Vísir - 04.10.1979, Blaðsíða 4
vtsm
Fimmtudagur 4. október 1979
FURUGRUND KÓPAVOGI
Til sölu 3ja herbergja ibúð tilbúin
undir tréverk til afhendingar strax
Fasteignamiðlunin
Selið
Ármúla 1 - 105 Reykjavík
Símar 31710-31711
VERKAFOLK
vantar til hreinsunarstarfa viö nýbygg-
ingar verkamannabústaða i Breiðholti.
Hádegismatur á staðnum. Upplýsingar á
staðnum i vinnuskálum við Suðurhóla-
Austurberg.
STJÓRN VERKAMANNABtJSTAÐA
LJOSASTILUNGAR
Ljósastillingar á vegum F.I.B. verða í Bílatún
hf., Sigtúni 3, n.k. laugardag og sunnudag kl.
9-17. Verð fyrir félagsmenn er kr. 1.400.
Þvottastöðin Bliki sem er i sama húsi veitir
félagsmönnum F.I.B. 10% afslátt.
F.I.B.
OPID
KL. 9-9
GJAFAVÖRUR — BLÓM —
i BLÓMASKREYTINGAR.
Nag bllattiaSI a.m.k. ó kvöldin
ItlOMtWIMIH
M AI N AKS I K f | | sinti 12:17
m
Smurbrauðstofan
BJORIMINN
Njúlsgötu 49 - Simi 15105
ASKKIFENDURI
Ef blaðið kemur EKKI með skilum til ykkar,
þá vinsamlegast hringið í síma 86611:
virka daqa til kl. 19.30
laugardaga til kl. 14.00
og mun afgreiðslan þá gera sitt besta til þess
að blaðið berist.
Afgreiðslo VÍSIS
Sími 86611
4
Grlkklr
brelfa fyrlr
sér I Kreml
Konstantin Karamanlis, hinn 72
ára gamli forsætisráöherra
Grikklands, er þessa dagana
staddur i opinberri heimsókn i
Moskvu. Er þetta sögulegur
viöburöur i augum Grikkja, fyrir
þá sök, aö þetta er i fyrsta sinn,
aö þjóöarleiötogi Grikklands
heimsækir Moskvu eftir siöari
heimsstyrjöldina.
Aukin samskipti
við austrið
Fyrrverandi félagar Grikkja i
NATO fylgjast meö nokkrum á-
hyggjusvip meö vinalátum Kara-
manlis viö Kremlherranna, en i
Aþenu hafa menn visaö algerlega
á bug öllum getgátum um, að
Karamanlis gangi neitt gruggugt
til með heimsókninni. Grikkir
segja út i hött allar vangaveltur
um, að þeir séu að reyna að bæta
sér upp i austri það, sem þeir
hafa misst i vestri, þegar þeir
drógu her sinn út úr samstarfi
NATO-herjanna. Slikt mundi aö-
einsspilla tengslunum við Banda-
rikin.
Grisk blöö benda á, að i mörg ár
hafi Karamanlis leitast viö aö
draga úr spennu stórveldanna
varöandi allan Balkanskagann,
og hefur aukið tengsl Grikklands
við rikin i Austurlöndum nær.
Þykir ekki nema eölilegt, að hann
teygi sig til Sovétrikjanna i fram-
haldi af þvi. A það er um leið
bent, aö flestallir leiötogar Vest-
urlanda leggi leiðir sinar til
Moskvu.
Málið er þó ekki alveg svo ein-
falt. Allar götur frá þvi, að Grikk-
ir gengu úr hernaðarsamstarfinu
viö NATO, sumarið 1974, fullir
heilagrar reiöi, vegna þess aö
önnur NATO-riki og sérilagi
Bandarikin, sem höfðu máttinn
til, höföu haldiö að sér höndum og
horft á Tyrkjaher leggja undir sig
nær 40% Kýpur, og hafa menn i
NATO mænt eftir þvi að þessi
týndi sauöur sneri aftur heim.
Heppilegur timi til þess þótti
runninn upp og töldu menn sig
hafa eftir pólitiskum og hernað-
arlegum samböndum lagtdrög að
áætlun, sem greiddi götu þess að
Grikklandsher kæmi aftur i hern-
aðarsamstarfið.
Þetta strandaði þó á Tyrkjum.
Tyrkir hafa við eigin vandamál
að striða i hernaðarlegu tilliti.
Bandarikin hafa svelt þá i vopna-
framlögum, þegar þau i refsing-
arskyni við að Tyrkir beittu
bandariskum vopnum gegn
NATO-samherja i innrásinni á
Kýpur, hættu að selja þeim vopn.
A móti tóku Tyrkir herstöðvar og
hlustunarstöðvar af Bandarikja-
mönnum við landamæri Tyrk-
lands og Sovétrikjanna. Það var
alvarlegur missir fyrir Bandarik-
in og enn tilfinnanlegri, þegar þau
misstu hlustunarstöðvar sinar i
tran, eftir að keisaranum var
bylt. Mikilvægi þessara stöðva
hefur siðan aukist enn vegna
SALT-Il-samninganna, þar sem
þær hefðu getað þjónað eftirliti
meö þvi að Sovétmenn héldu sina
skilmála.
Gagnkvæm tortryggni
Hvernig sem fara nú viöræður
Bandarikjamanna og Tyrkja um
nýja samninga varðandi þessar
stöðvar, þá virðast Tyrkir ekki af
kröfum sinum skeknir um aö hafa
á eigin hendi stjórn með vörnum
NATO og heræfingum i vestur-
hluta Tyrklands og á Eyjahafinu.
