Vísir - 29.10.1979, Side 18

Vísir - 29.10.1979, Side 18
VlSIR jMánudagur 29. október 1979 Texti: Halldór Reynisson ***? ... v. ****«**$* v *»-> - aðallega bó skúrir, en 3-4 púsund nolaðir bílar eru nú til söiu og seliast hægt Myndir: Bragi Guömunds. son Það skiptast á skin og skúrir i haustveðráttunni þessa dagana og sömu sögu er að segja af bilasöl- unum, þar sem verslað er með notaða bila, nema hvað þar virðast skúrir vera algengari. Sala á notuðum bilum virðist nú ganga tregleg- ar en oftast áður og er það auðvitað vegna út- sölubilanna svokölluðu frá Daihatsu- og Subaru- umboðunum. Hafa nú á skömmum tima komið 6- 700 slikir bilar á markaðinn og þá á svipuðu verði og á 1-2 ára gömlum notuðum bilum i milliverð- klassa, eða frá 3,3 og upp i tæpar fjórar milljónir. Menn kaupa frekar slikan ónotaðan útsölubil jafnvel þótt hann hafi staðið uppundir tvö ár i bilaporti i Evrópu en jafngamlan og jafndýran bil, sem hefur verið jafnlengi i notkun hér heima. Haukur I Bllaborg: „Nú staldra jafnvel japanskir bflar viö hjá okk- ur, en þaö var mjög sjaldgæft fyrir nokkrum árum”. Hjá bilasölu Guöfinns var Guöfinnur sjálfur viö simann, en kúnni beiö eftir afgreiöslu. Vitahringurinn Það viröist vera mjög algengt hér á landi, aö menn eigi blla sina i 1-2 ár, en skipti þá og kaupi sér nýja. „Þetta eru pabbarnir unga fólksins i Breiöholtinu, sem hafa nánast ekkert annaö viö aurana aö gera en setja þá i nýjan bil”, eins og einn bflasalinn kallaöi þennan hóp manna. Nú bregöur hins vegar svo viö aö „pabbarn- ir” losna mun verr viö gömlu bflana sina en áöur vegna út- sölubflanna, sem eru á svipuöu veröi og geta þvi siöur keypt nýja bilinn sinn en áöur. Þess eru fjöldamörg dæmi, aö menn geti fengiö nýja tiskubila út á stundinni, sem áöur var kannski 4-5 mánaða afgreiöslufrestur á — svona ef þeir koma inn um- boöin og slengja fullri tösku af fimmþúsundkalla búntum á boröiö og segja „Ég borga ’ann út I hönd”. 1 stuttu máli sagt: Nýir bilar seljast treglega, — notaðir bflar seljast treglega — þaö eina sem hreyfist eru ný-gamlir útsölu- bilar. Eina leiöin út úr þessum vitahring virðist vera aö bjóöa upp á einhvers konar „útsölu- bila”, enda mun þaö vera eini svarleikurinn sem hin umboöin sjá I þessari stööu.aö sögn bila- sala. Viö megum þvi búast viö aö módel ’78 bflar, sem nóg er til af úti i Evrópu vegna oliukrepp- unnar, veröi seldir hér sem nýir vel fram á næsta áratug! Bilasalar: Einn selur poppkorn — annar fer i strætó Þegar viö litum viö á nokkr- um bilasölum i bænum nú fyrir skömmu, var þar fremur litiö um að vera — a.m.k. ef miöaö er viö „gullöld” þessara viöskipta fyrir einum tveimur árum. Aö einum bilasala komum viö, þar sem hann var aö selja poppkorn og annar, sem jafnframt átti eina 15-20 bilaleigubila, var tek- inn upp á þvi aö feröast i strætó dags-daglega! Ekki voru þó allir bilasalar á þvi, að tregar gengi að selja bfla en áöur og þannig taldi Guöfinn- ur Halldórsson hjá Bflasölu Guöfinns, aö nú væri jafnmikil sala I notuöum bilum og áöur, ef ekki meiri. En hann sagöi þó, aö framboðiö af notuöum bflum heföi vaxiö hlutfallslega meira en eftirspurnin. Ekki vildi Guöfinnur heldur kannast viö, aö vissar bilateg- undir seldust betur en aörar og kvaöst hann ekki skilja þá bila- sala, sem ekki tækju viö banda- riskum bilum til sölu, vegna þess hve þeir seldust illa: „Þaö er ekki erfiöara aö selja ame- riska bila en áður — þaö þarf bara meiri lagni”, sagöi hann. Guðfinnur var loks spuröur hversu marga bfla hann heföi i sölu og sagöist hann hafa um 200 á skrá, en um 200 væru til sýnis hjá honum. 2-3 þúsund notaðir bílar Það kvað við nokkuð annan tón hjá Hauki Haukssyni i bila- sölunni Braut: „Það er algengt aö notaöir bflar séu seldir með 20*30% út- borgun, en afgangurinn er á vixlum. Þessu var þveröfugt farið þegar sala á notuöum bil- um var hvaö best fyrir 2-3 ár- um” sagði hann, en taldi þó aö ekki væri lánaö meira en 50% i vel seljanlegum bilum. Haukur var spuröur, hversu marga bila hann heföi á sölu- skrá og sagðist hann hafa um 2500 á skrá, en 150 væru til sýnis á sölunni. Hann taldi, aö þetta væri likast til sá fjöldi notaöra bfla, sem væri á markaðnum, aö viöbættum um 1000 bflum, sem væru seldir I gegnum auglýsing- ar I blööum, þannig aö markaö- ur notaöra bila væri einhvers staöar mitt á milli 3 og 4 þúsund. Formúlan: Litill — japanskur — sparneyt- inn En hvernig bfla kaup menn núna? Við spurðum Hauk þess- arar spurningar. „Fyrir nokkrum árum voru stórir og kraftmiklir bilar I tisku, en nú i orkukreppunni er það liðin tiö. Nú heitir formúlan i bilaviðskiptum: litill — jap- anskur — sparneytinn. Og viö þetta bæta svo margir — fram- hjóladrifinn.” Um þetta virðast margir selj- endur nýrra og ónotaöra bíla vera sammála, en þó alls ekki allir. Má i þvi sambandi minna á orö eins bilasala sem sagði að salan færi alveg eftir þeim kjör- um sem boöiö væri upp á og klykkti svo út með aö segja: „Það er margur bilaeigandinn sem trúir á vissa biltegund. Og hann kaupir þá tegund, jafnvel þótt hann veröi aö borga mörg- um milljónum meira fyrir hana en aöra samsvarandi og jafn- góöa.”. — HR 1

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.