Morgunblaðið - 19.09.2001, Page 46
FÓLK Í FRÉTTUM
46 MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
EKKI er ólíklegt að framleiðandinn
og leikstjórinn Joe Roth sé búinn að
koma sér vel fyrir til frambúðar sem
einn af 10–20 valdamestu mönnum
kvikmyndaiðnaðarins. Vann sig
hægt en örugglega á toppinn og hef-
ur rekið í um það bil ár framleiðslu-
fyrirtækið Revolution Studio,
traustan og skotheldan rekstur á
Hollywoodmælikvarða því að með-
eigendurnir eru engir aðrir en stór-
veldin 20th Century Fox og Sony
Pictures (Columbia), sem sjá um
heimsdreifingu. Slíkir samstarfs-
aðilar og viðskiptafélagar skapa
Revolution Studios bjargfastan
grunn í kvikmyndaiðnaðinum.
Myndir fyrirtækisins eru nýbyrjað-
ar að streyma inn á markaðinn, sú
nýjasta er America’s Sweethearts,
sem brátt verður frumsýnd hérlend-
is og Roth leikstýrir að auki.
Ameríski draumurinn
Lífshlaup Roths er einföld bar-
áttusaga, hinn margtuggði ameríski
draumur sem verður sjaldnast að
veruleika. Roth virðist góðum og
margvíslegum hæfileikum gæddur,
hefur þurft að vinna sig hörðum
höndum upp í gegnum allt kerfið, frá
snattstrák í forstjórastólinn. Lengst
af sem framleiðandi misjafnra
mynda, einkum fyrir unglingamark-
aðinn, en hefur einnig sýnt metnað-
arfyllri verkum áhuga með skínandi
árangri. En hann hefur jafnframt
sýnt leikstjóratilburði, sem gera
manninn sérstakari í stjórnunar-
störfum í kvikmyndaborginni.
Joe Roth er liðlega fimmtugur,
fæddur í New York árið 1948 og al-
inn upp í Boston þar sem hann lauk
háskólanámi. Hélt þvert yfir Banda-
ríkin og kom sér fyrir í San Franc-
isco, hvar hann hóf störf sem að-
stoðarframleiðandi við nokkur
auglýsinga- og kvikmyndagerðar-
fyrirtæki í borginni. Meðal annars
hjá United Artists sem var á þessum
tíma í eigu Transamerica. Roth
komst fljótlega í samband við
nokkra dugandi skemmtikrafta, eft-
irhermur og uppistandara einsog
Chicago’s Second City, og varð að
lokum framkvæmdastjóri leikhóps-
ins.
Umbi Chevy Chase
Árið 1974 var CSC í Los Angeles
og ákvað Roth að freista gæfunnar
þar um sinn. Var orðinn umboðs-
maður listamanna á borð við Ron Sil-
ver og Chevy Chase, sem þá voru al-
gjörlega óþekktir. Roth fékk þá og
aðra meðlimi úr hópnum, einsog
John Candy, til að leika í Tunnel-
vision (’76), heldur lágreistri grín-
mynd um imbakassann. Þökk sé
ágætum skemmtikröftum og Neal
Israel, nýliða í leikstjórastól, malaði
þessi 250 þúsund dala smámynd gull
og endaði í um 18 milljón dala hagn-
aði.
Roth var skyndilega orðinn örlítið
frægur og ríkur – og kunni að fara
með það. Framtíðarstjörnurnar
Candy og Chase höfðu opnað örlitla
rifu og Roth kom tánni í gættina.
Hélt ótrauður áfram í kvikmynda-
framleiðslunni og næsta mynd hans,
The Winning Season, kom á mark-
aðinn árið 1978 en litlum sögum fer
af afurðinni. Næstu ár liðu í fram-
leiðslu lítt eftirminnilegra B-mynda.
Americathon (’79) státaði af saman-
safni annars flokks gamanleikara;
The Final Terror (’81) bauð einnig
uppá liðveislu leikaranna Rachel
Ward, Daryl Hannah og Joe Pant-
oliano, sem öll áttu eftir að verða
fræg er fram liðu stundir og þessi
blóðhrollur þótti laglega gerður
enda frumraun Andrews Davis sem
síðar meir leikstýrði The Fugitive
(’93) o.fl. toppspennumyndum.
