Vísir - 04.10.1979, Blaðsíða 16

Vísir - 04.10.1979, Blaðsíða 16
'~U' TJm sjón: Sigurveig .lóns'Jjttir VÍSIR Fimmtudagur 4. október 1979 Félagar E1 Comediants frá Barcelona veröa meöal gesta á Listahátiö. Þeir eru þekktir fyrir ýmis skringileg uppátæki og hér sjáum viö eitt þeirra. Llslahátíð pantar verk Driggja llstamanna: Barnaieikrít. grafíkmyndlr 09 tðnverk „Viö vildum stuöla aö þvi aö ný listaverk verði til án þess aö listamönnum sé otaö saman i samkeppni”, sagði Njöröur P. Njarövik, formaöur fram- kvæmdastjórnar Listahátiðar á fundi meö fréttamönnum á þriðjudaginn. í samræmi við þessa stefnu var þrem listamönnum falið að semja verk fyrir næstu lista- hátið, sem verður 1.-20. júni 1980. Guðbergur Bergsson fékk það verkefni að semja barnaleikrit til flutnings á leiksviði, Ragn- heiður Jónsdóttir gerir röð graffkmynda og Gunnar Reynir Sveinsson semur tónverk fyrir litla jazzhljómsveit og sinfóniu- hljómsveit. Fyrir þessi verk fær hver listamannanna 1,5 milljónir króna og verða verkin öll liöur i Listahátið. Þau Ragnheiöur og Gunnar Reynir kváðust ekki vera að ráði byrjuð á sinum verkum ennþá, en Guðbergur kvað leik- ritið næstum tilbúið. Það fjallar um verur á reiki- stjörnu, sem vilja komast til jarðarinnar og um þá ferð þeirra. Leikurinn endar, þegar verurnar sjá jörðina og ibúa hennar sem eru börnin i leik- húsinu. „Það er allt i þessu leikriti, sem börn vilja hafa með”, sagði Guðbergur, „ævintýri, hættur, kóngar og drottningar”. Leikritið verður væntanlega fært upp i Þjóðleikhúsinu. Margir kallaðir Annar undirbúningur Lista- hátiðar er vel á veg kominn og kvaöst Njöröur vonast til að endanleg dagskrá verði tilbúin um áramótin. Nokkrir heims- frægir listamenn hafa þegar lof- að þátttöku. Þeirra á meðal eru tónskáldið John Cage, gitar- leikarinn Göran Söllscher, óperusöngvarinn Lugiano Pavarotti, sem mun syngja með Sinfóniuhljómsveit íslands undir stjórn Kurt Adler, pianó- leikarinn Alicia de Larrocha og fiðluleikarinn Paul Zukofsky. Auk þess kemur spænski leik- hópurinn E1 Comediants og irski þjóðlagasöngflokkurinn The Wolfe Tones. Framkvæmdastjórn Lista- hátiöar er með mörg önnur at- riði i sigtinu á sviöi myndlistar, popptónlistar, jazz og leiklistar, en ekkert þeirra er afráðið enn. Erlendir listamenn hafa sýnt hátlðinni mikinn áhuga og að sögn framkvæmdastjórans, örnólfs Arnasonar, berast dag- lega bréf frá listafólki, sem vill koma hingað. Hátið úti og inni „Okkur langar til að Lista- hátiö i Reykjavik setji meiri svip á bæjarlifið en verið hef- ur”, sagði Njörður. 1 þeim tilgangi er ætlunin að hafa ýmiss konar útiatriði og eins eru uppi hugmyndir um daglegan vettvang fyrir hátiðina. Þar væri um að ræða veitingastað, þar sem fólk gæti komið hvaða kvöld sem er, fengið sér bita og ef til vill létt vin og búist við óvæntum uppá- komum. Sá hluti hátiðarinnar á ekki að vera skipulagður i öllum atriðum fyrirfram. óbreytt framlög Kostnaður við Listahátiðina hefur enn ekki verið áætlaður, en hætt er við aö hver aðgöngu- miði verði talsvert dýrari en Formaður framkvæmdastjórn- ar Listahátiðar, Njörður P. Njarðvik, ásamt listamönnun- um Guðbergi Bergssyni, Ragn- heiði Jónsdóttur og Gunnari Reyni Sveinssyni. Visismynd: JA siðast. Astæðan er sú, að fram- lög rikis og borgar hafa verið óbreytt að krónutölu frá upp- hafi, eða 3,3 milljónir frá hvor* um aðila árlega. Að sögn örnólfs jafngilti upphaflega framlagið 40 milljónum króna á núgildandi verðlagi. Hins vegar ábyrgjast riki og borg hugsanlegan halla af Listahátið. Kvikmyndahátíð í febrú- ar Kvikmyndahátíð Listahátiöar verður haldin 1.-12. febrúar n.k. Enn er ekki ákveðið hvaða myndir verða fengnar, en fram- kvæmdastjórn Listahátiöar kvaðst hafa allan heiminn undir i þvi efni. Sérstakir gestir á hátiðinni veröa kvikmyndaleikstjórarnir Carlo Saura og Andrzej Wajda og koma þeir með eigin kvik- myndir. Væntanlega kemur Saura meö alveg nýja kvik- mynd, sem enn hefur ekki verið frumsýnd. Auk þeirra hefur Berto Lucci verið boðið að koma, en hann hefur ekki gefið svar ennþá. Kvikmyndahátiðin verður i Regnboganum, en þar veröa möguleikar á að hafa 25 sýning- ar daglega eftir að fimmti salur hússins hefur veriö tekinn i notkun. —SJ The Wolfe Tones eru um þessar mundir einn vinsælasti þjóðlagahópurinn I Irlandi. 