Vísir - 04.10.1979, Blaðsíða 3

Vísir - 04.10.1979, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 4. október 1979 SKÓLftSÍJÖBflÍSiLlfl 7 GRÍndÁvÍK:"' BOGI HÆTTIR KENNSLU - Segist enga lykia hata tenglð h|á tyrrl skólasllóra „Þetta lyklamál er lltilfjör- legt i minum huga og nánast kattarklór hjá ráöherra að ætla aö nota það gegn mér” sagöi Bogi Hallgrimsson, annar um- sækjandinn um skólastjórastöö- una I Grindavik, i samtali viö VIsi, en Bogi hefur einnig gegnt stööu skólastjóra sl. 3 ár. Bogi sagði aö fyrrverandi skólastjóri, Friðbjörn Gunn- laugsson, hefði tvivegis komið til hans og beðið hann um lykla að skólanum. Svaraði Bogi þvl til, aö eigin sögn, að hann heföi enga lykla fengið hjá Friðbirni, en mundi fúslega skila slnum lyklum ef skólanefnd óskaði eft- ir þvi. Hins vegar heföi engin sllk ósk borist frá skólanefnd. Bogi sagðist gera ráö fyrir þvi að fyrrverandi skólastjóri hefði alla lykla að skólanum og kvaöst ekki vita til annars en hann gæti komist inn I skólann þegar honum þóknaöist. Þá sagöi Bogi aö þeim hefði ekkert farið á milli um skóla- stjórabústaðinn. ,,Ég hef ákveðiö að koma ekki að skólanum til kennslu”, sagði Bogi. „Ég var fús til að starfa með Hjálmari i vetur, en eftir þær yfirlýsingar sem hann gaf I blöðunum 1. október um að kennarar hefðu lýst yfir st-uðn- ingi við hann, tel ég mig ekki geta starfað meö honum.” Bogi sagði að eftir yfirlýsing- ar Hjálmars hefði litið svo út sem kennarar styddu ráðningu hans. Hann liti svo á að brotinn hefði verið réttur á sér. Hann vildi ekki láta það liggja i þagn- argildi út I frá þó hann hefði veriö tilbúinn að láta kyrrt liggja innan skólans til þess að skólastarfið gæti gengið eðlilega fyrir sig. — KS. Hlálmar hefur ekki tilkynnt formiega afsögn - en seglst ekki líta á slg sem skóiastjðra í Grlndavík „Þaö er rétt aö Hjálmar hefur sagt viö mig I slma aö hann liti ekki á sig sem skólastjóra I Grindavlk”, ságöi Vilborg Guö- jónsdóttir skólanefndarformaö- ur I Grindavlk viö VIsi I morgun. „En ég llt ekki á það sem formlega afsögn”, sagði Vil- borg. „Þetta eru ósköp skiljan- leg viöbrögð eftir það sem á undan er gengið”. Hjálmar mætti ekki I skólann I gær og gekk af kennarafundi I fyrradag með þeim orðum, að hann myndi segja af sér. Og I morgun var hann ekki kominn I skólann. „Það verður skólanefndar- fundur I dag eöa kvöld”, sagöi Vilborg. „Ég tel aö þaö sé mikill viljifyrir þvlaðreyna aö bjarga málunum”. —KS „Hafa slnnt máli fyrrverandi skólasllóra furðulega iflið” - segir Ragnar Arnalds um kennarasamlðkln „Mér virðist kennarasamtök- in vita furöu litiö um mál Friö- björns Gunnlaugssonar og hafa sinnt hans máli furöu lltiö”, sagöi Ragnar Arnalds mennta- málaráöherra. á fundi meö blaöamönnum I gær, sem hann boöaöi til vegna blaðaskrifa um skólastjóramáliö I Grindavlk. Menntamálaráðherra itrek- aði fyrri yfirlýsingar sinar um að hann hefði ekki veitt Boga Hallgrimssyni, sem gegndi skólastjórastarfinu I forföllum Friöbjörns, starfið þar sem hann hefði meinaö Friöbirni af- not af skólastjórabústaðnum. Friðbjörn hefur verið i orlofi frá skólanum s.l. 3 ár, en er hann ætlaði að vitja skólastjórastöðu sinnar I haust.hefði honum verið neitað um lykla