Vísir - 29.10.1979, Qupperneq 8
8
VÍSIR
Mánudagur 29. október 1979
Utgefandi: Reykjaprenth/f
Framkvæmdastjóri: Davlð Guðmundsson
Ritstjórar: ólafur Ragnarsson
Hörður Einarsson
Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson.
Fréttastjóri erlendra trétta: Guðmundur G. Pétursson.
Blaðamenn: Axel Ammendrup, Halldór Reynisson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin
Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guð
vinsson. ^
Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V.
Andrésson, Jens Alexandersson. Utlit og hönnun: Gunnar 'r'-austi Guðbjörnsson,
Magnús Olafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson.
Auglýsingar og skrifstofur:
Siðumúla 8. Simar 86611 og 82260.
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611.
Ritstjórn: Síðumúla 14, simi 86611 7 línur.
Askrift er kr. 4.000 á mánuði
innanlands. Verð i lausasölu
200. kr. eintakið.
Prentun Blaðaprent h/f
JAFNAN ATKVÆÐISRÉTT? JA EÐA NEI!
Þessa dagana ganga kjósendur þúsundum saman til prófkjöra og skoöanakannana á
vegum stjórnmálaflokkanna. Þar vega atkvæöi þeirra allra jafnt. Eftir rúman mánuö
ganga kjósendur svo til alþingiskosninga— og þá mismunandi réttháir. Annars flokks
kjósendurnir, þ.e. fyrst og fremst kjósendur I Reykjaneskjördæmi og I Reykjavík,
þurfa nú fyrir kosningar aö láta stjórnmálaflokkana svara sér skirt og skorinort þeirri
spurningu, hvort þeir eigi aö fá atkvæöisrétt á viö aöra kjósendur. Já eöa nei!
Islenska þjóðin gengur enn á
ný til kosninga í desember-
mánuði nk. án þess að atkvæðis-
réttur kjósenda hafi verið
jafnaður. Enn einu sinni verða
kjósendur i þéttbýlinu á suð-
vesturhorni landsins að una því
að hafa ekki nema brot úr at-
kvæði á við kjósendur í dreif býli.
Þetta er ranglæti, sem ekki
verður þolað til frambúðar.
Vonir höfðu staðið til þess, að
tillögur um leiðréttingu á kjör-
dæmaskipun og atkvæðisrétti
lægju fyrir áður en næst yrði
gengið til alþingiskosninga.
Vegna þess, hve kosningar bar nú
að með skjótum hætti og skammt
var liðið á kjörtímabilið, liggja
enn engar tillögur fyrir. Er það
vissulega vel skiljanlegt, og
engin ástæða var til að draga
kosningar til þess að ná einhver ju
samkomulagi milli flokkanna í
kjördæmamálinu. En hitter hins
vegar óskiljanlegt, að stjórn-
málaflokkarnir skuli ekki hafa
markað sér stefnu í þessu jafn-
réttismáli — enginn þeirra. Þeir
skjóta sér allir á bak við, að kjör-
dæmamálið sé til athugunar hjá
stjórnarskrárnefnd, sem sé að
ganga frá einhverjum „val-
kostum" í málinu. Þessi vinnu-
brögð stjórnmálaflokkanna eru
gjörsamlega óviðunandi og vekja
vissulega tortryggni um, að þeir
vilji í lengstu lög velta málinu á
undan sér. Stjórnmálaf lokkunum
ber auðvitað að marka pólitíska
stefnu í kjördæmamálinu, sem
stjórnarskrárnefnd vinnur síðan
eftir. Nefnd, sem vinnur í
pólitísku tómarúmi, eins og nú-
verandi stjórnarskrárnef nd
virðist gera, getur auðvitað
endalaust búið til "valkosti".
Þetta tómarúmsástand virðist í
bili henta öllum stjórnmálaf lokk-
unum vel, því að þeir eru allir
meira eða minna klofnir í kjör-
dæmamálinu. Innan þeirra allra
eru enn á kreiki afturhaldsöfI,
sem af hagsmunaástæðum vilja
viðhalda ranglætinu. En kjós-
endur mega ekki láta flokkana
komast upp með að skjóta sér á
bak við stjórnarskrárnefndina.
Það er engin afsökun fyrir
stefnuleysi flokkanna, þó að
stjórnarskrárnefndin hafi ekki
lokið við að stilla upp öllum „val-
kostum" sínum. Stjórnmála-
flokkunum ber að hafa grund-
vallarstefnu í málinu.Spurningin,
sem þeir kjósendur, er nú
teljast annars flokks kjósendur,
hljóta að spyrja f lokkana, er ein-
föld: Viljið þið beita ykkur fyrir
því, að atkvæðisrétturinn verði
algjörlega jafnaður? Við þessari
einföldu spurningu eiga stjórn-
málaf lokkarnir nú þegar að eiga
skýrt svar.
