Vísir - 29.10.1979, Blaðsíða 19

Vísir - 29.10.1979, Blaðsíða 19
vtsm Mánudagur 29. október 1979 19 Ólafur Jóhannesson varð i fyrsta sæti f próf- kjörinu, fékk 183 atkvæði af 254. Húsavfk: SÝSLUMAÐUR VILDI KJÚSA HJÁ KRDTUM Þaö bar viö á kjörstað i próf- kjöri Alþýðuflokksins á Húsavik, aö vfirvald staðarins, Sigurður Gizurarson, sýslumaður, birtist öllum að óvörum. Viðstaddir héldu, að yfirvaldið hefði rekið inn nefið til að athuga hvort ekki færi allt vel fram og urbu þvi hvumsa, er hann vildi greiða atkvæði. Sýslumaður var inntur eftir þvi, hvort hann væri ekki enn flokksbundinn framsóknarmaður og játti hann þvi samstundis. Var honum þá meinað að kjósa og fór sýslumaður við svo búið, sárnauðugur þó. —SG. „Mér virðist, að það sé svolítil bylgja með okkur svo að ég hef daiitla von um að við komum inn tveim þingmönnum iReykjavik”, sagði Guðmundur G. Þórarins- son, verkfræðingur við Visi í gær- kvöldi, er hann var spuröur, hvort hann eygði von i þingsæti. Guð- mundur var annar í skoðana- könnun fulltrúaráðs Framsókn- arfélaganna i Reykjavíkum skip- an listans, sem fram fór á föstu- dag og laugardag. Ólafur Jóhannesson, fyrrver- andi forsætisráðherra, varð i efsta sæti með 183 atkvæði. Guö- mundur fékk 134 atkvæði i 2. sætiö. ,,Ég hef litið um þetta að segja”, sagði Guðmundur. ,,En ég er ánægður með þessa út- komu.” Skoðanakönnunin er bindandi fy rir tvö efstu sætin. Að öðru leyti voru úrslit hennar þau, að i 3ja sæti varð Haraldur Ólafsson lekt- or með 156 atkvæði i það sæti, 4. varð Sigrún Magnúsdóttir, kaup- maður. með 162 atkv. 5. Kristján Friðriksson i Última, 6. Kristinn Agúst Friðfinnsson, guðfræði- nemi, 7. Geir Viðar Vilhjálmsson, sálfræðingur, og i 8. Sigrún Sturludóttirstarfsmaður Pósts og sima. 1 kjöri voru 10 manns, en 254 tóku þátt i skoðanakönnuninni. Uppstillingarnefnd þarf að skiia tillögum um skipan listans, annarra en tveggja efstu sæta, fyrir þriðjudagskvöld. — KS PáH Stefán FramsóKn Noröurlanöi vestra: - Páll 09 Stefán Guðmundsson I efstu sætum „Tillaga uppstillingarnefndar var samþykkt af öilum fundar- mönnum, um 100 manns, sagði Guttormur Óskarsson, formaður k jördæm isráðs Framsóknar- flokksins í Norðurlandi vestra, i samtali við Visi, en listi flokksins var ákveðinn á kjördæmisþingi i Miðgarði i gær. Fyrir þingið var talið, að Sigl- firðingar hygðu á sérframboð vegna óánægju yfir þvi að engin skoðanakönnun var um röð manna á listanum. Efstu menn á lista flokksins fyriralþingiskosningarnareru: 1. Páll Pétursson, fyrrverandi alþingismaður, Höllustöðum, 2. Stefán Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri, Sauðárkróki, 3. Ingólfur Guðnason, hreppsstjóri, Hvammstanga, 4. Bogi Sigur- björnsson, skattendurskoðandi, Siglufirði, 5. Jón Ingvi Ingvason, rafvirki, Skagaströnd. —KS UarDar marðf Baldur JðHAHH EINVAHBSSON EFSTUR - Leó Löve livergl á iistanum Guömundur: Gerir sér von um að komast inn með Ólafi. Litill munur varð á Garðari Sigurðssyni og Baldri óskarssyni i skoðanakönnun, sem fram fór hjá Alþýðubandalagsfélögunum á Suðurlandi um skipan lista flokksins fyrir alþingiskosningar- nar. Garðar fékk 132 atkvæði og varð i efsta sæti, en Baldur fékk 123 atkvæði. Kjördæmisráð Alþýðubanda- lagsins á Suðurlandi ákvað skipan listans á fundi slnum i Vestmannaeyjum i gærmorgun, og var farið eftir niðurstöðum skoðanakönnunarinnar. Listinn er þvi þannig skipaður: 1. Garðar Sigurðsson, fyrrverandi alþingis- maður, Vestmannaeyjum, 2. Baldur óskarsson, fulltrúi, Reykjavik, 3. Margrét Frimanns- dóttir, húsmóðir, Stokkseyri, 4. Auður Guðbrandsdóttir, hús- móðir, Hveragerði, 5. Jóhannes Heigason, bóndi, Hvammi. —KS 'Garðar Sigurðsson bar naumlega sigur úr býtum i keppninni við Baldur óskarsson um