11 Colllngwood- myndir bætast l ÞjóDmlnjasafniD Þjóðminjasafn íslands fékk ný- lega afhentar úr dánarbúi Mark M. Watsons i Lundúnum ellefu vatnslitamyndir eftir enska málarann W.G. Collingwood, sem hann málaði hér á ferð sinni 1897. Þessar myndir eru hluti hinnar stóru gjafar Mark Watsons til Þjóðminjasafnsins frá árunum 1964-65, en þá gaf hann safninu allar myndir Collingwood, sem hann hafði getað komið höndum yfir. Flestar myndirnar afhenti hann þá strax, en þessar ellefu óskaði hann að hafa á heimili sinu meðan hann lifði, en þær má telja með albestu myndum Colling- woods af söguslóöum hér á landi. Mark Watson lést hinn 12. mars sl„ en hann hafði alla tið sýnt Þjóðminjasafni Islands sérstaka velvild og gefið þvi rausnarlegar gjafir. Hann var mikill Islands- vinur, kom oft hingað til lands og hafði mikinn áhuga á að kynnast islensku þjóðlifi. Árið 1939 skoðaði hann Glaum- bæ i Skagafirði og varð svo hrif- inn af þessum stóra og merka torfbæ, að hann gaf 200 sterlings- pund, sem þá var stórfé ef verða mættu bænum til björgunar. Varð það til þess aö hafist var handa um viðgerð hans. Um langt árabil auglýsti Mark Watson stöðugt i blöðum ytra eftir myndum Collingwoods og eignaðist smám saman mikinn meirihluta þeirra mynda, sem hann málaði hér á ferð sinni með dr. Jóni Stefánssyni um sögu- slóðir Islendingasagna áriö 1897. Gaf hann Þjóðminjasafninu siðan myndirnar, svo sem fyrr getur, alls 162 vatnslitamyndir og eitt oliumálverk, þar af 135 afarvand- lega innrammaðar. Siðar gaf hann svo safninu 8 myndir eftir enska málarann Edward Dayes, sem geröar voru eftir frum- teikningum úr Stanley- leiðangrinum 1789 og 4 myndir eftir enska málarann Nicholas Pocock frá sama tíma og enn- fremur 6 pennateikningar eftir danska málarann H.A.G. Schiött frá um 1865. Meðal gjafa Watsons ereinnig oliumálverk frá Reykja- vik 1862 eftir A.W. Fowles. Þá gaf hann siöar stækkaðar og vand- lega frágengnar ljósmyndir, sem Collingwood tók i ferð sinni, svo og allmargar myndir, sem Wat- son tók sjálfur i ferð sinni um landið 1937-38. Þessar myndir, sem Mark Wat- son hefur þannig gefið safninu, eru ein stærsta og verðmætasta gjöf, sem safnið hefur nokkurn tima fengið. Margar þeirra eru prýðisgóð listaverk, en allar hafa þær griðarmikið heimildargildi um þjóðlif fyrrum, byggingar at- vinnuhætti, klæðnað fólks og margt annað sem fáar myndir aðrar eru til af frá þessum tim- um. Verða þessar gjafir Mark Watsons seint fullþakkaðar. Hinum nýfengnu myndum hef- ur verið komið fyrir i sýningarsal Þjóðminjasafns Islands, þar sem einnig eru sýndar myndir úr fyrri gjöfum Mark Watsons. A skátadaginn n.k. sunnudag veröur starfsemi skáta kynnt við Réttar- holtsskóla og væntanlega verður ekki minna fjör en hjá ungu skátunum á myndinni. Skátatjaldbúð við Réttarholtssköla Skátadagur fyrir ibúa i Smá- ibúða-, Bústaða og Fossvogs- hverfi er sunnudaginn 7. okt. n.k. við Réttarholtsskóla kl. 14-18. Skátafélagið Garðbúar vill með þessum skátadegi kynna skáta- starfið i sérstakri skátatjaldbúð sem reist verður við skólann. Skátarnir vilja hvetja alla ibúa hverfisins til að koma og skoða tjaldbúðirnar og fá sér skátakakó i leiðinni. Skátar munu sýna al- menn skátastörf. Innritun nýrra félaga fer fram á sama tima en ársgjald fyrir 9-10 ára er kr. 4000 en fyrir 11 ára og eldri er kr. 5000. Allir „gamlir” skátar eru einnig velkomnir. DíoMínan Það er alltaf mikið um að vera á haust og vetrartisku- sýningunum i Paris. Myndin er frá sýningu tiskuhúss Christian Dior, en þar voru sýndir margir skemmtilegir kjólar. Kjóllinn á myndinni er gott dæmi um þá tiskulinu sem verður i vetur. Breið belti og þröngar ermar voru áberandi og ekki vantaði viddina i pilsin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.