Auga fyrir hæfileikum
Þrátt fyrir aura- og reynsluleysi
voru þegar komnir í ljós mikilsverðir
hæfileikar Roths sem nýtast vel í
kvikmyndaiðnaðinum; auga fyrir
hæfileikum, í efnisvali og mannskap,
bæði leikurum og leikstjórum. Nú
taldi hann að sinn tími væri kominn
til að kveðja sér hljóðs fyrir alvöru í
kvikmyndaborginni. Tilefnið vel val-
ið, The Stone Boy (’84), firnasterkt
og eftirminnilegt drama um fjöl-
skylduharmleik, með Robert Duvall
fremstan í flokki hágæðaleikaranna
(á góðum degi) Glenn Close, Frede-
ric Forrest og Wilford Brimley.
Myndin var of sorgleg til að vekja
lukku í miðasölunni en þótti enn ein
sönnun þess að Roth var maður sem
kunni til verka og hann bankaði nú
upp á hjá 20th Century Fox sem
mikið hefur komið við sögu þessa
snjalla framkvæmdamanns. Gekk
frá þeim fundi sem hæstvirtur fram-
leiðandi hjá stórveldinu.
Árangurinn lét ekki á sér standa.
The Bachelor Party (’84), með Tom
Hanks, og Moving Violations (’85)
verða seint taldar merkilegar á
nokkurn hátt en þessar galsafengnu
unglingamyndir gáfu tóninn og möl-
uðu gull í kassann. Sama verður ekki
sagt um Where the River Runs
Black (’86) sem var eigi að síður
óvenjuleg og metnaðarfull mistök.
Með leikstjórakláða
Þegar hér var komið sögu vildi
Roth sanna sig sem leikstjóri og
valdi til þess Streets of Gold (’86).
Frumraunin er metnaðarfullt hliðar-
skref við Rocky-þemað; þýski gæða-
leikarinn Klaus Maria Brandauer
leikur (í frumraun sinni vestan hafs)
sovéskan flóttamann, fyrrverandi
hnefaleikara, sem starfar sem upp-
vaskari í Brooklyn en dreymir
frægðardrauma um meistaratitla til
handa ungum boxara (Wesley Snip-
es) sem hann þjálfar í hjáverkum.
Næsta leikstjórnarverkefni var Re-
venge of the Nerds II (’87), óburðugt
framhald lítilfjörlegrar en feikivin-
sællrar unglingagrínmyndar. Sú
þriðja, Coupe de Ville (’90), er sýnu
best.
Allar þessar myndir voru gerðar
af Fox. Roth stofnaði sitt eigið fram-
leiðslufyrirtæki, Morgan Creek, sen
er enn mikilsvirt og í fullum gangi.
Það var ábyrgt fyrir feikivinsælum
smámyndum eins og vestrunum
Young Guns (’88) og Young Guns 2
(’90). Metnaðurinn var hinsvegar í
fyrirrúmi hvað snertir Dead Ringers
(’88), Enemies, A Love Story (’89) og
Pacific Heights (’90).
Byltingarstúdíóið
1989 var tímamótaár hjá hinum
fertuga framleiðanda, sem þá var
ráðinn stjórnarformaður Fox Film
Corporation, kvikmyndadeildar 20th
Century Fox. Í þeirri stöðu tók hann
ákvörðun um framleiðslu metað-
sóknarmynda á borð við Home
Alone, Edward Scissorhands, Hot
Shots, The Last of the Mohicans og
White Men Can’t Jump, gerðar á ár-
unum 1990–92. 1992 söðlaði Roth
um, fór til til Disney og stofnaði
Caravan Pictures, sem stóð á bak við
nokkrar gangmyndir, The Three
Musketeers (’93), þeirra helst. Árið
1996 var Roth ráðinn eftirmaður
Jeffreys Katzenberg hjá Disney en
hvarf á braut 2000 til að stofna fyrr-
greint Revolution Studio, sem m.a.
er ábyrgt fyrir America’s Sweet-
hearts (’01), nýjasta leikstjórnar-
verkefni hans.