efsta sætiö. ,,Ég var reiðubúinn til þess að taka sæti á listanum.en það kom mér algjörlega á óvart, hvað ég lenti ofarlega”, sagði Böðvar Bragason, sýslumaður á Hvols- velli, en hann varð i þriðja sæti á lista Framsóknarflokksins á Suð- uriandi. En hefur þú ekki alltaf verið talinn sjálfstæðismaður? ,,Ég held, að það sé orðum auk- ið. Ég hef hvergi verið flokks- bundinn en haft áhuga á stjórn- málum og látið skoðanir minar i ljós. En menn eru alltaf að gera öðrum upp skoðanir. Hins vegar er það rétt, að ég er tiltölulega nýgenginn i Framsóknarflokk- inn ’, sagði Böðvar. Framboðslisti Framsóknar- llokksins á Suðurlandi var ákveð- inn i kjördæmisþingi flokksins á llvolsvelli á laugardaginn. Við skipan fjögurra efstu sæta var farið eftir skoðanakönnun á þing- inu. Höð efstu sæta á listanum er þannig: 1. Þórarinn Sigurjónsson, lyrrverandi alþingismaður, Laugardælum, 2. Jón Helgason, fyrrverandi alþingismaður, Segl- búðum, 3. Böðvar Bragason, sýslumaður, Hvolsvelli, 4. Rik- harð Jónsson, framkvæmdastjóri, Þorlákshöfn, 5. Jóhann Björns- son, forstjóri, Vestmannaeyjum, 6. Guðni Ágústsson, eftirlitsmað- ur. Selfossi. — KS. Jóhann Einvarðsson, Markús A Einarsson og Helgi H. Jónsson voru kosnir i þrjú efstu sæti á lista Framsóknarflokksins i Reykja- neskjördæmi á kjördæmisþingi flokksins i Festi i gær. Jóhann fékk 216 atkvæði i fyrsta sæti.en Markús 52 atkvæði. t ann- aö sæti fékk Markús 136 atkvæði en Helgi 126. 1 þriðja sæti fékk Helgi 186 atkvæði, Leó Löve 54 og Þrúður Helgadóttir 28. Leó Löve gaf ekki kostá sér i sæti neðar en i 3ja sæti. Sex efstu sæti listans eru þann- igskipuð: 1. Jóhann Einvarðsson, bæjarstjóri, Keflavik, 2. Markús Á Einarsson, veðurfræðingur, Hafnarfirði, 3JIelgi H. Jónsson, fréttamaður Kópavogi, 4. Þrúður Helgadóttir, verkstjóri, Mosfells- sveit, 5. Ólafur Vilhjálmsson, leigubilstjóri Garðabæ, 6. Bragi Árnason, prófessor, Kópavogi. —KS .lóhann Einvarðsson. Tekst honum að endurheimta þingsæti Kramsóknar i Revkjaneskjör- dæmi? Ólafur Þörðarson, skólastjóri, náði 2. sætinu af Gunnlaugi Finnssyni á framboðslista Fram- sóknarflokksins i Vestfjarðakjör- dæmi. Gengið var frá listanum á aukakjördæmisþingi á laugar- daginn og fékk ólafur 28 atkvæði i 2. sætiö en Gunnlaugur 21 og hafnaði hann að lokum I 9 sæti. Ólafur er nú skólastjóri i Reyk- holti, en var áður á Suðureyri og hefur jafnan staðið framarlega I flokki framsóknarmannna á Vestfjörðum. 1 heild er listinn þannig skipaður: 1. Steingrimur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins 2. Ólafur Þóröarson, skólastjóri 3. Sigurgeir Bóasson, skrif- stofustj. Bolungarvik. 4. Finnbogi Hermannsson, kennari Núpi 5. össur Guðbjartsson, bóndi Láganúpi 6. Magdalena Sigurðardóttir, frú, Isafirði Itöðvari Bragasyni syslumanni skaut óvænt upp á lista Fram- sóknar. 7. Jósep Rósinkarsson, bóndi, Fjarðarhorni, Strand. 8. Sigurjón Hallgrimsson, sjó- maður, Isafirði. 9. Gunnlaugur Finnsson, bóndi, Hvilft 10. Guðmundur Ingi Kristjáns- son, skáldbóndi, Kirkjubóli A aukakjördæmisþinginu mættu um 50 fulltrúar og fór þar Steingrimur llermannsson leiðir enn flokk sinn i Vestfjarðakjör- dæmi. fram leynileg atkvæðagreiðsla um skipan listans. Var kosið þar til hver og einn hafði fengið meirihluta i ákveðið sæti. Það var i þriðju atkvæðagreiðslu um 2. sætið, sem Ólafur Þórðarson tryggði sér sigurinn og hefndi þar með ósigursins gegn Gunnlaugi i prófkjöri fyrir siöustu kosningar. — SG Ólafur Þórðarson vann nu sigur i baráttunni um 2. sætiö. Framsóknarflokkurinn í Reykjavfk: ðlafur og Guömunú- ur í efstu sætunum Nýgengínn í fiokkinn og lenti í briðja sæti Einhugur um llslann dlafur t>ðröars. telldl Gunnlaug

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.