi okkar eða lífi sam-
félagsins. Þetta held ég að hafi gert
okkur ákaflega gott og ekki síst
Önnu. Mér hefur verið tíðrætt um
stelpurnar í klúbbnum. Þegar við
vorum bráðungar, eða milli þrítugs
og fertugs varð einni okkar að orði
að hún vissi ekki hvað stelpurnar
segðu ef hún kæmi allt of seint. Þá
leit eitt barna hennar upp og sagði.
„Stelpurnar? Eru konurnar hætt-
ar“? Anna er og var ein af stelpun-
um. Hún gekk erfiðari lífsveg að
mínu mati en við hinar. Hún fékk
ekki að breiða út vængi sína eins og
æskilegt hefði verið. Vegir Guðs eru
órannsakanlegir og það veit sá sem
allt veit að okkur hefur fundist að
Önnu vegur hafi verið ákaflega
óréttlátur en við verðum að sætta
okkur við hann og fáum vonandi
skýringu seinna meir. Hún var með
sjúkdóm sem nútímavísindi ráða illa
við. Aukaverkanir meðala höfðu far-
ið afar illa með líkama hennar svo að
hann var gjörsamlega rúinn öllum
kröftum. Það var mjög táknrænt fyr-
ir Önnu að mikilleiki hennar og tign
komu vel fram í þessari margra mán-
aða legu á spítala, þar sem hún beið
dauða síns með fullri vitund. Aftur
kom það fram sem ég sagði fyrrum.
Hver kennir hverjum? Hún vissi að
bústaðaskipti til annars tilverustigs
var eina lausnin fyrir hana. Hún var
umvafin kærleika til hinstu stundar,
af Gæa sínum, sem alltaf var til taks,
af dætrum sínum, tengdasonum og
barnabörnum, af bróður sínum Inga
sem kom eins og sólargeisli inn í fjöl-
skylduna árið 1955, af stórfjölskyld-
um sínum og vinkonum. Við vinkon-
urnar þökkum Önnu okkar innilega
fyrir allar samverustundirnar í
gegnum lífið frá unga aldri. Við vott-
um fjölskyldu hennar alla okkar
samúð á erfiðri stund. Guð blessi
minningu hennar um tíma og eilífð.
Ástvini alla mína
ég fel í umsjón þína
ó, Jesú, Jesú minn.
Ég bið þeim Guð að gjalda
með gleði þúsundfalda
ástríki allt og kærleik þinn.
Ég halla höfði mínu
að hjarta Jesú þínu
þar sofna ég sætt og rótt.
Ég veit þín augu vaka,
og vara á mér taka
gef mér og öllum góða nótt.
(Guðjón Pálsson.)
Fyrir hönd vinkvennanna
Selma Júlíusdóttir.
ANNA KRISTÍN
BJARNADÓTTIR
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
4
3
2
$
# ("& # EI
,
# %
0
% 5
(
**,--
" && !&&
" # (# !&& 6- % ! (
= &- (# !&& #% #% (
(#&& (# ( !J " !
#%
- (# ( " # % ! !&&
, , (#, , , -