Stjörnurkvikmyndanna
eftir Sæbjörn Valdimarsson
JOE ROTH
Reuters
America’s Sweethearts er stjörnum prýdd gamanmynd.
Hér gefur Roth Juliu Roberts góð ráð.
ÓVINIR, ÁSTARSAGA –
ENEMIES: A LOVE
STORY (1989)
Einstaklega vel heppn-
uð kvikmyndagerð Pauls Maz-
ursky á tragikómedíu nób-
elskáldsins Isaacs Bashevics
Singer um dæmalausar eft-
irhreytur seinni heimsstyrjald-
arinnar í lífi landflótta, pólsks
gyðings (Ron Silver). Hann
kemst lifandi úr hryllingi
helfararinnar fyrir tilstilli pólskr-
ar sveitastúlku (Margaret Sophie
Stein), sem hann tekur með sér
til Vesturheims í stríðslok. Þar
kynnist hann, og heldur við, seið-
andi fegurðardís (Lena Olin) sem
krefst að hann giftist sér. Líkt og
það hálfa sé ekki nóg dúkkar upp
pólsk eiginkona hans (Angelica
Huston). Hún hafði einnig þrauk-
að af hörmungarnar. Allar vilja
þær eiga hinn meinlausa og ráð-
þrota mann, sem Silver leikur
stórkostlega og Stein er ógleym-
anleg. Mikilfengleg mynd í alla
staði, meinfyndin og átakanleg í
senn.
DEAD RINGERS (1988)
½ Mikilúðlegur ófögnuður
sem samræmir framúrskarandi
leik Jeremys Iron í tvöföldu hlut-
verki tvíbura, kvensjúkdóma-
lækna sem smám saman missa
tökin á tilverunni, og máttuga og
hugmyndaríka leikstjórn Davids
Cronenberg. Þeir hverfa á vald
eiturlyfja og geðveiki og yfirgefa
giftusaman feril og fjölskyldulíf.
Mögnuð vinna hjá Cronenberg,
sem nostrar við hryllinginn í
stóru sem smáu í sinni bestu
mynd. Skapar, með hjálp tón-
skáldsins, kvikmyndatökustjór-
ans, muna- og búningahönnuða,
eina eftirminnilegustu hryllings-
mynd níunda áratugarins.
COUPE DE VILLE (1990)
Glúrin og minnisstæð
tragikómedía um tilraun deyj-
andi föður (Alan Arkin) til að
treysta losaraleg fjölskyldubönd
drengjanna sinna þriggja. Her-
bragðið að skipa þeim að aka af-
mælisgjöfinni, nýja kádiljáknum
móður þeirra, úr kassanum í
Detroit til elliheimilisins í Flór-
ída, tekst giftusamlega. Roth
heldur endunum vel saman og
tekst einkar vel að endurskapa
tímann sem myndin gerist á,
sumarið ’63. Ekki síst með
smekklegri notkun dægurlaga
undir stjórn James Newtons
Howard. Arkin er óaðfinnanlegur
og David Stern er fremstur í hópi
bræðranna; persónusköpun
beggja eftirtektarverð.
HEIMSBYGGÐIN lá kylliflöt
þegar franskir raftónlistarmenn á
borð við Air, Dimitri from Paris og
jafnvel St. Germain
skutust fram á
sjónarsviðið með
ofursvala og létt-
djassaða skemmt-
arapoppið sitt.
Auðvitað urðu
fjandmenn þeirra Bretar grænir af
öfund, ekki vanir því að Frakkar geti
gert eitthvað af viti. Þá var bara eitt
til ráða. Svara í sömu mynt. Allavega
nokkurs konar evru.
Zero 7 er skipuð þaulvönum fag-
mönnum úr raftónlistargeiranum.
Köppum sem unnið hafa í hljóðveri,
með stórfiskum á borð við Pet Shop
Boys og engum öðrum en sjálfum
Radiohead. Það eitt hefur vakið
spennu í brjósti tónlistaráhuga-
manna yfir því hvað þeir geta sjálfir
og svarið er: Býsna mikið.
Þetta er einkar notaleg djass-
poppskífa. Rosalega vönduð, vel
sungin af vel völdu lið. Gallinn er þó
sá að hér er alltof mikið sótt í smiðju
frönsku Air og á köflum engan veg-
inn unnt að greina á milli hvor sveit-
in á í hlut. Vonandi að Zero 7 hafi öðl-
ast meira sjálfstæði á næsta verki
því hæfileikinn er fyrir hendi.