Það, sem valdið hefur áhuga-
leysi stjórnmálaflokkanna um
jöfnun atkvæðisréttarins milli
kjósenda, er sennilega fyrst og
fremst sú staðreynd, að við
undanfarnar kosningar hafa
flokkarnir fengið kjörna þing-
menn nokkurn veginn í hlutfalli
við fylgi sitt. Ranglætið í kjör-
dæmaskipuninni hefur því ekki
nú um hríð komið út í óeðlilegri
skiptingu þingsæta milli
flokkanna, eins og áður var,
heldur er það nú fyrst og fremst
fólgið í misrétti milli kjósenda í
hinum einstöku kjördæmum.
Kjósendurnir í þeim kjör-
dæmum, sem skarðastan hlut
bera frá borði, fyrst og fremst
Reykjaneskjördæmi og Reykja-
vík, þurfa því að taka höndum
saman og knýja á um skýrar
stefnuyfirlýsingar flokkanna í
kjördæmamálinu. Þeir mega
ekki sleppa flokkunum í gegnum
kosningabaráttuna án þess að
stefna þeirra í þessu máli liggi
fyrir. Kjósendur í þessum kjör-
dæmum eiga að krefja stjórn-
máiaflokkana svars við
spurningunni: Ætlið þið að
tryggja okkur jöfnuð í atkvæðis-
rétti? Já eða nei?
Hvernig sem kerfift er, veröur
spurningin sú sama. A hvern
hátt er hægt að haida áfram aö
fjármagna almannatryggingar,
sem jafnan er ætiaö aö færa út
kviarnar um leiö og biliö milli
útgjalda og tekna viröist vera
aö aukast.'
Síöastliöna þrjá áratugi hafa
Evrópulöndin haldiö áfram aö
auka viö almannaþjónustu og
láta hana ná til slaukins fólks-
fjölda. Þróunin hefur oröiö tals-
verö og þá ekki eingöngu mæld
I tölum heldur hefur og heilsu-
gæsla, sem áhersla var upphaf-
lega lögö á, oröiö aö almennu
eftirlitskerfi. Væntanlega verö-
ur ekki hægt aö snúa viö á þeirri
braut. Þaö sýna tölurnar ber-
lega. Tímabiliö 1970-1975 hækk-
aöi hlutur vergra þjóöartekna,
sem var er til almannatrygg-
inga úr 17.1% I 21.7% á ttaliu, úr
17.8% I 20.4% á Bretlandseyj-
um, 17.9% upp i 21.6% i
Frakklandi, 20% I 27% i Hol-
landi, 19.3% I 27% I Danmörku
og úr 21.2% upp I 21.8% I Vestur-
Þýskalandi. Siöan hefur boriö
mun meira á þessari tilhneig-
ingu. t stuttu máli sagt er um
fjóröungur af framleiöslu
Evrópu eytt i almannatrygging-
ar og árangurinn er sá aö i lönd-
um þar sem velferöarfé er ekki
greitt meö skattlagningu, fer
upphæö þessi stundum fram úr
fjárlögum, en þetta hefur t.d.
átt viö Frakka síöan áriö 1973.
Vandamálin
segja til sín
A umliönum tfmum reyndist
rikisstjórnum ekki erfitt aö afla
fjár til aö hrinda velferöarmál-
um i framkvæmd. Þá þrjá ára-
tugi sem hagvöxtur hélst án af-
láts var hægt aö halda skatt-
greiöendum og öörum aöilum,
þ.á.m. vinnuveitendum sæmi-
iega ánægöum.
En nú þegar orkukreppan og
Almannatpyggingap
STÚRM/IL NfUHDA ARATUGSINS
Hærri aldur Ibúa áifunnar, en
fjöidi eftirlaunaþega eykst stöö-
ugt, hækkar útgjöld til al-
mannatrygginga.
langvarandi áhrif nennar á
efnahagsmál vestrænna landa
veröur tilfinnanleg og á e.t.v.
eftir aö veröa þaö til frambúöar,
veröur enn aö athuga vanda-
máliö varöandi fjármögnun ai-
mannaþjónustu og dæmið
þarfnast leiðréttingar. Þaö er
liöin tiö þegar hægt var aö
greiöa sársaukalaust og svo til
sjálfkrafa fyrir almannatrygg-
ingar og heilbrigöisþjónustu.
Tryggingamáiaráöherrar 21 aö-
ildarrikis E vrópuráösins
neyddust til aö viðurkenna
þessa staöreynd á fundi sinum i
Strassbourg 6. og 7. mars sl.
Þaö sannar hversu nú finnst
fyrir sameiginlegum vanda-
málum Evrópurikjanna á þess-
um sviðum, að þetta var fyrsta
ráöstefna þeirra um þetta efni.