aö skólanum. Ragnar sagði aö skipt hefði verið um skrár i skólanum þannig að Friöbjörn hafði enga lykla. Ekki fógetavald „Ráðuneytið taldi þó ekki heppilegt að kæra þessa atburði eða he'fja málaferli gegn Boga Hallgrimssyni. Umsagnir blaöa i þá átt eru á misskilningi byggðar. Ekki þótti heldur álit- legt að beita fógetavaldi I máli af þessu tagi. Hins vegar bauð ráðuneytið Friðbirni Gunn- laugssyni að verða skipaður kennari við grunnskóla i Reykjavik og þáði hann það”, sagði Ragnar. Eins og Visir skýrði frá I gær hefur lögfræðingur Friðbjarnar tjáð ráðuneytinu að hann muni krefjast opinberrar rannsóknar á atburðum þeim, er leiddu til afsagnar Friðbjörns. Veitir yfir 1500 stööur „Ég hef sagt það margsinn- is”, sagði Ragnar, „að það er enginn minnsti vafi aö Hjálmar Arnason hefur meiri menntun en Bogi Hallgrlmsson og vantar aðeins herslumuninn á að öðlast full réttindi. Þessi réttindamál eru margflókin og menn meö tiltölulega litla menntun hlutu réttindiþegar minni kröfur voru gerðar. A undanförnum vikum hef ég afgreitt setningu eða skipun 1165 skólastjóra og kennara á grunnskólastigi og 384 stöður skólastjóra og kennara á fram- haldsskólastigi. En mér er ekki kunnugt um að kennarasamtök eöa sveita- stjórnir hafi andmælt stöðuveit- ingu nema I þetta eina sinn. Fjölmargir réttindalausir menn hafa verið ráðnir af ýms- um óhjákvæmilegum ástæðum, en réttindalausir hafa þó ávallt vikið fyrir réttindamönnum nema i þessu eina tilviki, þar sem réttindamaöurinn vikur vegna aðdraganda þess aö stað- an varð laus”. Ragnar Arnalds menntamálaráöherra heldur fast viö fyrri yfirlýs- ingar um skólastjóramáliö I Grindavlk. Vlsismynd JA. Skipulagslikan af svæöinu milli Rauöageröis og Miklubrautar. Hýtt sklpulagssvæðl „Já, borgarráö hefur samþykkt nýtt deiliskipulag á svæöi sunnan Miklubrautar. A svæðinu sem er milli Miklubrautar og Rauða- gerðis, er gert ráð fyrir sextán einbýlishúsalóðum og tveimur iðnaöarlóðum”, sagöi Aðalsteinn Richter, skipulagsstjóri. Aðalsteinn sagði, að I skipulag- inu væri gert ráö fyrir aö útbúa garð milli þessa nýja Ibúöahverf- isog Miklubrautar. Þjónaöi þessi garöur tvlþættum tilgangi. í fyrsta lagi deyfði hann umferöar- niðinn frá Miklubrautinni, og I ööru lagi fegraöi hann umhverfiö og veitti skjól fyrir noröanáttinni. Gert er ráö fyrir að fram- kvæmdir við vatns- og skólplagn- ir og vegaframkvæmdir hefjist strax næsta vor og aö lóöir á svæðinu verði auglýstar I lóöaút- hlutunarpakka næsta árs. —ATA LYSTADÚN húsgagnasvampurinn. Efni til að spá í Svampurinn veitir nánast fullkomiö hugmyndafrelsi í hönnun. Svampurinn er ódýrt efni. Skólafólk Skólafólk er nú að koma sér fyrir til vetrarins. LYSTADÚN húsgagnasvampurinn getur verið á margan hátt nytsamur á því sviði. Komdu með hugmyndir þínar. Við bendum þér á hvernig hagkvæmast ódýrast v»rfsi i hafir þú enga hugmynd þá komdu samt. Viö höfum nokkrar sem gætu hentað þér. LYSTADÚN húsgagnasvampur er efni til að spá í. LYSTADÖN DUGGUVOGI 8 Áklæði bjóöum við Itka, t.d. flauelsáklæði á sérlega hagstæðu verði. Þú getur svo saumað, eða við, alveg eins og þú óskar. LYSTADÚNVERKSMIÐJAN DUGGUVOGI 8 SÍMI 846 55

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.