Vísir - 24.09.1979, Side 7
Mánudagur 24. september 1979
, % V* ■%' *.-*
7
„við erum aiis ekki að
kreflast launahækkunar”
Vegna athugasemda heilbrigðismálaráðherra
viðvikjandi uppsögn sérfræðinga i taugasjúk-
dómafræðum á samningi við Tryggingastofnun
Rikisins (TR) og Sjúkrasamlag Reykjavikur
(SR), bið ég yður að birta eftirfarandi i blaði
yðar:
Sú fullyrðing ráðherra, aö
uppsagnir okkar séu ólöglegar,
hlýtur að stafa af þekkingar-
skorti. Lög kveða hvergi svo á
aö læknar skuli vinna eftir sér-
stökum samningi við TR og SR.
Hvort uppsagnir okkar sam-
rýmast gildandi samningi sér-
fræðinga við TR og SR, mun
verða skorið úr meö gerðardómi
og við munum hlita þeim úr-
skurði.
1 nefndum samningi eru
uppsagnarákvæði sem stjórn
Læknafélags Reykjavikur hefur
túlkað svo, að okkur væri heim-
,,Við erum ekki að krefjast
kauphækkunar eða neinnar
þeirrar breytingar á gjaldskrá,
sem leiði til aukinna greiðslna
okkur til handa. Deilan stendur
um það, að okkar sérfræðilega
skoðun sé metin óbreytt frá þvi
sem var I samningum fyrir 1.
júli en greiðsla fyrir hana ekki
lækkuð” segir Sverrir Berg-
mann læknir i þessari grein
sinni um deilu sérfræðinga við
heilbrigðismálayfirvöld, sem
hefur leitt til þess að nokkrir
læknar hafa sagt upp störfum
hjá Sjúkrasamlagi Reykjavfk-
ur.
ilt að segja okkur undan
samningum með ákveðnum
fyrirvara miðað við 30. júnl og
31. des. ár hvert. Rétt er aö
benda ráðherra á þaö, að upp-
sagnir okkar bárust i byrjun
þessa árs og áttu að koma til
framkvæmda 1. júll s.l. Það var
þvi hálft ár til stefnu til
skipunar gerðardóms og fyrir
hann til að skila úrskurði sinum
fyrir 1. júli.
Framkvæmd málsins hefur
orðið sú, að geröardómur er
fyrst fullskipaður nú um miðjan
sept.,eða 9 mán. eftir að upp-
sagnir okkar bárust. Slik vinnu-
brögö eru tæpast til fyrir-
myndar. Rétt er einnig að benda
ráðherra á það að viðsemjendur
okkar hafa ekki sett sig i sam-
band við okkur allan þennan
tima, þeir hafa ekki tilkynnt
okkur um framvindu mála,
þ.á.m. um skipun gerðardóms
og þeir hafa ekkert frumkvæöi
haft um að leysa þann ágreining
sem er okkar á milli og sem
þeim er vel kunnur.
Viö höfum hinsvegar margoft
haft samband viö okkar samtök,
sem einnig er vel kunnugt um
hvað deila okkar snýst. Við höf-
um verið reiöubúnir til samn-
inga og sett fram fleiri en eina
tillögu um hversu leysa mætti
ágreininginn, þannig að báðir
aðilar mættu sæmilega vel við
una. Viðsemjendur okkar hafa
ekki sýnt þessu hinn minnsta
áhuga. Viö höfum einnig, þrátt
fyrir þessa framkomu viðsemj-
enda okkar, haldið áfram eftir
1. júli, að veita þjónustu, þótt
takmörkuð hafi verið, en þó
þannig, að ekkert neyðarástand
hefur skapast og öllum vanda-
málum hefur verið sinnt tafar-
laust, sem enga bið hafa þolaö.
Engin greiðsla hefur komiö
fyrir þau störf.
Vert er að það komi mjög
skýrt fram, að við erum ekki að
krefjast kauphækkunar eða
neinnar þeirrar breytingar á
gjaldskrá, er leiðir til aukinna
greiðslna okkur til handa.
Deilan stendur um það, aö
okkar sérfræöilega skoðun sé
metin óbreytt frá þvi sem var I
samningum fyrir 1. júll, en
greiðsla fyrirhana ekkilækkuð.
Ekki er siður mikilvægt að
ráöherra geri sér grein fyrir
þvi, að gerðardómur fær engu
um það breytt, hvort stofur
okkar verða opnar eða ekki.
Umfram þá siðferðilegu skyldu,
sem læknar hafa og munu ekki
bregðast, veröur sérfræðiaðstoö
við sjúklinga ekki tryggð nema
með ákvæðum þar um I
samningum, er geri heilbrigöis-
yfirvöld ábyrgari en nú er og
svo með þvi auðvitað að eölileg
samvinna sé milli lækna annars
vegar og TR og SR hins vegar.