Þessu siöastnefnda vilja Grikkir
ekki kyngja, þvi að það jafngildir
þvi, að grískt herliö á þeim slóð-
um lúti stjórn tyrkneskra for-
ingja. Eftir ófarirnar á Kýpur er
eins og Grikkir þjáist af minni-
máttarkennd gagnvart Tyrkjum,
og kann að valda einhverju um ó-
beit þeirra á þessari hugmynd.-
Aðalástæðan er þó auðvitað sú,
aö auk Kýp.urdeilunnar eiga
Grikkir og Tyrkir i ákafri hags-
munadeilu um hafsbotninn i
Konstantin Karamanlis vill ýta
viö félögum sinum i NATO og
vekja þá með austantrekknum.
Eyjahafinu og réttinn til þess að
nýta sér þar hugsanlegar oliu-
lindir, og hefur dregist inn i þá
þrætu um leiö deila um lofthelg-
ina yfir Eyjahafinu. Meðan svo
viðkvæm deilumál hafa ekki ver-
ið til lykta leidd er vonlaust mal
að Grikkir láti Tyrkjum eftir
hernaðarstjórn á deilusvæðinu.
Þar eru þeir heilshugar sammála
Karamanlis og leiðtogi stjórnar-
andstöðunnar i Grikklandi, þjóð-
ernisjafnaðarmaðurinn Andreas
Papandreou.
Grikkir hafa undir sinum yfir-
ráðum eyjaklasa, sem liggur þétt
uppi undir Tyrklandsströnd, og
tortryggni þeirra i garð Tyrkja
býður þeim, að ekki mundi þeim
hollt, að Tyrkjaher næði yfirburð-
um á þvi svæði. Ekki svo óskilj-
anleg afstaða, þegar þeir benda á
Kýpurmáliö i sömu andránni.
Byssunum beint í
öfuga átt
Bæði rikin verja umtalsverðu
fjármagni til hermála, og þótt
NATO út af fyrir sig þyki það gott
og blessað, þá þykir hitt alvar-
legri annmarki, aö þessir fyrr-
verandi NATO-samherjar hafa
fyrst og fremst hvor annan i
byssumiðunum. Að visu hafa
menn ekki alvarlegar áhyggjur af
þvi, aö það geti komið til styrjald-
ar milli landanna, þvi að öfgunum
er þó haldið þaö mikið i skefjum,
að ekki er stigiö út fyrir skynsem-
innar mörk. En til árekstra getur
hæglega komið, og á meðan sá
möguleiki er fyrir hendi, vilja
Grikkir eðlilega hafa sinn eiginn
her undir sjálfs þeirra stjórn, en
ekki tyrkneskra foringja i Izmir.
Láir þeim það enginn.
Bitrir í garð
Bandarík janna
Fyrir nokkrum vikum gerðu
Grikkir samning við Rúsa, sem
stingur nokkuð i stúf við tengsl
þeirra við NATO og fyrri varnar-
samning við Bandarikin. Þeir
veittu rússneskum verslunar-
skipum og óvopnuðum aðstoðar-
skipum sovéska flotans hafnar-
og slippaðstöðu á eyjunni Syros,
sem liggur i Eyjahafinu. Það er
mitt á þvi svæði, sem NATO-flot-
inn hefur oftast flotaæfingar sin-
ar. Það er grisk skipasmiöastöð,
sem er aðili að þessum samningi,
en auðvitað ekki i óþökk stjórnar-
innar.
Fyrir tveim árum luku Grikkir
og Bandarikjamenn viðræðum
um gagnkvæman varnarsamning
og samstarf, þar sem m.a. var
kveðið á um áframhald á banda-
riskum flota-, flug- og hlustunar-
stöðvum á grisku yfirráðasvæði i
skiptum fyrir 700 milljón dollara
hernaðaraðstoð USA viö Grikk-
land, sem dreifast skyldi á fjögur
ár.
Stjórn Karamanlis hefur þó
ekki staðfest þennan samning, og
hefur Bandarikjastjórn mátt biöa
með hattinn i hendinni eftir þvi að
Grikkjum þóknaðist aö skrifa
undir. Þegar aðstoðarvarnar-
málaráðherra Bandarikjanna
kom á dögunum til Aþenu, vildi
Karamanlis ekki veita honum
viðtöku, en hins vegar átti hann
viöræður við hinn griska starfs-
bróður sinn. I Aþenu vilja menn
biða og sjá hvað setur um viðræð-
ur Bandarikjamanna við Tyrki.
Grikkjum leiöist ekkert þótt
Bandarikjamenn dúsi á biðstof-
unni á meðan, þvi aö þeir hafa
ekki gleymt þvi, að það voru
bandarisk vopn, sem Tyrkir
beittu fyrir sig i innrásknni á
Kýpur.
Línudans Karamanlis
Heimsókn Karamanlis til
Moskvu kemur engum til að
halda, að hann hafi i hyggju að
draga Grikkland út úr hinu vest-
ræna samstarfi i NATO eöa EBE,
þar sem Grikkir eru aö komast
inn fyrir þröskuldinn. En hann
hefur séð, hvernig aðrir þjóöar-
leiðtogar eins og Sadat Egypta-
landsforseti og á undan honum
Nasser, hafa reynt að koma ár
þjóöar sinnar best fyrir borð með
þvi að stiga dansinn viö bæði
austur og vestur. Eflaust hugsar
hann sem svo, að hinir vestrænu
bandamenn hans hafi gott af þvi
að sitja af sér næstu danssyrpur
og verði þá i betri takt við hann,
þegar hann býður þeim næst upp
i Kýpur- eða Eyjahafsvalsinn.