Tónlist
Steikin
svarar
froskinum
Zero 7
Simple Things
Play it again Sam/Japis
Fyrsta platan frá bresku hægindaraf-
tónlistarmönnunum í Zero 7. Nýbraut-
skráðir úr svala tónlistarskólanum
franska.
Skarphéðinn Guðmundsson
M O N S O O N
M A K E U P
litir sem lífga
!"#!$% &'$% &(
")**<
*)*,<
,)
*<<
1),-8
=)
<
)8 <
8)
, <
&)1 8
.
(= <
)
)
5
- <#
KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI
e. Halldór Laxness
í leikgerð Sveins Einarssonar
FRUMSÝNING Fö 28. sept kl. 20 - UPPSELT
2. sýn su 30. sept. kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI LAUS
3. sýn fim 4. okt kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI LAUS
4. sýn fö 5. okt. kl. 20 - NOKKUR SÆTI
5. sýn lau 13. okt kl. 20 - NOKKUR SÆTI
MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney
Lau 22. sept. kl. 20 - NOKKUR SÆTI
Lau 29. sept. kl. 20 - NOKKURSÆTI
Lau 6. okt, kl. 20 - LAUS SÆTI
Fö 12. okt. kl. 20 - LAUS SÆTI
PÍKUSÖGUR e. Eva Ensler
Fi 20. sept kl. 20 - UPPSELT
Lau 22. sept kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
Fi 27. sept kl. 20 - NOKKUR SÆTI
Lau 29. sept kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
Su 30. sept kl. 20 - LAUS SÆTI
Fi 4. okt kl. 20 - UPPSELT
Fö. 5. okt kl. 20 - NOKKUR SÆTI
Lau 6. okt kl. 20 - NOKKUR SÆTI
UPPÁKOMA: DÚNDRANDI ROKK. ÚLPA,
STJÖRNUKISI og THAYER THAYER
THORSTEINSSON
Í kvöld kl. 21.
ÖNDVEGISKONUR e. Werner Schwab
Lau 22. sept kl. 20 - LAUS SÆTI
Lau 29. sept kl. 20 - LAUS SÆTI
Lau 6. okt. kl. 20 - LAUS SÆTI
Fim11. okt. kl. 20 - LAUS SÆTI
Fö 12. okt. 20 - LAUS SÆTI
ATH. AÐEINS ÞESSAR SÝNINGAR
Stóra svið
Litla svið
3. hæðin
Miðasala: 568 8000
Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu
sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga.
Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is
Sala áskriftarkorta stendur yfir.
7 sýningar á aðeins 10.500
- og ýmis fríðindi að auki.
10 miða kort á kr. 15.900
- frjáls notkun þegar þér hentar
VERTU MEÐ Í VETUR!!!
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200
!"# $
"(*><'((&)*
*<><+,&-)
'&,-><+,&-)
'&.
/0!"01 2 !0 0! 00 $34%5!%567%8
!
**><+,&-)
'&*,><+,&-)
'&* (*&><%99'
&-)
'&.
: :11 ! 02 ;<<
=47
4)>
'&?%%8..&(.*'((&)* (*>< *8><
" 1
@4:
"(*><
**><
Miðasalan er opin frá kl. 13-18 mánudaga og þriðjudaga,
aðra daga kl. 13—20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga
www.leikhusid.is — midasala@leikhusid.is
IRO Á ÍSLANDI, Loftkastalinn, KL. 20
Frumsýn. fös 21/9 uppselt, lau 22/9 sun
23/9, Aðeins þessar sýningar
RÚM FYRIR EINN, Iðnó, KL. 12. Súpa og
brauð innifalið — fös 28/9
Miðasala fyrir sýningar Í Loftkastalanum
og Iðnó er í síma 552 3000, virka daga kl.
10-16, um helgar frá kl. 16 og fram að sýn-
ingu. Opið er í Loftkastalanum samkvæmt
fyrrgreindum tíma og í Iðnó kl. 12-16 á
föstudögum.
!"# #$%"&