Framkoma þessara siöast-
nefndu aðila og nú einnig ráð-
herra I okkar máli er hinsvegar
með þeim hætti, að ekki verða
teknar alvarlega yfirlýsingar
þeirra um áhyggjur vegna hags
og velferðar skjólstæðinga
þeirra sem þeir svo kalla, það er
hinna sjúku og læknisþurfandi.
Fari svo að sérfræöingar I
taugasjúkdómafræðum veröi
endanlega lausir samninga við
TR og SR, hvort heldur þaö
gerist 1. nóv. eða siðar, er þar
viö engan að sakast nema þessa
siðarnefndu aöila, sem með
FROSKMENN
NÝKOMIÐ
KtJTAR LUNGU
RELTI OG BLÝ
Utilíf
Glæsibæ — Sími 30350
FLEIRI SÉRFRÆOINGAR SEGJA SIG UR SJÚKRASAMLAGINU:
TAUGASJÚKDÚMALÆKNAR
LOKA STOFUM SÍNUM
,\st*ðan lyriruppsogn okkar hja sjukrasam- «"•«• >™« t.»n ' V
I.iginu var deila um taxtann Vift vorum að mot- '*“* ..
mata lakkunhans oft samsetmngu. en þrtta var M*V'HV "» ■*•. •' ^
fkki stftrt Ijarhagsmar. sagfti Svemr Berg-
mann. sertræftingur i taugasjukdftmum I samtali ““^*» »•-” •».»».-*,<••«»»«». *•£"
framkomu sinni hafa brugðist
þeirri meginskyldu við skjól-
stæðinga sina að tryggja þeim
sérfræðilega læknisaðstoð.
Þetta er þeim mun sorgiegra,
sem deilumál okkar gaf ekkert
tilefni til þess og að allur vilji
var fyrir hendi hjá okkur að
komast að samkomulagi, án
þess aö þaö hefði I för með sér
nokkra aukningu á greiðslum,
hvorki hinna sjúku né
tryggingakerfisins.
Aðrar athugasemdir ráöherra
eru ekki svaraverðar. Sorglegt
er til þess að vita að hann skuli
telja aö skattsvik og fégræögi
liggi að baki ákvörðun okkar.
Hætt er við að þessar ásakanir
ráðherra kunni að reynast
örlagarikari en hann ætlar og
hefðu betur verið geymdar I
huga hans en á prenti. Sú full-
yrðing hans að læknar séu með
uppsögn samninga að afla sér
meira fjár fyrir vinnu sina er
staöleysa og gagnvart okkur
sérfræðingum I taugasjúk-
dómafræöi er þessi fullyrð-
ing I hæsta máta ómakleg eins
og ráðherra gæti komist að raun
um, ef hann vildi vita og þekkja
áður en hann talar.
Hvað skattsvikum viðkemur
hafa sérfræöingar fengið öll sin
laun greidd hjá opinberum
aðilum og greitt opinber gjöld af
hverri krónu lögum samkvæmt
á hverjum tlma og þvi sýnst
tekjuhærri en ýmsir aðrir I
þessu þjóöfélagi, sem eftir
skattframtölum hafa vart nema
fyrir nauöþurftum, þó þeir hafi
að ööru leyti sýnt ótrúlegustu
umsvif á afgangi matarpen-
inganna. Ef sjúkrasamlög
endurgreiöa reikninga lækna
sem starfa utan samlaga, er
hægt að fylgjast með tekjum
þeirra meö sama hætti og áður,
og skattsvik koma á engan hátt
inn i myndina.
Þetta atriði er þó ekki hægt að
ræöa frekar við ráðherra, því
hann er ekki aö koma á fram-
færi sinum skoöunum heldur þvi
sem mæla illar tungur. Þaö
verður að vera mat hans sjálfs
hvort hann telur sæmandi og við
hæfi að hafa Gróu á Leiti að sér-
stökum skjólstæöingi sinum.
Sverrir Bergmann
BETRA ÚTLIT, MEIRA ÖRYGGI.
Fjölskyldubíllinn VW Derby hefur
gengið í gegnum nokkrar breytingar
til bóta fyrir útlit hans og öryggi.
Nú býöst hann með nýju erilli,
nýjum Ijósum og glœsilegra mœlaborðt
Styrktum stuðurum auk endurbætts
og kraftmeira hita- og loftræstikerfis.
Derby er sparneytinn svo af ber og
hár á vegi. Traust Volkswagen
þjónustan er og góður bakhjarl.
Stór orð um nýjan Derby, komdu og
sannreyndu þau sjálfur.
Nokkrir bílar fyrirliggjandi.
S ÝNINGARBÍLL Á STAÐNUM.
HEKLAHF
Laugavegi 170-172 Sími 21240
z
NUFÆ5TNYR