Hvernig svo sem almanna-
þjónustan er skipulögö og fjár-
mögnuö er hún i fjárhagsörðug-
leikum i öllum helstu löndum
álfunnar, þótt i mismunandi
mæli sé. Ástæöan er sú, aö tekj-
urnar risa ekki undir gjöldum
og hafa ekki gert þaö siöan 1975.
Fjöldi eftirlauna-
þega eykst
Auk kostnaöarins er leiöir af
framkvæmd velferöarstefnunn-
ar eru tvö önnur atriöi, sem ó-
hjákvæmilega hækka útgjalda-
liöina. Er þaö annars vegar um
aö ræöa hærri aldur íbúa álf-
unnar, en fjöldi eftirlaunaþega
eykst áþreifanlega og skapar æ
þyngri byrði vegna aukinna
bótagreiöslna. Hins vegar er
viðstöðulaus aukning kostnaö-
ar, er leiöir af heilsugæslu og
sem fer langt fram úr vaxta-
hraða auðæfa nokkurs lands.
Þetta atriöi er ekki i neinu sam-
bandi viö það, hvort kerfi al-
mannatrygginga sé fyrir hendi
eöa ekki. Notkun lyfja, hjúkrun-
argagna og læknaþjónustu, sem
sumir viija jafnvel kalla ofnotk-
un, hefur veriö kölluö eitt fyrir-
bæri siömenningarinnar og ekki
sjást mikil merki þess, aö úr
kunni að draga og þá vissulega
ekki án utanaðkomandi aö-
gerða. Orsakir hinnar öru
aukningar útgjalda vegna
sjúkratrygginga, sem nú eru
um 25% kostnaðar af almanna-
þjónustu, eru m.a. sameiginleg
áhrif uppbyggingar fólksfjöld-
ans og dánarorsaka. Þannig
eykst mjög dánartala þeirra,
sem náö hafa fimmtugsaldri og
haldnir eru hjarta- og æöasjúk-
dómum eöa krabbameini. Þá er
aö geta þess aö mjög er leitaö
eftir læknisfræöilegum lausnum
á félagslegum vandamálum og
aö læknum, sem ráöleggja
kostnaöasama sjúkdómsmeö-
ferö, fjölgar óöum. Loks eru á-
hrif tækniframfara i læknis-
fræöi, en meö þvi almennur
heilbrigöisstaöall I Evrópulönd-
um er nú oröiö hár, eykst mjög
kostnaöur við tilraunir til aö
bæta hann enn meir.
Stöðnun komin í kerfið
Þvl sjái rlkisstjórnirnar fram
á að stöönun kemst I kerfiö,
leita þær leiða til aö liöka gang
þess og þá fyrst og fremst til aö
stilla saman aukningu heilsu-
gæslukostnaðar og vöxt vergra
þjóöartekna. Sumar þeirra
viröast reyna aö draga úr eftir-
spurn meö þvi aö lækka bætur
og auka hlutdeild hinna tryggöu
I lækniskostnaði til aö byrja meö
eða með þvi að flokka áhættu á
hagkvæmari hátt. Aðrar stjórn-
ir kjósa heldur að leggja áherslu
á heilsugæslu með þvi t.d. aö
draga úr framboði tækja eða
takmarka frelsi lækna til að
gefa út lyfseðla, þótt þaö taki
lengri tima. En þeir, sem bera
ábyrgð á stjórnun almanna-
trygginga, gera sér engar tál-
vonir um sparnaö á þessum sviö
um eöa möguleikum á aö ná
nokkrum raunverulegum tökum
á útgjöldum velferðarþjóöfé-
lagsins. Þess vegna athuga þeir
tekjuhliöina og hvort betur megi
dreifa gjöldunum. En á þeim
sviöum viröist ekki vera mikiö
svigrúm. Jafnan veröur örö-
ugra aö standa undir útgjöldum
eftir aö ibúafjöldi og efnahagsá-
stand hætta aö vera almanna-
tryggingum hliöholl. Allir viö-
komandi aöilar, þ.e. launþegar,
vinnuveitendur og ríkiö sjálft,
kvarta undan því aö framlög
þeirra séu komin aö ystu mörk-
um þess sem þolað veröi. En
hins vegar er ekki um nein
tæknimörk aö ræöa. Einfaldlega
er aö þvi komiö, aö nýjar kröfur
gera nauösynlegt aö skilgreina
hagvöxtinn á ný og þvinga
Evrópumenn til aö velja á milli
hvort þeir vilji heldur stofna ár-
angri almannaþjónustu sinnar I
hættu eöa greiöa þaö verö, sem
inna veröur af hendi.
EFTIR MICHEL NEROH